Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2004, Page 48
48 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004
Jólablað J3V
- Lottónauðgari kaupirvillu
Breski nauðgarinn Iorworth Hoare hefur keypt
300 milljóna króna villu fyrir hluta lottóvinnings
sem hann vann nýlega. Hoare, sem er 52 ára, vann
ríflega 800 milljónir í lottóinu og gekk frá kaupum á
húsinu úr fangelsinu þar sem hann afþlánar lífstíð-
ardóm. Hann situr inni fyrir fjölda kynferðisbrota en
á möguleika á reynslulausn í febrúar. Hoare hefur
montað sig af villunni í fangelsinu og segist ætla að
láta setja upp nuddpott og líkamsræktarsal í nýja
húsinu. Mikil umræða spratt upp í Bretlandi í ágúst
þegar upp komst að hann hefði keypt vinningsmiðann þegar hann var í
helgarfríi úr fangelsinu. Hann hefur síðan skoðað fasteignaauglýsingar
vandlega. Nauðgarinn fær um 800 þúsund krónur á viku í vexti.
Skólastelpur rændu 82 ára konu
82 ára gömul kona axlarbrotnaði þegar fjór-
ar skólastelpur reyndu að ræna tösku hennar í
Bretlandi í vikunni. Þjófarnir, sem taldar eru
vera um það bil 13 ára, voru í skólabúningum
en höfðu tekið af merkingar skólans sfns svo
þeir þekktust ekki. Gamla konan var á leið til
læknis síns í Suður-London. Hún féll í jörðina
þegar hún reyndi að halda í töskuna og hlaut þannig meiðsli sín. Skóla-
stelpurnar flýðu af vettvangi og skildu konuna þar sem hún lá í jörðinni,
sárkvalin. „Þetta er hræðilegur glæpur. Hún er á batavegi en við erum
ákveðnir í að ná stelpunum,“ sagði talsmaður lögreglunnar.
. Brúðhjón dóu á leið í veisluna
Breskt par lét lífið f þyrluslysi á
Spáni á leið frá brúðkaupsvígslu
sinni í brúðkaupsveisluna. Veislu-
gestir urðu sífellt stressaðri eftir
því sem mínúturnar liðu og ekk-
ert bólaði á brúðhjónunum í
veislu þeirra á hóteli á sumarleyf-
isstaðnum Mijas. Verstu áhyggjur
þeirra rættust þegar þeim var tilkynnt um slysið. Hjónin höfðu leigt þyrl-
una til að fara í útsýnisflug eftir hjónavígsluna. „Þetta var h'til veisla, það
áttu ekki að vera nema 20 manns að brúðhjónunum meðtöldum," sagði
móttökustjórinn á hótelinu. ,ALLir gestimir voru komnir klukkan þrjú og
biðu eftir brúðhjónunum. Þau áttu að koma klukkan hálf fjögur og gestir-
nir urðu órólegir þegar ekkert bólaði á þeim. Lögreglan kom klukkan fimm
og tilkynnti um slysið. Það er ótrúlegt að svona skuli gerast á degi sem þess-
um. Það sem átti að vera hamingjudagur breyttist í sorgardag."
ALFUR
OPIÐ I DAG FRA KL 12-23
Enginn hinna 600 ibúa i smábænum Knutby í Svíþjóð vildi
hjálpa lögreglu við rannsókn sina á morðinu á Alexöndru
Fossmo, 23 ára gamalli eiginkonu prestsins, eða morðtilraun-
ina á Daniel Linde, þrítugum nágranna hennar.
Eg var vélmenni,
Mah til að drepa
Þann 10. janúar á þessu ári laumðist
óboðinn gestur inn í hús Fossmo-fjöl-
skyldunnar í gegnum þvottahúsið og
laumast að svefnherberginu. Þetta var
um miðja nótt og bömin þrjú vom í
fastasvefni á neðri hæðinni og fjöl-
skyldufaðirinn, hinn 32 ára gamli
Helgi, svaf hjá þeim. Óboðni gesturinn
skaut Alexöndnt þremur skotum og
hún lést samstundis. Þremur nunútum
síðar bankaði morðinginn upp á hjá
nágrönnunum. Daniel kom til dyra og
morðinginn skaut hann í höfuðið og
bringuna áður en hann hvarf út í nótt-
ina. Fyrir mildi lifði Daniel Linde af.
SMS frá Guði hvöttu til morðs
Lögregla vissi ekki hvar væri best að
byrja. Vikum saman reyndu lögreglu-
menn að fá íbúana til að tala en fengu
jafnan þögult og óvinveitt viðmót. Það
var ekki fýrr en fyrrverandi safnaðar-
meðlimir töluðu, að upp komst að um
væri að ræða meðlimi í sértrúarsöfn-
uði. Söfnuðurinn var einskonar klofri-
Sakamál
ingssöfnuður úr þjóðkirkju Svíþjóðar.
í forsvari fyrir söfriuðinn er 36 ára
gömul kona sem safnaðarmeðlimir
kalla Brúði Krists. Þrátt fyrir það boðar
söfnuðurinn kúgun kvenna, líkamlegar
refsingar á bömum og algera hlýðni við
andlega leiðtoga. Prestar í söfnuðinum,
Helgi Fossmo var einn þeirra, em með
í ráðum við allar ákvarðanir meðlima,
þar með talið hverjum þeir giftast.
Söfnuðurinn leggur einnig ríka
áherslu á spádóma og rannsóknarlög-
reglumenn komust að því að Helgi
Fossmo væri spámaður. Hann talaði
um drauma sína þar sem kom fram að
eiginkonur hans „yrðu kallaðar heim til
Guðs." Þetta var undarlegt þar sem
fyrri eiginkona hans hafði dottið í baði,
rekið höfuðið í og látist. Nú hafði seinni
eiginkona hans verið skotin til bana.
