Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2005, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2005, Blaðsíða 27
I DV Sport FIMMTUDAGUR 10.MARS2004 27 Friðrik Ingi Rúnarsson, fyrrverandi þjálfari Njarövíkur, KR, Grinda- víkur og íslenska landsliðsins, spáir í einvígi Snæfells og KR í átta liða úrslitum úrslitakeppni Intersportdeildar karla í körfubolta sem hefst í kvöld. Miklar vænt- ingar lyrirfram „Þarna er líka mjög athyglisverð viðureign, sérstaklega í ljósi þess að liðin tvö mættust í þarsíðustu umferð Intersportdeildarinn- ar og þá þurfti þrjár framlengingar til að knýja fram úrslit. Þar hafði Snæfell sigur í miklum baráttuleik og var jafnt á flest- um tölum allan leikinn. Væntingarnar til þessarar rimmu eru frekar miklar en körfuboltaguðinn er svo sem ekki aiitaf með og þetta gæti orðið þumb- aralegur körfubolti inni á milli," segir Friðrik Ingi Rúnarsson, fyrrverandi þjálfari Njarðvíkur, KR, Grindavíkur og íslenska landsliðsins, um einvígi Snæfells og KR í átta liða úrslitum Intersportdeildarinnar í körfubolta en fyrsti leikur er í Stykkishólmi klukkan 19.15 íkvöld. auðvitað í leik sem þessum. Ef einn dettur út eða jafnvel tveir, þá er gott að eiga aðra slíka í handraðanum til að bera kyndilinn. KR-ingarnir búa ekki alveg svo vel þannig að ég held að það mun vega ansi þungt fýrir Snæfell og liðið vinnur þennan leik í kvöld gegn KR,“ segir Friðrik Ingi að lokum. „Ég á nú von á því að þetta verði skemmti- legur leikur. Það hefur verið spurn- ingarmerki með Sigurð Þorvalds- son, leikmann Snæ- fellinga. Hann var að leika mjög vel, sérstaklega í byrjun vetrar, og auðvitað skiptir það Snæfell miklu máli að hann sé heill. KR-ingar eru með betri útlendinga, mjög öflugir báðir tveir. Hins vegar er Snæfell með mun betri íslenska leikmenn og ég held að ég halli ekkert á KR hvað það snertir, leikmenn Snæfells eru einfaldlega reyndari en KR-ingarnir. f liði KR er þó að flnna mjög efnilega leikmenn á borð við Brynjar Björns- son sem er búinn að spila frábær- lega í vetur og þar er greinilega framtíðarmaður á ferð. Snæfell sterkara lið Ég held einfaldlega að Snæfell sé með massífara lið og fleiri 20 stiga menn, ef svo má segja. Það telur Sterkurinn af bekknum BrynjarÞór Björnsson, 16 ára strákur úr KR, var stiga- hæsti varamaður intersportdeiidarinnar í veturen hann skoraði 144 stig iþeim 18 leikjum sem hann kom inn afbekknum eða 8 stig að meðaltaii. Brynjar Þór skoraði meðal annars 9,6 stig á 18,8 minútum eftiráramót. DV-mynd Vilhelm KR og Snæfell hafa spilað spennuþrungna leiki í vetur Fjórar framlengingar í tveimur deildarleikjum liðanna £ Það hefur gengið mikið á í innbyrðisleikj- um KR og Snæfells til þessa á íslandsmótinu því báðir deildarleikir liðanna hafa farið í framlengingu. Þar af þurfti þrjár framleng- ingar til að skera úr um úrslit í seinni leik lið- anna í DHL-höllinni á dögunum. Desmond Peoples, fyrrum leikmaður Snæfells, var hetja fyrri leiksins því hann jafn- aði leikinn á lokasek- úndum og tryggði sín- urn mönnum fram- lenginguna þar sem hann skoraði síðan sigurkörfu leiksins á síðustu sekúndu framlengingar. Her- bert Arnarson, þjálfari KR, var súr í bragði í samtali við heimasíðu KR í leikslok. „Þetta er án nokkurs vafa eitt sárasta tap sem ég hef upplifað. Við áttum ekid að tapa þessum leik, svo einfalt er það. Liðið var að spila mjög vel, baráttan fín, liðsandinn góður og menn komu inn á með vilj- ann að vopni," sagði Herbert en KR- ingum hefur gengið illa að klára jafna leiki í vetur þar til kannski í Grindavík á dögunum. Snæfellingar hafa