Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2005, Page 17
DV Heilsan
MÁNUDAGUR 14. MARS 2005 17
Heit krabbameinslyf
,c.:' ,
‘vr
Eftir því sem fram kemur í fréttum
BBC er nýjasta ráð sérfræðinga í
krabbameinslækningum að hita upp
lyfin og sprauta þeim inn í kvið og
meltingarveg sjúklinga sem hafa
krabbamein á því svæði líkamans, þar
með talið í eggjastokkum og ristli. Sé
þessi meðferð notuð samhfiða skurð-
aðgerðum eru fifslikur og bætt líðan
langtleiddra sjúklinga taldar mun meiri
en þegar eldri lækningarráð eru notuð.
Er talið að hitinn í lyfjunum auki verk-
un lyfjanna en einnig bein snerting lyfj-
anna við krabbameinið. Segja þeir sem
hafa haft umsjón með tilraunum um
þessi mál að þeir sjúkfingar sem hljóti
meðhöndlum með heitum lyfjum ferð
fifi að meðaltafi 45,1 mánuði lengur en
þeir sem njóta hefðbundinnar læknis-
meðferðar.
Þeysi um á krossaranum
„Ég á mótorhjól, svokallaðan kross
ara sem ég þeysi um á, mér til heilsu-
bótar," segir Ragnar Jónasson hár-
greiðslumaður, betur þekktur sem
Raggi á Space, fullur sannfæringar-
krafts. „Þetta tekur mikið á og er
þar að auki hin besta skemmtun.
Svo var ég að byrja í ræktinni
þannig heilsuræktin er öll á leið í
rétta átt um þessar mundir.“
Þótt ótrúlegt megi virðast er gert upp á milli þeirra barna sem þurfa á gleraugum
á halda. Sum þeirra fá gleraugun sín að hluta endurgreidd frá Tryggingarstofnun
ríkisins og önnur ekki. Öll börn njóta sömu réttinda þegar kemur að tannviðgerð-
um og notkun heyrnartækja. Áratugagamlar ástæður liggja því að baki að nær-
sýnir fá ekki sín gleraugu að hluta endurgreidd og hefur þróunin síðan þá þróast
í að þessi hópur barna er einn undanskilinn sjálfsögðum réttindum sínum.
0 S| |
f1' f i ■' • ■
,
! - % ik,
Gleraugnakostnaður
fyrir hvert nærsýnt
barn í fjölskyldunni
er um 30 þúsund
krónuráári.
Um 10. hvert barn þarf á gleraug-
um að halda. Kostnaður foreldra
bama sem þurfa gleraugu, sem ekki
eru niðurgreidd af hálfu hins opin-
bera, er um 30 þúsund krónur á ári.
Fjarsýn böm fá sín gleraugu reyndar
niðurgreidd að stærstum hluta, en
ekki nærsýn. Þetta misræmi finnst
mörgum ósanngjamt en stjómvöld
hafa á undanfömum árum hafitað
því að breyta þessum reglum. Barátt-
unni er þó ekki lokið, Jóhanna Sig-
urðardóttir alþingismaður hefúr
lengi staðið í þessari baráttu oggerir
enn. Hún vill leggja fram reglugerð-
arbreytingu sem myndi koma til
móts við öll böm sem þurfa á gler-
augum að halda. Guðmundur Vigg-
ósson augnlæknir er formaður Sjón-
stöðvar Islands segir að þetta sé
spurning um réttindi og réttlæti.
Gleraugu Ekkiódýr
og nærsýn börn njóta
ekki sömu réttinda og
til dæmis fjarsýn börn.
Sum niðurgreidd
„Það hefur all lengi tíðkast að
tryggingarstofnun hafi niðurgreitt
bamagleraugu," segir Guðmundur.
„En bara fyrir ákveðinn hóp bama.
Hugmyndin var að þetta væm gler-
augu sem notuð væm í lækningaleg-
um tilgangi. Tilgangurinn var að
koma í veg fyrir að bam fengi síðar á
ævinni letiauga eða sjóndepurð á
öðm auga. Letiauga stafar af notkun-
arleysi á öðm auganu f frumbemsku.
