Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2005, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2005, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDACUR 10. MARS 2005 Fréttir DV Nýtt apótek í biðstöðu Umsókn um heimild til starfrækslu lyfjabúðar frá Lyíjum og heilsu hf. var ekki afgreidd á síðasta fundi bæjarráðs Vest- mannaeyja. Andrés Sig- mundsson, sem er einn í minnihluta í bæjar- stjórn, sagðist ánægður með að Lyf og heilsa vildi opna apótek í bænum. Bæj- arráð og bæjar- stjórn ættu að mæla eindregið með því við Heilbrigðis-og trygginga- málaráðuneytið að Lyf og heilsa fengi að starfrækja lyfjabúðina svo íbúar í Eyj- um ættu möguleika á hag- stæðustu verðum á lyfjum. Apótek Vestmannaeyja leggst gegn leyfi til Lyija og heilsu. Ráðstefna um Surtsey Vestmannaeyingar vilja haida ráðstefnu um Surtsey í samráði við umhverfisráðuneyt- ið, Náttúrustofu Suður- lands íVestmannaeyjum, Surtseyjarfélagið og fleiri hagsmunaaðila. Ráðstefn- an yrði síðar á árinu. Þar yrði greint frá þeim vís- indarannsóknum á og við Surtsey undanfarna rúma fjóra áratugi og þær rann- sóknir vísindamanna sem framundan eru. Einnig yrði rætt um hvenær rétt væri að heimila takmarkaðar heimsóknir ferðamanna út í Surtsey og hvort mögulegt sé að samræma þær vís- indarannsóknum. maður er náttúrlega alltafí kapphlaupi við tímann með alltsem maðurerað gera, “ segir Pétur Einarsson tölvari. „En hvers vegna það er veit ég nú ekki. Þessar vikurnar erýmislegt sem ég er að stússa í, ég er með músíkina og myndvinnsluna í fullum gangi, svo er ég að hanna graf- fk, mynd og hljóðvinnslu til for- ritunar DVD-diska sem eru seldir á Islandi og það liggur mikið á því að klára Hrafninn flýgur þessa stundina." ÞÚ HEYRIR ÞAÐ STRAX Talstöðin færir þér fréttir oftar á sólarhring en nokkur önnur íslensk útvarpsstöð. I ■ Talstöðin FM 90,9 Norbert Daniel Witecki, 26 ára Pólverji er kærður fyrir hættulega líkamsárás. Hann sagði fyrir Héraðsdómi Suðurlands í gær að hann hafi óttast um líf sitt þeg- ar hann lagði til Rúnars Guðmundssonar með stærðarinnar hníf. Norbert segir mikið útlendingahatur í Þorlákshöfn og Pólverjar sæti þar sífelldum ofsóknum. „Það eru alltaf vandræði með útlendingana á Þorlákshöfn og krakkana þar og það skiptir ekki máli hvort það séu Taílending- ar, Pólverjar eða eitthvað annað,“ segir Linda Ósk Heimisdóttir, sem var í bíl Pólverjans Norberts Daniels Witecki þegar hann stakk Rúnar Guðmundsson með hníf í Þorlákshöfn. Deilur milli íslendinga og Pól- veija í Þorlákshöfn virðast hafa leitt til þess að Pólverji stakk íslending með þeim afleiðingum að hann hlaut 5 sentímetra skurð. Linda Ósk Heimisdóttir er frá Þorlákshöfn og er vitni í Iíkamsárás- armálinu íyrir Héraðsdómi Suður- lands. Hún segir að Norbert hafi skyndilega þrifið upp stærðarinnar hníf og lagt til Rúnars eftir einhver orðaskipti sem hún kunni þó ekki skil á. Pólverjar ofsóttir Norbert Witecki bar Þorlákshöfn ekki fagra sögu í vitnisburði sínum fyrir héraðsdómi í gær. Hann sagði að hópur ungmenna í bænum hefði áreitt Pólverja um nokkurt skeið og nefndi að þeim hefðu margoft verið sýndir ógnandi tilburður, bjórflösk- um hefði verið hent í hús þeirra og þeim hafi verið sýnt „ljóta merkið" eins og túlkur hans orðaði það. Nor- bert segist hafa þurft að flýja Þor- lákshöfn á endanum vegna þess að honum hafi ekki verið vært þar. Vin- ur Norberts sem bar vitni í gær hafði svipaða sögu að segja fyrir Héraðs- dómi og sagðist ekki hafa þorað út úr bíl þeirra félaga þegar árásin var gerð af ótta við að verða fyrir áras nærstaddra ungmenna. Linda tekur undir orð