Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2005, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2005, Blaðsíða 16
1 6 FIMMTUDAGUR 10. MARS 2005 Ást og samlíf DV Astá Ást snýst ekki um að stjórna öðrum eða að lúta stjórn annarra. Margir rugla líka ást og losta sam- an en þó þessi tvö fyrirbæri fari oft saman eru þetta tvö ólík og aðskil- in aðtriði. Að mati flestra snýst ást um að þykja vænt um aðra mann- eskju og bera hag hennar fyrir brjósti. Þó við séum tilbúin að gera ýmislegt fyrir ástina og fórna ýms- um er sjálfsagt að við setjum því einhver tak- mörk. Flestir telja einnig að besta ráðið til að mæla ástina sé hversu mikið við treystum manneskjunni en ekki hversu mikið við löðumst að henni kynferðislega. * „Við íslendingarþurf- Ium alltaf að taka allt með svo miklu trukki, það er eins og fólk geti ekki verið ást- fangið eða í sam- * bandi án þess að stefnan sé samstundis tekin á sambúð og hjónaband." Ragnheiður Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur er sérfræðingur DV í öllu sem viökemur ást og samlífi. Hún tekur á móti ábendingum og svarar spurningum lesenda f gegnum netfangið samfif@dv.is Hæ Ragga Ég er bæði pirruð á mannin- um mínum en ekki síður á sjálfri mér fyrir að vera pirruð á hon- um... hljómar kannski furðulega en svona Iíður mér samt. Málið er að ég vil líta á sjálfa mig sem nú- tímalegan og kynferðislega líbó kvenmann og að mörgu leyti held ég að ég haft alveg efni á því. Mér finnst til dæmis allt í lagi að ein- hleypar konur eigi sér eins marga elskhuga og þeim þóknast rétt eins og einhleypir karlar og mér finnst ekkert að sjálfsfróun. Þá komum við einmitt að hinni hliðinni því í mér bærist líka einhvers konar afturhaldsþurr- kunta. Þegar hún bloss- ar upp verð ég til dæm- is ógeðslega ósátt við að maðurinn minn rúnki sér í fjarveru minni. Ég þarf að vera töluvert að heim- an vegna vinnunnar og veit að hann skoðar klámsíður á netinu og klámblöð og svo finn ég ummerki um rúnk eins klósettpappír hans megin við rúmið og bletti í sængurfötunum. Ég er farin að skanna svæðið í hvert sinn sem ég kem heim úr ferðalagi og pirrast ótrúlega á þessu en á sama tíma pirrast ég á sjálfri mér fýrir að vera svona óréttlát. Viltu hjálpa mér að ráða fram úr þessu. Kveðja, þakklát að eilífu og Halló Þakklát Pirrandi vandamál, sko það sem snýr að þér, samt innsæi til fyrirmyndar. Þú veist nákvæmlega hvað klukkan slær og það sem ég skrifa kemur þér líklega ekkert á óvart. Stund- um er samt ágætt að fá að heyra hlutina frá einhverjum utanaðkomandi. Ég er hjartanlega sammála því að þú sért óréttlát og kjánaleg í viðhorfi þínu gagnvart rúnki mannsins þíns. Mér finnst lrka njósnimar algjörlega út í hött. Má maðurinn ekki eiga neitt einkalíf fyrir þér? Þér mundi eflaust finnast frek- ar spes að hann tékkaði á internetsíðun- um sem þú skoðar eða vaktaði aðrar gjörðir þínar. Rúnk er meinhollt fyrir ykkur bæði og ég legg til að þú einbeitir þér frekar að því að rúnka þér sjálf í þín- um vinnuferðalögum þegar færi gefst. Svona rétt til að minna þig á tilgang rúnks eru hér nokkrir punktar: - Rúnk er hollt og gott bæði fyrir konur og karla. - Unglingar eða einhleypir eiga ekki einka- rétt á runki heldur er það fyrirtaks tóm- stundargaman fyrir heiðvirt fólk í föstum samböndum. - Þeir sem gefa sér tíma (kynlíf með sjálfum sér þekkja betur sínar eigin líkamlegu þarfir og njóta þar af leiðandi kynlífs með öðrum enn betur. -Viðfullnægingu losna meinholl sæluhorm- ón út í blóðrásina. Því meira, því betra! Vertu því ánægð að maðurinn þinn sinni sjálfum sér á meðan þú ert fjar- stödd. Mundu að það þýðir alls ekki að hann sé afhuga þér á neinn hátt heldur er það merki um að hann sé kynferðis- lega heilbrigður einstaklingur. Spáðu svo alvarlega í þetta með einkalífið og gagnkvæma virðingu. Þó svo að fólk ákveði að búa saman þýðir það ekki að gjörsamlega allt verði galopið og sam- eiginlegt. Líttu í eigin barm og athugaðu hvort þörfin fyrir eitthvað smá prívat leynist ekki hka hjá þér sjálfri. Bestu kveðjur, Ragga r. Ertu búin aö ná þér? Þegar þú vaknar á morgnana ertu: /. Úthvlld tilbúin fyrir þaö sem dagurinn ber I skauti sér. 2. Geturþúfariðú fæturdn tiltakandi vandræða. 3. Úrvinda, værir til að hanga uppi í rúmi allan daginn og hugsa um exið. Þegar hugurinn hvarflar til þess fyrr- verandi: /. Finnur ekki fyrir neinu sérstöku lengur. 