Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2005, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2005, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 Fréttir ÖV Oflaunaður starfsmaður Sveinn B. Hreinsson hefur verið ráðinn for- stöðumaður íþrótta- og frí- stundastarfs á Húsavík. Bæjarfulltrúi Þ-lista greiddi atkvæði gegn ráðningu Sveins. „Ég tel að ekki sé rétt staðið að ráðningunni. f fyrsta lagi var staðan ekki auglýst. í öðru lagi tel ég viðkomandi laun of há miðað við að hér sé um að ræða millistjórnanda og einnig með tilliti til starfs- lýsingar. í þriðja lagi tel ég að gildistími ráðningar- samnings eigi ekki að vera afturvirkur til 1. mars síð- astliðins," sagði Hallveig í bókun. Fólksfjölgun á Akureyri Búist er við að Qölgi verulega á Akureyri um helgina vegna söngvara- keppni framhaldsskólanna sem haldin verður í bæn- um í kvöld. Bæði lögreglan í Borgarnesi og á Blönduósi sögðu óvenju mikla umferð um sín umdæmi. Að sögn Lögreglunnar á Akureyri verður hún ekki með neinn sérstakan viðbúnað vegna keppninnar. Hún býst hins vegar við að mikið fjör verði í bænum, ef eitthvað er að marka sömu keppni sem haldin var á Akureyri fyrir tveimur árum. Norðmönnum að kenna Sjávarútvegsráðherra hefúr ákveðið að íslenskum skipum verði heimilt að veiða 157.700 lestir af norsk-íslenskri síld á þessu ári. Almennt samkomulag er meðal þeirra ríkja sem eiga hlut í stofninum um að nota ráðgjöf Alþjóðahaf- rannsóknarráðsins (ICES) sem viðmiðun. Norðmenn juku hins vegar einhliða sinn kvóta um fjórtán pró- sent. Sjávarútvegsráðherra sendi beiðni um að Norð- menn endurskoðuðu ákvörðun sína en ekkert gerðist. Hann hefur því aukið kvóta íslenskra skipa sem nemur aukningu Norðmanna. Ungfrú Austurland, Valdís Lilja Andrésdóttir, segir dýrt aö taka þátt í fegurðarsam- keppnum og sækir um peninga til Fljótsdalshéraðs ásamt vinkonu sinni Fanneyju Ríkharðsdóttur. Formaður bæjarráðs, Skúli Björnsson, hefur hafnað vinkonunum einu sinni áður. Hann segir ekki hlutverk bæjarsjóðs að styrkja fegurðardrottningar. Fegurðardrottningar vilju snyrtivörnstyrk „Það er ekki hlutverk bæjarráðs að styrkja fegurðardrottningar," segir Skúli Björnsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs. Skúli og bæjarráðið höfnuðu nýverið dsk Valdísar Lilju Andrés- dóttur og Fanneyjar Óskar Ríkharðsdóttur um fjárhagsaðstoð en þær stöllur voru þátttakendur í fegurðarsamkeppni Austur- lands, sem haldin var á dögunum. Skúli Björnsson, formaður bæj- arráðs, segir að umsókn Valdísar og Fanneyjar hafi verið synjað af þeirri ástæðu að fleiri stúlkur úr sveitarfélaginu tóku þátt í fegurð- arsamkeppninni. Skúli segir að ósanngjarnt væri að gera upp á milli stúlknanna. Unnu allt Fanney og Valdís náðu, þrátt fyrir fjárhagsskortinn, frábærum árangri í keppninni sem haldin var í Egilsbúð Neskaupstað nú á dögunum. Valdís var valinn Feg- urðardrottning Austurlands og Fanney varð í öðru sæti. Fanney hlaut einnig titilinn Sportstúlka Austurlands og Valdís var valinn Netstúlka Austurlands. Valdís og Fanney munu því halda suður til að taka þátt í aðalkeppninni - Ungfrú ísland. Skúli Björnsson Segirþað ekkihiut- verk bæjarráðs að styrkja fegurðar- drottningar en undantekningar megi gera á öllum reglum. Nú er lag „Við höfum fengið mikinn stuðning hjá fyrirtækjum hér á Egilsstöðum," -segir fegurðar- drottningin Valdís. „Það er mikill kostnaður sem fylgir þátttöku í svona keppni. Kjólarnir, skartið, skómir og Ijósatímamir, allt kostar þetta sitt.