Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2005, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2005, Síða 33
DV Menning MÁNUDAGUR 14. MARS 2005 33 Teikning Harðar af dómkirkjunni í Skálholti. Lengi hefur staðið til á þessum síðum að vekja athygli á yfirlitssýningu á litlu broti af lífsstarfi Harðar Ágústssonar sem nú stendur yfir á Kjarvalss Hannes Lárusson skoðaði Það er oft haft á orði þegar listir eru annars vegar að tíminn og sagan leiði í ljós hvert raunverúlegt gildi verkanna sé. Samtímanienn hafa það þó gjarnan í undirmeðvitund sinni íivað muni trúlega vera markverðast og hverjir hafi neistann. Ekki er þar með sagt að tipplað sé á tánum í kringum slíka menn í innihaldslausu dekri og látalátum, öðru nær, oft er á þá lagt ails konar vesen, mótdrægni og sinnuleysiskergja; kannski einmitt af því að undir niðri grunar menn að hina raunverulegu umbun sé einung- is að finna í vel unnu verki. í sýningarskrá á yfirlitssýningu á verkum Harðar Ágústssonar eru leidd að því gild rök að Hörður eigi að baki frábært verk á sviði sjónlista á afar breiðum grundvelli. Mér sýnist eink- um þrennt liggja árangursríku fram- lagi hans til grundvallar. Fyrsta og annað f fyrsta lagi er það skýrleiki. I flest- um verkum Harðar er að finna áber- andi skerpu í framsetningu, tækni og hugsun. Textar hans eru meitlaðir, algerlega án tilgerðar eða sýndar- mennsku en hverfast þétt um leið- andi hugsun. í myndverkum hans og hönnun er eins og blýanti, penna, pensli eða límbandi sé beitt sem rak- hnífur væri. í öðru lagi er það einurð, sá hæfi- leiki að geta þaullegið yfir viðfangs- efnum og þannig skyggnst inn í eðli þeirra og grundvöll. Hvergi kemur þetta skýr-ar fram en í rannsóknum Harðar á íslenskri byggingararfleifð sem eru slíkar á breidd og dýpt að halda mætti að þar væri um að ræða áratugavinnu heillar stofnunar frem- ur en eins manns verk. Það þriðja í þriðja lagi virðist mér öll verk Harðar byggja á ástríðu. Textar hans og myndverk eru innblásin og full af lífi og alúð, ávallt opin fyrir tilraunum og nýjum möguleikum. Sjónlist Harðar er miðlandi og í þeim býr ástríðufull en yfirveguð trú á betri heim. Þeir sem leggja leið sína á Kjar- valsstaði til að skoða sýnishorn af verkum Harðar Ágústssonar ættu að hafa þessa þrjá þætti í huga og gefa því gaum hvernig þeir kristallast í verkum hans og fordæmi. Á sýningunni er að finna afar framsækin og snjöll geómetrísk verk sem rekja má allt aftur til fyrri hluta sjötta áratugarins og náðu hámarki í einni eftirminnilegustu sýningu síð- ustu áratuga „Úr lit og formsmiðju" á Kjarvalsstöðum 1976. En drjúgur hluti þeirra verka, sem mörg voru unnin með lituðum límböndum, er nú aftur til sýnis á sama stað. Sýningarskrá Þá er sýningarskrá þeirrar sýningar vafalaust með því allra stilhreinasta sem gert hefur verið á því sviði hér- lendis. Einnig gefur hér að h'ta athyglis- verð sýnishom af hönnun Harðar, auglýsingagerð og bókaskreytingum en á því sviði var hann um sumt frum- kvöðull og brautryðjandi. Hér eru einnig nokkur ágæt sýnishom af vönd- uðum húsateikningum hans og ljós- myndum af sama efni, en fer þá heldur betur að þrengjast um í vestursalnum sem er miður því skoðun, rannsóknir og túlkun Harðar á íslenkri bygg- ingaarfleifð er viðamesti og líklega heil- steyptastí þátturinn í sköpunarstarfi hans. Sýningarstjórn Aðstandendur sýngarinnar, þeir Eiríkur Þorláksson, Pétur H. Ármanns- son og Guðmundur Oddur Magnúss- son hafa allir unnið harla gott verk í samsetningu sýningarinnar. Umhugs- unarefni er þó hvort ekki hefði verið réttara að leggja allt sýningarrými Kjar- valsstaða undir sýningu sem reyndar er nefhd því mikilúðlega nafni „Endur- reisnarmaður íslenskra sjónmennta". Þeir Helgi Hjáltalín og Pétur Öm hefðu vel haft efni á því að bíða í nokkra mán- uði með annars áhugaverða sýningu sína í miðrýminu og hvíla hefði mátt sýningu Kjarvals í austursalnum á meðan. Meira