Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2005, Blaðsíða 15
DV Helgarblað
LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 15
Eiður örn Ingvarsson
Dæmduri 18mánaða
fangelsi fyrir að koma
Birgittu ekki tii hjálpar.
| Birgitta íris
Harðardóttir Glöðog
brosandi áður en
ógæfan færðistyfir.
Birgitta og
Sverrir
Misþyrmdi
Birgittu
hrottalega og
situr enn í
fangelsi.
N
ei, ég er ekki sátt. Hvemig get ég verið sátt þegar systir mín er dáin?" vom fyrstu við-
brögð Helenu Harðardóttur eftir að Eiður Öm Ingvarsson var dæmdur í Héraðsdómi í
gær fyrir að horfa aðgerðarlaus á Birgittu, litlu systur hennar, deyja. Helena er einstæð
móðir og þurfti 15 ára gömul að horfa á eftir foreldrum sínum falla frá. Hún segir frá bar-
áttu þeirra systra við að heíja nýtt líf og sorginni sem fylgir því að missa sinn nánasta vin.
Það var fámennur hópur sem
varð vitni að því þegar Símon Sig-
valdason héraðsdómari kvað upp
dóm yfir Eiði Emi Ingvarssyni í gær.
Hinn ákærði var ekki í salnum. Ekki
lögfiæðingur hans heldur. Þegar 18
mánaða fangelsisdómur varð ljós
brast Helena Harðardóttir, systir
Birgittu, í grát. Fyrir hana var þetta
endirinn á löngu sorgarferli. Að
hennar sögn getur litla systir hennar
nú loksins hvílt í friði.
Ákæran vitlaus
„Kannski er þetta réttlátur
dómur. Ég veit það ekki,“ segir Hel-
ena sem settist niður með blaða-
manni eftir dómsuppkvaðninguna í
Héraðsdómi í gær. „Fyrir mitt leyti
hefði þessi maður mátt setja inni aila
ævi. Mér fannst líka ákæran vitíaus.
Hann er ákærður fyrir að hafa ekki
komið Birgittu til hjálpar þegar hann
hefði átt að vera ákærður fyrir
rnorð."
í dómi Héraðsdóms er brot Eiðs
orðað sem svo að hann hafi látið far-
ast fyrir að koma Birgittu írisi undir
læknishendur þegar hún veiktist lífs-
hættulega síðdegis mánudaginn 25.
ágúst 2003 af völdum fikniefiianotk-
unar. í dómnum stendur að það sé
hugsanlegt að Birgitta hefði getað
lifað eitranimar af „hefði hún komist
á sjúkrahús strax."
Þeirri skyldu telur dómurinn að
Eiður hafi bmgðist. Eiður hringdi
ekki á hjálp fyrr en nokkrum klukku-
tímum eftir að Birgitta dó. Við yfir-
heyrslur sagði Eiður að hann hefði
ekld treyst sér tíi að hringja strax í
Neyðarlínuna „þar sem hann hafi
þurft að fela fikniefni og áhöld til
fíkniefnaneyslu."
Síðasta samtalið
Helena segir frá síðasta skiptinu
sem hún heyrði rödd litíu systur
sinnar.
„Hún hringdi í mig um fjög-
urleytíð og bað mig að sækja sig.
Hún hringdi úr símanum hans Eiðs
og sagði að sinn sími hefði blotnað í
sturtu svo hún gætí ekld notað hann.
Ég sagði henni að setja símann á ofn
og sagðist ekki geta sótt hana því ég
væri að vinna. Birgitta hljómaði al-
veg eðlilega, var skýrmælt og virtíst
ekki vera undir neinum áhrifum,"
segir Helena. „Stuttu síðar hringdi
hún aftur í mig og sagði að ég þyrfti
ekki að sækja hana."
Þetta var um fjögurleytið en lög-
reglan taldi sannað að Birgitta hefði
dáið milli klukkan fjögur og fimm. í
lögregluskýrslum sagðist Eiður ekki
muna hvort Birgitta hefði hringt í
einhvem. Hann sagðist þó muna að
síminn hennar hafi orðið blautur
inni á baðherbergi og hætt að virka.
Birgitta hafi sett hann á ofn til að
koma honum í lag.
Það styður fiásögn Helenu sem
heldur áffarn og segir að um tólfleyt-
ið á mánudagskvöldinu hafi prestur
og lögregluþjónn bankað upp á hjá
henni í Hafnarfirði. Hún hafi strax
vitað að eitthvað hafði gerst og ekki
viijað opna hurðina.
Erfið æska
„Ég neitaði að opna. Ég fann á
mér að eitthvað hafði komið fyrir
litlu systur mína. Lögreglumaðurinn
sagði mér að hún væri látin og að
einn maður væri í gæsluvarðhaldi.
