Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2005, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2005, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 10. MARS 2005 Fréttir DV Bíl stolið við Strandveg Tilkynnt var um þjófnað í fjórum búðum í Reykjavík í gær. Um var að ræða smávægi- legt búðar- hnupl. Lög- reglan leitar eins bfls sem stolið var við Strandveg síðdegis. Umferðaróhöpp í höfuðborginni voru þrettán talsins. Að sögn lögreglu voru óhöppin minniháttar og engin slys urðu á fólki. Þá var einn ökumaður tekinn fyrir of hraðan akstur í Stekkjarbakka. Hann ók á 80 kflómetra hraða þar sem há- markshraði er 50 kflómetrar á klukkustund. Vinnuslys í málmsmiðju Maður slasaðist í málmsmiðju í Hafnar- firði í gærdag. Sam- kvæmt lögreglunni í Hafnarfirði brenndist maðurinn við vinnu sínu og var sendur á slysa- deild. Að sögn vakthaf- andi læknis eru áverkar mannsins ekki lífshættu- leg en hann hefur hefur verið lagður inn til frek- ari aðhlynningar. Þá kveiktu óprúttnir ein- staklingar eða einstak- lingur í ruslagámi við verslunina Samkaup í Hafnarfirði í fyrrinótt. Lögreglan hefur ekki fundið sökudólginn. Málið er í rannsókn. á Brotist inn ígáma Brotist var inn í þrjá gáma við hjólbarðaverk- stæðið Nýbarða í Garðabæ í fyrri nótt og dekkjum stolið. Að sögn starfsmanna fyrir- tækisins var um ný dekk að ræða en fá. Frekar hafi virst að þjófarnir hafi verið að leita einhvers annars. Ekki var unnið mikið tjón á staðnum. Einu skemmdirn- ar voru unnar á lásum á gámunum. Þjófamir reyndu ekki við verkstæðið sjálft enda mun það vel varið. Þjófarnir hafa ekki fundist en málið er í rannsókn. f-V4V^ JVM. V.. V.V. V, .VM okkur er að taka við umsókn- um um prófessorsstööu í skógfræöum og landgræðslu," segir Ágúst Sigurðsson, rekt- Land- ESEEHE3E búnaðarháskóla íslands. „Þetta er eins íslenskt og það getur verið, að rækta skóg og græða landið. Þetta er I fyrsta sinn sem svona staða verður til á Islandi og við erum búin að fá nokkrar umsóknir og bú- umst viö fleirum áður en um- sóknarfresturinn rennur út á morgun [í dag].“ Sólmundur Hólm Sólmundsson, fyrrverandi kærasti Hildar Völu Idol-stjörnu, leik- ur í Maarud-snakkauglýsingunni sem sýnd er í auglýsingahléum Idol stjörnuleitar. Fyndin tilviljun, segir hann og lýsir Hildi sem frábærri söngkonu þó svo að hún hafi ekki sungið mikið fyrir hann á sínum tíma. Á heimasíðu sinni segir Sólmund- ur það líklegt að Hildur Vala og Davíð Smári byrji saman. Fyrrverandi kærasti Hildar Völu vonar að Hildur Vala Idol-stjarna Fyrrum kærasta Sólmund- arsem keppir til úrsiita á föstudaginn. „Er ekkert snakk í pokanum?" eru upphafsorð Maarud auglýs- ingarinnar sem sýnd er í auglýsingahléum Idol stjörnuleitar á Stöð tvö. Hefur góður rómur verið gerður að auglýsingunni en fæstir vita að öryggisvörðurinn ungi sem hefur upp á Maarud pokanum og svarar: „Nei, meistari. Hann er tómur," er leikinn af fyrrum kærasta Hildar Völu sem keppir til úrslita í Idol stjörnu- leit á föstudaginn. „Þetta er bara fyndin tilviljun," segir Sólmundur Hólm um málið en eftir að hann og Hildur hættu saman á sínum tíma grunaði þau ekki að þau myndu sameinast á skjánum í Idol stjörnuleit Stöðvar 2. „Jú, það er rétt. Við vor- um saman. En erum ekki í dag.“ „Jú, það er rétt. Við vorum saman. En erum ekki í dag.