Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2005, Síða 34
34 LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005
Helgarblað DV
Bush
vekur hroll
Morgunblaðið lýsti svo ræðu þeirri sem George W. Bush hélt
þegar hann sór embættiseið í annað sinn að hann vildi „láta
hendur standa fram úr ermum með enn metnaðarfyllri og meir
ögrandi stefnu“ en hann boðaði fyrir fjórum árum. öðrum þyk-
ir „metnaður" Bush heldur hroilvekjandi - bæði erlendis, þar
sem tal forsetans um að hann vilji breiða út yfir allt sinn skilning
á freisi þykir gera heim allan ófriðvænlegri, og heima fyrir, þar
sem stefnumál hans ganga gegn pólitískri samstöðu um það
velferðarkerfi sem enn hjarir í Bandaríkjunum allt frá dögum
Roosevelts og harðsnúnir hægrimenn telja ígildi einskonar sósí-
alisma.
Breska útvarpið BBS hefur
spurt menn í 21 landi að því,
hvaða áhrif þeir telji að endurkjör
Bush til forseta muni hafa á friðar-
horfur í heiminum. Niðurstaðan
er sú að meira en 60% telja að á
seinna kjörtímabili hans verði
heimurinn enn hættulegri og
ófriðlegri en fyrr. Mikil vantrú á
áform Bush ríkja t.d. meðal gam-
alla bandamanna Bandaríkjanna í
Evrópu. Ekki nóg með að meira en
70% Frakka og Þjóðverja telji Bush
háskalegan friði en aðeins 14%
nytsamlegan - 64% Breta er líka
um og ó og ekki nema 27% þeirra
hafa trú á Bandaríkjaforseta til
góðra hluta á alþjóðavettvangi.
Mönnum þykir það ills viti að
hann hefur hátt um að frelsa
heiminn undan harð-
stjórum. Það boði
bæði fleiri styrjald-
ir og auk þess sið-
ferðilega ringul-
reið sem rís af því,
Árni Bergmann
veltir fyrir sér framtlðar-
stefnu George W. Bush.
Heimsmálapistill
að Bush og hans menn munu
vissulega taka sér sjálfdæmi um
það hvaða „harðstjórar" standa í
vegi fyrir hagsmunum þeirra og
beri því að steypa - með hervaldi
ef ekki vill betur - og hvaða valds-
herrar teljast aftur á móti nytsam-
legir sem „okkar tíkarsynir" og
megi því sitja áfram í friði.
Nú síðast óttast margir að Bush
stefni að stríði við íran. Hvíta hús-
ið reynir að vísu að slá á þann ugg
og segir, að eitt sé að tala hátt um •
frelsið við hátíðleg tækifæri og
annað að ráðast í raun og veru í ný
stríð. En svo mikið er víst að breska
stjórnin, tryggust bandamanna
Bush, hefur áhyggjur af vopna-
skaki vina sinna í Washington og
segir sig með nokkrum hávaða
fyrirfram frá vopnaðri íhlutun um
mál írans.
Ekki orð um írak
í Bandaríkjunum sjálfum þótti
mörgum hneykslanlegt, að í há-
tíðarræðu sinni minntist Bush
ekki einu orði á Íraksstríðið - sem
þó er það mál sem heitast brennur
á löndum hans eftir að um 1400
bandarískir hermenn eru fallnir
þar og 10 þúsund særðir. Aftur á
móti talaði hann tuttugu og sjö
sinnum um frelsið. Ekki nema von
GITARINN EHF.
*
*
*
*
*
m
m
m
m
m
m
m
m
m
í
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
1
www.gitarinn.is STÓRHÖFÐA 27 -SÍMI: 552 2125 gítarinn#gitarinn.ís
Trommusett með öllu,
ásamt kennslu-
myndbandi og
æfingaplöttum á
allt settið.
Rétt verð
73.900. -
Tilboðsverð
54.900. -
ÞIÓÐLAGACÍTAR: KR. 14.900.-
W POKA. ÓL SmtlFtAUTU OG NÖGL
ÞJÓÐLAGAGÍTAR: KR. 17.900.-
W P|.CK-W.(HÆCT Afl TENCJA 1 MACNARA)
M/ÖLLU AÐ OFAN.
KLA5SÍ5KUR GÍTAR
FRÁ
KR. 9.900.-
Januarútsalan
í fullum gangi
RAFMAGNSSETT: KR. 27.900.-
(RAFMAGNSGÍTAR - MAGNARI - POKI - KENNSLUBÓK -
STILIIFLAUTA - GÍTARNEGLUR OG 2 SNÚRURiH!)
t
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
George W. Bush Fagnar með frúnni embættiseiðnum sem hann sór Iannað sinn.
að dálkahöfundar þar vestra tali
margir hverjir með grimmu háði
um það, að Bush og hans menn
séu gjörsamlega veruleikafirrtir og
vilji hvorki sjá og heyra þær hörm-
ungar sem ganga yfir íraka né
heldur sína eigin menn, banda-
ríska herliðið þar. Bandarískir
öldruðum og ýmsum þeim
þegnum sem amríski draumurinn
sneiðir hjá lífið bærilegra.
