Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2005, Qupperneq 61

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2005, Qupperneq 61
J3V Fréttir LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 61 Snyrtistofa á Patró Opnuð verður snyrti- stofa á Patreksfirði. Bæjar- búar taka stofunni með fögnuði, enda hefur snyrti- þjónusta ekki verið í boði í bænum síðustu fimm ár. Samkvæmt fr éttavefnum Tíðis gefst Patreksfirðing- um nú færi á að fara í and- litsbað, fótsnyrtingu, nudd, húðhreinsun og förðun. Tekið er við pöntunum í síma 867-1632, en það er Hrefna Björnsdóttir sem snyrtir. Vill lækkafast- eignagjöld Lagt hefur verið til í bæj- arráði Kópavogs að lækka fasteignagjöld á bæjarbúa. Sigrún Jónsdóttir, fulltrúi minnihluta Samfylkingar, sagði í greinargerð með til- lögu sinni að fasteignamat í Kópavogi hefði hækkað um 15.3% að meðaltali um ára- mótin með tilheyrandi út- gjaldaauka fyrir íbúa bæjar- ins. „Kópavogsbær er með hærri álagningarprósentu fasteignaskatts en ná- grannasveitarfélögin og við því þarf að bregðast, sagði Sigrún. Afgreiðslu tillögunn- ar var frestað í fyrradag. Fjórar milljónir látnar í Kongó Þann 9. janúar síðastJið- inn birti Intemaional Rescue Committee skýrslu um mannsfall styrjaldarinnar í lýðveldinu Kongó í Afríku. Á síðustu sex árum hafa 3.8 milljónir látið lífið í styrjöld- inni en það er um 31 þús- und manns á mánuði. En það er svipað og íbúar Los Angeles eða írlands væri þurrkaðir út. Það undarlega við ástandið er að þrátt fyrir að þetta sé mannskæðasta styrjöld síðan í seinni heim- styrjöld, hefur h'tið verið rætt um þetta í fjölmiðlum hér- lendis og erlendis. Skólpvandi á Hólmavík Skólplögn stíflaðist við Höfðagötu á Hólmavík í fyrrakvöld og liggur nú megn stækja í loftinu þar í kring. Vegna stfflunnar flæddi upp um niðurföll í íbúðarhúsi við götuna, en starfsmenn Hólmavíkur- hrepps aðstoðuðu við að ausa út úr húsinu, að sögn fréttavefjarins Stranda.is. í júm' síðastliðnum flæddi upp um niðurföll í sama húsi og vom íbúamir full- vissaðir um að vandinn skyti ekki upp kollinum á ný. Konur í World Class urðu hissa þegar þær sáu kynskipting í búningsklefanum Kynskiptingur í kvennaklefanum Starfsmönnum Fróða var skipað að pakka niður í skyndingu í gær og tilkynnt að starfsemin yrði flutt á Höfðabakka á mánudag. Vertinn á hverfiskránni fagnar komu útgáfufélagsins. „Við urðum bara hissa þegar við sáum kynskipting í klefanum," segir kona á miðjum aldri sem varð heldur betur undrandi þegar hún sá kyn- skipting af asískum uppruna í bún- ingsklefanum í World Class Laugum. Konan segir kynskiptinginn hafa ver- ið með brjóst og skegghýjung og ábyggilega ekki alveg búinn í með- ferð. „Hann var í kvennaklefanum en fór ekki í sturtu. Enda örugglega enn í miðju ferli, með umbúðir um sig miðjan," útskýrir konan sem segir það hafa sést úr mflufjarlægð að þarna var engin venjuleg kona á ferð. Hafdís Jónsdóttir í World Class sem rekur stöðina, segist ekki hafa heyrt af þessu einstaka tilviki. „Ann- ars eru allir velkomnir hérna og ekki hægt að mismuna fólki,“ segir hún. Dísa bætir við að ef fólk er búið að breyta um kyn, þá