Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2005, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 15.JANÚAR2005
Helgarblað DV
Tuttugu og sex manns grafast
undir
Flóðið féll á Súðavík kl. 06.25 og
íjórum mínútum síðar hafði lög-
reglunni á staðnum borist tilkynn-
ing um málið. Heimamenn hófu
þegar björgunaraðgerðir og gerðu
Almannavörnum á Isafirði viðvart.
Þegar í stað var komið upp björgun-
armiðstöð við hraðfrystihúsið
Frosta niðri við höfnina þar sem öll-
um íbúum var safnað saman. Fjórir
þeirra sem höfnuðu í flóðinu fund-
ust strax og aðrir ellefu voru grafnir
WðÍKtik
.
'
upp á næsta klukkutímanum. Af
þeim voru fimm látnir en hinir slös-
uðu voru fluttir í Frosta. Ellefu
manns var þá enn saknað.
Ekki þarf að taka fram að veðrið
var hið versta þegar þessir atburðir
áttu sér stað þannig að mjög erfitt
reyndist að koma björgunarsveitar-
fólki og öðrum hjálparstarfsmönn-
um til Súðavíkur. Ofært var land-
leiðina frá Bolungarvík og því
ákveðið að senda skipið Fagranes af
stað frá ísafirði með björgunarfólk.
SkipiðkomtilhafharíSúðavíkkl. 10
með 44 björgunarsveitarmenn, þrjá
lækna og fjóra leitarhunda. Því næst
héldu togaramir Bessi og Stefnir til
Súðavíkur með fleiri björgunar-
menn. Bessi snéri svo aftur til ísa-
fjarðar með hina slösuðu og aðra
íbúa upp úr hádegi og Fagranesið
fór aðra ferð til ísafjarðar að ná í
björgunarfólk.
„Þegar ég kom heim með skip-
inu til Isafjarðar eftir leitina í Súða-
vík var ég svo örmagna að ég treysti
mér ekki til að aka heim og fékk far
hjá björgunarsveitarmanni. Þegar
ég var kominn heim var ekki á mér
þurr þráður eftir allt vökvatapið um
nóttina og daginn. Ég klæddi mig úr
með hjálp, fór í bað og fór með bæn.
Þá komu eftirköstin og algjört nið-
urbrot. Ég bara grét eins og barn. Þá
rann upp fyrir mér hvað hafði
gerst," sagði björgunarsveitarmað-
Stöku veggur stóð enn
Krafturinn í flóðinu var
gríðarlegur eins og sjá má á
þessari mynd sem tekin var
rúmum mánuði eftir flóðið.
EfSi.áí
Bilífs
iK.mgit. í.
mm
Wslifiiii
ur frá ísafirði í samtali við DV
tveimur dögum eftir að atburðirnh
áttu sér stað.
Fannst eftir fimmtán tíma
Vegna vonskuveðurs gekk illa að
koma fleira björgunarfólki til Súða-
víkur fyrstu klukkutímana eftir að
snjóflóðið féll. Upp úr kl. 15 lagði
varðskipið Týr af stað frá Reykjavík-
urhöfn með björgunarlið og alls
kyns búnað. Á sama tíma kom tog-
arinn Stefnir til hafnar í Súðavík
með fleira björgunarfólk sem hófst
þegar handa við björgunaraðgerðir
og togarinn Júh'us Geirmundsson
byrjaði að safna saman björgunar-
fólki af suðurhluta Vestfjarðanna.
Fleiri skip voru send af stað en voru
lengi á leiðinni vegna veðurs. Tog-
arinn Margrét EA fékk til dæmis á
sig brotsjó á leiðinni og varð fyir
nokkrum skemmdum án þess þó að
nokkur um borð slasaðist. Þegar
klukkan var farin að ganga sjö um
kvöldið fundust ijórir til viðbótar
grafnir í snjónum. Ein stúlka, lún 14
ára Elma Dögg Frostadóttir, fannst
á hfi en hinir þrír voru látnir.
Um tveimur tímum síðar féll svo
annað snjóflóð úr Traðargih, flóðið
sem menn óttuðustu svo mikið í
upphafi, og olh það miklum
skemmdum á nokkrum húsum en
enginn varð fyrir flóðinu. Flóðið
lneif aftur á móti með sér nokkra
rafmagnsstaura sem olh því að
Súðavík varð nánast alveg raf-
magnslaus og ekki var það til að
auðvelda björgunarstörf. Um nótt-
ina voru um 140 björgunarsveitar-
menn að störfum á svæðinu sem
skiptust á við að leita að þeim sem
saknað var.
„Ég gerði mér ekki grein fyrir
þessu strax, það var ekki fyrr en að
ég var kominn inn í hús sem ég
áttaði mig á því að ég hafði lent í
snjóflóði. Ég vaknaði við að rúðan í
svefnherberginu mínu sprakk og
fataskápurinn datt ofan á mig. Ég
hélt að þakið á húsinu hefði rifnað
af og beið eftir því að bróðir minn,
I Allt í rúst Hreinsunarstarf á Súðavik tók
I margar vikur enda hreifflóðið allt sem á
I vegi þess varð með sér.
sem hafði gist annars staðar, kæmi
að hjálpa mér. En hann komst
auðvitað ekkert að bjarga mér,“
sagði Elma Dögg Frostadóttir í sam-
tali við DV fyrir skemmstu þegar
hún rifjaði atburðina upp.
Á lífi eftir sólarhring í snjón-
um
Rétt fyrir klukkan sex morgun-
inn eftir fannst svo sá síðasti á lífi,
tæpum 24 tímum eftir að flóðið féll.