Ég vissi ekki fyrr en nokkm seinna að
sá maður væri Eiður. Hann þekkti
Birgittu ekld neitt. Hafði bara kynnst
henni daginn áður en hún dó,“ segir
Helena sem hafði reynt að hjálpa
sysmr sinni í baráttunni við dópið.
„Við fluttum saman til Reykja-
víkur í maí árið 2003. Birgitta fór í
meðferð í Krýsuvík og ætíaði að snúa
við blaðinu. Hún ætíaði alltaf að
snúa við blaðinu," segir Helena og
lýsir erfiðum unglingsárum þeirra
systra. „Líf okkar Birgitm hefúr ekki
verið auðvelt. Mamma dó úr krabba-
meini þegar Birgitta var bara 11 ára
gömul. Pabbi dó svo níu mánuðum
seinna úr heilablóðfalli. Þetta fékk
mikið á okkur báðar og því miður
fengum við litía hjálp."
Helena segist því hafa verið
komin út á húsaleigumarkaðinn 15
ára gömul. Þær systumar hafi fengið
litía íjárhagsaðstoð. Bara tíu þúsund
krónu lífeyrisgreiðslu þar til þær
urðu 16 ára gamlar. Þá hafi þær þurft
að standa á eigin fótum og því miðm
hafi lífið ekki leikið systur hennar vel.
Misþyrmt af kærasta
„Hún var oft í einhverri neyslu.
Ekki harðri neyslu en þóttí gaman að
fara út og skemmta sér. 17, 18 ára
gömul kynnist hún manni sem áttí
eftir að fara virkilega illa með hana,"
segir Helena.
Sá maður var Sverrir Hannesson
og var í harðari efinun en Birgitta
hafði áður notað. Sambandið var
martröð. Sverrir gekk stöðugt í
skrokk á Birgittu, sem þorði aldrei að
kæra. Á endanum fékk hún nóg eftir
að Sverrir misþyrmdi henni hrotta-
lega og skildi eftir nær dauða en lífi.
Hún kærði Sverri sem var dæmdur í
þriggja ára fangelsi.
Þrátt fyrir að Sverrir væri í fangelsi
segir Helena að hún hafi búið í stöð-
ugum ótta við manninn. „Síðustu
vikuna sem hún lifði leið henni rosa-
lega illa. Hún vissi að Sverrir væri að
losna úr fangelsi og reyndi að vinna á
óttanum með meiri neyslu."
Birgitta þurftí þó aldrei að horfast
aftur í augu við kvalara sinn. Hún lést
daginn áður en Sverrir slapp út.
Glotti í réttarsal
Við emm komin aftur að þeim
tíma sem Birgitta lét lífið. Réttar-
höldin vom ekki auðveld fyrir Hel-
enu sem segist hafa verið afar reið
yfir hegðun Eiðs í réttarsalnum.
Hann hafi glott framan í hana, hlegið
og gert allt til að draga úr alvarleika
málsins. „Hann bar dauða hennar
meira að segja saman við atriði úr
Pulp Fictíon," segir Helena reið.
Kannski Eiður hafi haldið að
hann myndi sleppa. Hann hélt alltaf
frarn saídeysi sínu en þegar lesnar
em yfir skýrslutökur af Eiði og fram-
burð vima fyrir dómi kemur alvar-
leiki málsins glögglega í ljós. Partíið á
Lindargötunni hófst á sunnudags-
kvöldi og segist Eiður hafa komið
þangað eftir vel heppnaða veiðiferð.
Áfengi og dóp hafi verið haft um
hönd og neyslan verið mikil.
Á mánudagsmorgninum vom
allir famir nema Eiður, Birgitta og
vinkona hennar.
Sprautuð með kókaíni
Eiður sagði lögreglu að „kannski"
hefði hann sprautað vinkonu
Birgittu með dópi. Vinkonan sagði
fyrir dómi að Eiður hefði sprautað sig
með því sem hann sagði vera 95%
hreint kókaín. Henni hefði liðið mjög
einkennilega, verið með hraðan
hjartslátt, skolfið mikið og haft það á
tilfinningunni að hún væri að
springa. Það hafi liðið yflr hana og
hún hafi rankað við sér á stól á gólf-
inu þar sem búið var að hagræða
tungu hennar til að hún myndi ekki
gleypa hana.
Vinkonan yfirgaf Lindargötuna
um hádegisbiÚð á mánudeginum.
Seinna um daginn fékk Birgitta sinn
skammt úr sprautunni. Eiður segist
hafa komið að henni í krampakasti,
hann hafi gengið með hana um gólf
en hún hafi verið meðvitundarlaus.
Hann hafi sett hana í kalda sturtu og
óttast að hún væri að deyja.
Hann hafi því lagt hana niður og
reynt að blása í hana lífi, farið svo
með hana inn í svefnherbergi og lagt
hana niður í rúm.