sé það auðvitað velkomið í þann klefa sem kynið svarar til. ,Ætli maður þurfi samt ekki að fylgjast með þessu," bætir Dísa við. Hrafnkell Stefánsson, ffam- kvæmdastjóri Samtakanna 78 segir að margir sem fliugi að fara í kyn- skiptiaðgerðir leiti til þeirra. Samtök- in séu þó ekki með málefni kynskipt- World Class í Laugum Hér sáu konurnar kynskiptinginn. inga á sínum snærum. „Menn hafa leitað til okkar áður en þeir fara í svona aðgerð, en þetta er mjög langt ferli," segir Hrafnkell. „Samtökin eru Hafdís Jónsdóttir f World Class Segir alla velkomna i ræktina. þó ekki í forsvari fyrir þennan hóp fólks." simon@dv.is „Ég fagna alltaf góðum kúnnum og vonast til að sjá starfsmenn Fróða hérna. Það er fínt að fá þetta fyrirtæki í hverfið," segir Ágúst J. Magnússon, eigandi Péturs Pöbbs, um flutning útgáfu- félagsins Fróða en allir starfsmenn tímarita félagsins flytja upp á Höfða strax á mánudaginn. Fróði hefur um árabil verið til húsa á Seljavegi, í húseign sem fylgdi ekki með í kaupunum þegar prent- smiðjan Oddi keypti útgáfuna. Magnús Hreggviðsson, fyrrum eig- andi Fróða, hélt húseigninni eftir þegar hann seldi fyrirtæki sitt. Ágúst veitingamaður segir Péturs pöbb einn besta barinn í bænum og mikið sóttan af fólk sem vinnur í hverfinu. „Hér er enginn hávaði sem vonandi hentar Fróðamönnum, sem öðrum héma í hverfinu," segirÁgúst. Flumingur íýrirtækisins kom starfsmönnum í opna skjöldu. Ákvörðun þess efhis var tekin snögglega - í gærmorgun og vom flestir búnir að pakka öllu sínu fýrir vinnulok í gær. Páll Gíslason framkvæmdastjóri sagði í samtali við DV að flumingurin væri af hinu góða, hann hefði vissulega borið fljótt að en nýja húsnæðið væri mun hent- ugra til starfseminnar en það gamla. Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, sagðist í samtali við DV vera ánægður með flutrúng fyrir- tækisins. „Þetta er stórkostlegt tækifæri og boðar nýtt upp- haf. Mér bregður ekkert við þetta - þetta er sjötti flutn- ingurinn minn á sex árum og ég gat veitt mönnum góða ráðgjöf. Ég kann þetta orðið eftir að flytja með DV og Fréttablaðinu á síðusm ámm. Þetta leggst vel í mig og svo er auðvitað styttra fýíir jt mig í vinnuna," segir Reynir Trausta- son. „Ég vona bara að ég rati í vinnuna á mánudag," segir Björn Jörundur Friðbjörnsson, ritstjóri ú'marits- ins BSíB. Bjöm segir þetta alveg nýja reynslu fýrir sig enda hafi hann alltaf unnið í miðbænum eða Vesturbænum. „Þetta er ákveðið landnám fyr- ir mig og verður von- andi skemmtilegt. Ann- ars veit ég lítið um þetta - okkur var bara sagt að pakka niður í snatri og ég veit ekki annað en við flytj- um í nýtt hús á mánudag," segir Bjöm Jörundur Friðbjörnsson. Útgáfufélag Fróða mun sam- kvæmt heimildum blaðsins ekki ætla að koma sér fýrir til frambúðar á Höfða- bakkanum. Stefha fýr-* irtækisins mun vera að koma útgáfunni aftur í miðbæinn að nokkrum mánuðum liðnum. arndis@dv.is Reynir Traustason ritstjóri Mann- lífs Segir flutninginn boða nýtt upphaf og fela i sér stórkostleg tækifæri Bjorn Jörundur ritstjóri B&B Vonast til að rata í vinn una. Að ööru leyti sáttur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.