Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2004, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2004
Fréttir DV
Ástþór hefur mikiö viðskipta-
vit og er óragur við að hrinda
hugmyndum sínum í fram-
kvæmd. Hann á gott með að
fá aðra til fylgilags við sig.
Framkvæmdagleðin er oft
með ólíkindum. Hann kemst
oft ótrúlega langt.
Gallar Ástþórs eru einkum
þeir að hann er óhemju hör-
undsdr. Skortir húmor fyrir
sjálfum sér og er afar lang-
rækinn; fyrirgefur seint og
illa efhann telur að einhver
hafi gert á hlut hans.
„Ástþór kemur ófram-
kvæmanlegum hlutum I
framkvæmd - enda snill-
ingur I að láta aðra vinna
fyrir sig. Er óhræddur við
að fara troðningana blindandi.
Hann hefur fullmettað þjóðina
af kjaftasögum. Gallarnir eru að
Ástþór gengur aldrei almenni-
lega frá hnútunum. Er mjög
hörundsár, þrátt fyrir að koma
sér alltafvel fyrir I hita leiksins.
Hann kemur sér auðveldlega I
klúður og klandur í óhugsuðum
æðibunugangi. Og Ástþór fær
aldrei Óskarinn fyrir hlutverk sitt
sem jólasveinninn."
Harpa Karlsdóttir, fyrrverandi sam-
býliskona Astþórs.
„Ég þekki Ástþór ekki
mjög vel en þau kynni
sem ég hefafhonum
eru góð. I öllum okkar
samskiptum hefur allt
sem hann hefur sagt staðið eins
og stafur á bók og það er voða-
lega gott að vinna með honum.
Eini gallinn sem ég þekki á hon-
um er hve langrækinn og hör-
undsár hann er. Hann þyrfti að
takaáþvl."
Geir Olafsson söngvari.
„Astþór er útsjónarsam-
ur, kjarkmikill, drlfandi,
frumiegur og sjálfstæður
l hugsun, hugmyndarlk-
ur og allt að því snilling-
ur I hvers konar praktik
og að láta hlutina gerast.
En hann er jafnsnöggur að
brenna brýrnar með klunna-
skap og að smiða þær afsnilld.
Ætti ekki að setja upp fyrirtækið
Mannleg samskipti ehf. Allt á að
gerast STRAX oghann sér aldrei
hvort hann er að hirða hýðið og
henda banananum eða öfugt.
Hann á ekkert útistandandi
nema augun. Mætti samt láta
stækka þau aðeins."
Sverrir Stomsker, vinur.
Ástþór fæddist í Reykjavík 4. ágúst 1953.
Stundaöi nám ÍVerslunarskóla íslands en
fórsíðan til Bretlands í nám viö Medway
College ofArt and Design og lauk prófi í
auglýsingaljósmyndun og markaðsfræð-
um. Ástþór var upphafsmaður að stofnun
Eurocard á íslandi árið 1979. Stofnaði og
rak um árabil Ijósmyndagerð og póstversl-
unarfyrirtæki. Hann stofnaði Frið 2000.
Óhappahrina
á Sauðárkróki
Þrjú umferðaróhöpp
urðu á Sauðárkróki á jafn-
mörgum klukkutímum í
fyrradag. Sex
bflar skemmd-
ust. Mjög hált
var á götum,
samkvæmt
frétt Skaga-
fjaröar.com, en til allrar
hamingju slasaðist enginn.
Einnig var ökumaður bif-
reiðar stöðvaður í fyrradag
þegar hann keyrði fullur,
en ekki er vitað til þess að
hann hafi klesst á.
Umsvif Eskimo models hér á landi verða æ meiri og hefur starfsfólk vart undan að
sinna erlendum stórfyrirtækjum sem sækja í íslenska náttúru og landslag. Dæmi
eru þess að fólk af götum Reykjavíkur hafi fengið hálfa aðra milljón króna fyrir
það eitt að koma fram í auglýsingu á vegum fyrirtækisins.
Eskimói leikur í Sony-auglýsingu
hérlendis fyrir Asíumarkaö
Kominn er til landsins Grænlendingurinn Robert E. Peary II til
að leika í auglýsingu fyrir rafeindarisann Sony fyrir Asíumarkað.
Er Grænlendingurinn hingað kominn fyrir tilstuðlan Eskimo
models en umsvif fyrirtækisins í alþjóðlegri auglýsinaggerð
verða sífellt umfangsmeiri.
Skemmst er að minnast þess að
Sigurður Skúlason leikari var send-
ur til Svíþjóðar á vegum fyrirtækis-
ins til að keppa um hlutverki í nýrri
Mackintosh-auglýsingu. Hvort
hann fær hlutverkið liggur hins
vegar ekki fyrir en ætti að skýrast á
næstu dögum.
