Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2005, Blaðsíða 13
DV Fréttir
FIMMTUDAGUR 10. MARS 2005 13
Blóðþyrstur
þjálfari
Þjálfari skólaliðs í amer-
ískum fótbolta í Bandaríkj-
unum er í
klípu eftir að
upp komst
að hann
sleikti sár á
einum leik-
manna
sinna. Atvikið átti sér stað í
leikhléi leiks. Þjálfarinn,
Scott Reed, var að stappa
stálinu í sína menn. Hann
sagði sögu af þjálfara sem
sleikti sár leikmanna sinna
til að græða þau. Hann fékk
því næst leyft til að sleikja
sár á einum leikmannanna.
Reed hefur verið sendur í
leyfi og skipað á námskeið
um sjúkdóma sem berast
með blóði.
Nýtannógn
Ný bresk rannsókn
bendir til að íþrótta-
drykkir séu einstaklega
óhollir fyrir tennur, sér-
staklega fyrir íþrótta-
menn. Þeir sem stóðu að
rannsókninni komust að
því að drykkirnir eyði
glerungi tanna þrjátíu
sinnum hraðar en vatn,
þar sem þeir hafa hátt
sýrustig til að auka
geymslutíma. íþrótta-
menn eru sérstaklega í
hættu þar sem munn-
vatn minnkar við
áreynslu, sem eykur
sýrustig í munni, auk
þess sem þeir drekka
mun meira en meðaljón-
ar og -gunnur á götunni.
Góður hlátur
gulli betri
Hlátur er góður til að
verjast hjartasjúkdómum.
Þetta virðist vera
niðurstaða nýrr-
ar bandarískrar
rannsóknar. í
henni kemur
fram að hlátur
eykur blóð-
streymi verulega
á meðan streita
dregur úr því. I
rannsókninni voru einstak-
lingar látnir horfa á streitu-
valdandi bíómynd og eina
gamanmynd. Við hlátur
jókst blóðstreymi um 22
prósent en dróst saman um
35 prósent í streituástandi.
Aukinn áhugi er á bætandi
áhrifum hláturs á líðan
fólks.
Nikótín
alltaf illt
Nikótíntyggjó er jafn
skaðlegt fyrir fóstur og
reykingar, að mati franskra
og sænskra vísindamanna.
Heilbrigðisyfirvöld í Dan-
mörku eru einnig farin að
hvetja danskar mæður til
að halda sig alveg frá
nikótínvörum, svo sem
nikótíntyggjói. Þó er mæðr-
um sem geta ómögulega án
eitursins verið ráðlagt að
tyggja frekar en anda að sér
reyk. Því hefur lengi verið
haldið fram að reykingar á
meðgöngu skaði fóstur og
auki líkur á fóstur- og
vöggudauða, auk þess að
draga úr greind barna og
auka hættuna á geðrænum
vandamálum.
Verjendur Michael Jackson gera allt sem í þeirra valdi stendur til að grafa undan
trúverðugleika ákærenda söngvarans. Þeim hefur orðið ágengt í vikunni. Bróðir
drengsins sem Jackson á að hafa misnotað er ótraustur í vitnisburði sínum.
Vitni viðurkennir að
hafa Ingið fyrir rétti
Star Arvizo, 14 ára vitni gegn poppstjörnunni Michael Jackson,
viðurkenndi fyrir rétti á þriðjudag að hafa logið í málaferlum
sem fjölskylda hans átti í gegn bandarísku verslunarkeðjunni JC
Penney fyrir fimm árum.
Þar bar hann vitni um gott sam-
band foreldra sinna þótt annað hafi
verið raunin. Hann sagðist ekki
muna hvort honum var sagt að
ljúga. Star er bróðir Gavin Arvizo,
drengsins sem Michael Jackson er
ákærður fyrir að hafa misnotað kyn-
ferðislega.
Að fiska eftir fé
Verjandi Jackson, Thomas Mes-
ereau, yfirheyrði Star af hörku. Auk
þess að viðurkenna að bera ljúgvitni
var framburður drengsins í misræmi
við það sem hann hafði sagt í yflr-
heyrslum saksóknara daginn áður,
sem og í yfirheyrslum við rannsókn
málsins. Þar sagði hann að viðvör-
unarkerft sem Jackson hefði sett upp
í húsi sínu hefði ekki farið í gang
þegar hann kom að Jackson káfa á
bróður sínum og fróa sér í leiðinni.
Bróðir sinn hefði sofið þegar hann
kom að þeim. Star sagði verjanda
hins vegar að bjöllurnar hefðu farið í
gang.
Verjandinn tók upp eintak af
klámblaði sem Star sagði vera það
sem Jackson sýndi þeirn bræðrum.
