Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2005, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2005, Síða 11
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 11 Þungbær ákvörðun Róbert hefur verið blaðamaður afllfi og sál i tíu ár. Hann langar númestá sjóinn aftur og telur að hægt sé að nota sig þar.„Ég er alvanur netamaður og togarajaxL" DV-mynd Hari VIO GULLINBRÚ SJÁ NÁNARI UPPLÝSINGAR Á WWW.KLUBBURINN.IS EÐA í SÍMA 567 3100 • AÐEINS 1.800 KR. INN ____________ KLUBBURINN annarlegar hvatir eöa iilur vilji - þetta voru klaufaleg mistök." Notað til að koma höggi á fréttaflutning í heild Nú hafa íjölmiðlar, einkum þeir sem gjaman em nefndir Baugsmiðlar af Bimi Bjamasyni dómsmálaráðherra og skoðanabræðrum hans, mátt sitja undir því um langa hríð að ffétta- flutningurinn sé annarlegur og miði einkum að því að koma höggi á stjómvöld: Sjálfstæðis- og Framsókn- arflokk? „Þetta rann upp fyrir mér að morgni fimmtudags þegar ég sá fréttatilkynninguna frá forsætisráðu- neytinu. Þar lá augljóslega fyrir að ekki átti einungis að mótmæla þessari til- teknu ffétt heldur öllum fréttaflutningi undanfarinna daga sem snýr að ákvörðuninni um stuðning íslands við hemað Bandaríkjamanna í írak. Nota átti þessa frétt mína sem sýnidæmi um hvemig þetta væri nú allt í pottinn búið. Það er rangt. HalldórÁsgrímsson forsætisráðherra heldur því ffam að fréttaflutningurinn einkennist af rang- færslum og útúrsnúningum. Það stenst enga skoðun og þeirra er að sýna fram á hvaða útúrsnúningar þetta em. Ég vil ekki verða til þess að menn hætti að skoða þetta mál. Ekki em öll kurl komin til grafar." Þungbær ákvörðun Róbert Marshall hefur nú starfað sem blaðamaður í tíu ár, þar af undan- farin sjö ár á fréttastofu Stöðvar 2. Ekki fer fram hjá neinum sem til þekkir að Róbert hefur sinnt sínu starfi af lífi og sál. „Já, þetta var vitanlega þungbær ákvörðun. Ég hef haft afskaplega gam- an af því að sinna þessu starfi. Og þetta er f fyrsta skipti sem þetta kemur fýrir mig, það er að ég hafi þurft að biðjast afsökunar á frétt, hvað þá að draga hana til baka. Ég er afar ósáttur við það. Þá er söknuður í frábæm samstarfs- fólki, ekki bara á fréttastofunni heldur í fyrirtækinu öflu þar sem ég á mikið af góðum og nánum vinum.“ En ertu ekki fulihaiður við sjálfan þig?Einmistök... „Auðvitað er þetta drastískt. En hvemig á ég sem fréttamaður að standa fýrir framan pólitíkusa og spyrja hvort þeim beri ekki að axla ábyrgð þegar ég geri það ekki sjálfur? Mér finnst þetta rökrétt ákvörðun. Ég er ekkert að segja að ég sé hættur í blaða- mennsku um alla eilífð. Mér finnst að maður eigi séns á betri innkomu síðar með því að gera þetta svona. Það spilar fleira inn í þetta. Þannig met ég það að erfitt væri fyrir mig að sinna hinu starfi mínu sem er formaður Blaðamanna- flagsins. Að standa í forsvari þar með þetta á bakinu án þess að hafa tekið það á mig með einhverjum hætti er ógerlegt að mínu viti." Verður til að efla stéttina Menn hljóta að velta fyrir sér afleið- ingum þessarar uppsagnar. Öllum verða á mistök. Ef blaðamenn einir stétta eiga að sæta slíkri fullkominni ábyrgð á einum mistökum, því ljóst er að ekki gera til dæmis stjómmálamenn það, leiðir þetta þá ekki til þess að blaðamenn muni í framhaldinu stíga afskaplega varlega til jarðar? Að