Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2005, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2005, Page 26
26 LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 Helgarblað DV íslendingar hafa lengi státaö af því að eiga fallegustu konur í heimi og á hverju ári fylgist þjóöin spennt með valinu á ungfrú íslandi en keppnin hefur verið haldin nær árlega í ára- tugi. DV spjallaði við nokkrar lukkudísir sem hreppt hafa þennan eftirsóknarverða titil á síðustu 25 árum en allar eru þær hamingjusamar Qölskyldukonur í dag. Ældi næstum á sviðið Ungfrú ísland 1998 - Guöbjörg Hermannsdóttir „Þetta byrjaði nú bara sem húmor hjá mér," segir Guðbjörg Her- mannsdóttir sem var krýnd ungfrú Norð- urland áður en hún var kjörin feg- urðardrottning íslands. „Ég hafði verið að gera grín að þessu þeg- ar vinkonur mínar skráðu mig í keppnina norður á Ak- ureyri. Ég hafði alvég rosa- lega gaman af því að taka þátt í þessu og fannst mjög gaman að kynnast svona mörgum skemmtilegum stelpum. Við erum nú samt í litlu sambandi í dag enda búum við hingað og þangað um landið," segir Guðbjörg. Hún átti aíls ekki von á þvf að vinna og brást við því með óvenju- legum hætti. „Við vorum búnar að vera að spá í úrslitin og ég átti ekki von á þessu. Ég fór ekki að gráta en mér var svo rosalega brugðið að það munaði litíu að ég ældi á gólfið," seg- ir Guðbjörg sem bjó á Akureyri þegar hún var valin í keppnina en er ffá Grindavík. „Það var mikil stemning í salnum. Við vorum tvær sem tókum þátt í keppninni frá Grindavík og það var mikið af fólki þaðan í klappUðinu. Fjölskyldan mín var alveg í skýjunum yfir þessu en sjálf vissi ég ekki alveg hvemig ég ætti að bregðast við. Það komu engin tár en þetta var bara mildð sjokk. Ég var nýbúin að kaupa mér bíl en fékk svo annan til afnota í eitt ár. Ég er mjög róleg að eðlisfari og hef ekki verið áberandi eftir keppnina. Hef alltaf litið á mig sem sveitastelpu." Guðbjörg á þó góðar minningar frá árinu sem hún bar krúnuna. „Ég fór og tók þátt í fegurðarsamkeppni f Japan. Það var gaman að kom- ast þangað og kynnast þeirra ólíku menningu. Eftir að ég kom frá Japan var mér boðið að taka þátt í augiýsingaherferð fýrir Guinness- bjórframleiðandann í Bretíandi," segir Guðbjörg sem býr nú í Grindavík þar sem hún rekur mötuneyti í fiskvinnslu föður síns. „Maður hefði kannski getað nýtt sér þetta betur en ég er ánægð þar sem ég er í dag og pæli lítið í þessu. Dóttir mín spáir meira í þetta en ég,“ segir Guðbjörg en hún er nú sátt einstæð móðir í Grindavflc „Ég er heppin með bömin mín tvö, ég á fimm ára stelpu og eins árs strák, þau em líf mitt og yndi. Það er var gaman að taka þátt í fegurðarsam- keppni og ævintýninum sem þvf fylgja gleymir maður aldrei. Þetta var bara æðislegur tími, svona tækifæri kemur bara einu sinni á æv- inni og ég hvet stelpur til að taka þátt ef það býðst." Rekur rafverktakafyrir- tæki og á þrjú börn Bfii .T&í Ungfrú fsland 1989 - Hugrún Linda Guömundsdóttir „Mér famist þetta bara fínt á þeim tíma," segir Hugrún Linda sem nú hefur verið gift í 14 ár og á 3 böm. Hún rekur rafverktakafyrirtælá ásamt manni sín- um og hafði lítin áhuga á