Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2005, Síða 27
DV Helgarblað
LAUGARDACUR 16. APRÍL 2005 27
ur heitinn Sigurjónsson píanóleik-
ari. „Það er mikið af tónelsku fólki í
fjölskyldunni en mitt í hópnum er
fólk sem kemur ekki upp orði nema
rammfalskt, móðir mín er ein
þeirra," segir hann og glottir. Hann
bætir við að hún verði alls ekki sár
þó að hann segi þetta því hún viti
það manna best sjálf.
„Mamma er með lúmskan húm-
or og sér alltaf það spaugilega í h'f-
inu, á það til að hæðast og gera grín
en aldrei á kostnað annarra. Ég er
ekki eins mikið heima eftir að þau
fluttu en hef alltaf jafn gaman af að
koma heima og vera með þeim og
bróður mínum," bætir hann við og
bendir á að stórfjölskyldan öll, vinir
hans og aðrir ættingjar, hafi fylgst
með honum og hvatt hann áfram.
Stefnir lengra en að fimmtán
mínútna frægð
Það þarf ekki að spyrja að því að
það eru mikil viðbrigði fyrir venju-
legt fólk að upplifa þær breytingar
sem krakkarnir í Idolinu reyndu
þennan tíma sem úrslitakeppnin
stóð yfir. Þau voru á allra vörum og
fjölmiðlar eltust við þau. Á spjall-
rásum netsins var um þau rætt og
sitt sýndist hverjum. Og síðast en
ekki síst kom fyrir að þau voru
stöðvuð á götu og á skemmtistöð-
unum flykktist að þeim fólk sem
Það þarf enginn að
halda að það hafi
veríð sársaukalaust
eða ég að hafi verið
svona uppveðraður
yfir frægðinni og
athyglinni.
vildi tjá sig um þau eða fá eigin-
handaráritanir. Davíð Smári segist
hafa haft meira en gaman af þessu
öllu. „Það má ekki gleyma því að
þegar ég var smápatti var ég spurð-
ur hvað ég ætlaði að verða þegar ég
yrði stór og ég var fljótur að svara
að ég ætíaði að verða frægur! Ég
vissi ekki þá fyrir hvað en draum-
urinn rættist, jafnvel þó að þetta
verði aðeins fimmtán mínútna
frægð. En auðvitað stefni ég á að
koma mér á framfæri áfram og
vona að fólk taki vel á móti plöt-
unni minni þegar hún kemur,“
segir Davíð Smári, alls ófeiminn
við að gangast við væntingum sín-
um og æskudraumum.
Elskar að skemmta fólki
Þeir sem þekkja til stráks eru
sammála um að hann hafi tekið út
mikinn þroska á þessum stutta
tíma. Hann átti ekki gott með að
staðsetja sig í lífinu og ákveða
hvaða leið hann ætlaði áður en
Idolið kom til sögunnar. „Ég hafði
alltaf haft áhuga á söng og leiklist.
Ætíaði lengi vel að verða leikari og
það lúrir í mér enn. Frá því ég var
smápatti hef ég haft mikla ánægju
af að herma eftír fólki," segir hann
brosandi.
Ferðalag í ótrúlegum
rússibana
Eftir skóla í fyrravor tók Davíð
Smári meirapróf og fór upp á fjöll til
að vinna sér inn pening. „Ég kunni
prýðilega við mig en ég ók starfs-
mönnum til og frá vinnu. Eftir að
ljóst var að ég kæmist í tíu manna
úrslitin þýddi ekki að halda áfram
og ég sagði upp.“
Hann líkir þessum vikum sem í
hönd fóru við ferð í ótrúlegum
rússibana. „Síðan stöðvast hann og
eftir situr maður ringlaður, með
magann uppi í hálsi. Já, það tók dá-
lítinn tíma að ná sér niður en ég var
samt ógurlega feginn þegar þessu
var lokið."
