Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2004, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2004, Page 42
42 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 Jólablað DV Misskilningup ið þan sé móðins að drekka Á aðfangadag eru liðin 26 ár frá því Þórarinn Tyrfings- son kom heim úr sinni fyrstu og einu áfengismeð- ferð. Hann ætlar að halda jól í faðmi fimm barna og barnabarna auk tengdabarna og njóta þess að taka upp pakka. „Á morgun, aðfangadag, held ég upp á 27. jólin frá því ég kom heim úr meðferð en ég hef ekki drukkið síðan. Þau jól voru í fáu lfk þeim jól- um sem ég hafði áður átt með fjöl- skyldu minni," segir Þórarinn og glottir. Þórarinn var um þrítugt og hafði drukkið frá því hann var unglingur. , Nú heldur hann jól með börnunum sínum fimm, tengdabömum og fimm barnabörnum. „Ég hlakka alltaf til jólanna, ekki vegna þessara tfmamóta heldur hef ég gaman af því að vera með fjöl- skyldunni á jólum. Það er gaman að taka upp pakka, borða góðan mat og njóta þess að vera með sínu fólki,“ útskýrir hann, en elsta dóttir hans, sem er barnalæknir og nemur krabbameinslækningar í Bandaríkj- unum, er heima um jólin með tví- burana sína sem Þórarinn kallar litlu Kanana sína. v „Við höfum ýmist borðað rjúp- ur, önd eða svfnakjöt á jólum. Lambakjöt hefur aldrei verið á borðum hjá okkur þetta kvöld, ég veit ekki hvers vegna. Það á kannski eftir að breytast í framtíðinni, því lamb er orðið svo dýrt og sjaldan á borðum. Ég reikna með að nú verð- um við með hamborgarhrygg á að- fangadagskvöld. Á jóladag borðum við hins vegar hangikjöt en við höf- um alltaf haldið okkur við það.“ Börnin hafa fetað í fótspor föðurins . Þrjú barna hans hafa fetað í fót- spor hans og numið læknisfræði, eitt klassfskan gítarleik og er jafn- framt langt komin með viðskipta- fræði og það fimmta er enn í grunn- skóla og býr í föðurhúsum. „Jólin áður en ég hætti að drekka báru keim af þeirri spennu sem sat í manni. Þorláksmessa var dagur sem allir máttu drekka en ég reyndi > að halda mér frá áfengi á aðfanga- dag. Oft í mikilli vanh'ðan og vana- lega hélt maður sér þurrum þar til verulega var liðið á jóladag. Þá var farið að styttast í áramót og þetta rann einhvern veginn saman," seg- ir hann og bendir á að þessu hafi sjaldnast fylgt mikil hamingja. „Maður taldi sér trú um að þetta væri allt í lagi því ég drykki ekki á jólunum sem var náttúrulega fjar- stæða," segir Þórarinn og játar að þessar skýringar heyri hann oft hjá sjúklingum sínum sem komi inn og hreykja sér af því að hafa verið edrú um jólin. Þórarinn segir að þegar menn hafi verið án áfengis mjög lengi þá .sé það ekki lengur eitthvað til að velta fyrir sér. Eðlislægt sé að vera án áfengis og menn séu ekki neitt að velta áfengi fyrir sér. „Ef ég væri ekki að vinna á þessu sjúkrahúsi, þá myndi ég ekki taka eftir því hvort menn væru yfir höfuð að nota áfengi. Væri bara ekki að velta því neitt fýrir mér. Það verður svo fjarri hugsun manna eftir langan tíma,“ segir hann og brosir. Dregur úr drykkju í heimin- um Hann segir ástæðulaust að predika yfir fólki sem drekkur á að- fangadagskvöld með mat. Hann bendir á að áður fyrr hafi ekki tíðkast að drekka áfengi á jólum en upp úr 1964 hafi það farið að breyt- ast. „Menn voru mun bindindissam- ari áður, konur drukku til að mynda almennt ekki en síðan breyttist þetta og drykkja var almennari. fs- lendingar drekka nú í kringum sex lítra af áfengi á ári á meðan ítalir drekka 6,5 lítra. Meira að segja þeir hafa dregið mjög úr því að drekka með mat. Og víða í heiminum dreg- ur úr drykkju en hún eykst alltaf hér. Það eru aðeins Bretar, Danir og Skandínavar sem ekki draga úr drykkju," segir hann og hlær. Þórarinn bendir á að drykkja tengist tísku. „Manni er sagt að það sé nýmóðis að drekka í hófi, eins og menn nefna það" segir hann og glottir og bætir við að æ færri séu alfarið án áfengis en fleiri drekki eitthvað. „Það þekkist tæpast lengur að menn séu stakir bindindismenn eins og var mjög algengt áður fyrr,“ segir hann og vil meina að það sé eitthvað öfugsnúið við þetta. „Það ætti að vera móðins að drekka ekki því í því felst framsýni. Menn væru þá að huga að efri árum og þeim lífsgæðum sem fylgja því að vera heilsuhraustur og njóta lífsins þeg- ar eftirlauna aldri er náð.’ „Ég get vel sætt mig við að ungt fólk drekki stöku sinnum en mér finnst eitthvað ógeðfellt við að sjá menn á mínum aldri undir áhrifum áfengis þannig að þeir beri það með sér. Við missum allan þokka við það,“ segir Þórarinn. Karlar á fimmtuqsaldri feimnir við meðferð Hann segir að unga fólkið sé ekki feimið við að koma í meðferð og það finni síður fyrir einhverri skömm vegna þess. „Það eru miðaldra karl- menn sem enn eru að ströggla við að fela það. Þeir sem eru á aldrinum 40- 50 ára. Auðvitað á það ekki að vera neitt feimnismál að leita sér hjálpar og hætta að drekka. Það á að vera hinn eðlilegasti hlutur," segir hann og bætir við að ungt fólk sé opið og þægilegt við að eiga. Það geti vissulega tekið þau nokkrar meðferðir að átta sig á að það geti ekki staðið í neyslu. Það sé enginn vonlaus og þó að foreldrar séu alveg búnir að gefast upp og haldi að börn þeirra eigi sér ekki viðreisnar von, er það alls ekki svo. Þeir þurfi oft að átta sig og í kring- um þrítugt séu þau búin að fá nóg og verði fest hinir mætustu menn. Hátíðlegt á Vogi um jólin Á Vogi er tæplega fullt hús núna um jólin. Þorarinn segir að það gæti alltaf dálítillar spennu, enda finnist mönnum að þeir verði að gera allt annað en vera í meðferð í kringum jól. Þeir sem hins vegar séu í með- ferð um jól tali oft um hversu gott það hafi verið. „Hér er mjög hátíðlegt á jólum og við gerum allt sem við getum til að láta mönnum líða vel og hafa það notalegt," segir hann. Eftir ára- mót íjölgar síðan aftur og hlutirnir falla í sínar fösm skorður á ný. bergtjot@dv.ii Wesley Snipes er mættur enn og aftur sem vampýrubaninn Blade í BladeTrini- ty- Þetta er þriðja myndin með þessari miklu hetju og að þessu sinni er hann kominn með tvo aðstoðarmenn. Myndin er frumsýnd í Laugarásbíói, Regnbogan- um og Borgarbíói á Akureyri á annan dag jóla. Þrenningin Blade nýtur aðstoðarAbigail, hinnar Iðilfögru dóttur Whistlers. og Hannibals King. Blade mæor Drakútai Djúpt inni í fjarlægri eyðimörk vinna leiðtogar vampýnikynsins að leyndu verkefni. Þeir ætla sér að endurlífga Drakúla, hina ógeð- felldu veru sem gat þær af sér. Þessa dag- ana heitir hann víst Drake og hefur kom- Blade WesleySnipeserglæsi- legur sem aldrei fyrr fþriðju Biade-myndinni - Blade Trinity. ið sér upp hæfileikum sem aðrar vampýrur hafa ekki. Drake getur lifað og starfað í dagsljósi. Til liðs við Nátthrafnana Til að gera hlutina enn erfiðari fyrir Blade taka foringjar vampýr- anna upp á því að koma af stað ófrægingarherferð um hann. Þær ná að stimpla hann sem morðótt skrímsli og fyrr en varir er bandaríska alrfkislögreglan komin á eftir okkar manni. Blade og lærifaðir hans, Whistler (Kris Kristofferson), lenda í miklu upp- gjöri og bardaga við FBI-manninn Cumberland og hans menn. Eftir það er Blade sannfærður um að hann þurfi aðstoð í baráttu sinni. Gegn vilja sínum gengur hann til liðs við Nátthrafnana, hóp mennskra vampýrubana sem lúta forystu íðilfagrar dóttur Whistlers, Abigail (Jessica Biel), og hroka- gikksins Hannibals King (Ryan Reynolds). Örlög mannkyns í hættu A meðan blindi vísindamað- urinn Sommerfield vinnur að því að finna lausn á vampýruvandamálinu eiga Nátthrafnarnir í stöðugmn bardögum við liðsmenn Drakúla. Aðalmennirnir í gengi Drakúla eru öfluga vampýran Danica Talos (Parker Posey) og aðstoðar- menn hennar, Asher og Grimwood (leikinn af fjöl- bragðaglímumanninum Triple H). Þegar kemur að upp- gjörinu þarf Blade að takast á við mestu vampýru allra tíma og að sjálfsögðu eru örlög hans og alls mannskyns í hættu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.