Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2005, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2005, Page 32
J~* J* (í t t íljjj í 0 Í! Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið íhverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar ^nafnleyndar er gætt. Q ZJ 0 (J 0 SKAFTAHLÍÐ24, Í05REYKJAVÍK [ST0FNAÐ 7970] SÍMI5505000 5 6907Í0 TlTÍT? r • Þjóðemiskennd íslendinga fer á yf- irsnúning þegar eina landslið okkar í hópíþrótt sem náð hefur teljanlegum árangri keppir. ís- lenska handbolta- landsliðið keppti við smáþjóð Slóvena á heimsmeistaramótinu í gærkvöldi og tapaði. Athygli vakti að einungis 8 af 14 lands- liðsmönnunum sungu þjóð- sönginn fyrir leikinn. Eða í það minnsta hreyfðu varirn- ar. Roland Er- atze og Alexand- er Peterson em reyndar stikkfrí, því þeir eru af erlendu bergi brotnir... Eru þau búin að prófa Glæsibæ? Ásttangnan Idol-stjörnur Ofsottar af grislingum í Kringlunni Heigi Arason Idol-söngvari á fót- um sínum fjör að launa á almanna- færi ef marka má skrif hans sjálfs á netinu. „Úff, hvað þetta er farið að verða skrýtíð! Maður getur ekki orðið farið í Kringluna eða Smárann og fengið sér að borða án þess að það myndist bið- röð af galandi grislingum,11 skrifar Helgi og bætir við: „Hvað þá þegar við Brynja förum eitthvað saman:) En já, það er sem sagt ekki lengur leyndó að við erum saman! Og hananú;)." Ofangreint innlegg Helga er skrif- að inn á mánudaginn var, sama dag og DV greindi frá ástarsambandi Helga við keppinaut hans í Idol, Brynju Valdimarsdóttur frá Akranesi. Sást til parsins þar sem þau voru í keilu í Öskjuhlíðinni. „Annars fórum við í keilu í gær... mættum á svæðið og keyptum einn leik en nei, það var allt KRÖKKT af krökkum (krökkt, krökkum... hmm...) þarna og við lentum í að skrifa nafnið okkar þar til við vorum orðin handlama," lýsir Helgi aðkomu þeirra Brynju að Keiluhöllinni og skrifar síðan: „Svo fórum við og tókum keiluna okkar sem ég TAPAÐI!.. með 1 stígi! Vill kalla þetta stelpuheppni í keilu, stelpur grísast alltaf til að gera fellur í keilu með því að sleppa kúlunni á brautína á meðan við strákamir puð- um við að þrykkja henni eins beint og við getum!" Eins og flestir vita er keppendum í Idol harðbannað að ræða við fjöl- miðla á meðan á keppninni stendur en geta þó vitanlega ekki rönd við reist verði þau á vegi ljósmyndara á opinberum stöðum. „Við sem sagt vorum þarna og fór- um svo út og í þann mund sem við fórum út tökum við eftir þessum ljós- myndara. Við gerðum ekkert, fórum sinna. bara út í bíl og settumst inn og hann bara eltí okkur og tók myndir af okkur að keyra í burtu og lætí! Maður vissi ekkert hvernig maður átti að hegða sér, en við ákváðum alla vega að vera ekkert að hjóla í hann eins og alvöru celebs (enda hefði ég varla tekið hann) hehe..,“ skrifar Helgi sem fyrr um daginn hafði farið með Brynju og hinum Idol- krökkunum í vélsleða- ferð. „Dúndurstuð Mikið af tökum og svona en samt; frá- bær dag- ur! Helgi og Brynja„Þoð ersem sagt ekki lengur leyndó að við erum saman! Og hananú," skrifar Helgi Arason á bloggsíðu sina. Næsta föstudag er sálarþema í Idol. Helgi segist ætla að gera sitt besta. „Treysti á ykkur sem eigið síma að taka til hendinni og hjálpa litla mannin- um,“ biðlar hann til lesenda Minkaveiðar Á Sauðárkróki hefuröllum brögðum verið beittgegn mink ogref. Ferðamenn í stríðið gegn minkum Hugmyndir em uppi í Skagaflrði um að leyfa almenningi og ferða- mönnum að skjóta ref og mink undir eftirliti leið- sögumanna. Það er Jón Garðarsson bóndi sem kom með hugmyndina að veið- unum og telur hann að þær gætí haft viðlíka gildi fyrir ferða- mannaiðnaðinn og hreindýra- og lax- veiði. Minkafaraldur var í Skagafirði í sumar og haust. Minkurinn athafnaði sig hinn spakasti í görðum íbúa á Sauðárkróki, við litla hrifningu mannfólksins. Nú á sem sagt að snúa vöm í sókn. Hingað til hefur sveitarfélagið borgað talsverð- ar upphæðir til manna fyrir að veiða ref og mink. En með nýjum hug- myndum bóndans á Neðra-Ási n munu útgjöld breytast í tekjur þegar almenningur skýtur dýrin undir leið- sögn þaulvanra refaveiðimanna. Atvinnu- og ferðamálanefnd hefur samþykkt tillöguna og er nú unnið að nánari útfærslu á því hvemig al- menningur getur drepið ref og mink. Aldraðir standa siq í hálkunni Undanfama daga hefur mikil hálka vegið að undirstöðum ís- lendinga og er ljóst að gangandi vegfarendur þurfa að passa sig. Samkvæmt upplýsingum frá slysa- deild Landspítalans er ekkert meira að gera nú en áður. Eldri borgarar eru stór hluti gangandi vegfarenda og því koma þessar upplýsingar talsvert á óvart. Þrátt fyrir að ávallt sé mikill erill á þessum tíma er ekk- ert meira að gera nú en venjulega. Upplýsingar frá Landspítalanum herma að svo virðist sem fólk passi sig meira nú síðla vetrar en áður. Athygli er vakin á því að um er að ræða fólk á öllum aldri og virðist samkvæmt upplýsingum slysa- deildar að eldri borgarar séu farnir að hafa meiri vara á en áður. Ekki hefur slysum Qölgað meðal eldri borgara frekar en hjá öðrum aldurshópum sökum hálkunnar. Eldri maður Svo virðistsem eldra fólk venjist hálkunni þegar llður á veturinn. Gangandi vegfarendur eru beðnir um að fara varlega á göngu sinni um borgina þar sem hált er og nota mannbrodda. Magnaður einleikur! „Jóhann Sigurðarson segir okkur þessa sögu á látlausan og fallegan hátt og heldur okkur við efnið frá upphafi ,til enda með dyggum mótleik tónlistar Agnars Más Magnússonar píanóleikara, sem hefur samið með snilldarlegu handbragði áhrifamikla og sterka músík." Hafliði Arngrimsson, Viðsjá, RÚV, 22.11.2004 „... einn af þessum listrænu viðburðum sem getur fengið fólk til þess að hægja aðeins á hasarnum og leyfa sér einfaldlega að hrífast með í atburðarrás sem máluð er í orðum og tónum." Elisabet Brekkan, DV, 23.11.2004 „...við mælum eindregið með Nítjánhundruð ef fólk hefur gaman af að hlusta á góða sögu..." Lisa Pálsdóttir, Rás 2, 23.11.2004 ÞJOÐLEIKHliSIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.