Rósa æðisleg stelpa og við
erumvinir
Breytingarnar sem urðu á lífi
þessa ósköp venjulega unga manns
fólust einnig í því að skömmu eftir
að keppninni lauk, hættu þau að
vera saman hann og kærastan hans
Rósa ívarsdóttir. Það fór ekki hátt
en fólk hefur velt því fyrir sér hvort
frægðin og kvenhyllin eftir Idolið
hafi haft þau áhrif. Hann hristir höf-
uðið og segir það alls ekki vera,
reynir síðan að koma sér undan að
svara en kemst ekki upp með það.
„Sko, Rósa er æðisleg stepla. Hún
var minn helsti stuðningsmaður og
stóð þétt að baki á mér allan tím-
ann. En það voru komnir brestír í
sambandið áður,“ útskýrir Davíð og
bætir við að það hefði verið fárán-
legt ef þau hefðu gert upp málin í
miðju þessu mikla álagi.
Ekki sársaukalaust að slíta
sambandinu
„Það varð að bíða og þegar
þessu öllu var lokið ræddum við
saman og komumst að þeirri nið-
urstöðu að best væri að slíta sam-
bandinu. Það þarf enginn að halda
að það hafi verið sársaukalaust
eða ég hafi verið svona uppveðr-
aður yfir fræðginni og athyglinni,"
segir hann og bendir á að hann sé
tryggur sínum og það hafi aldrei
komið til greina að svíkja Rósu á
meðan þau voru saman. „Alls ekki,
það hefði ég ekki gert. Maður á
alltaf að koma hreint fram og hafa
þessa hluti á hreinu. Þannig er
þetta á milli okkar en við erum
vinir og ég vona að þannig geti það
verið áfram," bætir hann alvar-
legur við.
Hann neitar að önnur sé þegar
komin I spilið en játar að auðvitað
umgangist hann stelpur. Hvort
hann njótí kvenhylli vill hann lítíð
út á gefa en hlær og segist ekki ætía
að fara að tala um það nú.
Brjálað að gera
Hann hefur nóg að gera í dag.
Framundan er gigg í Fífunni nú um
helgina og hann segist hlakka til að
standa aftur á sviði og syngja fyrir
fólk. „Raggi Bjarna syngur með mér
á laugardeginum og það verður
æðislegt. Ég ber mikla virðingu fyrir
honum en svo syng ég einn," segir
hann og augun ljóma þegar hann
talar um sönginn.
Til Davíðs Smára hefur talsvert
verið leitað og hann beðinn um að
syngja í brúðkaupum og nú þegar
er hann talsvert bókaður í að syngja
fallegar ballöður fyrir ástfangin
brúðhjón. „Mér finnst það æðislegt,
það er gaman að syngja fyrir fólk.
Það er líka svo gaman að fólk skuli
biðja mig um það en það sýnir að
það kann að meta söng minn," seg-
ir hann glaður og reifur.
bergljot@dv.is
húsi, tækjasal, á skemmtistöðum og
mörgum öðrum stöðum. „Ég vann
alltaf með skólanum og í dag vinn ég
sem íþróttafræðingur í líkamsrækt-
arstöðinni Bjargi á Akureyri auk
þess sem ég þjálfa á Dalvík og Ólafs-
firði, svo það er nóg að gera."
Eins og fram hefur komið skelltí
Lísa sér beint í keppnina eftir að
hafa flutt heim frá Austurríki. Hún
segist ekki hafa lagt miklar vonir við
gott gengi I byrjun og var því afar
ánægð með frammistöðu sína.
„Maður var kannski að gæla við tíu
manna hópinn í byrjun en svo gekk
þetta alltaf lengra og lengra og kom
manni alltaf meira á óvart, en þetta
var alveg frábært. í rauninni get ég
ekki lýst þessu með orðum en Idolið
er án efa ein besta og jákvæðasta
lífsreynsla sem ég hef hreinlega lent
í. Að fá að kynnast öllu þessu liði,
það er starfsfólkinu á Stöð 2, kepp-
endunum og öllum er bara nokkuð
sem ég er óendanlega þakklát fyrir,
enda var mikið grenjað þegar kom
að því að kveðja," segir Lísa hugs-
andi en bætir svo við að hún hafi
verið rosalega ánægð með úrslitin.
