Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2004, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004
Jólablað DV
DV Jólablað
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 33
Ragga Gísla og Harpa Sjöfn Hermundardóttir hittast eftir langa hvíld frá hvor annarri nú um jólin. Ný
mynd Stuðmanna verður frumsýnd annan í jólum og víst er að þeir verða fleiri en færri sem hlakka til
endurfunda við þau sem þar koma fram. Ragga kemur víða við í spjalli sinu. Talar um lýtaaðgerðir á
landinu og Hörpu Sjöfn sem alltaf er jafn ungleg án slíkra aðgerða. Hún talar um myndina, sjálfa sig,
framtíðina og jólin sem hún heldur með þeim sem hún elskar mest og þar á meðal er kærasti hennar -
Birkir Kristinsson.
agga hallar sér
niður og strýkur
svörtum ketti.
■ Hrafnkell heitir
BsE? hann og er kall-
ÆKíM aður Keli. Hann
malar hátt og
ekki er betur hægt
að sjá en glitti í tenn-
uHk urnar og kisi brosi
■ breitt. „Já. hann bros-
■ ir þessi köttur. Hann
I talar líka mikið og
B heldur manni oft
'BBw_ lengi upp á
snakki, Svo er
hann músíkalskur, mjálmar á
rétta tóninum þegar tónlist er í
gangi „ segir hún brosandi og
bendir á að kisi sé orðinn ellefu
ára gamall og hafi alltaf fengið
mikla athygli. Það þýði ekki að
svíkja hann um hana úr þessu og
því gefur hún sér alltaf tíma til að
kjafta við hann.
í risi húss við Mjóstræti þar
sem mikilmenni eins og Einar
Benediktsson bjuggu fyrrum, hef-
ur Ragga komið sér vel fyrir. „Mér
finnst gott að vera hérna Maður
flnnur vel fyrir veðrinu og það er
yndislegt," segir hún og við velt-
um fyrir okkur hvað það sé við ris
sem lætur mann finna til vellíðun-
ar. Kannski svipuð tilfinning og
vestfirsku fjöllin vekja hjá manni,
sem eru svo nærri að þau umvefja
mann og þeir sem ekki finna til
innilokunartilfinningar finna fyrir
öryggi og verndun. „Já, ætli það sé
ekki eitthvað svipað," samþykkir
hún og tekur undir þetta með
vestfirsku fjöllin sem hafa svipuð
áhrif á hana.
Enn ástfangin af Stinna
Nóg er að gera hjá Röggu þessa
dagana, jólin framundan og svo
afrakstur vinnu síðasta árs, kvik-
myndin í takt við tímann, á leið
fyrir dóm þjóðarinnar um jólin,
þar með talin Harpa Sjöfn sem
menn hafa ekki séð í tuttugu ár.
Hvernig hefur hún það?
„Hún hefur það gott, þaldca þér
fyrir. Kemur vel undan vetri eins
og vinir hennar flestir sem hún
hefur ekki verið með þessi síðustu
ár,“ segir hún hæverkslega.
„Hún er enn ástfangin af
Stinna sínum, það leynir sér ekki
þegar þau hittast. Þó hafa þau ekki
verið saman þessi 20 ár; verið
hvert í sínu en ástin er eitthvað
sem þurrkast ekki út. Hún hefur
alltaf haft hann í huga en taldi
hann hafa yfírgefið sig fyrir fullt og
fast þegar hann var numin á brott
af hinum Stuðmönnunum úr bóli
Hörpu Sjafnar í lok síðustu mynd-
ar.
í nýju myndinni er svo að sjá
hvort þau nái ekki endanlega
saman, enda orðin harðfullorðin,“
segir Ragga og verður leyndar-
dómsfull á svip. Myndina á að
frumsýna á milli jóla og nýárs og
það bíða fleiri en færri með mikilli
eftirvæntingu eftir að hitta þessa
gömlu kunningja og vini sem
margir þekkja svo vel. Margir
muna textana út í gegn og hafa í
gegnum árin verið að sjá alltaf
eitthvað nýtt í hvert sinn sem á
myndina er horft.
