Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2005, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005
Helgarblað DV
En hvernig á ég sem
fréttamaður að standa
fyrir framan pólitíkusa
og spyrja hvort þeim
beri ekki að axla
ábyrgð þegar ég geri
það ekki sjálfur?
Vonar að þessi einu mistök verði ekki til
þess að fjölmiðlar hætti að fjalla um
fraksmálið en hann telur einsýnt að for-
sætisráðherra vilji nota þetta eina dæmi
til að afgreiða allan fréttaflutninginn.
„Bkki eru öll kurl komintil grafar."
* , ’ '
QV 'mynd - Harí
Róbert Marshall
formaður Blaða-
mannafélagsins
sagði starfi sínu
lausu sem frétta-
maður á Stöð 2
eftir afdrifarík
mistök. Hann segir
þetta þungbæra
ákvörðun en óhjá-
kvæmilega. Hvern-
ig eigi hann að
standa frammi fyr-
ir stjórnmálamönn-
um og spyrja þá
krefjandi spurn-
inga með þetta á
bakinu? Róbert
segir það hátt
stj órnmálamanna
að svara helst engu
og vilja leiða um-
ræðuna frá aðal-
atriðum. Hann
vonast til að þetta
verði til að styrkja
blaðamannastéttina
fremur en hitt.
M uðvitað ráðgaðist maður
/l við fólk í kringum sig. Ég
sagði Páli Magnússyni eftir
/% hádegi á fimmtudegi að
J- mþessi væri mín niðurstaða
og hann sagði bara nei, nei, nei. Við
ættum að sofa á þessu í það minnsta
eina nótt. Svo áttum við fund um
kvöldið eftir fféttimar. Ekkert hafði
breyst þannig lagað," segir Róbert
Marshall, fyrrum fréttamaður og for-
maður Blaðamannafélags íslands.
Að kvöldi fimmtudags bárust þau
tíðindi að Róbert hefði sagt upp starfi
sínu sem fréttamaður á Stöð 2. Þetta
var í kjölfar þess að firétt hans um að
Island hefði verið komið á lista hinna
staðföstu þjóða fyrir rfldsstjómarfund
18. mars stóðst ekki skoðun. Róbert
hafði mislesið tímasetningar í fiétt
CNN sem stuðst var við þegar hann
ákvarðaði tímasetningar. Bftir því sem
næst verður komist er þetta í fyrsta
skipti sem blaðamaður segir starfi sínu
lausu eftir mistök. Enda vöktu tíðindin
gnðarlega athygli í gær og var um fátt
annað rætt meðal áhugamanna um
þjóðmál og fjölmiðla.
Ekki nóg að segja: Úbbsss, sorrí!
Uppsögnin er afgerandi yfirlýsing,
drastísk niðurstaða og Róbert tekur
undir það.
„AÚir þeir sem ég ræddi þetta við
sögðu að of mikið væri í lagt með upp-
sögn. En það getur enginn sagt neitt
annað. Þú verður að finna það á eigin
skrokki hvemig þú ætlar að komast út
úr slíkum mistökum, úr slíkri stöðu og
halda höfðinu hátt. Ég hef alltaf haft
það meginprinsipp að afsagnir, hvort
sem um er að ræða stjómendur fyrir-
tækja, menn í áhrifastöðum, kannski
ekki síst stjómmálamenn, séu eitthvað
sem til greina hljóti að koma þegar
menn verða uppvísir að afdrifaríkum
mistökum. Þetta hefur ekkert með sekt
eða sakleysi að gera. Hér er það trú-
verðugleikinn sem öllu máli skiptir. Og
þegar hann hefur skaðast verður að
grípa til einhverra sýnilegra aðgerða til
að endurheimta hann. Þetta er stórt
mál sem ég hafði þama til umfjöllunar,
þetta vom mikil mistök og ekki nóg í
mínum huga að segja: Úbbs, somT'
Róbert segist ekki með þessu vera
að setja það fordæmi að verði blaða-
mönnum það á að beygja karlmanns-
nafn vitlaust beri þeim að segja af sér.
„En þetta er stór frétt, stór orð, stór
mistök. En af tiltölulega heiðarlegum
meiði. Þama að baki liggja engar