Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2005, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2005, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 Menning DV Þjóðleg fræði eru að nálgast konseptlist myndlistarinnar: um helgina verða opnað- ar tvær sýningar í Þjóðminjasafni um yfirskyggða staði: álagabletti og bæi sem enginn veit hvar stóðu. Hefur þú hugmynd um hvar þeir staðir eru og hvaða sögu þeir geyma? Hér stoð bær með burstir fjorar í huganum endurómar rödd Hauks Morthens, helsta dægurlaga- söngvara þjóðarinnar á sinni tíð, í lagi sem náði miklum vinsældum um miðja 20. öld: Hérstóð bærmeð burstir fjórar, hér stóð bær á lágum hól. Hér stóð bær, sem bernskuminning • KJtttil Útsalan hafin 40-70% ) afsláttur Kleppsmýrarvegi 8. 104 Rvk. («egnt Sonus Skutuvogi) Opiö mán - tost frá 11-18 ug laug 10-1 1, simi: 553-1144, www.igma.is vefur bjarma af morgunsól. Hér stóð bær með blóm á þekju, hérstóð bærmeð veðruð þil. Hér stóð bær og veggjarbrotin ennþá ber við lækjargil. Texti Lofts Guðmundssonar rit- höfundar er hjartnæm en raunsönn lýsing á heimkomu margra í heiðar- dalinn og fann lagið samhljóm hjá þjóðinni þegar það kom fram. Stærsta búsetubreyting íslands- sögunnar var flutningur úr sveitinni á mölina. Um 1920 voru 6.063 sveitabæir í byggð á fslandi en undir aldarlok voru 4.754 bæir í byggð og eyðibýli voru 1.714. Ljósmyndir sem berast mynda- safni Þjóðminjasafnsins eru misvel skráðar og þangað berast söfn af fllmum sem eru alveg óskráð. Þar á meðal eru margar bæjarmyndir. Á þessari sýningu er brugðið upp á þriðja hundrað ljósmyndum af Einn bærinn sem enginn veit hver er. DV-mynd Þjóðminjasafn Isiands 'TV óþekktum sveitabæjum. Myndirnar eru allar frá 20. öldinni og flestar teknar um miðbik hennar, á árun- Situr beiskjan í þér? Finnst þér líkaminn þurfa á hreinsun að halda? Vodkakúrinn er tveggja tíma brjálað grín Sem hjálpar til með hreinsun líkama og sálar. Kúrinn er 100 % gleðigjafi unnin úr yfir 10 tegundum gamanmála. Tveggja tíma skemmtun: Mælt er meö að fólk sitji kyrrt í sætunum og hlægi hressilega Getur stuðlað að þyngdartapi og minna mittismáli. Athugið að einstaklingsárangur getur verið mismunandi. En áhrif vodkakúrsins vara vikum saman. Pantanir í síma 551 4700 www. vod ka ku ri nn. Is um ffá 1930-60. Nú leitum við í smiðju safngesta og biðjum þá að hjálpa okkur að nafngreina bæina á myndunum. Mannstu þennan stað, varstu þar? Eru safngestir hvattir til að líta við og flnna bæjunum stað í minni sínu. Ljósmyndasýningin Átján álaga- blettir varpar samtímaljósi á ævaforna þjóðtrú fslendinga. Fátt hefur staðist jafn vel tímans tönn og trú íslendinga á helgi álagablettanna sem finna má í hverri sveit, þorpi, bæ og jafnvel borgum, og skipta hundruðum í landinu öllu. Enn þann dag í dag njóta staðir þessir friðhelgi og til eru bæði gamlar og nýjar sögur af óhöppum og slysför- um sem tengjast bromm á bann- helginni. Myndirnar voru teknar á árabil- inu 1998-2003 og hafa nokkrar þeirra birst í bókinni Landið, fólkið Fátt hefur staðist jafn vel tímans tönn og trú íslendinga á helgi álagablettanna sem finna má í hverri sveit, þorpi, bæ og jafnvel borgum, og skipta hundruðum i landinu öllu. og þjóðtrúin sem út kom árið 2001. Það var Bjarni Harðarson ritstjóri sem tók að rannsaka þetta fyrirbæri 1997. Hann var þá innlyksa yfir vetr- artíma í Hollandi og tók að setja saman skrá yfir bannhelga bletti á Suðurlandi. „Það gafst gott næði í Niðurlöndum,“ sagði Bjarni. Þegar heim var komið setti hann saman skrá yfir helstu staði, en trú á bann- helga bletti er enn virk í þjóðarvit- undinni og menn hafa þá ekki í flimtingum. Hann týndi þá saman úr viðræðum við fólk á Suðurlandi og kom á óvart hversu margir stað- irnir voru: „Sögur af álagablettum þykja ekki fyndnar eins og sögur af tröllum og álfum: þær eru fúlasta alvara. Þessi þjóðtrú hefur marg- ræðan uppruna; miltisbrandsstaðir og dysjar manna eru ein deild, en líka blettir annarrar náttúru: þurrk- blettir gefa þurrk, blásturblettir vind, ef slegnir eru og menn trúa þessu enn. Svo eru blettimir sem em ógreindrar náttúm og ekki má hreyfa við öðmvísi en upp komi óhöpp og slys." Sýningin er tileinkuð átján barna föður í álfheimum og öðmm forvitn- um íslendingum, þessa heims og annars. Þær standa til 27. febrúar og em opnar alla daga nema mánu- dagafrá 11 til 17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.