Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2005, Side 20
20 LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005
Helgarblað DV
snu/'tí/jucuuifia
Meikfrá Helenu Rubenstein
„Ég nota Color clone-meik núm-
er 24 frá Helenu
|Rubenstein en
Iflestar mínar
|snyrtivörur
eru frá því
merki. Ég nota
líka Magic
concealer nr
'02 medium til
faö jafna út meikið.
í>Eg kaupi Helena
Rubenstein-vörurnar í snyrtivöru-
versluninni Myrru á Selfossi
en sú stofa styrkti mig í öll-
um keppnunum. Þjónustan þar
og fagmennskan eru hreint
út sagt frábær.
Sólarpúður sem eykur fersk-
leikann
Ég nota Golden Beauty-sólar-
púður tO að fá roða í kinnarnar og
auka ferskleikann.
Sanseraðir
augnskuggar
Maskarinn
minn er að sjálf-
sögðu frá Helenu líka, heitir
Wild black og er númer
01. Hann nota ég
dagsdaglega en
þegar ég fer á
'djammið mála
ég mig meira
Halldóra Rut Bjarnadóttir varð 13. sæti í Ungfrú fsland í fyrra. Hún erfrá
Hveragerði en er að flytja í borgina með kærastanum sínum. Þessa dag-
ana eru þau að koma sér fyrir, rétt búin að setja rúmið saman og eyða
kvöldunum f að pússa og bora og gera fallegt f kringum sig. Hún segist
alltaf vera með tösku fulla af alls kyns dóti, hafurtaskið sem fylgi henni
hvert sem hún fer. Dagbókin, tyggjóið, sfminn og veskið er það . <
mikilvægasta sem þar er að finna og svo auðvitað allt snyrtidót- '0>\
ið. Halldóra gefur ekki mikið upp um það hvað er á döfinni hjá \ , \
henni en bendir fólki þó á að fylgjast vel með á Popptfvf á næst- , ,
unni. Það verður spennandi að sjá hvað þessi fegurðardís er að bar- *
dúsa en hún gaf sér tfma f að leyfa okkur að kfkja f snyrtibudduna.
Gunnhildur Eyja Oddsdóttir Lund rekur Stúdentakjallarann
ásamt kærastanum sínum, Fabrizio. Þau opnuðu staðinn í
september í fyrra eftir að hafa eytt ágústmánuði í breytingar.
um augun. Þá nota ég tvenns konar
augnskugga. Þeir eru í jarðlitum
með sanseringu, Nightsepia 01 og
Daylight 02. Auk þess nota ég
sanseraðan svartan blýant. Mér
flnnst fallegast að nota náttúrulega
liti en það er líka gaman að prófa
aðra liti.
Ljóst gloss
Ég keypti gloss frá Lancome þeg-
ar ég var á leið frá London til fslands,
það er mjög flott, heitir Mangue og
er númer 32. Annars
nota ég
9 dag- _
lega
•ljóst
gloss sem
heitir Star sun-
stone og er númer 21.
Þegar ég fer út á lífið er ég með
varablýant númer 09 og Star Brown-
gloss númer 16.
Ilmvatnið Beyond
paradise
Ég nota Ilmvatn frá t • ■
Esteé Lauder
heitir Beyond para-
dise. Ég átti aðra
ilmi en var búin að
skoða Beyond
paradise í nokkurn
tíma og lét svo
verða af því að kaup
það í fríhöfninni í Japan.
Gunnhildur Eyja íStúdentakjall-
aranum sem hún hefur nú opnað
að nýju eftir miklar endurbætur.
Studentakjallarinn
vakinn með ítalskri sveiflu
Síðastliðið haust var Stúdenta-
kjallarinn opnaður eftir sumar-
dvala og þá með breyttu sniði og
áherslum. „Við gerðum nú reynd-
ar ekki mikið, máluðum og svona
en breyttum ekki miklu annars.
Við gerðum þetta alveg upp á eig-
in spýtur, fengum enga styrki eða
neitt svoleiðis svo þetta mátti ekki
verða of dýrt enda bæði að koma
úr námi,“ segir Gunnhildur. Stúd-
entakjallarinn verður 30 ára á
þessu ári en fyrstu flmm árin voru
blómatíð staðarins. „Fyrstu fimm
árin gekk mjög vel og það var ekta
stúdentastemning í kringum
staðinn en eftir það fór hann að
dala smám saman án þess þó að
leggja upp laupana," segir Gunn-
hildur sem boðar endurreisn
Stúdentakjallarans eftir gagngerar
endurbætur.
