Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2005, Qupperneq 25
DV Helgarblað
LAUGARDAGUR 16.APRÍL2005 25
Keppendur í Idol Stjörnuleit skutust upp á stjörnuhimininn þegar hópurinn minnkaði og urðu allt í
einu að stjórstjörnum á íslandi. Þegar keppninni lauk tók hins vegar við fjölmiðla- og framkomu-
bann svo þau sem lentu í efstu sætunum urðu að láta lítið fyrir sér fara. DV náði tali af þeim
?iöa „hó mérþyki nicst vxnt uni
ifmavík iöllum heiminum þó er
ið sem ég vil starfa ag gera Mi
u. Þa6 er einfaldlega nMlð."
að hafa keppt
Heiða sér al'
keppni. Að fá svona stökkpall í stað-
inn fyrir að þurfa að harka í brans-
anum í mörg, mörg ár eins og marg-
ir neyðast til að gera. En þetta snýst
síðan allt um að halda rétt á spilun-
um og ég ætía eftir fremsta megni
að gera það,“ segir hún en viður-
kennir að hún hafi lítíð spáð í hvort
hún eigi að fá sér umboðsmann.
„Þetta er allt óráðið, maður er svo
grænn í þessu. Ætíi ég verði ekki að
vera dugleg að leita mér ráða.
Draumurinn er að fá að syngja og
að einhver nenni að hlusta á mig
syngja. Ég nærist á söngnum og ef
ég hef ekki sungið í langan tíma,
jafnvel bara heima hjá mér eða í
bílnum, þá verð ég bara að gera
það. Það væri draumur ef einhver
myndi nenna að hlusta á mig
gaula."
Tómlegir föstudagar
Keppendur í Idolinu höfðu nóg
að gera á meðan á keppninni stóð
en fengu svo langt frí eftir að
keppninni lauk. „Maður kveið
kannski smá fyrir föstudögunum og
saknaði alls fólksins sem hafði verið
í kringum mann svo lengi. En mað-
ur var samt orðinn pínu þreyttur þó
ég væri alveg til í að syngja fyrir al-
þjóð á hverju einasta föstudags-
kvöldi. Það er ótrúlega frábært."
Heiða er hefúr þegar fengið
nokkur lítil gigg. Hún og Helgi Þór,
sem einnig keppti í Idol Stjömuleit,
munu koma ffarn á Reykhólum á
Vestfjörðum auk þess sem Heiða
hefur þegar spilað í gamla skólan-
um sínum, Versló. „Það er allt opið
hjá mér. Ef einhver vill fá mig til að
spila á balli, þá er ég til og ef einhver
vill fá mig til að spila í meiri róleg-
heitum, þá er ég lflca til f það.“
Stuðmenn heppnir
með Hildi Völu
Krakkamir sem komust í efstu
sætin í keppninni halda enn hóp-
inn. Eins og fram hefur komið í við-
tölum við Hildi Völu, sigurvegara
keppninnar, em þær Heiða miklar
vinkonur í dag. „Ég hef haldið mestu
sambandi við Lísu, Dabba og Helga
enda em þetta frábærir krakkar,"
segir hún og bætir við að henni lítist
vel á að Hildur Vala ætli að syngja
með Stuðmönnum. „Mér Kst mjög
vel á það og ég held að þetta sé frá-
bært tækifæri fyrir hana. Og eins fyr-
ir Stuðmenn. Þeir em heppnir áð fá
svona frábæra stúlku til sín."
indiana@dv.is
Heiðu, Davíð, Helga og
Lísu sem eru nú laus undan banninu.
Draumurefeinhver nennir
að hlusta á mig gaula
að fólk væri komið með leið á I
manni ef maður væri alltaf að I
syngja fyrir sama hópinn," segir
hún hlæjandi.
Sambandi sínu við foreldrana
lýsir hún sem frábæm og segir að
þau hafi verið hennar dyggustu
stuðningsmenn en mamma hennar
starfar í KB banka og pabbi hennar í
fiskeldi. „Mamma og pabbi vom að
sjálfsögðu þvflikt stolt af frtér og
mamma keyrði alltaf suður á föstu-
dögum og pabbi þegar hann var
ekki að vinna. Sambandið á milli
okkar er frábært og mamma er mín
besta vinkona," segir hún.
Ætlar ekki aftur
á næsta ári
Heiða á einn bróður sem er
þremur árum eldri en hún. Hún seg-
ir að hann hafi einnig verið voðalega
stoltur af litlu systur. „Halldór býr í
Kópavoginum og er trúlofaður
bestu vinkonu minni þannig að við
eigum mikla samleið," segir hún og
bætir við að það hafi verið hún sem
kynnti þau. „Við erum bara tvö
systkinin og erum heppin að vera
svona náin þótt honum hafi ábyggi-
lega fundist ég pirrandi litía systir
þegar við vorum yngri."
Heiða segist alls ekki sjá eftír að
hafa tekið þátt í Idol Stjörnuleit
enda hafi hún kynnst ótrúlega
mörgu og skemmtílegu fólki. „Þetta
hljómar ábyggilega asnalega en
þannig var þetta bara. Starfsfólkið á
Stöð 2 er algjörir snillingar og hinir
keppendumir eru frábærir. Ég mæli
hiklaust með þessu fyrir aðra þó ég
ætli ekki að mæta aftur á næsta ári,"
segir hún brosandi.