Lögregla fékk svo símtal frá
Sara Svensson Barnfóstran sem Helgi átti I
ástarsambandi viö og notaöi til aö myrða
fyrir sig, allt I nafni trúarinnar aö sjálfsögðu.
Á vettvangi Lögreglumenn koma að húsi
Fossmos til að rannsaka morðið áAI-
exöndru.
fyrrverandi bamfósfru Fossmo-fjöl-
skyldunnar, Söm Svensson, sem játaði
að hafa myrt Alexöndru Fossmo og að
hafa reynt að myrða Daniel Linde. Hún
vísaði lögreglu á morðvopnið og sagði
að Guð hefði sent sér fjölda nafnlausra
SMS-skilaboða og sagt sér að fremja
morðin. Guð hefði meira að segja sagt
henni að hurðin á þvottahúsinu hjá
Fossmo-hjónunum myndi vera opin
nóttina örlagaríku.
Kynlíf til að þóknast Guði
SMS-skilaboðunum hafði verið eytt
en tæknimenn gátu rakið þau til Helga
Fossmo sem játaði að hafa sent þau, en
sagðist einfaldlega hafa verið að leið-
beina bamfóstmnni í trú hennar.
Fossmo hafði leitað huggunar hjá
bamfóstmnni þegar eiginkona hans
varð þunglynd. Hann heimsótti Söm í
herbergi hennar og þau höfðu mök
sem vom „tákn guðlegrar hlýðni" eins
og hann sagði við hana. Haustið 2003
hóf Helgi annað ástarævintýri, að
þessu sinni með nágrannakonunni.
Þau töluðu um að skilja við maka sína
til að geta verið saman og ræddu síðan
möguleikann á því að láta makana
deyja í bílslysi. „Það myndi ekki koma
mér á óvart ef þau yrðu bæði skotin til
bana," sagði Helgi við ástkonu sfna og
lét sem um spádóm væri að ræða. Ná-
grannakonan pældi ekki mikið í þess-
um orðum fyrr en morguninn örlaga-
ríka sem hér er sagt frá.
Hvatti til morða til að fela
framhjáhöldin
Þegar lögregla yfirheyrði Helga
Fossmo neitaði hann allri vimeskju um
atburðina. Hann sagði að bamfóstran
hefði staðið ein að morðinu og morðtil-
rauninni. Lögreglumenn vom ekki
sannfærðir um að hann væri að segja
satt, aðallega af því að svör Söm virtust
Söfnuðurinn Sértrúarsöfnuður þar sem
erfitt var aö fá aðstoð við að rannsaka morð.
æfð auk þess að Helgi hafði sent SMS-
skilaboðin til bamfóstrunnar. Hann
hafði líka góða ástæðu til að vilja fólkið
feigt - hann vildi geta verið með ást-
konu sirmi. Og hver var betri til verks-
ins en hin ástfangna og ráðvillta bam-
fóstra?
Lögreglan kærði Helga Fossmo fyrir
að hvetja til morðsins og morðtilraun-
arinnar og Söm Svensson fyrir að
fremja vérkið. Allt fór á annan endann í
Svíþjóð þegar fjölmiðlar fóm að fjalia
um þetta undarlega mál. Aftonbladet
lagði að jafnaði 12 síður á dag undir
umfjöllun sína. Saksóknari lagði
áherslu á það í máli sínu að Helgi
Fossmo hefði misnotað stöðu sína sem
andlegur leiðtogi söfnuðar með því að
stofna til framhjáhalda innan hans og
hvetja til morða til að fela slóð sína.
Presturinn var einnig ákærður fyrir að
myrða fyrri eiginkonu sína.
„Hann hefur algert vald yfir mér"
Eiginkona Daniel Linde sagði við
vitnaleiðslur að hún hefði kynnst prest-
inum tíu árum fyn en þau hefðu ekki
stofnað til ástarsambands fyrr en á síð-
asta ári. Þau hittust á hverju kvöldi,
fyrst fóm þau í gönguferðir en síðan
hittust þau í gestaherberginu hjá Helga
á meðan eiginkona hans svaf uppi.
„Hann sagði einu sinni að Alexandra
myndi ekki verða mikið lengur hér á
jörð. Tveimur vikum síðar réðst bam-
fóstran á hana með hamri en árásin
misheppnaðist. Síðar sagðist hann ekki
heldur telja að Daniel myndi lifa mikið
lengur," sagði nágrannakonan.
Eftir atburðina vildi Helgi halda
sambandinu við nágrannakonuna
áfram. Hann lýsti því fjálglega yfir að
það væri synd að byssukúlan hefði ekki
farið einum milh'metra lengra inn í
brjóst Daniels Linde.
Bamfóstran Sara var heldur ekki til-
búin að verja prestinn, sagði hann hafa
heilaþvegið sig til verkanna. „Ég er svo
hrædd við hann, hann hefur algert vald
yfir mér. Ég varð einfaldlega vélmenni,
forritað til að drepa.“
Presturinn reyndi að halda uppi
vömum þegar hann var kallaður fýrir
réttinn. Lítið mark var tekið á honum
og hann var dæmdur fýrir að hvetja til
umræddra atburða. Hann var sýknað-
ur af morðinu á fyrrverandi eiginkonu
sína en var engu að síður dæmdur í lífs-
tíðarfangelsi. Sara Svensson var úr-
skurðuð ósakhæf vegna geðraskana og
var dæmd til vistunar á viðeigandi
stofnun.