Nú er byrjuð mikil herferð, segir
Blumenthal, sem á að sannfæra
Bandaríkjamenn um að hið félags-
lega öryggiskerfi sé gjaldþrota og
dauðadæmt og verði að stokka það
/Bandankjunum sjálfum þótti mörgum hneykslan-
iegt, aö í hátíðaræðu sinni minntist Bush ekki einu
orði á Íraksstríðið - sem þó er það mál sem heitast
brennur á löndum hans eftir að um 1400 banda-
rískir hermenn eru fallnir þar og 10 þúsund særðir.
ráðamenn telji sér trú um að frels-
ið og lýðræðið sé á einhvers konar
sigurgöngu í því hrjáða landi þar
sem hundrað þúsund manns hafa
týnt lífi, borgir eins og Fallujah eru
lagðar í rúst til þess að frelsa þær
og væntanlegar kosningar verða í
skötulíki, enda áræði margir
frambjóðenda ekki einu sinni að
láta nafns síns getið.
Ófriður heima fyrir
Sumir greinahöfundar hafa og
lagt áherslu á að stjórn Bush hygg-
ist ekki aðeins breyta stjórnarfari í
öðrum löndum heldur og heima
fyrir. Einn slíkur, Sidney Blumen-
thal, staðhæfir að nú eigi að gera
að veruleika gamlan draum her-
skárra hægrimanna um að losna
við þann „sósíalisma" sem Roose-
velt forseti lagði grundvöll að á sín-
um tíma og felur í sér þjóðarsátt
um velferðarkerfi. Það kerfi mun
flestum Evrópumönnum þykja
meingallað og víst hafa forsetar
repúblikana nartað í það á undan-
förnum kjörtímabilum, en það
hefur samt verið við lýði og gert
upp. Reyndar er haft eftir ýmsum
sem til þekkja, að þetta sé alrangt:
það kerfi sem nú er við lýði gæti
staðið að öllu óbreyttu undir
núgildandi útgjaldaramma allt til
ársins 2042 og þyrfti þá ekki mikilla
lagfæringa við til að geta haldið
áfram. En hvað um það: áróðurinn
er hafinn og stjórnar honum sjálf-
ur Karl Rove, harðsnúnasti áróð-
ursmeistari Bushmanna. Og mark-
miðið er ekki smátt: það á að leggja
félagslegt öryggiskerfi niður í
núverandi mynd og með því á að
„stuðla að því að breyta pólitísku
og heimspekilegu landslagi í þessu
landi“ eins og haft er eftir einum af
ráðgjöfum Bush, Peter Wehner.
Skortur og ótti
Því miður gefa þær greinar, sem
hér er stuðst við, ekki nógu skýra
mynd af því hvernig Bush og hans
menn hyggjast fara að. Megin-
hugsunin mun sú, að beina eigi því
fé sem farið hefur til þess að
tryggja lágmarksafkomu aldraðra
og annarra sem höllum fæti standa
inn á einkareikninga á hlutabréfa-
markaði. Ætlunin viðist, að venja
hvern og einn á að bjarga sér sjálf-
ur með hlutabréfaviðskiptum -
enda standi það til síðar meir að
skera mjög niður heildarútgjöld
hins opinbera til þessara félags-
legu þarfa.
Við þetta hafa menn margt að
athuga, bæði demókratar eins og
fyrrnefndur Blumenthal, og sumir
raunsæir menn í flokki Bush sjálfs.
Þeir taka það fram, að kerfisbreyt-
ingarnar yrðu mjög dýrar og
myndu á næstunni enn magna að
miklum mun þann fjárlagahalla
sem Bushstjórnin hefur steypt sér í
af fágætu ábyrgðarleysi - m.a. með
því að létta sköttum af ríkasta fólki
landsins. í annan stað sé það afar
vafasamt, að gera afkomuöryggi
aldraðra háð því hvort gott ástand
er á hlutabréfamarkaði eða hvort
þar eru stórar bólur að springa eins
og hvað eftir annað hefur gerst.
Öfugmælastefna
Sjálfur segist Bush vera að
byggja upp þjóðfélag sem verði
sífellt „réttlátara og frjálsara und-
an skorti og ótta". Þetta þykir eins
og margt annað hjá Bush mjög í
ætt við öfugmæli eins og „Stríð er
friður" í frægri skáldsögu Orwells,
1984. Bush hefur áður kallað til-
slakanir sínar við stórfyrirtæki
sem valda mikilli mengun því
snotra nafni „Heiður himinn".
Hann kallaði stefnu sína á liðnu
kjörtímabili „Samlíðunarkapítal-
isma" - sem kom fram í eindreg-
inni samstöðu hans við hina ríku
og voldugu. Hann kallar nýmæli
sín nú „Eignaþjóðfélag” - og þá er
raunsætt að búast við því, að þeim
sem mikið eiga muni enn gefast en
frá þeim sem þurfandi eru verði
flest tekið.