Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2005, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2005, Qupperneq 31
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 31 „Kannski fannst mönnum ég ung og óreynd en eigi að síð- ur var mér treyst fyrir þessari ábyrgðar- stöðu og var velstudd afstjórn félagsins." Eignaðist dóttur í mennta- skóla Við höldum áfiram að ræða upp- hafið að starfi hennar hjá Rauða krossinum og þá staðreynd að það kom mörgum á óvart þegar hún fékk stöðuna á sínum tíma. „Já, en þetta hefur verið viðburða- ríkur tími og ég hef verið afar lánsöm. Lagt mig fram um að leysa það vel úr hendi. Það hefur þroskað mig og ver- ið mjög lærdómsríkt. Það er gefandi að vinna fyrir fólk og í samvinnu við aðra. Ég hef kynnst miklum fjölda fólks ffá öllum heimshornum og um land allt,“ segir hún og hellir sterku kaffinu í bolla. Var ekki erfitt að takast á við svona umfangsmikið starf, einstæð móðir eins og þú varst á þeim árum? Hún brosir og svarar að hún hafi átt góða að og því megi ekki gleyma að dóttir hennar hafi ekki verið neitt smábam þegar þama var komið sögu. „Ég var átján ára þegar ég eign- aðist hana og var á fyrsta ári í menntaskóla," segir hún. Vissulega hafi það verið erfitt en ekki komið í veg fyrir að hún héldi áfram í skólan- um eftir að hafa eignast barnið. „Ég tók mér frí fyrst í stað en svo hélt ég áfram eins og ekkert hefði í skorist. Við erum iimm systkinin og ég fékk stuðning og hjálp frá þeim og ekki síst ffá eldri systur minni og hennar fjölskyldu og foreldrum mínum á meðan ég var í skólanum," segir hún og sýpur á kaffinu. í fiski á Eskifirði Sigrún er alin upp á Eskifirði, dótt- ir hjónanna Ragnhildar Kristjáns- dóttur og Árna Halidórssonar sem þar stunduðu útgerð. Hún er næst- yngst fimm systkina sem öll em á l£k- um aldri. Foreldrar hennar búa enn á Eskifirði og hún segir alltaf notalegt að koma heim á æskuslóðirnar. „Já það var mjög gaman að alast upp í stómm hópi systkina og eiga stóra fjölskyldu," játar hún'og segir þau öll hafa farið í nám til Reykjavíkur eftir gmnnskóla. Á Austurlandi var ekki menntaskóli og ekki um annað að ræða. Á heimilinu var aldrei rætt um annað en þau fæm í nám og Sigrún segir að þrátt fyrir að hún hafi orðið snemma barnshafandi hafi sú hugs- un ekki leitað á hana að hætta við. „Það kom ekki til greina, þó ung væri og námið krefðist þess að ég þyrfti að fara í burtu ffá heimilinu.“ Á Eskifirði var gott að alast upp, ffjálsræði mikið eins og þeir þekkja sem em aldir upp útí á landi. í hug- um margra er það eins og hver önnur forréttindi. Hún tekur undir það og minnist æskunnar eystra: „Ég var ung eins og aðrir krakkar á Eskifirði þegar ég fór að vinna í fiski. Um leið og skólinn var búinn þá fór- um við í fiskinn og ég er ekki í vafa um að ég hafi haft mjög gott af því. Öll sumur fór ég heim og vann og tekjurnar dugðu vanalega fram að páskum," rifjar hún upp. Tekur á að horfa upp á eymd fólks í Reykjavík bjó hún með dóttur sinni en eftír stúdentspróf réði Sig- rún sig í kennslu til Grindavíkur á meðan hún hugleiddi framtíðina. „Ég ákvað síðan að fara í félags-og fjölmiðlaffæði í Háskólanum. Eftir námið vann ég um tíma hjá Kynn- ingu og markaði en það var fjölbreytt og skemmtilegt starf. Ég var í blaða- mennsku um tíma þar til ég réði mig til Rauða krossins. Þar var ég í kynn- ingarmálum til að byrja með, eða þar til ég var settur framkvæmdastjóri," segir Sigrún og rifjar upp starfsferil- inn. í millitíðinni var hún í Kanada í eitt ár en á meðan var dóttír hennar hjá foreldrunum á Eskifirði og lauk þar grunnskóla. liflSi Sterkt alþjóðlegt samstarf Alþjóða Rauði krossinn er með gríðarlega starfsemi um ati- an heim og gegnir nú mikilvægu hlutverki á flóðasvæðunum iAsiu. Myndlist Sigrún hefur áhuga á myndlist, sérstaklega þessari mynd sem hún tengist