Þau hefðu ekki getað farið betur.
Þurfti tíma til að komast
niðurá jörðina
Þegar Lísa er spurð út í frægðina
segist hún lítíð kippa sér upp við
hana. „Mér finnst þetta allt svo
óraunverulegt en mér er alls ekkert
illa við að fólk spjalli við mann um
þetta, það er bara fínt. Einnig með
krakkana, það er alveg yndislegt
þegar þau koma og spjalla og vilja
fá að taka mynd og svoleiðis. En
það fer rosalega I taugarnar á mér
þegar ölvað fólk er að tjá sig eitt-
hvað við mig, sama hvort það er á
jákvæðan eða neikvæðan hátt. Það
var samt ros.alega skrýtið að hafa
verið á allra vörum en svo var þetta
allt I einu búið. Ég verð að viður-
kenna að þetta var draumur sem
varð að veruleika en þetta gerðist
bara allt svo hratt. Ég tók að vísu
lítið eftir þessu fjölmiðlabanni
enda þurfti maður smá tíma til að
komast aftur niður á jörðina og
fara að lifa aftur í raunvemleikan-
um, sinna vinnunni, fjölskyldunni
og vinunum," segir Lísa og bætir
við að hún ætíi að reyna allt til að
nýta þetta tækifæri sem Idolið hef-
ur fært henni.
„Núna er ég að fara að syngja á
fullu fyrst þetta bann er yfirstaðið.
Það er allavega fullt af spennandi
tækifærum sem heilla mann úr ýms-
um áttum. Ég gæti alveg hugsað mér
að starfa sem söngkona, það væri
frábært að fá að gera það sem manni
finnst einna skemmtilegast en hins
vegar held ég að heimsfrægðin kalli
ekkert á mig. Mig langar ekki einu
sinni að flytja til Reykjavíkur, liðið
þetta eru bara gellur
sem héngu heima í
fæðingarþunglyndi og
settu út á mig og útlit
mitt.
þar er svo stressað að ég held að ég
myndi enda á hæli. Líklega eru samt
meiri möguleikar þar I tónlistinni
svo það er spuming hvort maður látí
sig kannski hafa það I nokkra mán-
uði, en annars er ég lítið farin að spá
í þetta," segir Lísa og segist aðspurð
h'tíð hafa verið að syngja og að hún
sé orðin nokkuð smeik um að vera
dottin úr æfingu. „Nei, nei, þetta
kemur strax og ég hlakka mikið til að
fara að stússast í þessu aftur. Það er
samt engin plata á leiðinni, ekki
strax allavega, en það eru ýmsar pæl-
ingar I gangi og ég er búin að fá alls
konar hljómsveitartilboð. Málið er
bara að ég hef svo hrikalega mikið að
gera að ég næ ekki að sinna öllu en
það verður spennandi að sjá hvemig
þetta endar."
Kippir sér ekki upp við
afbrýðisemi
Lísa segist ótrúlega stolt af sjálfri
sér að hafa stokkið inn í þessa
keppni og hún mælir með þessari
lífsreynslu fyrir aðra sem eitthvað
hafa I keppnina að gera. „Ég er mjög
ánægð með mig og mæh tvímæla-
laust með þessu fyrir fólk sem hefur
gaman af því að syngja og veit að
það hefur smá „touch" fyrir músík.
Ég ætía samt ekki að taka aftur þátt
enda held ég að maður megi það
ekki ef maður hefur komist einu
sinni inn í topp tíu. Auk þess hef ég
ekki orku í allt stressið, peningaleys-
ið og að þurfa að búa annars staðar
á landinu. En þetta var samt frábært
ævintýri sem ég mun aldrei
gleyma."
Eins og gengur og gerist í kring-
um keppnir eins og Idohð heyrast
alltaf einhverjar neikvæðar raddir.