hins vegar unn- ið alla þrjá leiki vetrarins sem hafa farið í framlengingu og hafa jafn- framt unnið 7 af 8 leikjum vetrarins þar sem munurinn hefur verið fimm stig eða minna. KR-ingar hafa hins- vegar tapað sex leikjum með fimm stigum eða minna, sem er það mesta hjá einu liði í deildinni í vetur. Einn þessara leikja var þrífram- lengdur, seinni leikur liðanna sem gaf örugglega forsmekkinn sem koma skal í einvígi liðanna. Það voru KR-ingar sem tryggðu sér allar fram- lengingarnar þrjár en Lárus Jónsson, sem jafnaði í 89-89 í venjulegum leiktíma, fékk víti að auki sem hefði væntanlega tryggt sigurinn en vítið fór ekki rétta leið. Leikurinn var frá- bær skemmtun og því er ekki hægt annað en að búast við mögnuðu einvígi liðanna sem hafa glímt nær allt tímabilið, fyrst í umdeildu Magna-máli í haust, þá í átta liða úr- slitum Hóp- 'bflabikars- ; * , ins og loks í ■ margfram- lengdum deildar- leikjum lið- anna. ooj&dv.is Verður með Sigurður Þorvaldsson verður með Snæfeiii gegn KR en hann missteig sig illa á ökkla. i síðasta deildarleiknum á dögunum. Enn bjartsýnn Þýski ökuþórinn Michael Schumacher segir að það hafi komið sér á óvart að félagi hans hjá Ferrari, Rubens Barrichello, hafi /pj & náð öðrusætinu ■- -'"Z í fyrsta Formúlu ‘ (9® NéS 1 kappakstri tímabilsins í Mel- boume í Ástralíu á sunnudaginn. „Ég bjóst við því að við myndum lenda neðar í þessari fyrstu keppni og ég held að Rubens • j- hafi sýnt að bfllinn okkar, sem er ffá því I í fýrra, er enn sam- keppnishæfúr. Ég er bjartsýnn fýrir næstu keppni í Malasíu enda hefur okkur alltaf gengið vel þar," sagði Schumacher. Flensufarald- ur hjá Hearts Skoska úrvalsdeildarliðið Hearts, sem Þróttarinn ungi Hjálmar Þórarinsson leikur með, ákvað að grípa tfl þeirra aðgerða að loka félagssvæðinu í tvo daga vegna flensufaraldurs sem heijaði á starfsfólk liðsins. Félagssvæðið var opnað á nýjan leik í dag en öll starfsemi lá niðri þessa tvo daga til að koma í veg fýrir aflsherjar smit. Þórður að sanna sig Siglfirski framheijinn Þórður Birgisson sem dvelur hjá norska 1. defldarliðinu Strömsgodset þessa dagana hefur staðið sig vel og svo gæti farið að honum yrði boðinn samningur. Dag Vidar Kristoffer- sen, yfirmaður knattspymumála hjá norska liðinu, sagði í samtali við DV í gær að frammistaða Þórð- ar á æfingum væri jákvæð og viö- ræður hefðu farið fram á milli Strömsgodset og KS, félags Þórðar. „Við vitum ekki hvað verður en við munum reyna að komast aö sam- komulagi við íslenska liðið," sagði Kristofersson. Staðaliðanna í tölfræðinni Hér á eftir fer yfirlit yfir stöðu Snæfells og KR í helstu tölfræði- þáttum Intersportdeildarinnar í vetur. Sóknin: Flest stig að meðaltali (leilc KR (3. sæti) 92'6 Snæfell (8. sæti) 89-° Besta skotnýting: KR (3. sæti) 46'5% Snæfell (8. sæti) 453% Besta vftanýting: Snæfell (5. sæti) 71,8% KR (7. sæti) 71,0% Besta þrlggja stiga skotnýtlng: KR (4. sæti) 35'1% Snæfell (7. sæti) 33,2% Flestar 3ja stiga körfur I leik: Snæfell (9. sæti) 7,4 KR(IO.sæti) 6'9 Flestar stoðsendingar (leilc Snæfell (3. sæti) 20,3 KR (5. sæti) 19'5 Fæstir tapaöir boltar (leilc KR (3. sæti) 16'3 Snæfell (6. sæti) 17-3 Vömln Fæst stig á sig að meðaltali I leik: Snæfell (3. sæti) 83,0 KR (6. sæti) 89'8 Slakasta skotnýting mótherja: Snæfell (l.sæti) 41 '5% KR(10. sæti) 47'5% Hæsta hlutfall frákasta I boði: Snæfell (3. sæti) 53,4% KR (8. sæti) 48-9% Flest varin skotíleik: Snæfell (3. sæti) KR (9. sæti) Flestir þvingaðlr tapaðir boltar (lelk: KR (2. sæti) 20'8 Snæfell (7. sæti) 15-7 4,0 2,7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.