persónuiega, eins og sjá má. f Egyptalandi Sigrún hefur ferðast mikið en finnst best að vera heima og vill helst hvergi annarsstaðar vera en heima hjá sér i Kópa- vogi þar sem henni liður best. Æskan á Eskifirði Sigrún á góðar minning- ar frá Eskifirði þar sem hún ólst upp i stórum systkinahópi. Við hjálparstörf í stríðhrjáðum löndum Sigrún hefur komið viða við í störfum sínum fyrir Rauða krossinn þar sem hún var upp- haflega ráðin sem kynningafulltrúi. Sigrún og Michael Kynntust i Rússlandi og eru mjög ástfangin þó þau hafi ekki tækifæri til aðbúa saman eins og stendur, þar sem hann starfar fyrir þýska Rauða krossinn i Jerúsaiem. „Hann stækkar með hverjum deginum og það er yndislegt að gæla við hann og knúsa," segir hún og tekur undir að konur þurfi ekki endiiega að leggjast í barneignir þegar þær byrja seint í sambandi. Sigrún segir starfið hjá Rauða krossinum hafa gefið sér mikla lífs- fyllingu. Mannúðarmál höfði mjög til hennar en því sé ekki að leyna að það hafi oft tekið á hana að horfa upp á eymd fólks. „Ég hef verið í stríðs- hrjáðum löndum, í ringuleið eftír náttúruhamfarir og þar sem mikil fá- tæk er viðvarandi. Það er huggun harmi gegn að geta hjálpað því fólki sem á um sárt að binda en oft vildi maður geta lagt miklu meira að mörkum. En hér innaniands held ég að vinnan vegna snjóflóðanna í Súðavík og á Flateyri hafi tekið einna mest á, en nú um helgina eru einmitt tíu ár síðan flóðið féll á Súðavík." íslendingar hafa skilning á náttúruhamförum „Eftir erfiðar ferðir og álag í vinnu sem óhjákvæmilega fylgir annasömu starfi er gott að að geta komið heim og náð sér niður, tæmt hugann og byggt upp orkuna að nýju,“ segir Sig- rún sem er því sammála að náttúru- hamfarirnar í Asíu nú hafi tekið óvenju mikið á fólk. Hún segir að sú gríðarlega eyði- legging og manntjón sem urðu á flóðasvæðunum hafi verið mjög átakanleg og vakið samkennd fólks. Margir íslendingar hafa líka ferðast til þessara svæða og kynnst þeirri fá- tækt sem við er að eiga. Það kann að hafa snert okkur enn frekar að ham- farirnar urðu um jól, þá hefur fólk tækifæri til að fylgjast vel með fjöl- miðlum og auk þess urðu hinar Norðurlandaþjóðirnar fyrir miklu manntjóni. Líklega sé þetta skýringin og þess vegna hafi fólk hér á landi brugðist afar vel við beiðni um hjálp. Við höfum lfka skilning á náttúru- hamförum og þekkjum af eigin raun hve maðurinn er máttvana gagnvart slíkum hörmungum. Það er í raun einsdæmi hvað mikið fé hafi safnast og á skömmum tíma. Kemst þetta fé allt til skila? „Já, Rauði krossinn hefur nýlega fengið viðurkenningu frá Evrópu- sambandinu fyrir hve gegnsætt allt okkar bókhald er í kringum svona hjálparstarf. Það á ekkert að fara á milli mála hvað verður um það fé sem safnast og við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að féð komi að notum. Við notum það bæði til fyrstu neyðaraðstoðar og í uppbyggingarstarf til langframa," segir Sigrún og bendir á að pening- arnir fari í að halda uppi áframhaldandi starfi í þessum lönd- um, eftír að umheimurinn gleymi og atburðir séu ekki lengur í fréttum. Fann ástina í Rússlandi Sigrún hefur verið laus og liðug allt þar til hún kynntist ástinni í lífi sfnu fyrir sex árum. Hún segir það hafa gerst í Rússlandi. „Ég kynntist sambýlismanni mínum þar en hann er líka starfsmaður Rauða krossins. Það leið ár áður en ég hittí hann aftur en eftir það gerðust hlutimir nokkuð hratt," segir hún feimnislega. Hann heitir Michael Schulz, er Þjóðverji og er einhverjum árum eldri en hún. Eftir að sambandið varð alvarlegt fluttí hann til landsins og þau fóru að búa saman. „Við tókum þetta skref fyrir skref og mér fannst gott að binda mig. Ég er ekki sammála því að erfitt sé að láta af sjálfstæði sínu og skuldbinda sig þó maður sé ekki kornungur. Það er yndislegt og dýrmætt að eiga í djúpu og nánu