Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2005, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2005, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 10. MARS 2005 Fréttir DV Fá nýtt leyfi og viðvörun Hringrás ehf. fær endur- nýjað starfsleyfi frá um- hverfisráði Reykjavíkur. Stórbruni varð hjá fyrirtæk- inu í nóvember. Lögð er rík áhersla á að um- hverfissvið borgar- innar framfylgi ákvæðum starfsleyf- isskilyrða af fullri festu og nákvæmni og geri Hringrás ljóst að starfsemin verði stöðvuð sé ekki í einu og öllu staðið við tímafresti um framkvæmd- ir. „Þannig komi til stövð- unar starfsemi án frekari fyrirvara ef starfsleyfishafi lýkur ekki framkvæmdum við lokun yfirborðs lóðar og hólfun athafnasvæðis á til- settum tíma." Anna Margrét Björnsson, ritstjóri Iceland Review, segir samskipti sin við upplýsinga- fulltrúa lögreglunnar fáránleg. Vinur ítalans Luigi, sem ber sama nafn og arkitekta- stúdentinn, segir drenginn hafa verið tekinn fastan á skemmtistaðnum Sirkus á föstu- dagskvöldið. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður er hneykslaður á málinu. 0 Saklaus ítali handtekinn á Sirkns um miijn nútt venna hryijuverkaógnar Biðlaðtil Samherja „Fyrirtækið hefur í langan tíma notið ávinnings af því að nýta aðstæður, fram- leiðslutæki, kvóta og mannauð á Stöðvarfirði," segja fuiltrúar í sveitarstjóm Austurbyggðar sem harma að í þaðstefrii að Samheiji stöðvi fiskvinnslu sína á Stöðvar- firði. „íbúar á Stöðvarfirði hafa lagt sig fram um að skapa fyrirtækinu gott starfs- umhverfi og vinnuafl í þeirri trú að samfélagið mætti njóta ávinnings af starfsemi Sam- herja til lengri tfrna," segir sveitarstjómin og biður Sam- heija að taka þátt í að draga úr neikvæðum áhrifum af rekstrarstöðvuninni. Ríkisstyrkir í listalífl? Kjartan Halldórsson verslunarmaður „Ég sé enga ástæðu til að vera aö styrkja þetta, ekki nokkra," segir Kjartan Halldórsson I versluninni Sægreifanum á Geirsgötu.„Menn sem eru í þessum listum eiga bara að meika þetta sjálfir. Við eigum ekki að þurfa að sjá fyrir þeim. Það er bara þannig.“ Hann segir / Hún segir „Já, ríkið á að styrkja lista- og menningarlíf, “ segir Elisabet Reynisdóttir fagurfræðingur. „Listirog menningin geta ekki dafnað efaðeins er treyst á einkafjármagnið. Listin og menningin eru hluti afsam- eiginlegum verðmætum þjóð- arinnar." Elísabet Reynisdóttir fagurfræðingur ítalski arkitektaneminn sem grunaður var um að skipuleggja hryðjuverkaárás á alþingishúsið var handtekinn á skemmti- staðnum Sirkus. Málið er allt hið vandræðalegasta fyrir lögregl- una, sem vildi ekkert segja önnu Margréti Björnsdóttur, ritstjóra Iceland Review. Anna þekkir til vinafólks mannsins sem um ræðir og vildi hún greina frá óförum hans á fréttavefnum sem hún ritstýrir en lögreglan sagðist ekki skilja hvers vegna. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður segir manninn hafa verið handtekinn vegna hörundslitar síns. „Ég hef ekki átt fáránlegra samtal segir Anna en við þennan upplýsingafulltrúa," segir Anna Margrét Björnsso,n rit- stjóri Iceland Review. Hún vildi spyrja upplýsingafulltrúa lögregl- unnar í Reykjavík út f það hvers vegna lögreglan hefði handtekið ítalskan arkitektanema sem var að taka myndir af Alþingishúsinu og stungið honum í fangaklefa. Löggan skilur ekki áhuga blaðamanna „„Heyrðu vinan," sagði hann við mig líklega sjöhundmð sinnum, og áttaði sig engan veginn á því að Iceland Review héldi úti fréttavef þar sem sagðar em íslenskar fréttir á ensku. Síðan sagði hann að ég gæti talað við einhvern yfirlögregluþjón," Alþingishúsið Hérvar Italinn að teikna og taka myndir þegar lögreglan handtók