Engin ör eftir lýtalækna
„Við byrjuðum að brainstorma
í fyrravetur," segir Ragga og held-
ur áfram. „Hittumst þá ásamt
Ágústi Guðmundssyni og Dúdda,
Eggerti Þorleifssyni og köstuðum
á milli okkar hugmyndum. Tökur
hófust síðan í vor og gengu alveg
ótrúlega vel með samstilltum og
góðum hópi tæknifólks, sem alltaf
var hægt að breyta ef þurfti. Nú er
bara að sjá hvað verður um þau
Kristin stuð Styrkárson Proppe og
Hörpu Sjöfn Hermundardóttur."
segir hún og vill ekki gefa meira
upp um það.
Menn hafa talað um að Harpa
Sjöfn sé unglegri nú tuttugu árum
síðar en í fyrri myndinni. Þessir
sömu menn hafa talað um að hún
hafi kannski farið í nokkrar
strekkingar hjá lýtalækni. Er eitt-
hvað til í þeirri staðhæfingu eða
hvernig ætti henni annars að
takast að halda svona í æsku-
blómann?
„Ég veit ekki með Hörpu Sjöfn
en Ragga Gísla er ekki með ör eftir
lýtalækna," segir hún og hlær.
Trixið er að borða lítið af
orkuríkum mat sem ekki
stíflar
Hver er galdurinn?
„Mér finnst ekki þægilegt að
ræða þessa hluti og vil gera sem
minnst af því. Það eina sem ég get
sagt er að sennilega er húðslétta f
ættinni, ég reyni að sofa eins mik-
ið og ég get og ef mögulegt er þá
kaupi ég frekar mat sem er orku-
ríkur en hitt. Einnig er ég afskap-
lega gleymin á fortíðina, man lítið
en hlakka meira til framtíðar,"
segir hún ákveðið og bendir á að
það séu forréttindi að geta valið
matinn sinn.
„Það eru ekld allir sem geta það
og of margir sem ekki hafa ráð á
að kaupa það sem fer best með
þá,“ útskýrir hún og bætir við að
það sé mjög einstaklingsbundið
hvað passi fólki.
„Sumir sérfræðingar segja að
hugarástandið á meðan þú nærist
hafi allt að segja og þar með geti
fólk borðað næstum hvað sem er
og svo einnig lítið sem ekki neitt.
Ef fólk leitar að því sem hentar því
f mataræði þá finnur það góða
leið á endanum,“ segir hún hugsi
og bættir við eftir nokkra umhugs-
un.
,Ætli trixið sé ekki að borða
passlega lítið af mat sem er orku-
ríkur frekar enn fullt af drasli sem
stíflar mann. Ég er alla vega alltaf
að leita segir hún og stendur upp
og gengur út að glugganum sem
vísar að Bröttugötunni. „Það virð-
ist eJcki eiga það val fólkið sem er
að róta í tunnunum hérna í
myrkrinu á kvöldin," segir hún og
bendir út. Það er hryllilegt að
verða vitni að slíku hér í þessu vel-
megunar samfélagi þar sem allir
eiga að geta haft nóg að býta og
brenna. En þannig er það bara
ekki í reynd," segir hún og svipur-
inn verður hörkulegur.
Uppskurðurinn og lýtaað-
gerðin stóra
Við erum komnar út í pólitískar
umræður og Ragga heldur áfram.
„Um leið og við áttum okkur á því
að líkaminn þarf gott eldsneyti, vit-
um við að til þess að þrífast bæri-
lega þurfum við ást og umhyggju.
Það sama má segja um landið oJck-
ar og þjóð alla. Það er sannað að
miklar lýtaaðgerðir á fólki geti
hreinlega skemmt heilsu þess.
Sama má segja um náttúruna og
umhverfi okkar. Uppskurðurinn,
lýtaaðgerðin stóra á Austfjörðum,
er vægast sagt skelfileg tilhugsun-
ar. Ætli fólk sé almennt sátt við
þessa aðgerð?" segir hún og horfir
hugsi út um gluggann áfram. Síðan
birtir yfir henni á ný og hún sest
aftur.
