Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2005, Side 43

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2005, Side 43
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 43 Vetrarútsölur eru í fullum gangi og má segja að hægt sé að finna frábær tilboð í bænum. Á þessum árstíma er yfirleitt hægt að gera bestu kaupin þar sem vetrarfatnaður er jú það sem fyllir skápa okkar landsmanna stærstan hluta ársins. Eva Dögg Sig- geirsdóttir fór í búðirnar og keypti á leikar- ana léttlyndu Helgu Brögu Jónsdóttur og Stein Ármann Magnússon. Nú er um að gera að reima á sig hlaupaskóna og taka púlsinn á útsölunum. Ég fór á stúfana og þræddi verslanir Reykjavíkur og nágrennis og fékk í Iið með mér táar fyrir svipaða upphæð og maður eyðir þegar maður fer út með fjölskylduna á skyndibita- stað. Helga Braga og Steinn Ar- Marta Eiríksdóttir málar Helgu Brögu Marta ermenntuð frá förðunarskóla MMC og farðar Helgu með snyrtivörum frá MAC. Vodkaparið sjálft, þau Helgu Brögu og Stein Ármann. Það fá margar konur fíðring þegar út- sölutímabilið byrjar og þá gleymist fljótt jólaæðið og öll sú dásamlega eyðsla sem þá átti sér stað. Vísa skvísa er bara skipt niður á nokkra mánuði og síðan er upphæðin sett í geymslu- minni aftarlega í litla heilanum. Ég verð nú að viðurkenna að ég fékk algjöran útsölufiðring þeg- ar ég tók mig til og klæddi Vod- kaparið upp í nokkur vel valin dress. Úr nógu er að taka og nú er alveg hárréttur tími til að finna á sig árshátíðardressið, vinnubuxumar, íþróttagallann, skólapeysuna eða kaffihúsa „outfittið" á hreint frábærum kjörum. Á góðri útsölu er hægt að dressa sig upp frá toppi til mann eru landsmönnum vel kunn. Þau fara með öll hlut- verkin í gamanleiksýningunni Vodka-kúrinn eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur. Vodka- kúrinn hefur verið sýndur fyrir fullu húsi í Austurbæ frá því í haust. Sýningin hefur hlotið hlotið einróma lof og eru sýn- ingar nú hafiiar að nýju eftir jólafrí. í sýningunni er gert stólpagrín að megrúnarkúrum. Helga Braga ku hafa tekið vodka megrunarkúrinn býsna alvar- lega, þó haft sé fyrir satt að hún sleppi alltaf sjálfu vodkanu þeg- ar hún borðar. Steinn Ármann slúðraði því í stílistann að Helga hafi hlaupið um svo mörg „númer" að hún hafi þurft að fara sérstaklega til Bandaríkj- anna f holdauka um jólin. 'Ú Drottningarkjóll með 50%afslætti Helga Braga er drottning og mun alltafverða drottning og það sannaði hún þegar hún klæddist Karen Millen frá toppi til táar. Takið eftir fjaðraskónum og hægt er að fá fjaðratösku i stil! Kjóll á 50% afslætti nú: 8.990 Fjaðrataska með 40% afslætti nú: 7.990 Fjaðraskór með 40% afslætti nú: 7.990 Eva Dögg Sigurgeirsdóttir Fór íhlaupaskóna og tók púlsinn á útsölum bæjarins. Auglýsing um fasteignagjöld _______í Reykjavík ðríð 2005 Álagningarseðlar fasteignagjalda í Reykjavík 2005 verða sendir út næstu daga sem og greiðsluseðlar fyrstu greiðslu. Tollstjórinn í Reykjavík sér um innheimtu gjaldanna. Fasteignagjöldin skiptast i fasteignaskatt, lóðarleigu, holræsagjald, vatnsgjald og sorphiröugjald. Framtalsnefnd úrskurðar um breytingar á fasteignaskatti og holræsagjaldi elli- og örorkulífeyrisþega eftir yfirferð skattframtala. Þarf því ekki að sækja sérstak- lega um lækkun eða niðurfellingu þessara gjalda. Þeir sem fengu lækkun á fasteignaskatti og holræsagjaldi á liðnu ári, fá að óbreyttum aðstæðum einnig lækkun á árinu 2005, að teknu tilliti til tekju- og eignaviðmiða. Skilyrði lækkunar eru að viökomandi elli- eða örorkulífeyrisþegi eigi lögheimili í Reykjavík og sé þinglýstur eigandi viðkomandi fasteignar og/eða geti átt rétt á vaxtabótum vegna hennar skv. B-lið 68. gr. laga nr. 90/2003 um tekju- og eignaskatt. Einungis er veitt lækkun vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Borgarráð hefur ákveðið að tekjumörk elli- og örorkulífeyrisþega vegna lækkunar fasteignaskatts og holræsagjalds á árinu 2005 hækki um 7,3% á milli ára og verði eftirfarandi miðað við tekjur liðins árs: 100% Lækkun: Einstaklingar með tekjur allt aó Hjón með tekjur allt að 80% Lækkun: Einstaklingar með tekjur á bilinu Hjón meó tekjur á bilinu 50% lækkun: Einstaklingar með tekjur á bilinu Hjón meó tekjur á bilinu kr. 1.500.000- kr. 2.100.000- kr. 1.500.000- til kr. 1.720.000- kr. 2.100.000- til kr. 2.350.000- kr. 1.720.000- til kr. 2.000.000- kr. 2.350.000- til kr. 2.800.000- Við álagningu fasteignagjalda nú í janúar verður afsláttur elli- og örorku- lífeyrisþega til bráðabirgða miðaður við tekjur ársins 2003. Þegar álagning vegna ársins 2004 liggur fyrir í ágúst á þessu ári, verður afslátturinn endanlega ákvarðaður og verða þá allar breytingar tilkynntar bréflega. Fulltrúar framtalsnefndar eru til viðtals þriðjudaganna 12., 19. og 26. apríl n.k. milli kl. 16.00 og 17.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Umhverfissvið Reykjavíkurborgar, Skúlagötu 19, veitir allar upplýsingar varðandi álagningu og breytingar á sorphirðugjaldi í síma 563-2700 Einnig má leita upplýsinga meö tölvupósti á netfangið sorphirda@reykjavik.is. Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, veitir upplýsingar sem snerta álagningu og breytingar á vatnsgjaldi í síma 516-6000. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið or@or.is. Fjármálasvið Reykjavíkurborgar, Ráöhúsi Reykjavíkur, veitir upplýsingar um álagningu annarra fasteignagjalda og breytingar á þeim í síma 563-2062. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið innheimta@reykjavik.is. Gjalddagar ofangreindra gjalda umfram kr. 20.000- fyrir árið 2005 eru: 1. feb., 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní og 1. ágúst. Gjalddagi gjalda undir kr. 20.000-, og gjalda þeirra gjaldenda er völdu eingreiöslu fasteignagjaldanna er 1. maí. Hægt að leita nánari upplýsinga um ofangreind atriði á heimasíðu Reykjavíkurborgar. WWW.reykjaVÍk.ÍS Reykjavík, 15. janúar 2005 Borgarstjórinn í Reykjavik

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.