pláss Myndlist Harðar hefði léttilega fyllt vestursalinn, hönnun hans miðrýmið og byggingalist hans og húsasaga aust- ursalinn, enda ffamlag Harðar Ágúst- sonar til íslenskrar sjónhstar og mynd- menningar slíkt að Jóhannes Kjarval hefði sjálfur vafalaust ekki hikað við að lána honum allt húsið í nokkrar vikur; - kannski dugar þrátt fyrir allt ekki til að vera spámaður í sínu föðurlandi. Hannes Lárusson Nýstárleg og ögrandi sviðsetning á aldargömlu verki eftir sjálfan Strindberg! Er hann ekki hundleiðinlegur, stífur og sænskur í þokkabót? í Borgarleikhúsinu var hann testaður á föstudagskvöldið og reyndist sprellifandi í meðförum yngri og eldri leikara. Leikfélag Reykjavikur í samstarfi við Listaháskóla Islands sýnir á Stóra sviði Borgarieikhússins: Draumleikur eftir Ágúst Strind- berg. Þýðandi: Hafliði Arngríms- son. Leikstjórn og leikgerð: Bene- dikt Erlingsson. Leikmynd: Gretar Reynisson. Búningar: Stefanía Adolfsdóttir. Lýsing: Lárus Björns- son. Tónlist: Pétur Þór Benedikts- son. Gervi: Guðrún Þorvarðar- dóttir. Hljóð:Jakob Tryggvason og Pétur Þór Benediktsson. Leik- endur: Jóhanna Friðrika Sæ- mundsdóttir, Pétur Einarsson, Guðmundur Ólafsson, Halldór Gylfason, Atli Þór Albertsson, Að- albjörg Þóra Árnadóttir, Ólafur Steinn Ingunnarson, Björn Ingi Hilmarson, Halldóra Geirharðs- dóttir, Oddný Helgadóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Guðjón Davið Karlsson, Theodór Július- son, Orri Huginn Ágústsson. Frumsýning 11. mars 2005. Sjö leikarar Leikfélagsins mættu níu lokaársnemum í leiklistardeild Listaháskólans. Umsjón sviðsetningar var í höndum Benedikts Erlingssonar sem sneri heim skamma hríð til að koma leikgerð sinni á styttum Draumleik Strindbergs á svið, þessu byltingarkennda og nútímalega verki sem er komið vel á annað hundraðið, skrifað 1901. Benedikt er flinkur maður, snjall og persónulegur Ieikari með háska- lega þungan og hættulegan tón í bland við hreinan trúðskap. Hann hefur sett nokkrar leiksýningar á svið, þekktasta tvíleik sinn eftír Gunnlaugs sögu Ormstungu, en síðar verk á borð við Skáldanótt, And Björk.., Fyrst er að fæðast og loks Vetrarævintýri. staðið á sviði í meira en hálfa öld. Úr- vinnsla Benedikts leggur ekki megin- áherslu á nemana, verkið er ekki val- ið til að gefa þeim bitastæðustu part- ana. Þeir sem yngstir eru í leikhóp LR í sýningunni eru Halldór Gylfason og Halldóra Geirharðsdóttir. Þau eru með gífurlega sviðsreynslu á þessu stóra sviði sem krakkamir hafa enga. Hringur og flug eru í mikilli notkun en með fáum einföldum ráðum. Sýningin er afar hröð, sprengd áfram af eldsneytí Strindberg um ævarandi örlög hins borgaralega lífs - örlög okkar - hér og nú. Það sem gerir hana góða er grundvöllur per- sónusköpunar sem er hraðsoðinn, staldrar ekki við dýpri mið en tekur erkitýpur sem gefnar. Þetta em feiki- lega margar persónur og hafa sumar ekki andlit heldur þjóta hjá í hvirfli guðs sig í engu að óreiðunni og hugmynda - eins og eindir í óreiðu meinsemi mannanna? umhverfis kjama. Leikmyndin er reyndar það. Tóm kúla sporbauga á þriðju mannhæð sem veltur og lyft- ist. I senn stjamlíkan, megingjarðir jarðar og mólekúl. Dóttir guðs kemur til jarðar Inn í þennan óreiðuheim er Agn- esi dóttur guðs hent, hann situr sjálf- ur og sefur á fyrsta bekk meðal áhorf- enda og dreymir jarðarför hennar en hún vill kynnast heimi mannanna og máli þeirra - kveininu. Manneskjan á svo ósköp bágt. Benedikt hefur stytt textann mikið, skorið úr honum mystfldna, hvesst hann og hert. Þýð- ing Hafliða færir tungutakið að hversdagsmáli. Hinum hátíðlega texta er úthýst í íslensku leikhúsi vegna þess að leik- hússtjórar og leikstjórar vantreysta áhorfendum, leikarar þora ekki að kljást við hann og því er tungutakinu sem hljómkviðu vísað út en horfið á svið talsmáta sem býr yfir þröngum merkingarmiðum. Er það þess vegna sem bæta verður tónlist í allar sýn- ingar tíl að styrkja boð stemningar og