„Ég kom á æðislegan búgarð í
Bretlandi „ segir hún og lyftist öll
upp. Augun glampa af áhuga þeg-
ar hún segir frá þessum yndislega
búskap sem þar fór fram. „Þetta
voru bara hjón sem ráku hann og
ræktuðu allt lífrænt, voru með
skepnur sem fengu bara lífrækt
ræktað hráefni, fjölbreyttar græn-
metistegundir, hænur, kalkúnar,
nautgripir og lömb. Þau seldu frá
sér afurðirnar um allt landið og
Við ákváðum að fara
svona að oggerðum
það i sátt og vinskap.
Líklega hefur það ver-
ið hvað við Jobbi
erum góðir vinirsem
oiii því að okkur gekk
vel að byggja okkur
upp sitt i hvoru lagi
án allra átaka.
þeir sem vildu gátu verið í áskrift
hjá þeim. Fengið til dæmis eitt
kfló af eggjum á viku, kjúklinga,
grænmeti og hvað eina sem fékkst
hjá þeim. Auðvitað þurfti fólk að
borga meira fyrir þessa gæðavöru
en það er lflta allt í lagi. Hvers
vegna getum við elcki haft svona
búgarða hjá okkur í stað þess
verksmiðjubúskapar sem hér er
stundaður með niðurgreiðslum
og öllu og samt berjast bændur í
bökkum," spyr hún með ákafa og
nefnir sem dæmi allar jarðirnar
sem ekki eru nýttar og farnar í
eyði.
Listamenn falla ekki inn í
mynstrið
„Já, hvers vegna ekki að koma
af stað svona litlum búgörðum;
auðvitað þyrfti að fara fram eftirlit
og allt það en á býlinu í Englandi
var umfangið það smátt í sniðum
að þau hjónin gátu séð um bú-
skapinn frá a til ö. Mér fannst
þetta frábært og hef ekki fengið
rök fýrir því enn þá að þetta geti
ekki orðið svona hér. Svo er þetta
gullið tældfæri fyrir börnin að fá
að vinna í sveit á sumrin. Einnig
eru svona staðir mjög góðir fýrir
ungt fólk að fá inni sem hefur
misst fótanna í lífinu. Að komast í
samband aftur við raunveruleik-
ann og læra að takast á við lífið á
heilbrigðan og góðan hátt,” segir
Ragga um leið og hún sest aftur
niður og við leiðum spjallið á
aðrar brautir.
Á hverju lifir listakona eins og
Ragga Gísla. Egill Ólafsson syngur
í kirkjum, á jarðaförum og brúð-
kaupum og við hin ýmsu tilefni.
Ekki gerir hún það. „Nei, ég hef
ekki sungið þannig. En það er von
að þú spyrjir á hverju listamenn á
íslandi lifi. Við erum eitthvað
svona fyrir utan kerfið. Það getur
verið erfitt fýrir þjónustufulltrú-
ann í bankanum að halda hlutun-
um í góðu lagi því listamenn fá
yfirleitt peninga í slumpum en
ekki reglulega eins og flestir. En ég
þéna ekki mjög mikið og gæti vís-
ast plöggað meira á því sviði ef ég
vildi. Ég er hins vegar neyslugrönn
og kemst ágætlega af þess vegna,"
segir hún og skýrir það ekki nánar.
En Ragga hefur leikið í nokkrum
kvikmyndum og fengið tekjur fyrir
þær myndir og höfundalaun fær
hún af verkum hennar sem sýnd
eru eða spiluð."
Eddan og Idol
Við tölum áfram um listina og
talið berst að öllum þeim „keppn-
um“ sem eru oft og reglulega í
gangi um hverjir séu bestir. „Það
Ég veit ekki með
Hörpu Sjöfn en Ragga
Gísla er ekki með ör
eftir lýtalækna.
er eins og sé verið að leggja að
jöfnu íþróttakeppnir og keppnir í
listum. Besta hljómsveitin, bókin,
kvikmyndin, rithöfundurinn og
besti þetta eða hitt. Hver er besti
óperusöngvarinn eða besti högg-
myndlistamaðurinn árið 2004?