‘ Hæfileikaríkur strákur Sólmundur hef- ur getið sér gott orð fyrir leikhæfileika sína. Komið fram í stuttmyndum og auglýsingum og yfirleitt staðið sig vel. Hann segir sér hafa verið gert það ljóst frá upphafi að umrædd Maarud-auglýsing yrði sýnd á vin- sælasta sjónvarpstíma landsins. Enda hefur þjóðin tekið Idol stjörnuleit opnum örmum. „Þeir hringdu bara í mig og báðu mig um að leika," segir Sólmundur og á þar við kvikmyndafyrirtækið Þá tvo. „Ég held að þessar auglýsingar séu bara nokkuð góðar. Að minnsta kosti hef ég fengið ágætis gagnrýni." Vonarað Hild- ur vinni En aftur að ástinni. Rúm tvö ár eru síð- an Sólmundur, sem kallaður er Sóli, og HOdur Vala hættu saman. Áður höfðu þau ferð ast um heiminn saman og segja kunnugir að ástin hafi blómstrað. Sólmundur segist ekki vera hrifinn af því að ræða sín einkamál í fjöl- miðlum. Tekur þó fram að það sé ekkert illt á milli þeirra. „Mér finnst bara frábært hvað hún hefur náð langt. Hún Sólmundur Hólm í Maarud auglýsingunni Birtist á skjánum áður en fyrrum kærastan syngur. hefur alltaf verið mikinn fyrir sönginn og mér finnst hún taka sig vel út af skjánum. Ég vona bara að hún vinni þessa keppni. Hún á það skilið.“ Ást í Idol? Og víst er að þjóðin mun fylgjast spennt með á föstudaginn þegar HOd- ur Vala og Heiða berjast um titOinn Idol-stjarna fslands. Og þó Sól- mundur hafi verið tregur til að tjá sig um keppnina má lesa skemmtilegar hugrenningar hans um Idolið á heimasíðu kappans kongurinn.com. Þar segist hann til dæmis vera orðinn Idol-nörd og bætir við að keppnin sé orðin hrikalega spenn- andi. Hann segir Heiðu ekki vera að heilla þjóðina „enda er hún margoft búin að enda meðal þeirra neðstu". í lok færslurnar minnist Sól- mundur á sína fyrrum kærustu. Segir: „Ég spái því að Hildur Vala og Davíð Smári verði í úrslitum, ef þau verða ekki saman í úrslitum, þá byrja þau saman.“ Hvort spádómur Sólmundar rætist á eftir að koma í ljós. simon@dv.is Fundvís kafari í Neskaupstað Fann Vaidas og nú h Það verður seint sagt um Þorgeir Jónsson, kafara íNeskaupstað, að þar fari maður eigi fundvís. Þannig varð köfunarferð Þorgeirs fyrir rúmu ári upphafið að einu sérstæðasta saka- máli seinni ára á íslandi; lúcfundar- málinu svokallaða. Þorgeir var þá á ferð neðansjávar við netabryggju í Neskaupstað þegar hann kom skyndflega auga á þúst á botninum. þústin reyndist vera sundurstungið lík Vaidasar Jucievicius, litháisks burðardýrs, sem Grétar Sigurðsson, Tómas Malakauskas og Jónas Ingi Ragnarsson höfðu losað sig við í vota gröf stuttu áður. Þorgeir lét þó ekki óvæntan lík- fund hafa áhrif á sig, eins og kemur fram í nýútkomnum Austurglugga, heldur hélt ótrauður áfram við köfun- ina og sinnti jafnt bryggju- og skrúfu- viðgerðum á skipum. Fátt fréttnæmt Hrefnan Hvilir i votri gröfeftir átök við þorskeldiskvi. gerðist þar 01 nú nýverið þegar Þor- geir var fenginn til að athuga með festingar á þorskeldiskví í heimabæ sínum. Þegar Þorgeir kafaði til botns við kvína kom í ljós annað lík; nú af hnefnu. Hafði litli hvalurinn fest sig í kvínni og borið beinin á botni Norð- fjarðar. Þorgeir sagðist í samtali við Austurgluggann að matröð kafar ans væri ekki að endurtaka sig, hrefnan væri nú enginn Vaidas. „Það liggur ým- islegt á hafsbotn- inum," sagði Þor- geir og óhætt er að taka undir þau orð hans Málþroski eykst í Mosfellsbæ Börnum með frávik í málþroska í lok leikskóla og við upphaf grunnskóla hefur fækkað veru- lega eftir átak sem gert var í leikskól- um í Mosfellsbæ tO eflingar málþroska. Þetta kom fram í gær á fundi fræðslunefndar Mos- fellsbæjar þegar grunnskólafulltrúi og leikskólafufltrúi kynntu niður- stöður úr svokallaðir skimun á síð- ustu þremur skólaárum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.