Á föstu í rúm sex ár
Heiða hefúr verið á föstu í sex og
hálft ár. Sá heppni heitir Þröstur Jó-
hannsson og starfar hjá Tölvudreif-
ingu. „Kærastinn minn veittí mér
þvflíkan stuðning og studdi mig alla
leið. Maður var náttúrulega mikið
upptekinn allan þennan tíma en ég
passaði mig á því að taka frá tíma til
að geta verið með honum. En svo
finnst mér líka hundleiðinlegt að
hafa ekkert að gera," segir hún bros-
andi. Heiða og Þröstur eiga engin
böm og Heiða segist alls ekki vera í
einhverjum barnaeignahugleiðing-
um. „Auðvitað langar mig að eign-
ast börn í framtíðinni en alls ekki
strax. Mér finnst ég einfaldlega vera
of ung svo fjölskyldulífið verður að
bíða."
Með skólanum starfaði Heiða á
sólbaðsstofu og á leikskóla sem hún
segir skemmtilegasta starf í heimi.
„Ég gæti alveg hugsað mér að læra
leikskólakennarann nema að það er
svo illa borgað. Maður hefur
eiginlega ekki efiti á því. Ann-
ars er ég með mjög mikinn valkvíða
varðandi hvað ég á að læra," segir
hún hlæjandi. „Það er svo margt
sem kemur til greina. Ég var að
vinna á fasteignasölu þar sem ég
starfaði sem ritari en það er ekki
eitthvað sem mig langar að leggja
fyrir mig þótt það hafi verið mjög
góð reynsla. Nú er ég nýbyrjuð í
nýrri vinnu og starfa við að selja
auglýsingar. Starfið leggst vel í mig
en það er enn komin h'til reynsla á
þetta."
Frægðin truflar ekki
Þegar Heiða er spurð út í frægð-
ina segir hún varla hægt að tala um
frægð. „Ég myndi frekar segja að ég
væri þekkt. Fólk hefur séð myndir af
manni og þekkir andlitið. Én mér
hefur fúndist þetta fi'nt og ég get
ekki sagt að frægðin hafi eitthvað
truflað mig. Fólk segir hka bara já-
kvæða hluti við mann þegar það
stoppar mann. Neikvæða fólkið
stoppar mann ekkert útí á götu, þó
það horfi kannski illum augum á
mann. Það er frekar að illa umræð-
an fari fram á netinu þegar fólk
skrifar undir dulnefni, það getur
stundum verið nastí," segir hún en
bætir við að hún sé löngu hætt að
velta sér upp úr því sem um hana er
skrifað. „Eg veit hvemig ég er og
fólkið sem elskar mig veit hvernig
ég er og það er nóg fyrir mig. Hinir
geta bara skrifað undir dulnefni fýr-
ir mér," segir Heiða. Hún viður-
kennir að hafa lesið ýmislegt í byrj-
un keppninnar en svo hafi hún
ákveðið að hætta því þar sem hún
vildi ekki láta neikvæðni annarra
skemma fýrir sér.
„Þessi skrif hefðu kannski smám
saman haft neikvæð áhrif á mig en
þetta er náttúrulega bara verst fyrir
það fólk sem dæmir án þess að
þekkja mann eitthvað. Ég varð samt
ekkert meira fýrir barðinu á þessu
en aðrir, þetta var bara í umræð-
unni um keppnina. Sumir kjósa
náttúrulega ekki endilega eftir
sönghæfileikum og maður pældi
náttúrulega í því hvort einhverjum
fyndist ég ekki vera nógu mikil
poppstjarna eða hvort öðrum þætti
ég of ljóshærð til að vera þama. En
þetta fór allt vel á endanum."
Alveg græn í bransanum
Heiða er ákveðin í að nýta þetta
tækifæri sem keppnin veitír henni
út í ystu æsar. Hún segist þó, þrátt
fyrir að hafa sungið í hljómsveitum,
vera frekar blaut á bakvið eymn í
þessum bransa. „Þetta er náttúm-
lega ótrúlega frábært tækifæri, þessi
„Þetta var alveg ótrúlega
skemmtilegt og frábær reynsla,"
segir Aðalheiður Ólafsdóttir, sem ís-
lendingar kannast lfldega best við
sem Heiðu í Idolinu, þegar hún er
spurð út í keppnina sem fékk íslend-
inga til að sitja h'mda við skjáinn
föstudagskvöld eftfr föstudagskvöld
í vetur. Eins og flestir vita er Heiða
23 ára og er frá Hólmavflc. „Ég er
fædd og uppalin þar en mamma og
pabbi eru bæði frá Hólmavflc. Ég
flutti svo í bæinn eftir að hafa klárað
ú'unda bekkirm og fór í Verslunar-
skólann og síðan þá hef ég búið í
Kópavoginum," segir hún en bætir
við að hún sé dugleg að kflcja norður
og eyði þar alltaf jólum og páskum.
Heiða útskrifaðist úr Versl-
unarskólanum árið 2001 og fór þá í
Söngskóla Reykjavflcur. „Ég er alltaf
á leiðinni í háskóla en veit ekki hvað
ég á að læra. Það verður allavega
ekki viðskipti eða eitthvað slflct, frek-
ar íslenska eða sálfræði. Ég er búin
með 5. stígið í klassískum söng í
Söngskólanum og á vonandi eftir að
taka þráðinn upp að nýju fljótíega."
Mamma besta vinkonan
Heiða segir það hafa verið frá-
bært að fá að vera barn á svona htí-
um stað eins og Hólmavflc er. Hún
hafi getað hlaupið á milli ammanna
og afanna sem hafi einnig búið á
staðnum. „Þótt mér þyki mest vænt
um Hólmavflc í öllum heiminum, þá
er það sem ég vil starfa og gera ekki
þar. Það er einfaldlega máhð. Mig
langar auðvitað að syngja og ég held
( Framhald á
i næstusíðu
Láttu það eftir þér,
vertu frjáls, njóttu lífsins,
Smáréttastaóurinn
í stórborginm
www.tapas.is Vesturgötu 3b Sími: 551 2344