Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2005, Síða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2005, Síða 45
DV Helgarblað LAUGARDACUR 15. JANÚAR 2005 45 Stjörnuspá Fríða Jónsdóttir hótelstjóri er 43 ára í dag. „Konan, sem hér um ræðir, er gefandi, hlý og næm. Flenni líður best á heimili sínu og nýtur þess að skapa þægilegt andrúmsloft hvar sem hún stígur niðurfæti. Flún kann að meta fallega hluti og ekki síður góðar mann- eskjur. Flún ætti að leyfa sér að hvflast þegar hún finnur fyrir þreytu," seg- irístjörnu- spánni hennar. Fríða Jónsdóttir VdiXnsbenm (20. jan.-18.febr.) \x ----------------------------------- Flér birtist sólin þegar stjarna vatnsberans er tekin fyrir. Orkustöðvar þínar eru vægast sagt mjög öflugar á þessum árstíma og óskir þínar eru raun- hæfar. Sólin segir ekki aðeins til um vel- gengni þína heldur lætur drauma þína verða að veruleika fýrr en þig grunar. Flamingja, spenna og velferð einkenna þig og verkefni þín sem virðast gefa þér mjög mikið. Þú munt öðlast það vald sem þú sækist eftir og því ættir þú ekki að gleyma á árinu sem er framundan. Mikil gleði ríkir um þessar mundir. H F\skam (19. febr.-20.mars) Mikill fögnuður birtist þar sem þú ert gerandi og upplifir sterkar og já- kvæðar tilfinningar. Þú ættir ekki að leyfa þér að gleyma eigin áhugamálum eða starfi, kæri fiskur, því sjálfstæði þitt mun vafalaust efla þig með tímanum. MMm (21. mars-19.aprfl) Flrúturinn kann að nota hugann og reynslu sína til að ná markmiðum sín- um ogjafnvel breyta gangi sögunnaref því er að skipta. Þú virðist huga og vinna markvisst að málstað sem er nýtilkominn og þú tileinkar þér til að ná markinu, þó viðhorf annarra sé annað mál. ö Nailtið (20. aprll-20. maí) Þú hefur ríka sjálfstæðishæfi- leika. Einnig kemurfram að nautið á það til að vera skemmtilega gamaldags í því að vera háð þeim sem það elskar og það virðist eiga vel við þig þessa dagana. Þér er hinsvegar bent á að nýta kosti þína sem felast í varkárni næstu daga. l'JÍbmim (21.mal-21.júnl) Treystu á innblástur þinn og lífg- aðu drauma þína við, fýrir alla muni. Þú ættir að sama skapi að tileinka þér að vera meðvituð/meðvitaður um eigin færni. Flættu að keppa sífellt við sjálfa/n þig. Þú veist að þú ert fær um að hjálpa öðrum Kmbbm (22. júnl-22.júip að komast af og þú munt átta þig á því síðar að fjöldi fólks leggur þér lið án þess að þú takir hreinlega eftir því. Styrkur krabbans felst nefnilega í því að hann er fær um að hlúa að náunganum. Taktu á móti gjöfum tilveru þinnar og þá sér í lagi frá öðru fólki og ekki hika við að fara fram á farsæld og ánægju í huga þín- um. O LjÓflÍð (23.júll-22. ágúst) U Talan 2 segir til um tvær mann- eskjur sem veita hvor annarri umhyggju og dafna saman á jafningjagrundvelli. Þú ert án efa önnur þeirra. Djúpar tilfinningar Ijónsins eru mjög áberandi hérna yfir helg- ina. Svo er einnig komið inn á að þrátt fýrir styrk þinn og sjálfstæði, þarfnast þú hlýju því sál þín þráir að blómstra í örmum manneskjunnar sem þú elskar. Þú ættir ekki að hika við að segja hug þinn. YÍA Meyjan (21 ágúst-22. sept.) '' Flér birtist ólgusjór þegar stjarna meyju eru skoðuð. Ef órói huga þíns hindrar orkuflæði þitt ættir þú að tengja þig við hið sanna vald svokallað með því að efla friðinn sem einkennir þig þegar þú ert í kringum fólkið sem þú elsk- ar og efla jafnvægi þitt. Æðri máttarvöld kunna að meta þakklæti fólks fætt undir stjörnu meyjunnar og það virðist kunna að meta tilveruna og þakkarfyrir það. Beindu vilja þínum alfarið til framtíðar. Þú átt það til að efast um að framhaldið verði jafn gott og spár segja en þar ert þú að eyða tíma þínum í óþarfar áhyggjur. Q Vogifl (23.sept.