Það verður til þess að viðkomandi
mun aldrei sjá vel með auganu það
sem eftir er ævinn- ' ,
ar. Ástæðumar
geta verið nokkr-
ar, sú algengasta
er að barnið er til-
eygt, sér skakkt
með öðm auganu,
eða að sjónlagið á
augunum, ljós-
brotið, sé misjafiit.
Smám saman fer
heifinn að hunsa
óským myndina
sem kemur frá
öðm auganu og
það er rótin að
þessu ástandi sem
hefur verið kallað
sljósýni. í mjög
mörgum tilvikum
er hægt að koma í veg fyrir þetta með
notkun gleraugna svo lengi sem upp
komist um ástandið nógu snemma."
Guðmundur segir að sjón bama
sé í mótun allt til sex ára aldurs. Upp-
haflega hafi verið byrjað að skoða
sjón bama reglubundið við fjögurra
ára aldur en að það hafi nú verið fært
fram til þriggja og hálfs árs aldurs.
Guðmundur var meðal þeirra sem
barðist fyrir því að færa sjónprófið
framar en hans reynsla segir honum
að böm geti tekið prófið þó svo að
þau séu þetta ung.
7,5% barna þurfa meðferð
„Það er algengt að sjö og hálft pró-
sent bama þurfa einhvers konar
meðferðar við hvað sjónina snertir.
99% bama á íslandi fara
í sjónprófið og um sjötta
hvert bam er sent til
frekari skoðunar. Helm-
ingur þeirra þarf með-
ferð, ýmist gleraugu eða
jafnvel aðgerð."
Að sögn Guðmund-
ar er þetta hugmyndin
á bak við endurgreiðsl-
umar. Þetta sé ekki
almennur fjárhags-
stuðningur við fjöl-
skyldur barna sem
þurfa að nota gleraugu,
heldur til að lækna
þessa kvilla. Að bömin
þurfi ekki að láta þetta
heilsufarsástand láta
koma niður á sér síðar
á ævinni til að mynda vegna úrræða-
leysis efnah'tilla foreldra. „En svo
ganga menn alltaf á lagið og fara
smám saman að greiða niður öll gler-
augu fyrir fjarsýna, öll gleraugu fyrir
þá sem em með sjónskekkju og svo
framvegis," segir Guðmundur. „Þeg-
ar þangað er komið fara menn að sjá
meira misrétti því að undanskilja alla
sem em nærsýnir. Nærsýni er jafn
mikil ástæða fyrir því að nota gler-
augu og það setur engin gleraugu á
barn án þess að tilefni sé til. Þetta er
mikið álag fyrir krakkana að þurfa að
ganga með gleraugu. Niðurgreiðslur,
hver sem ástæðan er fyrir notkun
gleraugna, er réttindaatriði."
Mikið misræmi
í upphafi var semsagt þessi lækn-
isfræðilegi rökstuðningur hafður til
gmndvallar um hvað réði endur-
greiðslu vegna gleraugnanotkunar
bama. Sú þróun sem hefur átt sér
stað síðan, að láta einfaldlega alla
fjarsýna og einstaklinga með sjón-
skekkju njóta þessara réttinda er í
mikilli mótsögn við sjálfan sig þar
sem nærsýnir em þessu undanskild-
ir. Þá em frá taldar þær staðreyndir
að heyrnartæki og tannviðgerðir
barna njóta niðurgreiðslu ríkisvalds-
ins. „Maður spyr sig hvort ekki eigi að
vera eitthvað samræmi þarna á milfi.
Mér skfist að þessi nýja reglugerð
sem verður lögð fyrir þingið gangi út
á að samræma einmitt þessa mis-
munandi hjálpartækjahópa og auka
réttindi og réttlætið f þessum máfi."
Þær fjöldamörgu íjölskyldur þar
sem bam þarf að ganga með gler-
augu vita sem er að það er ekki ódýrt.
Guðmundur segir að ekki sé óvarlegt
að áætla að kostnaðurinn hljómi upp
á 30 þúsund krónur á hvert barn á
ári.