Lísa segist vita að hún hafi ekki farið
varhluta af því frekar en aðrir. „Mér
fannst þetta samt bara fyndið en
það eina sem ég heyrði var frá gell-
unum sem stunda skrif á barna-
landi.is, þetta eru bara gellur sem
héngu heima í fægðingarþunglyndi
og settu út á mig og útht mitt. Ég
kippi mér ekki mikið upp við það,
hef frekar bara gaman af svona af-
brýðisemi. Ég fann miklu frekar fyrir
jákvæðni og fann stuðning alls stað-
ar.
Nú þegar þessu fjölmiðlabanni
er lokið verður spennandi að sjá
hvemig umfjöllunin verður. En það
er sama hvort sem það verður sann-
leikur eða lygi, þá verður maður
bara að leiða það hjá sér þar sem ís-
lendingar þrífast á slúðri."
Spennandi ástarlíf
Eins og flestir vita, sem lásu DV
þegar Idol Stjömuleit var í hámarki,
missti Lfsa kærastann sinn í bflslysi
árið 2001. D'sa vill htið tjá sig um mál-
ið en segist vera í góðu sambandi við
íjölskyldu hans í dag. Það hafi verið
ranglega haldið fram að hún hafi verið
að syngja tíl kærastans í keppninni,
það hafi verið alveg fáránlegt.
Þegar hún er spurð út í ástarlíf
sitt í dag vill hún heldur ekki mik-
ið segja en á svipnum sést að eitt-
hvað er í gangi. „Hmm...,“ segir
hún dularfull á svipinn og bætir
við að það sé allavega rosalega
spennandi.
Lísa er nýbúin að festa kaup á
íbúð á Akureyri og er smám saman
að skrapa inn í hana húsgögn. „Það
þarf víst aðeins meira en sjónvarp
og rúm ttí að fylla upp í 90 fer-
rnetra," segirhúnhlæjandi. „Annars
er ég bara að vinna eins og brjálæð-
ingur og svo er nú búið að bóka
mann í nokkur brúðkaup í sumar og
svona. Ég er líka að vinna í þessum
aukakílóum sem hrúguðust á mig í
Idolinu, þau vom hvorki meira né
minna en átta kíló, takk fyrir, en þau
verða farin eftir sex vikur þar sem ég
er að æfa eins og bijálæðingur."
indiana@dv.is
það sem á eftír kom. Ég klikkaði
samt alveg þegar ég datt út sem var
mjög svekkjandi því það er pirrandi
að detta út og vera ósáttur við sjáh-
an sig." Eins og margir vita var Helgi
harkalega gagnrýndur fyrir lagaval-
ið kvöldið örlagaríka en hann valdi
að flytja Cant’t Fight the Moonlight
með sveitasöngkonunni LeAnn
Rimes. „Ég er búinn að fá að heyra
það ábyggilega 500 sinnum," segir
Helgi svekktur. „Fólk spyr hvað ég
hafi eiginlega verið að spá en þessi
ákvörðun var bara tekin í fljótfæmi.
Ég var seinn þennan dag sem við
þurftum að sktía inn laginu og
mætti ekki fyrr en klukkutíma fyrir
skilafrestinn ttí vinar míns sem
hjálpaði mér í keppninni og við
hentum út einhverjum lögum sem
okkur leist ekkert á en sktídum
þetta eftir. Þegar ég mættí svo á
sviðið vissi ég að þetta væri dauða-
dæmt frá upphafi. Ég var búinn að
ákveða að þetta yrði ömurlegt, ég
viðurkenni það, því miður," segir
hann hugsandi en bætir hress við
að atvinnuttíboðin hafi borist ttí
hans úr ótrúlegustu áttum síðan
keppninni lauk.
Sambandið við Brynju var
blásið upp af fjölmiðlum
„Mér bauðst að starfa á útvarps-
stöðvum, leika í leikritum og söng-
leikjum en ég ákvað hins vegar að
taka við Djúpu lauginni. Mér hst vel
á að prófa að vera í sjónvarpinu og
gera eitthvað nýtt," segir Helgi og
viðurkennir að það sé gott að vera
kominn með eitthvað fast á föstu-
dagskvöldum aftur. Eins og alþjóð
veit voru Helgi og Brynja Valdi-
marsdóttir kærustupar um tíma á
meðan Idohð stóð yfir. Samband-
inu er hins vegar lokið en Helgi hef-
ur aðeins gott um Brynju að segja.