Norberts um fordóma. Árásin tilefnislaus Rúnar Guðmundsson var átján ára gamall þegar hann varð fyrir hnífsárás Norberts og hlaut af henn- ar völdum 5 sentímetra langan skurð á höndina. Hann kannast ekki við árekstrana sem Norbert og Linda nefna. „Ég hef ekki orðið var við neina árekstra á milli útlendinga og innfæddra á Þorlákshöfn," sagði Rúnar. Aðspurður hvort hann hafi sýnt Norbert einhverja ógnandi til- burði áður en árásin var gerð sagði hann: „Nei alls ekki, ég ógnaði hon- um ekkert. Það eina sem ég sagði við hann var „how are you doing", þá stakk hann mig bara." Ólíkar frásagnir af málinu Nokkuð ber á milli í framburði þeirra Rúnars og Norberts um máls- „Það eina sem ég sagði við hann var „how are you doing" þá stakk hann mig bara." atvik. Ljóst er að hópur ungmenna var staddur í grennd við bíl Noberts Witecki með honum innanborðs ásamt félaga sínum og vinkonu. Rúnar Guðmundsson segir að Nor- bert hafi ráðist á sig úr bíl sínum með hníf að tilefnislausu en Norbert segir að Rúnar hafi ráðist inn í bíl hans og reynt að draga sig úr honum ásamt því að hafa látið höggin dynja á höfði sínu og hálsi. Hann hafi því dregið fram hníf til að hræða Rúnar. Tveir farþegar voru í bíl Norberts þegar árásin var gerð og er einnig mikill munur á ffamburði þeirra. Stúlka sem sat í aftursæti segist ekki hafa séð Rúnar ráðast á Norbert en séð Norbert stinga Rúnar. Farþegi í framsæti sagðist hafa séð Rúnar ráðast á Norbert en ekki orðið vitni að stungunni sjálfri. Aðalmeðferð málsins er lokið hjá Héraðsdómi Suðurlands og verður dómur kveðinn upp inn- an skams. simon@dv. is/andri@dv. is Pólverji segist InIs stungið íslending vegna fordn Pólverjinn ber viö sjálfsvörn „Við erum kallaðir hvítt rusl frá Afríku" í samtali við DV segir Nor- bert Daniel Witecki, sem stakk ungan Is- lending, að 20 til 30 prósent unga fólksins í Þorlákshöfn hreinlega þoli ekki Pólverjana í bænum. „Þetta er ekki skemmtilegt. Þeir hrópa á okkur, fara illa með okkur. Það er eins og þeir þoli ekki útlend- inga. Við erum kallaðir hvítt rusl frá Afríku," segir hann. Ástæðuna segir hann vera þá að svart fólk vinni mik- ið. Pólverjarnir séu hvítir og vinni mikið fyrir lág laun. Aðspurður hvort hann sjái eftir því að hafa stungið íslend- inginn segir Norbert nei. „Ég skil ekki af hverju fólkið þarna er svona vont við þá út- lendinga sem vinna í bænum. Ég veit að ég breytti rangt, en ég var að hugsa um mitt eigið líf." Hann segist hafa flutt til Reykja- víkur eftir þetta. Þar séu minni for- dómar og fólkið leggi sig meira fram um að skilja hann. Hann fjárfesti ný- lega í íbúð og býr þar með kærustu sinni. Fyrsti Listamaður Keflavíkur er ekki eins og allir Sérkennilegum Keflvíkingi gerð skil Erlingur Jónsson á vinnustofu sinni Opnar sýningu i heimabæ sínum eftir veru I útlöndum. Fyrsti einstaklingur- inn sem hlaut heiðurs- nafnbótina Listamaður Keflavíkur, Erlingur Jónsson, opnar nýja lista- verkasýningu í sýningarsal Lista- safns Reykjanesbæjar í Duushúsum næstkomandi laugardag. Erlingur hefur síðustu árin búið og starfað í Osló en nú snýr hann heim í Kefla- víkina aftur og ætlar að sýna lág- myndir og höfuðmyndir að þessu sinni. Erlingur hefur verið áhrifavaldur ungra og upprennandi listamanna í bænum en hann starfaði lengi sem kennari við grunnskóla bæjarins. Hann þykir hinn mesti furðufugl og er honum lýst sem hinu mesta lista- verki sjálfum, en persónuleika lista- mannsins verða gerð skil með ljós- myndum og myndbandi á staðnum. Sýningin opnar klukkan þrjú á laugardaginn og er hún öllum opin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.