Mér finnst þetta alltaf dálítið
skrítið. En sennilega hafa ein-
hverjir gaman af þessu en lflcast til
er þetta fyrst og fremst gert fyrir
útgáfurnar. Þær þurfa að standa
undir sér og selja vel. Blessaðir
listamennirnir sitja svo og árita
bækur og diska, Mér finnst það
skelfilega auðmýkjandi."
Hvað þá með allar Eddurnar,
hefur þú ekki verið tilnefnd til
Eddu?
„Ekki svo ég muni,“ segir hún
og hlær. „Ég hef verið tilnefnd til
verðlauna nokkrum sinnum fyrir
leik í bíómyndum en það var ekki
hér heima," segir hún síðan hlæj-
andi og heldur áfram að menn viti
hvað hún sé að meina. Idolið, það
er keppni sem mikið er horft á og
þar eru menn að koma fram og
láta meta hæfni sína frammi fyrir
alþjóð og fá ýmist hræðilega
dóma og dregnir niður eða góða
og hverfa upp í hæstu hæðir.
„Já, það er ein keppnin. Ég
horfi stundum á það með öðru
auganu. Hún nefnir hvað krakk-
arnir séu ótrúlega ófeimin við að
koma fram. Ég hef gaman af því
hvað þau eru dugleg og ég hef
heyrt í Idolinu í krökkum með fín-
ar raddir, mjög efnileg. Við þessa
krakka vil ég segja að allir sem eru
góðir geta komið sér á framfæri.
Það þarf ekki að taka þátt í Idol til
að koma sér áfram, ef maður er
góður. Vissulega er það tækifæri
fýrir þau en þau mega ekki gleyma
hinu heldur," segir hún og er sam-
mála um að þáttur eins og Idolið
hefði aldrei getað gengið þegar
hún var að byrja. Þá voru krakkar
ekki svona frjáls eins og núna.
Óhrædd og örugg með sig.
„Nei, fjarri lagi. Ég var til að
mynda ofsalega feimin þegar ég
var að byrja. Leið ekki vel á sviði
og vildi helst að sem minnst bæri
á mér,“ segir hún dálítið feimnis-
lega, þessi kona sem er ein vin-
sælasta söngkona þjóðarinnar.
Hinn fullkomni skilnaður
Ragga var lengi úti í London og
naut þess að kynnast nýrri menn-
ingu.
„Það var gott að búa þar og
gaman kynnast nýju fólki," segir
hún en ekki löngu eftir heimkom-
una skildu þau Jakob Frímann að
skiptum og fóru í sitt hvora áttina.
Var skilnaður þeirra þessi full-
komni skilnaður sem fáum eða
engum tekst að ganga frá án sárs-
auka ogillinda?
„Já, ætli það ekki bara," svarar
hún hlæjandi. „Við ákváðum að
fara svona að og gerðum það í sátt
og vinskap. Líklega hefur það ver-
ið hvað við Jobbi erum góðir vinir
sem olli því að okkur gekk vel að
byggja oklcur upp sitt í hvoru lagi
án allra átaka," segir hún alvarleg
á svip.
Við tölum um fleiri lflca skilnaði
og veltum fyrir okkur hvers vegna
sumir þurfi að vera eins og hundar
og kettir en aðrir geti notað skyn-
semina. „Við erum foreldrar og
kjósum að halda samskiptunum á
góðu nótunum. Jakob er ákaflega
næmur maður og það þarf ekki
alltaf að útskýra allt í tætlur fyrir
honum. Við þekkjumst mjög vel og
þetta var aldrei neitt mál. Þannig
var það bara," segir hún og brosir
stríðnislega.
Stelpurnar þeirra sem þau eiga
saman, þrátt fyrir að Ragga hafi
átt aðra þeirra fyrir þeirra kynni
voru alltaf þeirra beggja og Jakob
hefur litið á þær báðar sem sínar.
