Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2005, Side 44
44 LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005
Helgarblað DfV
<e-
■m
Wl-'ií'
Listakonan Regína
Loftsdóttir bjó á
Ítalíu í fimm ár og
lærði þar að elda
flest af því sem
hún eldar í dag.
Hún segist þó ekki
eyða miklum tíma
í að elda en þegar
hún gerir það not-
ar hún kunnáttuna
sem hún öðlaðist
þegar hún bjó á
Ítalíu. Regína sem
undirbýr nú opnun
málverkasýningar
hjá Sævari Karli í
vor gaf sér tíma
frá trönunum til
þess að elda ekta
suðrænan mat að
hætti Napólíbúa.
ítalskt
f
a
íslensku heimili
Regína og heimasætan
Ásamt litlu fallegu dóttur
sinni Marfu Carmelu, íeid-
húsinu en þar svffur /talskur
andiyfirvötnum.
CIMtP
Regína er gift Salvatore Torrini en
hann er einn þriggja eigenda veit-
'nngastaðsins ítah'u þannig að eðli-
lega er ítalskt yfirbragð á heimili
þeirra hjóna sem og á eldamennsk-
unni. Regína á tvö böm, strák og
stelpu, Luca sem er 14 ára og Maríu
Carmelu sem er 5 ára. Þessa dagana
stendur hún í ströngu við að undir-
búa myndlistarsýningu sem verður
hjá Sævari Karli í vor og fer mestallur
hennar tími í að mála.
Lærði að elda í Napolí
Þegar Regína bjó á Ítalíu bjó hún
í Napoh' en þar er afar sterk hefð í
r sambandi við allt sem tengdist mat.
'„Allt sem ég kann í eldamennsku
lærði ég í rauninni á Ítalíu. Þar er
ekki mikið verið að skiptast á upp-
skriftum heldur er lögð áhersla á að
maður fylgist með og læri þannig.
Maturinn er rosalega fjölbreyttur og
það er endalaust hægt að læra eitt-
hvað nýtt."
Maturinn undirbúinn í marga
daga
Regína upplifði mjög sterka siði
og hefðir þegar hún bjó á Ítalíu. „Við
fyrrverandi maðurinn minn fómm á
,hverjum sunnudegi til tengda-
mömmu þar sem stórfjölskyldan
hittist og borðaði saman. Þá var ekk-
ert verið að tala um tveggja klukku-
tíma matarboð eins og Islendingar
eru vanir heldur vomm
við að frá 2 um daginn
og stundum langt fram á
kvöld. Þá stóð fyrrver-
andi tengdamóðir mín á
haus allan tímann og var
kannski búin að undir-
búa matinn í marga
daga. Þetta þykir alveg
sjálfsagt og allar ítalskar
konur, allavega á þessu
svæði máttu búast við að
þurfa að gera þetta þegar
þær eignuðust heimili og
börn“. Regína segir það
hafa verið gaman að upp-
lifa þessa menningu sem er svo ólík
því sem gengur og gerist á litla land-
inu okkar en til lengri tíma hafi hana
ekki langað að búa við þessa ströngu
arfleifð.
Þessi sósa er þekkt sem Ragú en
ítalir em mjög sérvitrir þegar kemur
að því að búa hana til. Til em margar
útgáfur af henni og er fólk ekki alltaf
sammála um það hvaða uppskrift er
best og „réttust". Þessi uppskrift
kemur ffá fyrrverandi tengda-
mömmu Regínu sem heitir Giovana
og nefnist sósan því eftir henni.
RAGÚ - GIOVANA
• 2-3 flöskur tómatþykkni ( flösku (frá
Cirio, sést á mynd, verður að vera þessi
tegund)
• 1 dós tómat puré
• 1-2 gulrætur,skornar niður
• hálf selleristöng, skorin (tvo bita
• 3 hvítlauksrif
• nautakjöt 3-400 grömm,t.d.
• lundir eða roastbeef
• basilico
• Rauðvín
• oreganó
• salt - pipar
• olía (gula Filippo-Berio)
Setjið slatta af olíu í háan pott,
a.m.k. 2 cm. Steikið kjötbitana. Látið
hyítlaukinn, sellerí og gulræturnar í
pottinn ásamt rúmlega hálffi dós af
tómat puré, hrærið í á meðan. Að
lokum er tómatþykknið, rauðvínið
og kryddið sett í. Passa að hræra vel.
Þetta þarf að maila í að minnsta
kosti 3 tíma. Til að
sósan verði sem allra
best má hún malla í
allt að 6 tíma. Annað
slagið verður að láta
vatn í sósuna og
hræra. Gott er að gera
slatta í einu og geyma
í boxum inni í frysti.
Sósan er mjög góð
t.d. með pasta. Hægt
er að töfra ffam dýr-
indis máltíð með því
að sjóða pasta og
eiga tilbúna sósu í
frystinum.