-23.okt.) Þér er ráðlagt að gæta hófs í mataræði og drykkju yfir helgina. Annars birtast annir hérna og mikill hraði. Flugur og ekki síður hjarta þitt færir þér óvænt tækifæri næstu daga. Mundu að starfa ávallt eftir aðstæðum frekar en ákveðinni reglu og virtu samkvæmni og afleiðingar að vettugi. Vogin birtist spurul. Þú leitast við að finna svör við spurningum þínum og mættir einbeita þér að því að breyta þeim í verknað. ni Sporðdrekinn (24.ota.-21.n0v.) Stundir þú viðskipti getur þú búist við harðri samkeppni síðari hluta janúar 2005 sem er langt frá því að vera neikvætt fyrir þig. Sporðdrekinn ætti að deila hugsunum sínum og áhugamálum með þeim sem hafa unnið traust hans. / Bogmaðurinn(22nfc-2/.<fs.) Dýrslegur kraftur þinn er aug- Ijós yfir helgina. Þú ættir að reyna með besta móti að takast á við hið óþekkta og leyfa sköpunargáfum þínum að koma upp á yfirborðið. Ef óleyst vandamál sem tengjast fjárhag þínum hvfla á herðum þér, ættir þú að ganga í málið sem fýrst og huga að því hvernig málið skal leyst. Ekki hika við að biðja um aðstoð. Steingeitin (22.des.-19.jan.) ^ Á þessu stigi hefur þú náð að uppfylla óskir þínar, kæra steingeit, og kýst að njóta stundarinnar með öðrum. Jákvætt viðhorf til lífsins lýsir þér best þar sem vinátta, góður félagsskapur og nota- legt umhverfi eflir þig svo sannarlega. Flá- tíðahöld eru framundan. Veisluhöldin tengjast skyldfólki þínu á einhvern hátt og vinir þínir og félagar koma fyrr en síðar saman og fagna með þér í góðu yfirlæti. Umfram allt skaltu treysta og endurgjalda tryggð. SPÁMAÐUR.IS Hugrún Harðardóttir fegurðardrottning íslands Ég á mér „Minn draumur tengist fjöl- skyldunni. Ég hef alltaf vonast til að eignast stóra og heilbrigða fjöl- skyldu og ná að verða eldgömul með Halla manninum mínum. Svo dreymir mig einnig um að búa einhvern tímann á ftah'u og kynnast landinu. Ég vonast til að eignast þrjú böm en mér finnst kynið ekki skipta máli. Það fer að koma að því að maður fari að spá alvarlega í barneignum en fyrst þarf maður að klára námið og koma sér almennilega fyrir. Ég fer í skólann í haust og tek svo sveins- prófið í janúar og svo emm við bæði til í að prófa að búa ein- hversstaðar annarsstaðar. En ég býst við að maður endi samt á klakanum." draum Óvenjuleg verðlaun í boði Veitt eru verðlaun fyrir rétta lausn krossgátunnar. Bók- stafirnirí reitunum mynda kvenmannsnafn. Sendið lausn- ina ásamt nafni og heimilisfangi í umslagi merktu: DV, krossgátan Skaftahlíð 24 105 Reykjavík Lausnarorð siðustu krossgátu var hælkrókur. Vinningshafinn erBára Sigurjónsdóttir, Fögrukinn 27,220 Hafnarfirði. Hún fær að launum DVD- spilara frá Svar að verðmæti 10.000 krónur. Dreglð verður úr réttum lausnum og fær heppinn þátttakandi DVD-spllara frá Svarað verðmæti 10.000 krónur. Lausnin verður að berast fyrir fimmtudaginn 20. janúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.