Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2005, Side 27
DV Hér&nú
MÁNUDAGUR 14. MARS 2005 27
Rod á skeljarnar í París
Hinn rámi söngvari Rod Stewart ætlar að giftast
kærustu sinni, Penny Lancaster. Rod er orðinn sex-
tugur og bað Penny, sem er 33 ára, íEiffelturninum
þegar þau voru þar í fríi á dögunum.„Ég elska þig -
viltu giftast mér?"sagði Rod, flottur á þvísem fyrr.
„Ég faðmaði hann strax og grét eftir að hafa séð
þennan ótrúlega hring sem hann gaf mér," sagði
Penny. Þau hafa verið saman í rúm fimm ár en
þetta mun verða þriðja hjónaband Rod Stewart.
Lærir karate til að
ida McCartney
Scarlett í Indiana Jones
Scarlett Johansson mun leika í næstu mynd um Indiana Jo-
nes, eftir að Tom Cruise valdi hana sjálfur til verksins. Leikkon
an unga mun fá það hlutverk að vera aðstoðarkona
Harrison Ford. Sagt er að Cruise hafi sannfært leikstjór-
ann Steven Spielberg um ágæta Johansson þegar þeir
unnu saman að War Of The Worlds á dögunum.
„Steven fannst ekki margar ungar leikkonur koma til
greina. Þeir ræddu Natalie Portman en fannst hún of
tengd Star Wars svo Scarlett var sú eina sem kom til
greina," sagði heimildarmaður.
Bíður spennt
eltir sumrinu
• •• /'
‘ <%>v-
Fyrirsætan Ósk Norfjörð bíður spennt eftir
sumrinu en þessa dagana eiga synir hennar og
búslóðaflutningar hug hennar allan. „Ég er
heimavinnandi eins og er, að hugsa um strák-
ana mína sem eru eins og hálfs árs, fjögurra og
sex ára. Svo er ég á fullu að pakka og ganga ff á en
ég er að flytja um þessar mundir," segir Ósk
Norfjörð fyrirsæta sem er 26 ára gömul.
Ósk hefur þó ekki alveg sagt skilið við fyrir-
sætustörfin. „Ég tek að mér verkefni af og til svo
það er alltaf eitthvað að gera í fyrirsætustörfun-
um hjá mér.“ Þegar tími gefst til nýtur Ósk þess
að fara í lengri og styttri gönguferðir.
„Ég hef mjög gaman að útivist og nota fntíma *
minn til að fara í gönguferðir. Hálendið er mjög
fallegt og það er gaman að fara í gönguferðir um JJ*
það en ég hef margoft gengið Laugaveginn." Ósk
fer einnig í skipulagðar gönguferðir. „Já, ég hef •* •
farið í skipulagðar gönguferðir en það er líka ■'
mjög gaman að fara í ferð með góðum hóp af
fólki og njóta náttúru landsins með þeimJj|(^^
sagði Ósk að lokum.
tfœ'
|i I -íwmmgrn ■
,
■sM ■
Kröfuhörð í
svefnherberginu
Lífið leikúr við stjörnuleikarann Tom Cruise þessa
dagana enda hefur hann nælt sér i eina af eftirsóttustu
konum í skemmtanaiðnaðinum. Sú heitir Sofia Vergara
og er uppnefnd Sofia Viagra vegna þeirra áhrifa sem
hún hefur á karlmenn. Sofia segist ánægð með sam-
band sitt við Krúsa.
„Það er gaman að hitta karlmenn eina kvöldstund
en mér finnst þó betra að eiga í sambandi við þá karl-
menn sem ég er með svo maður fái allan pakkann,"
segir hún.„Mér finnst það heimskulegasta sem konur
geta gert er að gera sér upp fullnægingu," segir Sofia
sem greinilega gerir miklar kröfur til ástmanna sinna.
„Ég var að verða 18 ára þegar ég missti meydóminn.
Það var ágætt en ég nýt kynlífsins meira núna. Þvi
meira sem þú gerir af því, þeim mun betri verður þú!"
Sofia hefur áður verið með mörgum stórstjörnum,
mönnum á borð við Puff Daddy, Enrique Iglesias, Craig
David og Mark Wahlberg. Hún virðist þó hafa fundið
ástina með Tom Cruise en setur honum eina skýra
reglu: „Ef ég kæmist að því að maðurinn minn héldi
framhjá mér þá myndi ég drepa hann!"
Dugleg að rækta ást-
Þau Álfrún örnólfsdóttir, leikkona, og Friðrik Friðriksson,
leikari, hafa í nógu að snúast þessa dagana. „Ég er að leika í
leikritinu Segðu mér allt sem er sýnt á nýja sviðinu í Borgar-
leikhúsinu. Svo er ég að æfa dans og bakraddir fyrir
Eurovisionlagið en ég syng bakraddir við lagið og dansa ásamt
þeim Ambjörgu Hlíf Valsdóttur, Lovísu Gunnarsdóttur og
Aðalheiði Halldórsdóttur. Ég er mjög spennt yfir þessu öllu
saman og hlakka til að fara út með hópnum," segir Alfrún. Álf-
rún er nú í æfingafríi frá leikhúsinu svo hún hefur nægan tíma
fyrir áhugamálin og kærastann, en þau Friðrik hafa verið sam-
an í rúmt hálft ár.
Friðrik er í leikritinu Brotið eftir Þórdísi Elvu Þorvalds-
dóttur Bachman en leikritið er sýnt í Flafnarfjarðarleikhúsinu
og hefur fengið góð viðbrögð gagnrýnenda. „Ég er líka að æfa
og undirbúa fyrir leikrit sem ber vinnuheitið Glæpur gegn
diskóinu sem er byggt á eintölum þriggja leikara sem eru auk
mín, Ólafur Darri Ólafsson og Guðmundur Ingi Þorvaldsson."
Það er Agnar Jón Egilsson, leikari, sem leikstýrir leikritinu
og það verður frumsýnt í byrjun maí á litla sviðinu í Borgar-
leikhúsinu. Friðrik er einnig í sýningunni Ég er ekki hommi
sem sýnt er í Loftkastalanum en á milli leiksýninga og æfinga
notar hann tímann til að vera með Álfrúnu og vinum og fjöl-
skyldu.
„Ég á engin týpísk áhugamál. Ég er enginn golf- eða lax-
veiðimaður og hestamennska heillar mig ekki heldur. Við Álf-
rún byrjuðum í fimleikum fyrir stuttu og það er mjög
skemmtilegt og æfingarnar ganga vel,“ segir Friðrik.
Þau Friðrik og Álfrún eru ástfangið par og eru dugleg að
rækta ástina. „Við erum að fara út til London um páskana og
ætlum að hafa það huggulegt, kynna okkur leikhúslífið í
London og njóta þess sem borgin hefur upp á að bjóða,“ segir
Friðrik að lokum.