Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2005, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2005, Síða 8
8 MÁNUDAGUR 14. MARS 2005 Fréttir DV Innbrot í sumarbústað Tilkynnt var um innbrot í einn sumarbústað £ Svína- dal um helgina, að sögn lögreglunnar í Borgarnesi. Á meðal þess sem stolið var voru græjur og sjónvarp. Lögreglan sagði að ekki hefðu verið miklar skemmdir unnar á bú- staðnum. Ekki er vitað hvenær innbrotið átti sér stað. Tvær vikur eru síðan síðast var gist í bústaðnum og innbrotið því átt sér stað á þeim tíma. Engar upplýs- ingar liggja fyrir um hverjir voru að verki en málið er í athugun. Hassfundur á Akranesi Ungur maður var hand- tekinn á Akranesi með tíu grömm af hassi aðfaranótt sunnudagsins. Lögreglan á Akranesi stöðvaði manninn við venjubundið eftirlit. Að sögn lögreglunnar fannst hluti af hassinu í bílnum. Þá var farið heim til mannsins þar sem hann vísaði á meira af hassi. Við yfirheyrslur viðurkenndi maðurinn að eiga hassið og sagði það til einkanota. Honum var sleppt að lok- inni skýrslutöku. Margir óku of hratt Ökumönnum lá á í um- dæmi lögreglunnar á Sel- fossi um helgina. Tólf voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur á laugardaginn. Sá sem hraðast ók mældist á 151 kílómetra hraða á klukkustund á Hellisheið- inni. Hann á yfir höfði sér mánaðar ökuleyfissvipt- ingu og háa sekt. Einn var tekinn á 73 kílómetra hraða innanbæjar. í gær var búið að stööva sex ökumenn um kvöldmatarleytið. Þá voru tveir teknir fyrir ölvun- arakstur. Annar var einnig grunaður um að vera undir áhrifum lyfja. Báðir fóru í blóðrannsókn og var sleppt eftir yfirheyrslur. Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss, segir frásagnir Pólverja á Þorlákshöfn af fordómum og áreitni byggðar á misskilningi. Vel sé staðið að innflytjendamálum í bænum. Þótt mönnum lendi saman þurfi það ekki að tengjast þjóðerni eða upp- runa. Á annað hundrað manns af erlendum uppruna búa í Þorlákshöfn og nágrenni. Pólverjar sem DV ræddi við segjast hafa sætt ofsóknum þar. Misskilningur eð Pólverjar sæd ol um í Þorlákshöfn „Ég kem alveg af fjöllum," segir Ólafur Áki Ragnarsson, bæjar- stjóri Ölfuss, aðspurður um þjóðemiserjurnar í Þorlákshöfn. Pólverjar sem DVhefur rætt við segjast hafa hrökklast úr bænum vegna ofsókna og fordóma. Einn þeirra er Norbert Witecki sem er fyrir rétti eftir að hafa stungið Ungan Þorlákshafnarbúa.með hnífi. Norbert segist hafa óttast um líf sitt og flúði á endanum úr bænum. Hann býr nú í Kópavogi. „Ég kannast ekki við að ein hver vandamál hafi verið hér í bænum vegna innflytj- enda,“ segir Ólafur Áki Ragnarsson bæjarstjóri. Að sögn Ólafs Áka er vel staðið að málum innflytj- enda í Þorlákshöfn. „Hér eru fjölmargir Pólverjar og ég veit ekki betur en að þeim gangi vel að aðlagast sam- félaginu," segir hann. Ólafur Áki tekur sem dæmi að íbúa- þing hafi verið haldið í bænum fyrir skömmu og þá hafi málefni fólks af erlendum uppruna verið gef- inn sérstakur gaumur. Hrökklaðist frá bænum Pólverjar sem DV hefur rætt við taka ekki undir þá mjmd sem Ólafiir bæjarstjóri dregur upp. Þeir segja að Pólverjar séu útskúfaðir í bænum. í helgarblaði DV var viðtal við Krzysztof K., sem sagðist hafa hrökklast frá Þorlákshöfn eftir að hafa orðið fýrir áreitni frá ungmennum í Þorlákshöfn. Krzysztof K. sagði meðal annars frá því að hús hans hefði ítrekað verið grýtt um helgar af ölvuðum ungmennum og að barið hefði verið á hurðir og glugga svo íbúum hafi ekki verið vært. Krzysztof sagði