hann. Margrét, sem fékk ekki svör við spurning- um sínum. Lögreglumað- urinn sagðist alls ekki skilja hvernig Iceland Review gæti haft áhuga á lögreglumál- um. í hóp með Ástþóri Anna Margrét þekkir til vinafólks ítalska arkitektsanemans, sem er lfk- lega fyrsti maðurinn á eftir Ástþóri Magnússyni sem er handtekinn og stungið í fangaklefa hér á landi vegna gmns um hryðjuverk. Hann er nú kominn til Ítalíu en íslands- ferðin var eyðilögð þegar lögreglan hélt honum í fangaidefa frá föstu- degi fram á laugardag af því að hann hafði verið að taka myndir og teikna myndir af Alþingishúsinu. Handtekinn á Sirkus „Hann ætlaði að vera hér lengur og fara í Bláa lónið og svona en hann var svo hræddur eftir þessa lífs- reynslu að hann fór beint heirn," sagði vinur ítalans Luigi, sem einnig Ragnar Aðal- steinsson „Þaöer bara eitt orð að segja um þettamál og það erorðiðru gl.“ Anna Margrét Björns- son Fékk engin svör frá lögreglunni um meðferð- ina á Italanum. heitir Luigi og býr á íslandi. „Lög- reglan hefur verið að fylgjast með honum því þegar Luigi var að skemmta sér á Sirkus á föstudags- kvöldið komu þeir og handtóku hann allt í einu," sagði Luigi, vinur- inn sem býr hér á landi. Handtekinn vegna litarháttar ítalanum var sleppt þegar lög- reglunni tókst ekki að finna neinar vísbendingar um að hann hefði í hyggju að fremja hryðjuverk á ís- landi. Ragnar Aðalsteinsson hæsta- réttarlögmaður er ekki sáttur við framgang yfirvalda í málinu. „Mað- urinn hefur verið dökkur á skinn og hömnd og þess vegna hefur hann verið handtekinn. Það er bara eitt orð um þetta mál og það orð er rugl," segir Ragnar Aðalsteinsson. kgb@dv.is/tj@dv.is Síbrotamaður dæmdur í héraðsdómi Refsing milduð vegna ungs aldurs Margvíslegt þýfi / innbroti á Seltjarnar- nesi stal Andri við ann- an mann m.a. DVD-spil- ara, skotvopnum og reiðufé. Myndin er ekki af þýfinu. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Andra Ragnarsson, 21 árs Reykvíking, í sex mánaða fang- elsi fyrir innbrot, bílstuld og ýmis önnur lagabrot. Þar af em þrír mán- uðir skilorðsbundnir og falla þeir niður ef Andri heldur skilorð í þrjú ár. Andri braust meðal annars inn í íbúðarhús á Seltjarnarnesi við ann- an mann í október 2003. í dómsskjalinu kemur fram að þeir hafi spennt upp glugga á íbúð- inni og m.a. stolið skotvopnum, myndbandstæki, 2 rakvélum, sverði, gervihnattamóttakara og reiðufé ásamt mörgu öðm, samtals að verð- mæti um 1.700.000 krónur. Andri neitaði sök í málinu, sagðist einung- is hafa beðið fyrir utan og aðstoðað við að bera muni frá hús- hans þótti sönnuð. Andri var m.a. einnig fundinn sekur fyrir þjófnað á naglabyssu í Byko, hcifa þýfi undir höndum og aka undir áhrifum lyfja. Andri rauf skilorð með innbrotinu á Seltjarnamesi. Þrátt fyrir að refsi- þyngingar hafi komið til var við ákvörðun refsingar horft til ungs ald- urs Andra og þess að hann hafi reynt að bæta líf sitt með því að fara í vímu- efnameðferð. Fangelsisvistar var Andri sviptur ökuréttindum í sex mánuði, auk þess að greiða allan sak- arkostnað. UMFÍvill endurgreitt Ungmennafélag íslands á rétt á því að dómstólar taki fyrir kröfu fé- íagsins á hendur sýslumanninum á ísafirði um endurgreiðslu á 500 þús- und króna löggæslukostnaði. Ung- mennafélagið hélt hátíðina dagana 1. til 3. ágúst árið 2003. Sýslumaður taldi hana leyfisskylda. Félagið greiddi uppsettan löggæslukostnað en áskildi sér rétt til endurkröfu þar sem það teldi sig ekki eiga að borga. Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði síðan málinu frá en Hæstiréttur hef- ur nú lagt fyrir héraðsdóm að taka afstöðu til endurgreiðslukröfunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.