Það var hinn tíu ára gamh Tomasz
Lupinski sem fannst vafinn inn í
sængina í rúmi sínu, grafinn undir
milhvegg og annað brak úr húsi
sínu. Hann var við furðu góða
heilsu þegar björgunarmenn fundu
hann og spurði strax hvar hann væri
staddur enda hafði hann ekki hug-
mynd um hvað hafði gerst. Dreng-
urinn var mikið marinn í andliti og
kaldur á fótum en annars í sæmi-
legu ástandi.
„Ég var ekki búinn að grafa lengi
þegar ég fann drenginn. Ég var að
moka frá vegg og fann að það var
mjúkur snjór undir. Þegar við
ago
Aðalsteinn Rafn Kristján Númi
Hafsteinsson, 2 ára Hafsteinsson, 4 ára
Aðalsteinn Rafn Hafsteins- Kristján Númi Hafsteins-
son fæddist 29. september son fæddist 7. október
1992 og var því ekki nema 1990 en hann lést ásamt
rétt rúmlega tveggja ára systkinum sínum tveimur,
þegar hann lést ásamt Adalsteini Rafni og Hrefnu
eldri bróður sinum og Björk. Þau voru börn hjón-
systur ísnjóflóðinu sem anna Hafsteins Númason-
féll á Súðavik. Aðalsteinn ar og Berglindar M. Krist-
litli var sonur hjónanna jánsdóttur. Hann svaf við
Hafsteins Númasonar og hlið móður sinnar nóttina
Berglindar M. Kristjáns- örlagaríku en hún bjarg-
dóttur. aðist úr flóðinu. Hafsteinn
faðir Kristjáns var um borð
i togaranum Bessa sem lá
úti fyrir Súðavíkurhöfn
þegar snjóflóðið féll á
bæinn.
Hrefna Björg Hafsteinn Björnsson,
Hafsteinsdóttir, 7 ára 40 ára Hafsteinn Björns-
Hrefna Björg Hafsteins- son fæddist 9.júli árið
dóttir fæddist 10. ágúst 1954. Hann bjó að Tún-
1987 en fórst i snjóflóðinu götu 6 á Súðavik sem varð
á Súðavik ásamt bræðrum fyrir snjóflóðinu mikla sem
sínum tveimur. Hún var tók íþað heila með sér 14
elst þeirra systkina og mannslíf, þar aflífHaf-
barna hjónanna Hafsteins steins og fósturdóttur
Númasonar og Berglindar hans, Júliönnu. Hafsteinn
M. Kristjánsdóttur sem og fjölskylda hans höfðu
misstu öll börnin sín þenn- ekki búið lengi á Súðavik
an viðburðarikadag íjanú- þegar atburðurinn áttu sér
armánuði fyrir 10 árum. stað. Hafsteinn skildi eftir
Hrefnu Björgu var lýst sem sig eiginkonu, Björk Þórð-
einstaklega kurteisu,glað- ardóttur, móður Júliönnu
væru og kátu barni sem sem einnig fórst i flóðinu.
hafði gaman afþviað
leika sér með vinum sinum
og passa litlu bræður sina.
Júlíanna Bergsteins- Bella Aöalheiður
dóttir, 12 ára Vestfjörö, 39 ára
Júlianna Bergsteinsdóttir Bella Aðalheiður Vestfjörð
fæddist i Sviþjóð 21. mars fæddist í Hafnarfirði þann
árið 1982. Fósturfaðir 15. mars árið 1955. Hún
hennar, Hafsteinn Björns- átti dótturina Petreu
son, lést einnig i flóðinu. Vestfjörð sem einnig fórst i
Júlianna var nýflutt til flóðinu. Móðir Bellu,
Súðavikur ásamt fjöl- Ragna Aðalsteinsdóttir,
skyldu sinni þegar hamfar- þurfti að horfa á eftir dótt-
irnar áttu sér stað en áður ur sinni og dótturdóttur og
hafði hún búið i Mosfells- var það ekki i fyrsta skipt-
bæ þar sem hún gekk i ið sem snjóflóð tók barn
skóla. Henni var lýst sem hennar þar sem sonurinn
hvers manns hugljúfi og Gunnar Bjarki, bróðir Bellu
var sögð eitt afþessum Aðalheiðar, lést i snjóflóði
börnum sem allir kunna á Óshlíð árið 1989. Bella
vel við. Hún var alltafkát Aðalheiður var alin upp i
og skemmtileg í fasi og nágrenni Súðavikur þar
framkomu. Júlianna átti sem hún siðar settist að
tvö hálfsystkini. ásamt dóttur sinni. Þeim
og Wiestawu og Tómasz
Lupinski sem björguðust
úr flóðinu við illan leik var
vel til vina. Mæðgurnar
höfðu skipulagt ferðalag
um Pólland ásamt þeim
Wieslawu og Tómaszi sem
fara átti sumarið 1995 en
vegna hamfaranna
komust þær aldrei i þá
ferð.
Petrea Vestfjörð,
12ára Petrea Vestfjörð
fæddist þann 21. mars árið
1 982 og var þess vegna
ekki nema 12 ára þegar
snjóflóðið varð henni og
móður hennar að bana.
Petrea, sem í daglegu tali
var aldrei kölluð annað en
Pettý, þótt lífsglöð ung
stúlka sem ávallt stóð sig
vel i námi og öðru þvi sem
hún tók sér fyrir hendur.
I