glæða þær tónmáli? Meira að sjá og heyra Hvernig renna svo þeir þjálfuðu saman við hina óreyndari? Ljómandi vel. Það er einn kostur að Benedikt hefur skapað aðstæður til jafningja- ff æðslu: hópurinn rennur vel saman, fólk hefur ekki tíma tíl að láta eftír sér kækina nema að litlu leytí og þeir fyrirgefast í áhugaverðri aðferð og glæsilegu útlití: en vitaskuld era skiptin í mörgum tílvika ójöfn. Ég hefði viljað sjá meira af Orra og Söra: Ólafur Steinn, Aðalbjörg og Atli taka á sig þríeitt hlutverk Uðsforingj- ans og tengja okkur með óvæntum hættí við stríðið okkar í frak, en við greinum í raun ekki vel hve geta þeirra í rami er eftir kvöldið, hlut- verkin ná svo skammt. Leiklist Að vinna skissur Sýningar Benedikts hafa tekið á sig einkenni hans: hann keyrir verkin áfram af hraða, stráksskap, er heill- aður af samlíkingu lífs og leiks, hann ítrekar fáa drættí í persónusköpun leikaranna, nánast skissar þá, vill gjama tengja leiksýninguna lífinu utan salarins og hrekldr markvisst áhorfendur með því að krossa skil leikrýmis og áhorfendasvæðis. Allt er þetta til staðar í Draumleik. Sér tíl samstarfs hefur hann vafið Gretar Reynisson sem alltaf setur sterkan svip á þær sýningar sem hann kemur nálægt með formlegum eigindum leikrýmis og emföldum lausnum sem fela oftast í sér skýra sögn um textann og heim lians. Gret- ar teiknar upp atriðin í skissum, nán- ast teiknar leiksýninguna frá upphafi til enda. Hann hefur afar sterkan stíl og mótar niðurskipan á sviðið af þjálfuðu auga myndUstarmannsins. Sýningar hans Ufa í myndum löngu eftír að þefrn er lokið. Til sóma Einn af þeim prúðu eljumönnum sem hefur unnið Leikfélagmu mikið gagn er Láras Bjömsson ljósahönn- uður - ljósameistari væri réttasta orð um hann eins og tíðkaðist hér fyrr- um. Hann er kallaður til að gera sýn- ingunni ljósheim sem hann gerir glæsilega. Líka era mættar Stefanía Adolfsdóttir búningameistari og Guðrún Þorvarðardóttir gervameist- ari. Þessi þrjú era öU innanbúðar- menn í Borgarleikhúsmu. Það að þessi sýning er skrambi góð og gæti varla átt betur við okkar tíma verður að skrifast á reikning þessa Uðs, fyrst og fremst. Ungir og gamlir Það er raunar afar undarlegt að steypa saman í svona erfitt verk ný- græðmgum og fóUd sem sumt hefur Böndin milli okkar Aðalatriðið er að hér gefur að líta leUdióp sem er hispurslaus í þátttöku sinni með fóUd sem gefur þeim ekk- ert eftir í smáum ruUum og stórum. Upphaflegum erindum persóna er vel fylgt inn í nútímalega samsvörun svo það verður á köflum óþægflegt: hið áhrifamikla hlutverk konunnar sem Unúr og límir fær algerlega nú- tímalega vídd með einni Umbands- rúUu. BriUjant. Og það era fleni slík dæmi: gulu bönd lögreglunnar í einangrun pest- arinnar á sumardvalarstaðnum er annað dæmi, gamla konan sem þvær sviðið í leikhúsinu á stórri bónvél, notkun á lyftara í tvígang - þetta era snjaUar lausnir og einfaldar en tala skýra máU í samræmi við efrtí text- ans. Það er svo mikiU munur að hafa góðan texta. Það er kosturinn við textaleikhúsið. Tvær skammar klukkustundir Sýningin öU er samfeUt merki um vogun við fátækar aðstæður. AUir era að og koma inn í sviðið í staðfastri vissu að það er stór tilraun í gangi - í hraðanum er afslappað en öraggt yf- irbragð. Fjöragt og heUlandi fas með einföldum boðum í hverri hreyfingu. Er ekki yfir neinu að kvarta, spyr les- andinn? Fyndnar og sjálfhverfar vís- anir í uppsagnir leikhúsanna nýlega, tónUst sem á köflum var óttalegt musak - þetta skiptir ekki máU í hinni stóra mynd. Þá er þetta sér- kennflega karllæg sýning: er fáan- legri betri textí nú um stundir tíl fem- inískrar túUcunar? Það er ástæða tíl að óska hópnum - stjóm sýningar- innar og ungum og eldri leikurum til lukku með skemmtílega og leiftrandi sýningu. Okkur gefst ekki betri draumleikur í tvær skammar klukku- stundir á eynni í bráð og lengd. Páll Baldvin Baldvinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.