Hann hefur lagt sig fram um að
skapa þeim heimili sem þær eiga
meðfiram heimili Röggu. „Elsta
dóttirin er farin að heiman og á
sinn kærasta en sú yngri er í MH.
Báðar syngja þær og eru í námi í
Söngskólanum í Reykjavík."
Feta í fótspör móður sinnar
kannski?
„Nei, ekkert frekar. önnur er í
klassískum söng og stefnir á þær
brautir, hin er meira í svona poppi
með R&B áhrifum þó svo námið í
Söngskólanum sé stór þáttur í
námi hennar."
Hún neitar því þó ekki eftir
nokkra umhugsun að þær eigi
heilmikið sameiginlegt með henni
og það megi segja að hún heyri
stundum í sjálfri sér í þeim. Þó
það nú væri. „Þær hafa alltaf verið
góðar vinkonur mínar, dæturnar,
og ég á mjög gott með að ná sam-
bandi við þær. Mér finnst æðislegt
að geta talað við þær á sama hátt
og vini rnína," segir hún glaðlega
og það er ekki hægt annað en taka
undir það.
Æðislegt að eiga kærasta
Og nú er kominn nýr maður í
spilin?
Hún fer örlítið hjá sér í byrjun
en veit að það þýðir ekki neita. Hví
það, er það ekki einmitt það sem
skiptir máli. Hálf þjóðin veit að
hann heitir Birkir Kristinsson,
markvörður í fótbolta?
„Já, ég á kærasta og það er æð-
islegt,“ segir hún svo og horfir ein-
beitt fram.
Hvernig kynntust þið?
„Við... við kynntumst á balli.
Hann bauð mér upp í dans," svar-
ar hún og skellihlær. „Það var
ofsalega sætt.”
Og það er gaman að lifa þessa
dagana og jólin framundan. „Við
verðum hérna heima á aðfanga-
dagskvöld. Stór stund er á annan í
jólum þar sem nýja Stuðmanna-
myndin, í takt við tímann, verður
frumsýnd í sex kvikmyndahúsum
og við tekur stórt partí í Hvíta hús-
inu um kvöldið þar sem Stuðmenn
spila.
Kannski við förum svo eitthvað
út í buskann og höfum það gott,“
segir hún og hlær. Hún er ekki
ákveðin í hvað verður í jólamat-
inn, er ekki vön neinum hefðum í
kringum matseld. „Ég á alveg eftir
að taka ákvörðun, það verður eitt-
hvað dýrlegt. Jólin eiga að vera
skemmtileg og því á maður ekki
að vera að gera of mikla rellu út úr
öllum hlutum. Mér finnst til
dæmis þessar rosa dýru gjafir sem
fólk er að berjast við að kaupa al-
veg út í hött."
Jólin með þeim sem hún
elskar
„Ekki misskilja mig, þeir sem
vilja gefa bfla og dýra loðfeldi í
jólagjöf, mega gera það mín
vegna. En þótt ég ætti skrilljónir
eða billjónir myndi ég aldrei gefa
slíkar gjafir því þær eru ekki mæli-
kvarði á þá ást sem maður ber í
brjósti til fólksins síns,“ segir hún
alvarleg og við tölum um gamla
frænku sem lagði mikla alúð í sín-
ar gjafir. Hún lagði sig fram við að
kaupin, pakkaði gjöfinni fallega
inn og utan á pakkanum stóð ein-
hvern veginn „frá hjartanu." öll-
um fannst mest til þessara gjafa
koma, einmitt vegna þess að þær
báru með sér að vera gefnar af
væntumþykju og í pökkunum var
alltaf eitthvað spennandi. „Það
eru þessar gjafir sem manni þykir
vænt um,“ segir hún sammála. Ég
hlakka sannarlega til jólanna, og
ætla njóta þess að vera með öllu
fólkinu mínu sem ég elska," segir
hún með glampa í augum og bros-
ir kankvíslega.
bergljot@dv.is