Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2005, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2005, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 Helgarblaö 17V Fyrsti fundur nýrrar níu manna stjórnarskrárnefndar verður haldinn síðar í mánuðin- um. Helsta deilumálið mun verða hvort og þá hvernig eigi að skipta á málskotsrétti forsetans fyrir ákvæði um þjóðaratkvæði. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa lýst vanþóknun sinni á skipunarbréfi forsætisráðherra um nefndina og hafa frábeðið sér „leiðbeiningar“ hans um störf nefndarinnar. Töluverður hvellur varð í upphafi ársins þegar Halldór Ásgrímsson gaf út skipunarbréf sitt til nýrrar stjórn- arskrárnefndar. Var það orðalag bréfsins um að „einkum" ætti nefnd- in að endurskoða ákvæði í þremur köflum stjórnarskrárinnar, þ.e. um forsetann, alþingi og dómsvaldið. Allir leiðtogar stjórnarandstöðunnar frábáðu sér þessar „leiðbeiningar" framkvæmdavaldsins og Iýstu van- þóknun sinni á skipunarbréfinu. Samkvæmt heimildum DV telja nokkir innan stjórnarandstöðunnar á þingi að það hafi verið að undirlagi Davíðs Oddssonar að skipunarbréfið er orðað eins og það er og um sé að ræða enn eina tiiraun utanríkisráð- herra til að koma höggi á Ólaf Ragn- ar Grímsson. Davíð hafi ljáð máls á því að hann vildi gjarnan að skipt yrði á málskotsréttinum fyrir ákvæði um þjóðaratkvæði í stjórnarskránni. Einn stjórnarandstöðuþingmaður- inn orðaði það svo að ætlunin væri að stunda „hrossakaup" þannig að skipt yrði á málskotsrétti forsetans fyrir þjóðaratkvæði. Þegar svo „kaupin" væru í höfn myndu ákvæð- unum um þjóðaratkvæðið vera sett- ar svo þröngar skorður að ómögulegt væri að samþykkja þau. Forsetinn fari með málskots- réttinum Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það sína skoðun að ef málskotsréttur forset- ans verði afnuminn ætti einnig að ieggja embættið niður. „Við að leggja málskotsréttinn niður er forseta- embættið rænt þátttökurétti sínum í löggjafarvaldinu," segir Mörður. „Kraftur forsetaembættsins felst í því að forsetinn er hluti af stjórnkerfi lýðræðisins og ef það hverfur er ekk- ert eftir nema einhver fígúra sem hefur það hlutverk eitt að taka þátt í opinberum athöfnum." Mörður segir að það sé athyglis- vert að skoða hvernig málum er hátt- að í hinum nýju ríkjum í Mið- og Austur-Evrópu. í nágrannalöndum okkar, eins og flestum Norðurland- anna, Bretlandi, Belgíu og Hollandi, séu gömul konungsdæmi sem ekki eru samanburðarhæf þegar kemur að forsetaembættinu. „Það er hins vegar athyglisvert að öll nýju ríkin í Evrópu hafa valið sér stjórnarform sem er lflct hinu íslenska," segir Mörður. „Þau hafa öll valið þingræði með forseta sem hefur talsverð völd og I getur gripið inn í gang mála þegar mikið liggur við. Þau hafa hins vegar ekki valið bandarísku leiðina eða franska módelið. Ekkert þeirra er með kóng og engum hefur dottið í hug að hafa forseta án valda." Mörður segir að við fslendingar eig- um að taka mið af þessum nýju þjóðum og hafa hér áfram forseta sem hefur bæði ábyrgð og völd til að grípa inn í mál ef þingið er á villigöt- um í þeim. Fyrsti fundurinn Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra er formaður stjórnarskrár- nefndarinnar. Hann segir að nefnd- in verði boðuð til fyrsta fundar nú í ’ mánuðinum og Jón á von á að sæmi- leg sátt náist um störf hennar. Hvað varðar hvellinn sem varð í kjölfar skipunarbréfins segir Jón: „Ég vona að menn hafi jafnað sig á þessu. Það eru margir hlutir sem sátt er um að þurfi að breyta og mönnum er ffjálst að ræða hvaða ákvæði sem er í stjórnarskránni. Hvað ákvæðin um forsetann varðar er ljóst að til dæmis þarf að breyta fjölda meðmælenda fyrir framboð til forseta. Nú er krafist 1.500 meðmælenda en sú tala var sett föst þegar fbúafjöldi landsins var mun minni en hann er í dag." Jón nefhir einnig önnur ákvæði sem sé þörf á að endurskoða, eins og t.d. ákvæðin um eignarhald á auðlind- um landsins og dómsvaidið. Kaflinn um dómsvaldið úreltur Jón Kristjánsson segir að kaflinn um dómsvaídið í stjórnarskránni sé orðinn gamail og tímabært að hann verði endurskoðaður og endurbættur. „Svo eru aðrir kaflar sem ekki er eins mikil