Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2005, Blaðsíða 39
DV Síðast en ekki síst
FIMMTUDAGUR 10. MARS 2005 39
Mig rak í rogastans miðvikudaginn
fyrir viku síðan. Ég sá nefnilega grein í
DV um að fegurðardrottning íslands
árið 2001 væri komin af stað með
sjálfstyrkingamámskeið. Þar sem ég
hef alltaf haft sterkar skoðanir á feg-
urðardrottningum og sjálfstyrkingu
las ég viðtalið við fegurðardrottning-
una og félaga hennar í sjálfstyrkingar-
námskeiðinu. í viðtalinu kom fram að
þær stöllur telja að sjálfsímynd ungra
kvenna sé brotin og þörf sé á aðgerð-
um. Þessu er ég hjartanlega sammála.
Ungar konur í dag em undir stöðugri
pressu frá samfélaginu um að Kta út
ekki eins og þær líta út og vera ekki
þær sem þær í rauninni em. Þær eiga
að skipta um líkama og sál. Þá fyrst
em þær gjaldgengar. Klámvæðing
samfélagsins herjar af fuilum þunga á
konur (og karla) í dag. Ég sé þetta fyrir
mér sem risastóra vél þar sem konur
fara inn á færibandi og koma út staðl-
aðar á sál og likama. Sumar komast þó
ekkert á færibandið vegna þess að þær
em of feitar eða of eitthvað. Aðrar
nenna því ekki og fá skömm í hattinn
að launum. Samfélagið okkar sam-
þykldr þessa eldskírn. Að komast í
gegnum vélina er ekkert grín og ekki á
færi nema stöðluðustu kvenna. Til
dæmis fegurðardrottninga.
íslandsmeistari í fegurð
Fegðurðarsamkeppnir em kven-
dómsvígslur hins klámvædda karla-
samfélags. Þær sem komast í gegn em
ákjósanlegar. Þar em staðlamir settir
og allir fylgjast með. Allt niður í 5 ára
stelpur vilja líkast þessum drottning-
um. Að minnsta kosti dóttir mín og
bekkjarsystur hennar. Það er svo margt
sem gengur ekki upp í hugmyndinni
um fegurðarsamkeppni að það tekur
ekki tali. Ég nefni því aðeins nokkur
dæmi. í keppnum af öllum toga vinnur
sá sem skarar fram úr. Ekki í fegurðar-
samkeppni, sú vinnur sem skarar sem
minnst úr, sú sem er likust einhverri
fyrirframgefinni hugmynd um fegurð.
Hvernig er hægt að keppa í því að vera
í sundbol? Sérstaklega þegar allir sund-
bolimir em eins? Svo labba þær ekki
einu sinni um berfættar, þær em í
perralegum háhæluðum skóm! Á kona
með gleraugu einhvem séns í að kom-
ast í fegurðarsamkeppni? Eða kona
Teitur Atlason
er á móti því að litið sé
á fegurðardrottningar
sem fyrirmyndir.
Geðsjúkdómar á borð
við anorexíu og
bulimiu hrjá fólk sem
á í vandræðum með
sjálfsímynd sína
vegna fáránlegra
krafna samfélagsins.
Einelti og útskúfun er
staðreynd sem þeir
sem eru frábrugðnir
staðlinum kljást við.
sem misst hefur framan af fingri? Kona
sem hefur eignast bam? Hvemig í
ósköpunum er hægt að vera íslands-
meistari í fegurð? Og hvað er þetta með
persónuleikann? Það á víst að vera ein-
hver faktor í einkunnagjöf dómara i
fegurðarsamkeppnum. Persónuleiki
þátttakenda. Þegar persónuleiki kepp-
enda er afhjúpaður kemur ljós óvænt-
ur vinkill. Persónuleikinn sem afhjúp-
ast er auðvitað ekki persónuleiki kepp-
enda, heldur persónuleiki sem hið
klámvædda karlasamfélag vill. Staðl-
aður persónuleiki. Svo staðlaður að all-
ir kannast við hina ömurlegu staðal-
ímynd fegurðardrottningarinnar sem
hefur áhuga á útivist, ferðalögum og
bömum. Það eina sem vantar er; „hef
mikinn áhuga á íjölbreyttu kynlífi".
Keppni í fegurð. Hveijum datt þetta í
hug eiginlega? Að keppa í fegurð er
eins og að keppa í vináttu, smekkleysi
eða einhveiju álíka.
Siðferðileg þversögn
Þetta er samt ekkert fyndið. Þetta
er grafalvarlegt mál. Stöðlunarárátta
hins klámvædda karlasamfélags hef-
ur banvænar afleiðingar. Geðsjúk-
dómar á borð við anorexíu og bulim-
iu hrjá fólk sem á í vandræðum með
sjálfsímynd sína vegna fáránlegra
krafiia samfélagsins. Einelti og út-
skúfun er staðreynd sem þeir sem
em frábmgðnir staðlinum kljást við.