“ Hún og Fanney hyggjast sækja aftur um styrk til bæjarráðs. Enda engar aðrar stúlkur úr sveit- arfélaginu í Ungfrú ísland og ekk- ert til fyrirstöðu að fá fjárhagsstyrk- inn góða - nú er ekki um að ræða að verið sé að gera upp á milli.“ Hægt að gera undantekn- ingar „Það má nú gera undantekn- ingar á öllum reglum," segir Skúli, formaður bæjarráðsins, aðspurð- ur hvernig ráðið taki á umsókn- um sem þessum, sem ekki eru innan venjubundins fjárhagsramma. „Það er aldrei að vita nema ráðið styrki þessa stelpur eitthvað. Enda væri það frábært fyrir Austurland ef önnur stúlknanna næði að vinna. Hins vegar er það nú ekki þannig að við höf- um yfir allt of miklum pen- ingum að ráða. Því verður þetta að vera spurning um forgangsröðun," segir Skiili. Valdís og Fanney stunda báðar nám við Menntaskól- ann á Egilsstöðum, Valdís á nátt- úm- og íþróttafræðibraut og Fanney á félagsfræðibraut. Fann- ey vinnur í Bónus með skólanum en Valdís þjálfar ungar fimleika- stúlkur. andri@dv.is ,Kjólarnir, skartið, skórn- ir og Ijósatím- arnir, alltkost- arþettasitt. Valdís Lilja And- résdóttir Villað bæjarráð styrki sig og vinkonu slna til þátttöku I Ungfrú Island. . Kampavín Svarthöfði er mikið fyrir samræð- ur. Helst vill hann ræða allt við alla og er þess vegna óvinsæll á köflum. Hann er líkt og barnið sem spyr og spyr, eins konar andleg blóðsuga. Nú er Svarthöfða spurn: Hvað er að því að fá lánaðar hjólbömr? Eða jeppa? Hinn geislandi leiðtogi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fékk lánaðar hjól- bömr. í þetta var eytt mörgum metr- um af dagblaðapappír á miðviku- daginn. Sjálfur fékk Svarthöfði lán- aða mjólk hjá nágranna sínum á miðvikudaginn. Ekki var sagt frá því. Sumir segja að það sé nú lítil frétt í hjólbörum r Svarthoföi að einhver fái eitthvað lánað. Það er eðlilegt að ræða það. Þeim þótti til dæmis ekkert að því að Ámi Johnsen fengi lánaðan dúk og þess lags hluti. Greyið maðurinn var rekinn út í horn og látinn segja af sér. Meira að segja látinn dúsa í fangelsi. Og strák- arnir á Skjá einum sem vom svo duglegir að búa til sjónvarpsstöð með stefnumótaþætti og fleim. Nú á að fara að dæma þá fýrir að taka lán. Sjálfúr hefur Svarthöfði oft tekið lán. Aldrei verið dæmdur. Hvernig hefur þú það? „Ég hefþaö mjög gott/segir Guðrún Berglind Bessadóttir, hjúkrunarfræðinemi á Akureyri,„Ég er að fara I bekkjarpartí, þaö er ekta djammveöur svo þaö er allt eins og best veröur á kosiö. Þetta er eiginlega próflokadjamm þar sem við Ijúkum prófunum í miöri viku og þá dreifist bekkurinn um allt land.“ og önnur smekkleysa Mikilmenni eiga sér öfundar- menn í hverju horni. Skuggafólin leynast í myrkum skúmaskotum eins og skordýr. Fjölmiðlamenn kunna að gera lítið lán að óláni. Sér- staklega þeir sem em á dagblöðum. Þeir öfunda mikilmenni eins og Ingibjörgu Sólrúnu, Árna Þór Vigfús- son og Árna Johnsen, því þeir em ekki frægir sjálfir. Og þó. Kannski það sé ekki lýðræðis- legt og samkvæmt jafnræðinu að stjórnmálamennirnir okkar noti peninga sem við borg- um til þess að gera af- mælis- veisluna sína skemmtilegri. Eða fáránlegri, því hverjum dett- ur í hug að setja kampavín í hjólbömr? Vom snitt- urnar á gangstéttarhellum og bollan f umferðarkeilu? Hjólbörulán Ingibjargar var að minnsta kosti smekklaust. Og það er líka smekklaust af borgarfúlltrúa að spilla trausti kjósenda til þess eins að fara með kampavín eins oghrossatað. Svaithöföi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.