MELENZANE ALLA PARMIGIANA
• 6 stk.eggaldin
• grænmetisoKa til steikingar
• salt - pipar
• Mozzarella (ítalskur,fæst (
Nóatúni og Hagkaupum)
parmigiano (ítalskur ostur
sem fæst einnig í Nóatúni
og Hagkaupum)
Eggaldin skorin langsum í ca 1/2
cm sneiðar, ekki þykkari. Það er sett
í saltvatnsbað í eldhúsvaskinum í 20 •
mín. Þrýstið vatninu lauslega úr
eggaldininu. Steikið sneiðarnar í olí-
unni beggja megin og leggið á eld-
húspappír á eftir. Saltið á meðan þið
steikið. Takið til eldfast mót. Neðst
kemur sósan, þá er hún þakin með
eggaldin. Þetta er gert svipað og með
lasagna. Mozzarella skorið niður og
stungið inn á milli. Gerið 3-4 lög en
efst kemur sósa, þá mozzarella og að
lokum parmigiano-osturinn og gróf-
mulinn pipar. Bakað við 200°
þangað til osturinn er vel bræddur.
Þessar kjötbollur eru einfaldar og
góðar og segir Regína þær geymast
vel, jafnvel vera betri 2-3 daga
gamlar en glænýjar.
POLPETTE - KJÖTBOLLUR
• 350 g nautahakk
brauð ca.til helminga við hakkið
(ciabatta frá Kopenhagen kondidori
eða Semolino frá Jóa Fel)
• 1 egg
• parmigiano
• 2 hvítlauksrif, smátt skorin, ekki
pressuð
• salt - pipar - steinselja
Brauðið látið í skál fulla af vatni í
smástund. Allt annað látið saman í
skál. Vatnið er þá kreist úr brauðinu
og því bætt við kjötgumsið. Notið
hendurnar til að blanda saman og
mótið síðan í bollur. Steikið upp úr
grænmetisoh'u. Berið ffam með
eggaldininu. Góðar með kjötsós-
unni og pasta eða einar sér. Brauðið
frá Kopenhagen conditori eða Jóa
Fel er líka alveg nauðsynlegt með
þessum rétti. krb@dv.is
Nýr síðbitastaður
Angelo við Laugaveg er sízt Mið-
jarðarhafsættar. Matseðillinn líkist
mest bandarískum skyndibita-
stað, en framreiðslan er svo hæg,
að nærtækara er að kalla hann
síðbitastað. Þarna eru boðnir
hamborgarar; jöklasalöt Cesar,
Cajun og Cob; Tex-Mex Nachos
og Buffalo Wings, allt gamal-
kunnug fyrirbæri ffá skyndibita-
stöðum.
Við þetta bættist einn wok-
pönnuréttur, sem kalla mætti hálf-
kínverskan og einn pilaf-hrísgrjóna-
réttur, sem kalla mætti hálfind-
verskan. Miðjarðarhafið kemur við
sögu í spánskri pælu. Hvítlauks-
brauðið er kallað Bruschetta en
Italíu sá ég að öðru leyti hvergi
bregða fyrir á matseðli, ekki einu
sinni í salötum eða pöstum.
Angelo fær stjörnu fyrir um-
hverfið. Þetta er þrauthannaður
staður og smart, langur og mjór,
með bar í miðjunni. Grunsamlegt
var að sjá sjónvarpsskjá, en hann var
ekki í gangi. Rauðir veggir kallast á
við rauða stóla bakháa. Heill viður er
í gólfi og marmarasalli í borðum, þar
sem eru kertaljós og hnífapör vafin í
pappírsþurrkur.
Loftræstingin virtist vera væg, því
að mikil tóbakslykt var á staðnum,
einkum úr afskekktu sófahorni
innst, þar sem stöðugt rennirí af
fólki var að hitta mann, sem virtist
vera bossinn á staðnum. Hjón, sem
komu inn meðan við sátum þar,
kvörtuðu yfir lyktinni og hrökkluð-
ust út.
Buffalokjúklingavængir voru
frambærilegir, greinilega steiktir
Angelo
Veitingarýni
upp úr nýrri feiti, bomir fram með
tveimur sósum í glerbollum, annarri
sterkri og hinni mildri, svo og með
htt merkilegu hrásalati, aðallega
jöklasalati.
Kjúklinganachos vom stökkar
tortilluflögur, sem vom svo mikið
ostbakaðar, að rétturinn hékk allur
saman á ostinum eins og klessa, þar
sem rauð salsa, græn lárpera og ljós-
ir kjúklingabitar hékk allt saman á
einum gaffli, ekki lystug framsetn-
ing.
Pæla með dósafiskibollum, sem
var rauðhúðaður eins og surimi, vtu:
ekki beinhnis vond, en getur engan
veginn tahst merkilegur aðalréttur.
Pælan sjálf hefði ekki fengið háa ein-
kunn á Spáni.
Heldur betri var wok-pönnu-
réttur dagsins með frambærilegum
laxi og skötuseli og miklu af íslenzkri
þjóðlegri sveppasósu, en var skadd-
aður af of mikið salti, sem yfirgnæfði
annað bragð réttarins.
Ég álpaðist hér inn, þótt ég sé
óvanur að meta bitastaði. Hafði
lesið, að staðurinn vísaði til Mið-
jarðarhafs og ítahu, þaðan sem nafii
hans er komið. En Angelo bar alls
engin merki slíks. Verðið er hins
vegar lágt, aðalréttir 1630 krónur að
meðaltali.
Jónas Krístjánsson