Að upplifa sig vonlausan vegna þess
að maður er ekki svona eða hinsegin,
það er uppskrift að vanlíðan og þján-
ingu. Fegurðardrottningar setja
staðlana sem ungar konur reyna eftir
ff emsta megni að fylgja, með hörmu-
legum afleiðingum oft og tíðum. Ég
hef oft furðað mig á því að engin
virðist hafa tengt fegurðarsam-
keppnir og þá staðla sem þær setja
við fjölgun geðsjúkdóma og sjálfs-
morða. Það var einmitt þessvegna
sem mig rak í rogastans á miðviku-
daginn fyrir viku. En þá var fegurðar-
drottning að auglýsa sjálfstyrkingar-
námskeið. Eitt af því sem átti að
kenna á sjálfsstyrkingarnámskeiðinu
var framkoma, útlit og förðun. Ég
sem hélt að sjálfstyrking fælist í því
að þurfa ekki förðun! Þama bítur
skömmin í skottið á sér.
Marilyn Manson hvað?
Þrátt fyrir þessa neikvæðu mynd
af fegurðarsamkeppnum er ég ekkert
á móti þeim, ég er hins vegar á móti
því hvemig fjölmiðlar hampa sigur-
vegurunum úr þessum keppnum.
Fegurðarsamkeppnir fá nefnilega
umfjöllun eins og um venjulega
íþróttakeppni væri að ræða. Ég vil
gjaman sjá að fegurðarsamkeppnir
verði almennt álitnar saklaus
skemmtun fyrir botnfall samfélags-
ins. Fegurðardrottningum er oft
hampað sem frábærum fyrirmyndum
fyrir ungar stelpur. Sannleikurinn er
sá að þær em ekki góðar fyrirmyndir.
Þær em verstu fyrirmyndir sem hægt
er að hugsa sér.
Yfirlýsing stjórnenda Menntaskólans á ísafirði:
„Hafa skal það sem sannara reynist"
Síðustu daga hafa lesendur DV
orðið vitni að einkar ómaklegri um-
fjöllun um Menntaskólann á Isafirði
og skólameistara hans. Undirrót
þeirra skrifa virðist vera sú stað-
reynd að starfsmaður sem áminntur
hefur verið fyrir vanrækslu í starfi
vill ekki una áminningunni og
hefur höfðað einkamál á hendur
skólanum til ógildingar. Af
þessu spratt umfjöllun í blað-
inu þar sem dregin hefur
verið upp ófögur mynd af
stjómarháttum skóla-
meistara og samskiptum
hans við starfsfólk skólans
og nemendur. Hefur sú
umfjöllun verið í véfrétta-
stfl, byggð á nafiilausum
heimildarmönnum sem ekki
hafa þor eða manndóm til að
tala í eigin nafni. Fjölyrt
hefur verið um „stjómsýslu-
kærur" eina eða fleiri og
hafðar uppi ærumeiðandi
fullyrðingar um stjórnar-
hætti innan skólans. Sak-
laust fólk sem engan hlut á
að máli hefur verið dregið
inn í þessa umræðu með
ómaklegum hætti, nemendur,
kennarar og nú síðast fyrrver-
andi fjármálafulltrúi, traustur
starfsmaður til margra ára, sem er
að ljúka farsælum starfsferli við
skólann.
Undirritaðir stjórnendur
Menntaskólans á ísafirði lýsa hér
með vanþóknun á þeim mála-
tilbúnaði sem settur
hefur verið fram í
blaðinu. Við
fullyrðum
að milli stjórnenda og annarra
starfsmanna skólans ríki eðlilegir
samskiptahættir og almenn háttvísi.
Jafnframt upplýsum við að engin
stjórnsýslukæra hefur verið lögð
fr am gegn skólanum vegna stjórnar-
hátta þar innan dyra. Hinsvegar
hefur, eins og fram er komið, einn
starfsmaður höfðað einkamál á
hendur skólanum vegna áminning-
ar fyrir vanrækslu í starfi sem við-
komandi vill ekki sæta og verður
það mál tekið fyrir í Héraðsdómi
Vestfjarða innan fárra vikna. í því
tilviki reyndist ekki grundvöllur fyrir
stjórnsýslukæru og því var höfðað
einkamál. Dylgjur um að „fleiri mál“
hafi verið höfðuð gegn skólanum
eru ósannindi eftir því sem við vit-
um best á þessari stundu.
Fullyrðingar blaðsins um „hrika-
legt'' andrúmsloft innan veggja skól-
ans urðu fyrst að veruleika daginn
sem blaðið hóf sína fáheyrðu atlögu
gegn vinnustað okkar og mannorði
skólameistara í skjóli nafnlausra
heimildarmanna. Sú ófrægingar-
herferð hefur nú þegar valdið
ómældum skaða.