Hringdi í pabba
Eiður segist þá hafa hringt í föður
sinn og beðið hann um að koma með
sígarettur. Faðir hans hafi litið á
stúlkuna, sagt að hún væri dáin og
beðið hann að hringja í Neyðarlín-
una. Þá hafi hann uppgötvað hvað
hefði gerst en ekki þorað að hringja
út af fíknieínunum £ íbúðinni.
Það var ekki fyrr en um muleytíð
um kvöldið sem Eiður hringdi loks í
Neyðarlínuna. Þá var hann búinn að
hreinsa til í íbúðinni og setja spraut-
una í handtösku Birgittu. Þegar
sjúkraliðar komu á vettvang var
Birgitta tekin að blána. Það var ljóst
að hún hafði verið látín í þó nokkurn
tíma.
„Ég hugsa um Birgittu á hverjum
degi," segir Helena. „Bara í gær
spurði sonur minn af hverju hún
hefði dáið og ég vissi ekki hverju ég
átti að svara. Það er svo margt
óhuggulegt í þessu máli. Hvernig
Eiður hreinsar til í íbúðinni áður en
hann kallar á hjálp. Hvemig hann
klæðir hana úr fötunum og setur upp
í rúm þegar hún er látin. Meira að
segja fundust bfllyklar Birgittu ekki.
Það þurftí að draga bflinn í burtu."
Helena segir að með réttu hefði
átt að ákæra Eið fyrir morð. Allavega
manndráp af gáleysi.
„Ef hann hefði kallað á hj álp hefði
Birgitta trúlega haldið lífi. Hana lang
aði svo innilega að lifa, snúa við
blaðinu og hefja nýtt líf. Ég
man eftír því að á ættarmóti
fyrir nokkrum árum tók
Birgitta lagið. Hún elskaði að
syngja og sagðist oft ætía að
fara að læra söng. En lífið lék s
hana mjög illa. Foreldramissir-
inn og sambandið við Sverri. Hún
áttí virkilega erfitt h'f."
t lang- fékk þ:
ið^^ka
f ' 1
byrgja þá inni. „Ég er bara þannig
gerð. Stundum hefúr mér fúndist ég
standa ein í þessari baráttu. Ég hef
lesið yfir skýrslur, skoðað myndir og
gert allt til að sannleikurinn komi í
ljós. Þótt dómurinn sé nú fallinn á ég
trúlega eftir að halda því áfiam. Það
er svo hræðilegt að vita ekki hvað
gerðist."
En Helena játar því að með dóm-
inum sé kominn ákveðinn vendi-
punktur í sorgarferlið. „Nú getur
Birgitta loksins hvflt í friði," segir
hún. „Og ég fæ kannski tækifæri að
taka aðeins til í eigin hfi. Taka til í
töskunni. Ég á yndislegan son sem
þarf á allri ást minni að halda og
kynntíst fyrir þremur mánuðum
nýjum manni sem hefur hjálpað mér
mikið. Hann hefur staðið við bakið á
mér enda ekkert auðvelt að vera ein-
stæð móðir í dag."
Tómlegt líf
Lögreglan í Reykjavík á eftír að
birta Eiði Emi dóminn sem Héraðs-
dómur felldi í gær. Þá kemur í ljós
hvort Eiður áfrýjar dómnum til
Hæstaréttar. Aðeins tvisvar áður hér
á landi hafa menn verið dæmdir fyrir
að koma ekki deyjandi manneskju til
hjálpar. Fyrra skiptið var árið 1956
þar sem maður fékk þrjá mánuði
skilorðsbundna fyrir að skilja við illa
slasaðan mann eftir slagsmál. Og í
seinna skiptið árið 1986 þegar kona
fékk þriggja mánaða dóm fyrir að
kalla ekld á hjálp eftir átök í
heimahúsi.
Dómurinn yfir Eiði er
mtm þyngri en þessir tveir
dómar og næstum allur
refsiramminn, tvö ár, er
y" nýttur. Helena, sem var nær
brostin í grát í réttarsalnum í
gær, segir þó erfitt að meta líf
sinna nánustu í mánuðum
eða árum. „Ég veit bara
að Birgitta kemur
aldrei aftur og að
hfið er mun tóm-
legra án henn-
ar."
simon@dv.is
Ovissan hræðileg
Að mati Helenu er
betra að tala um hlut-
ina heldur _ j
en að /
Tilbúin fyrir
áramótin
Birgittu þótti gaman
að skemmta sér.
Gífurlegt magn af svaka tilboðum á græjum,
neonljósum, þjófavarnarkerfum og
mörgu fleiru á vefverslun AUDIO.IS
Bassakeilur
frá 11.000
Box með 12" bassakeilu og magnari
á tilboði 28.900
Box með 10" bassakeilu og magnari
á tilboði 24.000
audio.is
sími 690 1900
Plexibox með 2x12" Bassakeilum
Tilboð 39,900 ( 49,500)