Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2005, Side 38
30 MÁNUDAGUR 14. MARS 2005
Síðast en ekki síst DV
Styrkja herstöðvaandstæðinga en afþakka auglýsingu
Ha?
„Þetta eru að minnsta kosti þeir
sem birta auglýsingar í blaðinu,"
segir Stefán Pálsson, for-
maður herstöðvarand-
stæðinga. Það virðist nefnilega sem
auglýsendur á íslandi standi enn
með herstöðvarsinnum, að minnsta
kosti ef marka má hversu fáar aug-
lýsingar eru í tímariti Herstöðvaand-
^stæðinga, Dagfara.
í nýjasta tölu-
kblað Dagfara er
f fæð auglýsinga í
Stefán Pálsson Formaður félags her-
stöðvarandstseðinga segir fáar auglýs-
ingar séu í blaði samtakanna þvf stuðn-
ingsmenn vilji ekki fá yfir sig hrúgu sím-
tala frá öðrum styrkleitendum.
blaðinu slík að eftirtekt vekur. Telst
mönnum til að í blaðinu séu alls
þrjár auglýsingar. Þannig auglýsir
herstöðvarandstæðingurinn og sósí-
alistinn í lögmannastétt, Atíi Gísla-
son, sína skrifstofu. Mál og Menn-
ing, sem þóttí á árum áður eitt helsta
athvarf vinstrisinnaðra í bókaút-
gáfu, auglýsir bók Magnúsar Þorkels
Bernharðssonar, Píslarvottar nútím-
ans. Og enn minna kemur á óvart
auglýsing frá S.Ú.N., Samvinnufé-
lagi Útgerðarmanna í Neskaupstað,
sem hefur verið undir
stjórn vinstri manna í
Litíu-Moskvunni aust-
ur á fjöröum síðan
elstu menn muna.
„Aðrir styðja við okkur en án þess
að auglýsa í blaðinu sérstaklega,"
bætir Stefán við dulur og vísar því á
bug að skuggaleg stórfyrirtæki með
illt eitt í huga standi að baki gras-
rótasamtökunum:
„Nei, nei alls ekki. Þetta gera
þessir aðilar tíl að sleppa við að fá
símtöl frá öðrum sem eru að leita
eftir styrkjum ^
að mér skilst,
auk þess sem
að er því
miður lít-
ill hagur
í því að
kaupa
okkur."
Auglýsir
undir nafni
Atli Gíslason
með merki
friðarsinna á
bringunni.
auglýsir.
Hvað veist þú um
Háskóía
Islands >
1 Hverjir urðu efstir í
fyrri umferð rektors-
kjörs?
2 Hvað heitir heimspeki-
deildin í dag?
3 Hver teiknaði aðalbygg-
ingu Háskólans?
4 Hver er arkitekt Háskóla
íslands?
5 Hver var rektor á undan
Páli Skúlasyni?
Svör neðst á síðunni
Hvað segir
mamma?
„Þetta var
magnaðasta
sem ég hef
séð/'segir
Elsa Björk
Sigurðardótt-
ir, móðir
Heiðu sem
lenti f öðru
sæti i Idol-
Stjörnuleitá
föstudaginn.
„Jú, hún er búin að standa sig rosa-
lega vel. Við mættum þarna öll frá
Hólmavík. Foreldrar hennar og bróðir
og svo náttúrulega fullt afættingj-
um. Núna erþetta búið og maður
veit varla hvað maður á að gera
næsta föstudag. Heiða er heldur ekk-
ert fúl. Bara mjög sátt. Hún er ekki
þessi týpa sem verður fúl. Annars var
þetta alveg magnað. Þaö er búið að
vera gaman að fara i öll þessi feröa-
lög og upplifa þaö að vera Idol-
mamma."
Idol-keppni Stöðvar 2 lauk með
miklum glamúr á föstudaginn
var. Hildur Vala bar sigurorð af
Heiðu en í huga þjóðarinnar eru
þær báðar sigurvegarar.
guð sé góður i bílaauglýsingu frá Bifreið-
um & tandbúnaðarvétum.
Svör viö spumingum:
1. Kristín Ingólfsdóttir og Ágúst Einarsson. 1 Hugvís-
indadeild. 3. Guðjón Samúelsson. 4. Dr. Maggi Jónsson.
5. Sveinbjörn Björnsson.
Lalli Johns kemun í bæinn Riddari
Reykjavíkurborgar biður um klink
„Hann heitir Lalli Johns, er Lalli
Johns og hann ætlar að gera betur á
þessu ári en að hanga á Litla-Hrauni en
vantar eitthvað smá klink," segir Lalli
JoJms sem er á leiðinni til Reykjavíkur.
Riddari Reykjavíkurborgar og besti
vinur fslands eins og hann vill kalla sig
losnar út af Iitla-Hrauni í næsta mán-
uði og fer þá beint á Hlaðgerðarkot í
afvömun. „Það er svo búið að lofa mér
húsnæði og ég vona að það gangi eftir
svo ég þurfi ekki að fara að stela aftur,"
segir Lalli en hann stelur ekki nema af
þeim sem eiga það skilið.
Islenska þjóðm fékk heldur betur að
kynnast lífi Lalla í kvikmynd sem gerð
var um hann fyrir smtm. Áhorfendur
fengu þar að kynnast þessum viðkunn-
anlega náunga á skemmtilegan hátt og
fengu margir samúð með kappanum.
„Ég bromaði á báðum löppum og er
alltaf að drepast í þeirri hægri. Ég fæ
mér þó eina og eina jónu svona á
kvöldin og hef smndum gefið
fangavörðunum smók,“ segir Lalli og
greinilegt að hann hlakkar til að komast
afturíbæmn.
Honum finnst mikilvægt að fólk viti
að hann sé á leiðinni suður og em
Veðrið
Lausn á krossgátu
■J9J 03'u|6 61 ‘>|!a Zl 'dps 91 'n>|j|9 11 '>|>jO|>j 6'6jb g'ieui s'nQOisjddn fr'!Qjæj6uej
E '!>|æ Z 's?q l luun EZ 'Plbd ZZ '!BeB! VZ 'Jn6o 81 'Js>js 91 'næ g i 'jj>js
Þl 'Pód £l 'ie6 ZI '6o|d 01 'u!>|s 8 'edde>| / 'ejtun ý 'jæjq 1 tjiajfi
Alíhvasst
Nokkur vindur
All hvasst
All hvasst
Strekkingur
Nokkur vindur
Strekkingur
noldair mál sem hann þarf að afgreiða
þegar hann losnar út.
„Ég vil bara koma réttlætinu á rétt-
an kjöl og spyrja fólk hvort það væri til í
að gefa þó ekki væri nema eina krónu í
sjóð svo ég lendi ekki aftur á götunni,"
segir Lalli sem stefnir á að sleppa því að
heimsækja vini sína á Litla-Hrauni það
sem eftir lifir árs. Hann segist líka vera
kominn með nýjan hatt og finnst hann
vera langflottastur. Lalli stefnir svo á að
gera framhaldsmynd. „He came back
because he must have got something,"
segir Lalli um væntanlega mynd sma.
Að lokum segir hann: „Lalli Johns
verður alltaf bestur og bamar bara með
árunum."
breki@dv.is