Pólverja reyna að komast hjá því að fara úr húsi eftir vinnu til að forð- ast átök. Ólafur Áki Ragnars- son Bæjarstjóri Ölfuss hefur ekki heyrt af vand- ræöum. Norbert segir að Rún- arhafi ásamt fé- lögum sínum verið með ógn- andi tilburði í sinn garð og hreytt í hann niðurlægjandi orðum. Rúnar hafi svo ráðist áhann eftir að íslensk stúlka fór inn í bíl Krzysztof K.FIuttifrá Þorlákshöfn og Hður nú vel i Bolungarv/k Erjur enduðu með árás DV hefur sagt frá máli Norberts Witecki sem hefur viðurkennt að hafa stungið ungan mann frá Þorlákshöfn, Rúnar Guðmundsson. Norberts. Norbert hafi þá dregið upp hníf og stungið Rúnar. Þess er rétt að geta að fyrir hér- aðsdómi kannaðist Rúnar Guð- mundsson ekki við að hafa ráðist á Norbert heldur segir þvert á móti að hnifsstungan hafi verið algjörlega fýrirvaralaus. Þá hefur Norbert sagt við DV að hann sjái ekki eftir að hafa stungið Rúnar. Sögusagnir byggðar á mis- skiíningi Ólafur Áki bæjarstjóri segir um málið að þó mönnum lendi saman þurfi það ekki endilega að tengjast þjóðerni eða uppruna. Hann segir að frásagnir Pólverja séu byggðar á misskilningi og að hann telji ekki sérstaka ástæðu til að grípa til að- gerða vegnaþeirra. „Ég veit ekki betur en að þetta fólk falli vel að samfélaginu hér. Þau vinna mikið eins og frægt er og eru yfirleitt hér til þess að reyna byggja sig upp," segir ÓlafurÁki. andri@idv.is „Ég veit ekki betur en aö þetta fólk falli vel að samfélaginu hér/' Fékk ekki stöðu flóttamanns og stefnir dómsmálaráðuneytinu Úsbekska konan Yana Sana vill vera flóttamaður Mál úsbeksku konunnar Yana Sana á hendur íslenska ríkinu verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur £ dag. Yana sættir sig ekki við að dómsmála- ráðuneytið veitti henni og afganska eiginmanni hennar, Ramin Sana, ekki stöðu flóttamanna. Reka þau nú hvort sitt málið á hendur ríkinu til að fá þess- Hvað liggur á? ari ákörðun hnekkt. Yana og Ramin sóttu um pólitfskt hæli á íslandi skömmu fyrir jólin árið 2003. Sögðust þau verða fýrir fordómum i heimalandi si'nu. Dómsmálaráðuneytið veitti þeim þó aðeins dvalarleyfi til eins árs af mannúðarástæðum. Möguleiki var gef- inn á varanlegu dvalarleyfi £ kjölfarið. Þau vilja fá stöðu flóttamanna sam- „Nú liggur á að finna umræðuefni á móti sálfræðinni í ræðukeppni Háskóta Islands. Ann- ars liggur ekkert svakalega mikið á, maður á ekkert að flýta sér ofmikið. Eftir viku er svo leikur hjá kvennaliði Fram sem þarfað klára, ég og Gibboninn erum spenntir fyrir þeim leik og að stelpurnar okkar kiári deildina með sæmd/'segir Ingvar Örn Ákason (Byss- an), ræðumógúll og stuðningsmaður kvennaliðs Fram í handbolta. Björn Bjarnason Dómsmálaráðuneytið sagði að Yana og Ramin Sana væru ekki flóttamenn. kvæmt flóttamannasamningi Samein- uðu þjóðanna. Til þess að fá hæli sem pólitiskur flóttamaður þarf viðkomandi að sanna að hann sé ofsóttur £ heimalandinu. Ástandið £ Afganistan hefur verið afar óstöðugt áratugum saman. Og i Ús- Jana og Ramin Sana með barn sitt Litlu fjölskyldunni likar vel á Islandi. bekistan tilheyrði Jana kristnum minnihluta. Fram hefur komið £ DV að afar ' sjaldgæft er að útlendingar fá pólitiskt hæli á fslandi. Haft hefur verið efúr Birni Friðfinnssyni, þáverandi ráðu- neytisstjóra i dómsmálaráðuneytinu, að helsta ástæða þess séu reglur um Schengen-samstarfið. „Margir þeir flóttamenn sem koma til Evrópu koma í gegnum þriðja land og á því að reka mál þeirra þar," var haft eftir Bimi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.