sambandi við aðra mann- eskju og lífið hefur tekið miklum staíckaskiptum. Hann var hér á landi í eitt og hálft ár og vann þá ráðgjafar- störf fyrir þýska Rauða krossinn og svo tók við vinna fyrir Alþjóðasam- band Rauða krossins í Jerúsalem," segir hún. Sakna hans þegar hann er fjarri „Ég sakna hans heilmikið þegar „Það á ekkert að fara á milli mála hvað verð- ur um það fé sem safnast og við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að féð komi að notum. Við notum það bæði til fyrstu neyðaraðstoðar og í uppbyggingarstarf til langframa." hann er svona fjarri en stundum líða nokkrir mánuðir á miUi þess sem við getum verið saman. Hann var hér um jólin og næst hittumst við um pásk- ana og ég játa alveg að ég bíð óþreyjufull eftir að lútta hann,“ segir hún. Sigrún bendir á að veröldin hafi þjappast saman á undanförnum árum og ekki sé eins erfitt að halda sambandi út fyrir landsteinana eins og áður var. Nú sé tölvan aðalsam- skiptatækið og símtöl auðveldari og ekki eins dýr. „Við erum alltaf í sam- bandi en það er heilmikið ferðalag að fara til Jerúsalem." segir hún. Lítill ömmustrákur Hún bendir á að hún þurfi ekki að láta sér leiðast. Hún hafi sína stóru fjölskyldu hérna heima og síðast en ekki síst hafi hún eignast barnabam fyrir rúmum sjö mánuðum, þegar dóttir hennar eignaðist dreng. „Það er dásamleg tilfinning og mjög gef- andi að fá þetta nýja hlutverk," bend- ir hún á og tekur upp mynd af kapp- anum sem sannarlega er fallegur og verklegur drengur. „Þau koma stundum til mín, hún og kærastinn hennar eða ég fer tíl þeirra. Hann stækkar með hverjum deginum og það er yndislegt að gæla við hann og knúsa," segir hún og tek- ur undir að konur þurfi ekki endilega að leggjast í barneignir þegar þær byrja seint í sambandi. „Mér firmst „Ég sakna hans heil- mikið þegar hann er svona fjarri en stund- um líða nokkrir mán- uðir á milli þess sem við getum verið sam- an. Hann var hér um jólin og næst hittumst við um páskana og ég játa alveg að ég bíð óþreyjufull eftir að hitta hann." ekki síður gott að eiga í góðu sam- bandi við maka eða sambýlismann og hafa tíma til að njóta þess að vera með hvort öðru. Svo lætur maður bamabömin slá á þörfina fyrir að kjá við lítil börn,“ segir Sigrún og skelli- hlær. Hvergi betra að búa en hér í ftítíma sínum finnst henni gott að vera heima og njóta þess að lesa og hafa það notalegt. Sigrún hefur einnig ánægju af að ferðast með Michael þegar þau eiga frí, en tekur undir að henni leiðist flugvélar og hótel. Annars konar gisting verði oftar fyrir valinu. „Ég er trúlega óvanalega heima- kær þrátt fyrir að starf mitt útheimti stundum ferðalög. Ég ber mig ekkert sérstaklega eftir því að fara í ferðir en skorast ekki heldur undan þegar ég þarf þess. En ég kann vel við mig héma í Kópavoginum og hef gaman af að fara í hressandi göngutúra. Svo er alltaf skemmtilegt að bjóða vinum og ættingjum í mat.“ segir Sigrún og leggur áherslu á að hún vildi hvergi annars staðar búa en á íslandi. Svo mikið hafi hún litast um í heiminum að þrátt fyrir umhleypinga, kulda og rok eins og verið hafa hér að undan- förnu, sé líklega hvergi ömggara og betra að búa en hér. „Michael kann líka mjög vel við sig hérna en ég veit ekki hvernig við samræmum búsetu og atvinnu í framtíðinni. Við þurfum að sjá til með það en auðvitað vildi ég helst hafa hann hér heima. Það er bara ekki svo auðvelt fyrir mann sem ekki talar tungumálið að finna vinnu við sitt hæfi hér á landi. En við sjáum til hvað framtíðin ber í skautí sér,“ segir framkvæmdastjóri Rauða kross fslands, þakklát og ánægð yfir hve landsmenn hafa tekið vel við sér undanfarna daga og lagt mikið að mörkum. Og það er ekki allt komið enn, því sú umfangsmikla söfhun sem fram fer í dag á vísast eftir að skila sínu. bergljot@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.