• •• en nefnir þó sem
dæmi að fólk af
götum Reykjavíkur,
sem ráðið var til að
leika i auglýsingu fyr-
ir Philips, fékk hálfa
aðra milljón fyrir
framlag sitt.
Lukkupottur
„Robert E. Peary kemur frá
Thule, nyrst á Grænlandi, og talar
mállýsku sem fáir í heiminum
skilja. Þetta er eskimói og fjöllista-
maður sem ferðast um með tón-
listarmönnum og hefur víða far-
ið,“ segir Bjarney Lúðvfksdóttir hjá
Eskimo models, sem gleðst yfir
auknum umsvifum. Tekið skal
fram að Grænlendingar kjósa að
kalla sig inúíta en ekki eskimóa og
skal því haldið til haga hér.
Innan skamms opna Bjarney
og samstarfskonur hennar útibú á
Indlandi og fleira er í deiglunni.
Ekki vill hún ræða þóknun þeirra
sem fram koma í auglýsingum á
vegum Eskimo models en nefnir
þó sem dæmi að fólk af götum
Reykjavfkur, sem ráðið var til að
leika í auglýsingu fyrir Philips,
fékk hálfa aðra milljón fyrir fram-
lag sitt: „Svona geta sumir dottið í
lukkupottinn og auðvitað eru
upphæðirnar stundum lægri en
þær geta líka verið hærri," segir
Bjarney.
ís og eidur
Það er Saga film sem framleið-
ir eskimóaauglýsinguna fyrir
Sony og verður hún tekin hér á
landi. Robert E. Peary unir hag
sínum vel hér og nýtur hverrar
stundar. Sony borgar vel enda eft-
ir miklu að slægjast fyrir rafeinda-
risann á Asíumarkaði sem sækja á
með skírskotun í íslenskt landslag
og náttúru svo ekki sé minnst á
sérstakt andlitsfall Robert E.
Peary II, sem Asíubúar eiga ör-
ugglega eftir að halda að sé ís-
lendingur.
Enn tafir á loftbyssuránsmáli Arnþórs Jökuls Þorsteinssonar
Vék sjálfviljugur úr sal vegna óttaslegins vitnis
Enn hefur ekki náðst að yfirheyra
öll aðalvimi í einni af þremur ákær-
um sem Arnþór Jökull Þorsteinsson
sætir vegna vopnaðs ráns, ógnana
með skotvopnum og brota á vopna-
lögum.
Eitt vitni mætti í Héraðsdóm
Reykjavíkur í gær þegar aðalmeð-
ferð var fram haldið í málinu. Varð
Arnþór við beiðni vitnisins, sem er
kona, um að hann viki úr dómsal
meðan hún vitnaði gegn honum.
Konan er starfsmaður í Hring-
brautarapóteki. Hún tók á móti Arn-
þóri, íklæddum lambhúshettu og
með loftbyssu í hönd, þegar hann
framdi vopnað rán í apótekinu þann
4. september í haust. Arnþór ógnaði
starfsstúlkunni með loftskamm-
byssu og fór fram á að hún afhenti
sér allt það rítalín sem í apótekinu
væri. Lyfsali í apótekinu kom svo
stúlkunni til aðstoðar. Átökunum
við Arnþór lyktaði með því að lyfsal-
inn varð undir eftir að skot hafði
hlaupið úr loftbyssunni í hönd Arn-
þórs. Arnþór komst á brott með 480
töflur af rítalíni.
Starfsstúlkan í apótekinu bar
fyrir dómi í gær að hún hafi séð fljót-
lega eftir að Arnþór kom inn í lyfsöl-
una að skammbyssa hans væri ekki
ekta heldur loftbyssa. Því hafi hún
verið nokkuð róleg. Að öðm leyti
staðfesti hún framburð sinn frá því í
skýrslum lögreglu þarsem hún bar
að Arnþór hefði beint loftbyssunni
að andliti sínu og hótaði henni illu ef
hann fengi ekki lyfin.
Arnþór samþykkti fúslega að
víkja úr dómsal meðan stúlkan vitn-
aði. Þarf samþykki verjanda eða
ákærða sjálfs til slíks nema talið sé
að vitni stafi bein ógn af hinum
ákærða vegna vitnisburðar síns.
Aðalmeðferð yfir Arnþóri muri
væntanlega ljúka á föstudag. Þá
verður enn reynt að kalla fyrir mann
sem Arnþór mun samkvæmt ákæm
hafa ógnað með afsagaðri hagla-
byssu við heimili sitt við Sörlaskjól.
heigi@dv.is
Arnþór Jökull Þorsteinsson Hinn nítján
ára gamait strokufangi vék úr dómsal
í gær að beiðni eins vitna í máli
hans.