„Hjá ungu börnunum þarf að
skipta árlega, jafnvel tvisvar á ári fyr-
ir þau allra yngstu. Hjá unglingum
fer svo sjónin að breytast mjög ört,
sérstaklega fyrir nærsýna. í mörgum
tilfellum þarf að skipta um gler á
hverju ári. Þar að auki em sjónlags-
gallar, eins og nærsýni, ættgengt fyr-
irbrigði. Maður sér oft heilu systkina-
hópana þar sem þau öll þurfa á gler-
augum að halda. Þetta er því töluvert
stór biti fyrir fjölskylduna."
eirikurst@dv.is
Matargatið
Heilsa og
næring
1. Til eru margar tegundir græn-
metisæta, þær sem oft eru kallaðar
vegan:
1. Borða engar afurðir af dýrum
2. Borða fisk og kjúkling
3. Borða egg og mjólk
4. Forðast rautt kjöt og sykur
2. Uppistaða mataræðis
þíns ætti að vera:
1. Kornvörur, mjólkuraf-
urðir, kjöt og baunir
2. Grænmeti, ávextir
og mjólkurvörur
3. Kornvörur, grænmeti og ávextir
4. Grænmeti, ávextir, kjöt og baunir
3. Næringarefni sem sérstaklega er
mælt með fyrir þungaðar konur og
á að fyrirbyggja að barn fæðist með
klofinn hrygg er:
1. Kalslum
2. Fólínsýra
3. Járn
4. D vítanmín
4. Þegar þú eldist er gott fyrir þig
að:
1. Draga úr neyslu hitaeininga
2. Auka neyslu á kalsiumi, D
vítamini og B12
3. Reyna að drekka nægan vökva
4. Allt að ofangreindu
Rétt svör:
Spurnlng 1
rétt svar er svar nr. 1
Vegan-grænmetisætur borða engar
dýraafurðir.
Spurning 2
rétt svar er nr. 3
Flestir mæla með þvi að stærstur hluti
hitaeininganeyslu okkar eigi að koma
úr trefjarlkri fæðu, svo sem grófu
brauði, höfrum, hrisgrjónum og pasta.
Mælt er með þv( að maður fál sér um
það bil fimm skammta af grænmeti
og tvo til þrjá ávexti daglega.
Spurning 3
réttsvarernr.2
Fullorðnu fólki og konum sem ekki
eru barnhafandi er ráðlagt að neyta
0,3 milligramma á dag. Fyrir þungaðar
konur og þær sem hyggjast eignast
barn er mælt með að neyslan sé 0,4
milligrömm á dag þar sem fólinsýra
minnkar líkur á fósturskaða.
Spurning 4
réttsvarernr.4
Þegar við eldumst er nauðsynlegt að
endurskoða neyslu okkar á hitaein-
ingum og næringarefnum.
Margrét Lára Viðarsdóttir,
knattspyrnukorta.
Hver er fyrsta matarminningin?
„Ég held bara ekki að ég eigi einhverja sérstaka æskuminn-
ingu tengda mat. Ætli það sé ekki bara barnamaukið eða
eitthvað álíka."
Hvað borðaðiru i morgunmat?
„Cheerios og Trópi - og lýsi auðvitað. Þetta er fremur hefð-
bundinn morgunmatur hjá mér.“
Hvaða matar gætiru ekki verið án?
„Ég hélt áður en ég flutti að heiman að ég gæti ekki verið án matarins hennar mömmu. En
það get ég greinilega/
Hvaða mat þolirðu ekki?
„Humar og rækjur fínnst mér vera fremur ógeðfelldur matur, þó svo að hann sé borðaður
heima nánast tvisvar I viku. Svo finnst mér feitt súpukjöt alls ekki gott."
Hvaða mat myndiru taka með þér á eyðieyju?
„Kjúkling enda borða ég mikið afhonum og elda á mismunandimáta.“
Hvað finnst þér skemmtilegast að elda?
„Kjúklingarétti, helst með fersku grænmeti, feitu hvitlauksbrauði, sósu og kartöflum sem
eru matreiddar á einhvern skemmtilegan hátt.“