Færa bókhald og elda mat-
inn sjálf
„Þetta hefur gengið vel en
markmið okkar með þessu er að
reyna að endurvekja stemninguna
sem var hér áður. Við sjáum fram
á að reka staðinn í að minnsta
kosti ár í viðbót til að árangur sjá-
ist. Annars erum við alls ekki að
gera þetta til að græða, ef svo væri
stæðum við ekki í þessu," segir
hugsjónakonan Gunnhildur og
bætir því við að þau sjái um allan
rekstur, allt frá því að elda matinn
sem er á boðstólum til þess að sjá
um bókhaldið. Þau eru aðeins
með einn starfsmann þannig að
mestum tíma sínum eyða þau á
staðnum enda er opið alla daga
nema sunnudaga frá 11-01 en til
þrjú eftir miðnætti á föstudögum
og laugardögum.
í námi meðfram rekstrinum
Gunnhildur er með BA-gráðu í
félagsfræði og hóf mastersnám
eftir það. Hún hefur þó tekið sér
smápásu vegna anna í Stúdenta-
kjallaranum en hefur tekið ítölsku
með rekstrinum til að læra móð-
urmál kærastans. Þau bjóða upp á
mat allt frá 11 á morgnana til hálf-
tíu á kvöldin. „Við erum með mat
með ítölsku ívafi, Fabrizio sér að-
allega um að elda hann,“ segir
Gunnhildur sem ber hitann og
þungann af rekstrinum á meðan
kærastinn hennar einbeitir sér að
gómsætri ítalskri matargerðarlist
fyrir viðskiptavini þeirra.
ítalskur matur á vægu verði
„Við leggjum áherslu á að hafa
matinn góðan og ódýran þar sem
stúdentar hafa yfirleitt ekki mik-
inn pening milli handanna. Það
sem helst er í boði er brauð að
ítölskum hætti sem steikt er á
pönnu, salat af ýmsum gerðum og
súpa dagsins. Við höfum líka verið
með tónleika og aðra viðburði og
fengið mjög góð viðbrögð en það
er að sjálfsögðu frítt inn á allar
uppákomur." Þess má líka geta að
þau eru með þráðlaust netsam-
band þannig að öllum er frjálst að
koma með fartölv-
una sína og fá
;ér góðan
kaffibolla eða
eitthvað ljúf-
fengt í gogg-
inn.
Færlr út kvíarnar og flytur til Danmerkur
Ingibjörg Þorvaldsdóttir er
aðeins 28 ára en hefur rekið og átt
tískuverslunina Oasis í fjögur ár.
„Ég var búin að vera íjögur ár í
framhaldsskóla, tvö ár í Versló og
tvö í MK. Ég hafði unnið í tísku-
verslun lengi og var mjög áhuga-
söm um þennan
bransa. Fyrir
^órum árum
bauðst mér síðan þetta frábæra
tækifæri sem ég varð að grípa."
Oasis er staðsett í Kringlunni og
svo er deild innan Debenhams í
Smáralindinni þar sem Ingibjörg
er með sitt starfsfólk og sínar
vörur. Hún er mjög mikið sjálf í
búðinni en er með 14 starfsmenn
bæði í fullu starfi og hlutastarfi.
Athafnakonan
„Það skiptir öllu máli fyrir
reksturinn að vera með gott starfs-
fólk og ég hef
alla tíð verið
heppin með
það. Ég legg mesta áherslu á góða
þjónustu og ferskleika og hef ávallt
gert. Það er nauðsynlegt til að hlut-
irnir gangi eins vel og raun ber
vitni." Maðurinn hennar JónArnar
og sonur hennar Natan sem er
fimm ára eru farnir til Danmerkur
en hún fer þangað í vikunni.
„Við erum að færa út kvíarnar
og ég mun vera með annan fótinn
í Danmörku á næstunni. Strák-
arnir eru farnir út og ég fer tO
þeirra um leið og ég verð búin að
ganga frá öllu hér.“ Hvað Natan
varðar segir Ingibjörg skipta
miklu máli að hennar vinna bitni
ekki á honum. „Ég hef alltaf pass-
að að setja hann í fýrsta sæti,
sama hvað mikið er að gera hjá
mér. Ég er svo heppin að eiga
yndislegan mann og hans hjálp er
ómetanleg. Hann er kokkur en í
Danmörku munum við vinna
saman, hann fær bara að elda fyr-
ir mig þarna úti" segir Ingibjörg
og glottir við tönn.
Framtíðin er björt hjá þessari
glæsfiegu konu og það verður
spennandi að fylgjast með fram-
gangi mála hjá fjölskyldunni í
Danmörku.
Ingibjorg Þorvaldsdóttir Eigandi tískuverslun
annnarOasis ÍKringlunni ætlarsérstóra hluti oq
er a leiðmm til Danmerkur þar sem fjölskyldan
biðurhennar.