2. Getur þú ekki aö þvl gert að hugsa til hans með söknuði. 3. Færðu kökk í hálsinn og/eða vöknar þér um augu Sætur gaur úr rækt- inni bfður þér út, þú: 1. Tekur boðinu enda tlmi til kominn að prófa eitthvaö nýtt. 2. Afþakkarenfærð númerið til vonar og vara. 3. Segir honum að hjarta þitt tilheyri öðrum manni. Þú finnur ástarbréf frá honum og: 1. Hendir þeim I ruslið 2. Geymirþau aðeins tengur, tlmirþeim bara ekki alveg strax. 3. Lest þau aftur og aftur og aftur. Ef þú sæir þann fyrrverandi með annarri brygðist þú við með: hEkkineinu. 2. Fyndir fyrir smá afbrýðisemi. 3. Færir aö gráta og-Zeða rlfast. Besta vinkona býður þér f partf, þú segir henní: /. Það sé frábært, þú hafir einmitt verið aö kaupa þér undirföt. 2.A6þú farir ekki út fyrir hússins dyr nema það séu flottir karlmenn á lausu þarna. 3. Að þú sért ekki tilfinningalega stemmd fyrirnokkurn mannfögnuö, sérstaklega ekki efþinn fyrrverandi mætir hugsanlega. Flestar fullyrðingar númer eltt elga við þig: 77/ hamingju, þú ert laus allra mála og til- búin á ný að demba þérútl hringiðu nýrra ástarmála. Gangi þér betur næst. Flestar fullyrðingar númer tvö eiga við þlg: Þií erf á batavegi. Sambandsslitin og for- tlðin plaga þig afog til, en það er ekkert sem vert er að hafa áhyggj- ur af. Það tekur alltafein- hvern tima að jafna sig, gættu þln samt að fest- ast ekid I sama farinu. Flestar fullyrðingar númer þrjú eiga víð þig: Sambandsslit eru alltaferfið og llklega veit það engin betur en þú. Það er alveg Ijóst að þú þjáist mikið og þér hefur verið gert rangt til. En þannig er það bara meö svo margar. Reyndu að rlfa þig upp úr volæðinu. Lífíð býður upp á svo margt annað en þessa einu ást og þennan eina harm. Inga Sólveig Friðjónsdóttir hefur átt í mörgum samböndum - og mörgum sam- bandsslitum. Hennar þekktasta samband var án efa við tónlistarmanninn Bubba Morthens sem á sínum tíma tileinkaði henni eina af sína þekktustu plötum, Konu. „Ég veit ekki hvað ég get kennt fólki um ást og samlíf, þau hafa nú ef til vill ekki gengið sem skyldi hjá mér," segir Inga Sólveig Friðjóns- dóttir ljósmyndari og hlær. „Það er allt of algengt að fólk byrji á því að spyrja mig um Bubba og samband okkar en það er svo langt síðan við skildum að í raun og veru get ég ekki sagt að ég þekki hann neitt lengur. Ég hef því ekkert um hann að segja enda hef ég átt í nokkrum samböndum eftir að ég hitti hann," segir Inga Sólveig glettnislega þeg- ar blaðamaður spyr hana varfærn- islega út í þau mál. En fýrir utan mikla listræna hæfileika í ljós- myndun er Inga þekkt fyrir að vera fyrri konan í lífi hins þekkta tón- listarmanns, kona sem hann til- einkaði eina af sínum bestu plöt- um, ef ekki þá bestu. Allt undir sama þaki Inga Sólveig býr í íbúð á horni Hverfisgötu og Klapparstígs. En íbúðin hýsir ekki aðeins heimili hennar heldur er það einnig vinnustofa hennar og ljós- myndagallerí. En hún segir að sig hafi alltaf dreymt um að koma sér upp aðstöðu þar sem hún gæti sameinað þessa þrjá þætti undir sama þaki. Líklega er þetta einkenni á hin- um sanna listamanni, þeim sem dreymir um að taka vinnuna með sér heim ólíkt flestu vinnandi fólki. Þar að auki er hún ein þeirra sem standa að rekstri skemmtistaðarins Sirkus. „Annars hefur verið nóg að gera hjá mér á Sirkus. Það er líka skemmtilegt starf og gerir manni mögulegt að vinna að ljósmyndum. Ég er svo á leiðinni til Marokkó en þar ætla ég mér að safna orku og efni að sýningu sem ég stefni að því að vera með að vori.“ Við föllum ekki öll að stöðl- um samfélagsins Inga Sólveig á nokkur sam- bandsslit að baki eins og áður seg- ir. Spurð um ástæðu þess að fyrri sambönd hennar hafi ekki gengið upp segist hún ekki geta bent á ein- hverja eina ástæðu. „Það eru svo margir staðlar í gangi og sumir falla einfaldlega ekki í þau mót sem samfélagið set- ur fólki og fjölskyldum," útskýrir hún. „Við Islendingar þurfum alltaf að taka allt með svo miklu trukki, það er eins og fólk geti ekki verið ástfangið eða í sambandi án þess að stefnan sé samstundis teldn á sambúð og hjónaband. Mér finnst þetta ekki jafn sterkur þáttur víða erlendis, en þar þykir sjálfsagt að fólk geti verið ástfangið þó það kjósi að búa út af fyrir sig. Ég er þarf kannski svona mikið pláss út af fyrir mig, að þetta er mér nauð- synlegt, eða ég veit það ekki," segir Inga og hlær sínum fallega hlátri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.