Undanfarin ár hefur verið unnið
mikið og öflugt uppbyggingarstarf
við Menntaskólann á Isafirði þar
sem kröfur eru gerðar til bæði nem-
enda og kennara. Það uppbygging-
arstarf hefur nú þegar skilað sér í
30% aðsóknaraukningu nemenda á
undanförnum 3 árum. Ennfremur
hefur á sama tíma orðið bylting í at-
gervissókn að skólanum þar sem vel
menntaðir réttindakennarar eru nú
80% kennaraliðsins í stað 20% áður.
Við Menntaskólann á ísafirði starfar
m.ö.o. hópur vel menntaðra og
hæfra kennara sem til þessa hefur
verið samstíga stjórnendum í efl-
ingu skólastarfsins oglitið á skólann
sem góðan og skapandi vinnustað.
Við óskum þess hér með að
skólasamfélagi okkar verði nú gef-
inn starfsfriður til að vinna úr þeim
erfiðu aðstæðum sem skapast hafa í
kjölfar þessarar blaöaumíjöllunar.
Ólína Þorvaiðardóttii,
skólameistarí
Guöbjaitur Ólason,
aðstoðaiskólameistarí
Guömundur Þór Gunnarssoa,
áfangastjóri
Gísli Halldórsson, íjármálastjóri
Stella Hjaltadóttii, námsráðgjafí
Athugasemd ritstjórnar
Að gefnu tilefni skal tekið
fram að það er rangt sem sagt er
í yfirlýsingu stjórnar Mennta-
skólans á ísafirði að ekki hafi
verið lögð fram stjórnsýslukæra
vegna starfa Ólínu Þorvarðar-
dóttur skólameistara. Ingibjörg
Ingadóttir, kennarinn sem hefur
stefnt Ólínu fyrir hönd Mennta-
skólans, lagði fram þá stjórn-
sýslukæru, sem nú er orðin að
lögsókn sem umræddur kennari
hefur falið lögfræðingi Kennara-
sambandsins að reka fyrir sig.
DV stendur við fréttir sínar af
samskiptum skólameistara
Menntaskólans á ísafirði við
kennara.
• Það er ijör í
myndlistinni. Um
helgina opna nokkr-
ir myndlistarmenn
sýningar: Brynhildur
Þorgeirsdóttir, Ráð-
hildur Ingadóttir,
Hrafrikell Sigurðs-
son þeirra á meðal. Ekkert þeirra er
á lista hinna útvöldu myndlistar-
manna sem Jessica Morgan valdi í
dýrustu samsýningu íslandssög-
unnar sem haldin verður um aflt
land ívor...
• Stefán Jón Hafstein skrifar pistil í
Moggann í gær um Morgan-sýning-
una: Reykjavík með
sjálfstraust í lagi
kaflast hann. „Því er
alls ekki að neita að
val listamanna á
svona hátíð hlýtur
að vera umdeilt og
jafnvel valda kurr.
Það er í lagi því annað væri óhugs-
andi. Við eigum aðeins að miða við
það besta þegar Listahátíð er ann-
ars vegar....“ Það eru kaldar kveðj-
urnar sem formaður menntaráðs
borgarinnar sendir öllum myndlist-
armönnum í landinu sem ekki
komast á lista hinna útvöldu. Þessir
ellefu sem eru á lista hinna útvöldu
geta glaðst yfir að vera í náðinni hjá
Hafstein og Morgan...
• Úrslitakvöldið
beinni útsend-
ingu á Stöð 2
annað kvöld og
mæðir mikið á
þeim Simma
og Jóa. Þjóðin
bíður spennt
en áhorfendur
hafa einnig tekið eftir því að ákveð-
inn dómari í Idol hefur sýnt
ákveðnum keppanda áhuga sem
verður að teljast umfram það eðli-
lega. Er nú spurt hvort það sam-
rýmist alþjóðlegum reglum keppn-
innar og þá sérstaklega ef kynnin
verða of náin á meðan og eftir að
leik lýkur...
• Kanaríeyjar eru að slá í gegn aftur
eftir að hafa þótt hálf púkalegar um
árabil.
Þúsundir
íslend-
inga
streyma
til Kanarí
um pásk-
ana; þrjár
flugvélar
fóru í fyrradag og fleiri eru á leið-
inni. Það verður heimilislegt hjá fs-
lendingunum á Kanarí því þar eru
reknir minnst tveir íslenskir barir.
Annar heitir Klörubar, nefndur eftir
Klöru Baldursdóttur, og er í al-
þekktri verslunarmiðstöð á staðn-
um. Hinn er Salon Koral en þar hef-
ur Elín Ágústsdóttir ráðið ríkjum.
Þykir íslendingum gott að koma á
þessa staði þar sem matseðlarnir
eruáíslensku...
• Fyrir þá sem fara til Malaga um
páskana skal bent á Bar Gussi,
kenndur við Guðmund Jónsson, á
Torremolin-
os. Og hinir
sem fara til
Benidorm
geta litið við
hjáHelgaB.
Helgasyni
sem rekur
Subway á
Playa Lev-
ante...
í Idol verður í