Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2005, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 10. MARS 2005
Sport DV
Það var tvennt ólíkt að fylgjast með Jose Mourinho, stjdra
- Chelsea, eftir að Lundúnaliðið hafði slegið Barcelona út í sextán
liða úrslitum Meistaradeildarinnar á þriðjudag og þegar hann
vann Meistaradeildina með Porto fyrir ári síðan. Hann virkaði
frekar fúll eftir sigur Porto en hann gjörsamlega sleppti sér af
gleði á þriðjudag. Hann játaði síðan sjálfur eftir leikinn að þessi
sigur hefði verið einstaklega ljúfur.
„Ég er svo glaður því við slógum
út liðið sem á að heita besta lið í
heimi. Ég fagnaði ekki einu sinni
svona mikið þegar ég vann
Meistaradeildina í fynra. Þessi leikur
var bara ótrúlegur og breyttist á
fimm
mínútna
fresti.
Úrsbt
Smáranum fagnað Mateja
Kezman og Damien Duff
fagna hér marki Eiðs Smára
gegn Barceiona á þriðjudag.
viðureignarinnar hefðu klárlega
getað breyst á síðustu sekúndunni,"
sagði Mourinho vígreifur.
Lygilegur leikur
„Það gafst vart tími til að anda og
njóta leiksins en þetta var ótrúlegt
kvöld og lygilegur leikur. Við
skoruðum fjögur mörk en
hefðum átt að skora sex
eða sjö. Þeir hefðu sjálfir
átt að skora fjögur eða
fimm mörk. Munurinn
á liðunum sást samt í
lokin. Það lið sem
sigrar eftir 180
mínútur er betra."
Mikill hiti og
andúð mynd-
aðist á milli
félaganna
síðustU vikur
og skotin
gengu á vM.
Mourinho
sagðist ekkert hafa á
móti Barca.
„Þetta er alis ekkert persónuiegt
og ég vona að þeir vinni spænsku
deildina. En mér er greitt fyrir að
sigra og standa mig hjá Chelsea. Ég
tek samt töp mjög persónulega,"
sagði Portúgalinn að lokum.
Sérstaklega sárt tap
Frank Rijkaard, þjáifari
Barcelona, hefur eflaust aldrei verið
eins svekktur á ævinni og eftir
þennan leik. Hann taldi sitt lið vera
betra og hans menn höfðu gert lítið
úr sóknarleik Chelsea síðustu daga.
Því var svarað með þrem mörkum á
nítján mínútum og fjórum mörkum
alls.
„Mér finnst alltaf sárt að tapa en
þetta tap er sérstaklega sárt út af
öllum lygunum sem þeir sögðu fyrir
leikinn," sagði Rijkaard fúll í bragði.
Það sauð upp úr eftir ieikinn og
Rijkaard, Ronaldinho og Samuel
Eto'o sáust í handalögmálum við
öryggisverði eftir leikinn.
Þú ert apaskítur
Ástæðan er sú, að sögn
Barcelona, að njósnari Chelsea,
Andre Villas, hljóp að Rijkaard eftir
leikinn og gaf honum fingurkossa.
Eto'o sagði síðan að öryggisverðir
Chelsea hefðu kallað hann apa.
„Einhver gaur kom að bekknum
og byrjaði að niðurlægja okkur,“
sagði Rijkaard um atvikið en Eto'o
var ekki eins mjúkur í
yfirlýsingunum.
„Gaur af Chelsea-
bekknum kallaði mig
apaskít. Aðrir kölluðu
að ég væri api. Þið
ættuð svo að sjá
framan í þjálfarann
þeirra. Svona hugsar
fólkið hjá þessu félagi.
Það er brandari ef
Chelsea vinnur
Meistaradeildina, “
sagði Eto'o.
Það var mikill hiti í
mannskapnum og vitni
sögðust hafa heyrt
Ronaldinho öskra yfir
mannskapinn: „Þið eruð öll
kynþáttahatarar. “
Roman grýttur
Það voru samt ekki bara
stuðningsmenn Chelsea sem
urðu sér til skammar því
stuðningsmenn spænska liðsins
grýttu Jose Mourinho og Roman
Abramovich, eiganda Chelsea,
með flöskum og öðru lauslegu.
Þótt þessari rosalegu viðureign sé
lokið er alveg ljóst að eftirmál verði
af leikjunum enda munu bæði lið
væntanlega leggja ffam kærur ef
IJEFA tekur ekki á málunum. En
þegar upp verður staðið munu
menn aðeins muna eitt: Chelsea
sigraði og komst áfram.
henry@dv.is
1 -0 fyrir Chelsea Fyrirliði Islenska landsliðsins, Eiöur Smári Guöjohnsen, kom Chelsea á bragðið Istórleiknum gegn Barcelona á þriðjudag. Markið var einkar laglegt en Eiður fékk fallega sendingu frá Mateja Kezman inn í teiginn þar sem hann
sneri afsér miðjumann Barca, Gerard, og lagði svo boltann laglega I netiö framhjá Victor Valdez, markverði Barcelona. Reuters
Einstefna í leik Lyon og Werder Bremen
Lyon slátraði Bremen
í skugga stórleikja þriðju-
dagsins fór fram stórkostlegur
knattspyrnuieikur í Frakklandi
þar sem Lyon pakkaði
Þýskalandsmeisturum
Werder Bremen saman,
7-2. Lyon vann fyrri
leikinn í Frakklandi 3-0 og
því 10-2 samanlagt. Menn
skulu ekki afskrifa lið Lyon,
sem er vel líklegt til afreka í
Meistaradeildinni.
Paul Le Guen, þjálfari Lyon,
var stoltur maður í leikslok.
„Við slógum út mjög gott
knattspyrnulið og ég er
ótrúlega stoltur af mínu liði.
Það bíður okkar pottþétt
erfitt verkefni í átta liða
úrslitunum en ég hef
Julla trú á því að við
getum komist lengra í
keppninni," sagði Le Guen.
Þjálfari þýska liðsins, Thomas
Schaaf, átti vart til orð í
leikslok.
„Þetta er
ótrúlega
svekkjandi.
Það er eitt að tapa leik en að
tapa svona stórt gengur alls
ekki. Við vorum aldrei klárir
í slaginn. Lyon er gott lið en
mun aldrei mæta slakari liði
í þessari keppni en við
vorum í þessum leikjum,"
sagði Schaaf svekktur.
henry@dv.is
Wiltord heitur Sylvain
Wiltord skoraöi þrjú mörk fyrir
Lyon gegn Werder Bremen.
i™ m
ÍT