Eintakið reyndist hafa komið út
mánuðum eftir að fjölskyldan hafði
yfirgefið búgarð Jackson. Mesereau
spurði hvort misræmi í framburði
Star stafaði af því að honum
hefði verið sagt hvað hann ætti
að segja. Star neitaði því og
sagðist ekki muna hvað
hann hefði sagt áður, at-
burðirnir hefðu verið
ferskari í minni hans áður,
en atburðirnir hefðu átt sér
stað. Verjendur Jackson WW1
beita sér af fullu afli í að
sanna að móðir
Gavin og Star si
Jackson ekki segja neitt opinberlega
um málið, samlcvæmt skipun dóm-
ara. Það sama á við um aðra sem að
máUnu koma, vitni sem aðra.
Jackson á yfir höfði sér 21 árs fangelsi
fyrir kynferðislega misnotkun, að
veita krökkum undir lögaldri áfengi
og að sýna þeim klámfengið efni.
Verjandinn tók upp
eintak af klámblaði
sem Star sagði vera
það sem Jackson
sýndi þeim bræðrum.
Eintakið reyndist hafa
komið út mánuð-
um eftir að fjöl-
skyldan hafði
yfirgefið
búgarð
Jackson.
Miður sín Jackson
segir vitnisburðinn vera
j niðurlægjandi lygar.
f----------------------
að fiska eftir fé með málaferlunum.
Michael miður sín
Blaðafulltrúi Michaels Jackson
sagði skjólstæðing sinn vera í upp-
námi yflr ásökunum í hans garð.
Samkvæmt blaðafulltrúanum segir
Jackson ásakanirnar vera út í hött
og vitnisburðinn allan ósannan,
meiðandi og niðurlægjandi.
Blaðafulltrúinn lét þessi orð
falla fyrir framan réttar-
salinn í gær, miðviku-
dag, þegar þriðji dagur
var í vitnisburði Star
Arvizo.
Þetta er fyrsta
opinbera yfirlýs-
ingin sem
berst frá
poppstjörn-
unni frá
því að
réttar-
höldin
hófust.
Sjálfur
má
Ný rannsókn um framhjáhald
Onnur hver kona ótrú
Fleiri og fleiri konur eru farn-
ar að halda framhjá, samkvæmt
nýlegri enskri könnun sem
Ekstra Bladet greinir frá. Sér-
staka athygli vekur að eldri kon-
ur virðast vera virkari í þessari
umdeildu iðju. 1.200 breskar
konur tóku þátt í könnunni, sem
leiddi í ljós að ein af hverjum
tveim konum er ótrú manni sín-
um. Mesta athygli vakti að mið-
aldra konur eru á engan hátt
eftirbátar þeirra yngri, þvert á
móti. Heil 43 prósent breskra
kvenna á aldrinum 50 til 67 ára taka
framhjá á meðan 37 prósent 30-50
ára eru ótrú.
Breskur sérfræðingur í sambönd-
um segir þessar niðurstöður sjálf-
sagt útskýrast af fjölbreyttari mögu-
leikum til að hitta fólk nú til dags.
Auk þess sé samfélagið í dag frekar
tilbúið að fyrirgefa hliðarspor
Umburðarlyndara samfélag Konum er
frekar fyrirgefiö framhjáhald nú til dags.
kvenna. Karlmenn hafi í raun aOtaf
verið nokkuð stikkfrí með að hleypa
heimdraganum þrátt fyrir að vera í
hjónabandi. Konur hafi hins vegar
verið dæmdar hart, sérstaklega ef
skilnaður fylgdi í kjölfarið. Nú sé
öldin hins vegar önnur og urnburð-
arlyndið meira.
Nýmæli í Mexíkóborg
Löggan skal lesa
Borgarstjóri Mexíkóborgar hefur
gefið út þá tilskipun að löggur borg-
arinnar skuli lesa að minnsta kosti
eina bók í mánuði. Ef þær verða
uppvísar að því að lesa ekki missa
þær möguleika til stöðuhækkunar.
Löggur Mexíkóborgar, sem hefur
eina hæstu glæpatíðni í heimi, eru af
flestum landsmönnum taldar spfilt-
ar, óhæfar og latar. Borgarstjórinn
telur að átakið muni hafa bætandi
áhrif að frammistöðu lögreglu-
manna í starfi. Þar af leiðandi er
bókin nú hluti af daglegum búnaði
þeirra. Átakið kann þó að reynast
þrautin þyngri. Stór hluti lögreglu-
mannanna er illa læs eða ólæs og 20
prósent þeirra hafa ekki lokið meira
en barnaskólanámi. Borgarstjórinn
ætlar að bjóða þessum hópi upp á
lestrarnámskeið.
Á meðal bóka sem eru í boði eru
Don Kíkóti og Litli prinsinn. Enginn
llla læs lögregla Lesturinn á að hifa upp
frammistöðu mexíkóskra lögreglumanna.
mun komast upp með svik og verða
allir prófaðir upp úr bókunum sem
þeir segjast hafa lesið.