þörf á að at- huga þar sem þeir hafa nýlega verið endurbættir,” segir Jón. „Sem dæmi má nefna kjördæmaskipunina sem nýlega var breytt og svo kosið eftir við síðustu alþingiskosningar. Einn- ig var kaflanum um mannréttindi breytt nýlega, eða árið 1995." Kannast ekki við „hrossakaup" Hvað varðar það sem telja verður helsta hitamálið í nefndinni, mál- skotsréttur forsetans, segir Jón að ekki sé tímabært að hann tjái sig um afstöðu sína tii þess máls. Og hvað varðar hugleiðingar um „hrossa- kaup" á málskotsréttinum fyrir þjóð- aratkvæði segir Jón einfaldlega að hann hafi ekki tekið þátt í þeim „kaupum". Það sé hins vegar ljóst að ekki verði hreyft við málskotsréttin- um nema eitthvað svipað álcvæði komi í staðinn sem geri þjóðinni kleift að tjá sig beint um stór mál. „Ég kem með opinn huga inn í nefndina og starf hennar og er reiðu- búinn til umræðna um hvað sem er varðandi stjórnarskrána," segir Jón. Víðara samstarf Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, segir að sinn flokkur vilji að öll stjómarskráin verði lögð undir í starfi nefndarinnar en ekki bara einstök atriði hennar. „Við vilj- um ganga til þessa verks með óbundnar hendur og við vilj- um að þing og þjóð kallist á í málinu," segir Ögmundur. „Við höfum hugmyndir um að I Davíð og Halldór Stjórnarand- I staöan reiddist skipunarbréfí I Halldórs Ásgrímssonar forsætis- I rdðherra og sumir innan hennar I telja aö um enn eina tilraun 1 Daviðs Oddssonar sé aö ræöa til | að Loma höggi á forsetann. Mörður Árnason „Þaö er hins vegar at- hyglisvert aö öll nýju ríkin IEvrópu hafa valið sér stjórnarform sem er llkt hinu íslenska.“ kalla eigi til stærri hóp þjóðarinnar að málinu og fá þar ffam hugmyndir hennar um hvernig eigi að breyta stjórnarskránni." Ögmundur segir einnig að það sé nauðsynlegt að sem víðtækust sátt náist um þær breyt- ingar sem gera eigi á stjórnar- skránni. Þjóðaratkvæði ekki einfalt mál Að setja inn ákvæði um þjóðarat- kvæði í stjórnarskrána í stað mál- skotsréttar forsetans er síður en svo einfalt mál. Finna verður út hvar mörkin eigi að liggja svo hægt sé að krefjast þjóðaratkvæðis hvort sem þar verður um að ræða ákveðinn hluta af þjóð eða þingi. Ekki má setja mörk- n in of lág, eins og til dæmis að nóg sé að 3-5% þjóðarinnar geti Ögmundur Jónasson „Viö viiljum ganga til þessa verks meö óbundnar hendur og viö viljum aö þing og þjóö kallist á ímálinu.' krafist þjóðaratkvæðis. Það-myndi sennilega leiða tii þess að við yrðum stöðugt að greiða þjóðaratkvæði um eitthvað. Og ekki má setja mörkin of há, eins og til dæmis að meira en 25- 30% þjóðarinnar þyrfti til. Það mundi senniiega leiða til þéss að ákvæðið yrði aidrei notað. Svo þarf einnig að huga að ýmsu öðru, eins og hverslags meirihluti eigi að ráða. Þekktar eru deilurnar sem komu upp í tengslum við fjölmiðlafrumvarpið eftir að forsetinn neitaði að skrifa undir þau lög. Þá vildu stjórnarliðar að aukinn meirihluta þyrfti til með- an stjórnarandstaðan viidi einfaldan meirihluta þeirra sem mættu á kjör- stað. Einnig þarf að huga að því hver eigi að framkvæma kosningarnar, hver beri kostnaðinn o.sv.ff. Nefndin Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingarmálaráðherra er for- maður stjómarskrárnefndar. Geir H. Haarde fjármálaráðherra er varaformaður. Aðrir í nefndinni eru þau Jónína Bjartmarz Fram- sóknarflokki, Birgir Ármannsson Sjálfstæðisflokki, Össur Skarphéð- insson formaður og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varaformaður Samfylkingarinnar, Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri hreyf- ingarinnar græns ffamboðs, Guðjón A. Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins og Þorsteinn Pálsson sendiherra. Að auki mun fjögurra manna 7" K/,S«ánsson "Ég vona að menn I jafnað stg á þessu. Það eru margir hlutii friZ' 7 Þurfí °ð ^ °g ^arskrán 7ða h V°ða ákvæð'sem erlst sérfræðinganefnd starfa sem ráð- gjafi fyrir nefndina. Formaður hennar er Eiríkur Tómasson laga- prófessor en með honum eru Kristján Andri Stefánsson lögfræð- ingur, Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálaffæði og Björg Thorarensen lagaprófessor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.