þetta verði til þess að taka bitið úr fréttamennskunni efmenn eiga það yfír höfði sér að missa starf sitt verði þeim á hin mirmstu mistök? „Það finnst mér ekki. Mér finnst reyndar þetta vera mistök sem hver sem er hefði getað gert. Svona mistök gerast óhjákvæmilega. En mér finnst þetta tiltekna mál vera þess eðlis. Það er grafalvarlegt þegar maður kemur fram í fréttatíma og segir forsætisráð- herra hafa farið með rangt mál. Nei, ég held og vona að þetta sé miklu fr ekar tfl þess fallið að styrkja menn í starfi blaðamanns. Ég held að þetta hljóti að Halldórs, þeir Steingrímur Ólafsson og Bjöm Ingi Hrafnsson, stóðu algerlega ráðþrota gagnvart: Skera forsætisráð- herra niður úr snömnni. Verður þetta ekki tii þess að ríkisstjórnin sleppur með skrekkinn? „Ég held að svo verði ekki. Eða vona það. Eg vona svo sannarlega að menn haldi áfram að skoða þetta mál. í raun Hctlldór Ásgrímsson [...] fær röð spurninga en svarar nónast engri þeirra. Svo sendir hann frá sér fréttatilkynningu og sakar menn um útúrsnúinga. sýna það svart á hvítu að stéttin tekur sig alvarlega og lætur sér ekki mistök í léttu rúmi liggja." Að skera Halldór úr snörunni í DV í gær var það haft í flimtingum að Róberti hefði tekist á dagparti það sem ráðgjafar og ímyndarfræðingar hefúr verið makalaust að fylgjast með framgöngu ráðamanna í þessu máli. Ekki þarf ekki annað en að skoða viðtal sem ég tók við Halldór Ásgrímsson á mánudaginn en þá fær hann röð spum- inga en svarar nánast engri þeirra. Svo sendir hann frá sér fréttatilkynningu og sakar menn um útúrsnúinga. Ég spyr hann þráfaldlega: Var þessi ákvörðun rædd? Og Halldór svarar alltaf á sama veg: Það er hlutverk forsætisráðherra og utanríkisráðherra að taka þessa ákvörð- un. Svo þegar hann er spurður nánar út í tímasetningar segir hann: Ég er búinn að svara því. Og vísar tfl ekkisvars síns áður. Menn læra þetta í skóla hjá spunalæknum. Að svara ekki spuming- um og segist svo engu hafa logið! Þetta er nokkuð sem menn eiga að skoða betur." Togarajaxl og netamaður Róbert tekur undir þá skoðun að svo virðist sem einhver öfl fari sjálf- krafa í gang þegar umræðan verður óþægileg fyrir valdhafa. Ef einhverjar upplýsingar „leka“ í fjölmiðla, þar sem fram koma alvarlegar ávirðingar, þá verður „lekinn" sem slíkur aðalatriði málsins en ekki það sem fram kemur í þeim umrædda leka. Þetta er Iíkt því að einhver sé ávailt I KVÖLD í KLÚBBNUM VIÐ GULLINBRÚ HUÓMSVEIT ALLRA *J tíf taks að hoppa undir stýri og beygja inn í næstu hiiðargötu? , Akkúrat. Menn verða að gæta sín á þeirri ríku tilhneigingu hjá stjómmála- mönnum að vilja stýra umræðunni í aðrar áttir og heppilegri fyrir sig. Það er þeirra háttur en þá einmitt reynir á stétt blaðamanna." Hvað við tekur hjá hinum fyrrver- andi fréttamanni liggur ekki fyrir á þessari stundu. Róbert gantast með það að yfir sig hafi rignt starfstilboðum. „Ég er nú að hugsa minn gang. Satt best að segja langar mig mest til að skella mér á sjó. Ég er alvanur netamaður og togarajaxl. Hugsa að það sé hægt að nota mig. Annars er ég ekki búinn að hugsa það til enda." Og aukageta í þeim áformum gæti reynst Brekkusöngurinn á næstu árum, viðhliðÁrna? „Nei, ég bíð átekta eftir mínu tæki- færi þar. Minn tími mun koma." jakob@dv.is \\*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.