Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2005, Blaðsíða 22
r
22 FIMMTUDAGUR 10. MARS 2005
r»v
Kristín stundar nám
við Iðnskólann í
Reykjavík í fataiðn-
deild þar sem hún
iærir klæð-
skurð og kjóla-
saum. „Námið tekur 4 ár. Ég er
með studentspróf af mynd-
lista- og textílbraut fra Verk-
menntaskólanum á Akureyri,
sem er góður grunnur fyrir
þetta nám. En að þessu námi
loknu langar mig til útlanda að
læra fatahönnun, hvert er ekk-
ert ákveðið," segir Kristín en
með skólanum er hún líka að
taka að sér alls kyns sauma-
skap, bæði sérsaum að sauma
og hanna boli sem eru til sölu (
versluninni Sirku á Akureyri.
Hvað fatastílinn varðar seg-
ist Kristín kjósa þægileg og
falleg föt.„Fatastíllinn minn er
mjög casual og þægilegur
svona hversdags, er ofta$t (
gallabuxum,támjóum skóm
og í einhverju flottu að ofan.
En um helgar og finni tækifæri
þykir mér mjög gaman að
klæða mig upp og sérstakiega
þá að ganga í einhverju sem
ég hef saumað sjálf," segir hún
og bætir við að fatastíllinn
hennar hafi ekki breyst neitt
sérstaklega mikið gegnum árin
en auðvitað fylgi hún stefnum
og straumum samhliða tísk-
unni.„Stærsta atriðið sem hafa
ber í huga í sambandi við
klæðaburð er að vera snyrti-
legur og bera sig vel, þá er
maður alltaf glæsilegur," segir
Kristin.
Kristín hugsar vel um útlitið
og er alltaf hreystin uppmáluð.
En hvernig skyldi hún halda
sér við?„Ég reyni að komast
hjá því að fara í Ijós, hef prufað
brúnkumeðferð og fannst það
mjög sniðugt.annars á ég
brúnkukrem sem ég gríp til ef
mig vantar smá frískleika,"
segir Kristín og helduráfram:
„Ég hreyfi mig líka. reglulega.
Annað hvort fer ég í ræktina,
út að hlaupa eða í göngu með
hundinn minn. Svo er það
náttúrlega alveg toppurinn ef
maður hefur tíma til að láta
dekra við sig á stofu," segir
Kristín að lokum en hún sýndi
okkur nokkrar af sínum uppá-
haldsflíkum og fylgihlutum.
Kristín Kristjánsdóttir, 22 ára Akureyrarmær,
vakti verðskuldaða athygli þegar hún vann tit-
ilinn Ungfrú Norðurland fyrir þremur árum.
Hún ber með sér einstakan glæsileika og er
alltaf óaðfinnanleg til fara. Hún leyfði okkur að
kíkja í fataskápinn sinn.
Hlýr jakki meö ullar-
skinni „Ég keypti þennan í
Diesel town i Frankfurt í
Þýskalandi þangað sem ég
fer í viðskiptaferðir árlega
; með foreldrum mínum."
Blómaskór „Ég elska
skrautlegaskóogþessiren
í miklu uppáhaldi hjame
sumarlegir og flottir.
Nóg af gallabux-
um „Ég er mikið i
gallabuxum dags
daglega og á nóg af
þeim.Allar konur
ættu að eiga flottar
gallabuxur."
Allt fyrir sportið
„Ég hreyfi mig mikið
og þá er gott að eiga
góð iþróttaföt. Ég á
aðallega Nike-
iþróttafatnað."
Taska úr þæfðri uil
„Þessa tösku þæfði ég
þegarég varíVerk-
menntaskolanum og
hefnotað mjög mikið.
Flottir fylgihlutir
„Ég er mikið fyrir
fylgihluti og nota til
dæmis þessa hanska
og trefil mikið."
Skrautlegir skórfrá
Mallorca „Égvará
Ma/lorca síðastliðið
sumar og keypti þessa
skó þar, er mikið fyrir
js kreyttaskó."
Flott kúrekastígvél
„Þessi keypti ég i Karen
Milien um daginn, ég féll
fyrir mynstrinu á þeim"
rhodium
Saumar djammboli „Ég er mikið
að sauma djammboli og eru þessir
eftir mig, ég er að selja bolina mina í
versluninni Sirku á Akureyri."
KRINGLUNNI & SMARAUND