að fylgja eftir gylliboðum sem oft bjóðast fegurðar- drottningum. „Ég held að þetta hafa engu breytt fyrir mig. Maður var ungur og hafði gaman af þessu. Mér var í kjölfar- ið boðið til HongKong og Tævan til þess að taka þátt í keppnum þar. Svo fór ég til Finn- lands og tók þátt í ungfrú Skandnavíu þar sem ég lenti í öðm sæti," segir Hugrún linda sem var tæplega tvítug þegar stúlka gekk að henni í bíó og bauð henni að taka þátt f Ungfrú ísland-keppninni. Hún segist lítið hugsa um þessa tíma í dag þó minning- amar séu margar og góðar. „Það er ennþá fólk sem þekkir mann úti á götu þó það sé orðið langt síðan þetta var. Ég á ömgglega borðann einhvers staðar í geymslu héma heima. Þetta er að vissu leyti holl reynsla að hafa tekið þátt í svona keppni. Ég sé alls ekkert eftir því að hafa tekið þátt í þessu. Þó svo að ég sé lítið fyrir athygli almennt þá held ég að ég hafi lært margt gott af þessu. Ég fékk einhver tilboð um fyrirsætustörf á þessum tíma, hafði lítinn áhuga á því og er bara sátt með minni fjölskyldu í dag," seg- ir Hugrún linda en hún tók við titlinum úr höndum Lindu Pétursdóttur sem hafði unnið keppnina Ungfrú Heimur í kjölfarið á því að vera valin ungfrú ísland. „Það var nú ekkert erfitt að taka við af henni. Hún var svoh't- ið númer eitt ennþá og mér fannst það bara í góðu lagi," segir Hugrún Linda. Glamúrinn að baki og fjölskyldan tekin við Ungfrú fsland 1994 - Margrét Skulad. Sigurz „Ég hafði ofsalega gaman af þessu á sínum tíma og sé alls ekki eftir því að hafa verið með. Ég varð mun ömggari með mig og ég þroskaðist mikið," segir Margrét Skúladóttir Sigurz sem var kjör- in ungfrú ísland á Hótel íslandi vorið 1994. Margrét var tuttugu og eins árs og hafði verið kjörin ungfrú Reykjavflc skömmu áður. Hún segist því alveg eins hafa getað búist við að vinna titilinn, rétt eins og aðrar. „Það kom samt á óvart þegar að því kom en ég man alltaf tilfinninguna sem kom yfir mig," segir Margrét og neitar að hún hafi grátið þegar hún d. Allan veturinn höfðu stúlkumar verið mfldð saman og voru í ströngu prógrammi fyrir úrshtakvöldið. Margrét minnist þess að keppnin hafi verið mjög vel kynnt og fjölmiðlar verið á eftir þeim hvert sem þær fóru. Því hafi skapast mildl eftirvænting fyrir keppnina enda var fullt hús á Hótel íslandi úrslitakvöldið og keppninni var sjónvarpað beint. Margrét tók síðan þátt í tveimur keppnum erlendis og meðal annars í Namibíu. Það var mtídð æv- intýri að ferðast þangað. Margrét var í Fóstruskólanum á þessum tíma og er nú leikskólakenn- ari í leikskólanum Hjalla í Hafnarfirði. „Ég var trúlofuð manninum mín- um og við giftum okkur fyrir fimm árum. Hann átti fýrir dreng og síðan höfum við eignast tvö börn sem eru nú þriggja og sjö ára. Allur glamúr er að baki og nú eru það bara fjölskyldan, heimilið og vinnan. í ellinni get ég yljað mér við minningarnar og sýnt barnabörnunum mínum myndir og sagt: „Svona var amma þegar hún var ung“," segir Margrét sem hvetur stelp- ur eldd til að vera feimnar við að taka þátt í svona keppni, hennar reynsla sé ekkert nema góð af Jceppni sem þessari. fMifáhíy ■ UiH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.