„Við Brynja erum fínir vinir í dag
og það er enginn stírðleiki á milli
okkar. Hún býr náttúrulega á Akra-
nesi og stefnan hjá mér var alltaf að
fara heim aftur eftir keppnina. Við
ákváðum í sameiningu og algjör-
lega í góðu að vera bara vinir I stað-
inn fyrir að láta reyna á eitthvert
samband, sitt hvoru megin á land-
inu, eftir svona stuttan tíma. Þetta
var æðislegt á meðan á því stóð og
Brynja er æðisleg stelpa en sam-
band okkar var samt blásið upp af
fjölmiðlum," segir hann en viður-
kennir að áhugi fjölmiðla hafi þó
ekki komið honum mikið á óvart.
Ástfanginn af bestu
vinkonu Hildar Völu
Helgi var ekki lengi að finna ást-
ina á nýjan leik. Kærastan hans
heitir Ingunn Anna Ragnarsdóttir
og er besta vinkona Hildar Völu,
Helgi varþóekki
lengi að finna ástina
á nýjan leik. Kærast-
anhans erbestavin-
kona Hildar Völu.
sigurvegara keppninnar. „Ég kynnt-
ist Ingu í gegnum Htídi Völu og
Idolið enda vorum við oft saman að
horfa á keppnina. Inga er alveg
ótrúleg og yndisleg manneskja,"
segir Helgi og bætir við að Inga sé
fjórum árum eldri en hann. „Við
hlæjum oft að því en í rauninni
skiptír aldurinn engu máli þegar
fólk á vel saman. Við erum mjög
hamingjusöm og ég er í skýjunum
yfir þessu Öllu saman."
Þegar Helgi er spurður út í
frægðina segist hann fifla hana vel.
„Mér finnst þetta æðislega
skemmtilegt þótt það komi stund-
um upp atvik þegar ég vildi að ég
væri ekki þekktur. Ég á nefirilega til
að gera einhverja ruglaða hluti, þó
innan ákveðinna marka, en maður
verður að passa sig og vera svolítið
dannaður." Helgi viðurkennir að
hafa tekið vel á því í skemmtanabf-
inu fyrst eftír að hann fluttí suður.
Hann og hinir krakkarnir í Idolinu
hafi líka skemmt sér dáhtið saman.
„Ég nenni þessu samt ekki lengur
enda hefur lokahópurinn tvístrast
og við djömmum ekki lengur jafn
mikið saman."
Stefnir á Hollywood
Áður en Helgi skelltí sér í Idolið
sptíaði hann með vestfirsku hljóm-
sveitinni Apoho. Hann hefur nú
stofnað nýja sveit en nafnið á henni
er ekki komið á hreint. Hann biður
aha sem hafa einhverjar skemmtí-
legar hugmyndir endUega að senda
þær á info@gigg.is. „Við vitum
ekkert hvað við eigum að kaUa
okkur, skástu nöfnin sem eru komin
eru Gauramir eða Spékopparnir,"
segir hann hlæjandi og bætír við að
hljómsveitin ætli í sama gírinn og
strákarnir í í svörtum fötum og
krakkarnir í írafári.
„Við ætíum að spila lög sem fólk
vtíl heyra, aUt frá sixtís-poppi upp í
Iron Maiden og Britney Spears. Við
stefnum á sveitabaUamarkaðinn í
sumar en þar sem ég verð upp-
tekinn öU föstudagskvöld ætlum við
að reyna að fá að spUa í borginni á
föstudagskvöldum og fara svo út á
land laugardagskvöldin. Þetta er aUt
á byrjunarstígi og við erum bara að
kynna okkur en ætlum að lauma
einu og einu frumsömdu lagi inn á
miUi og vonum bara að einhver
sniðugur vtíji gefa út plötu með
okkur." Helgi tekur þó fram að hann
hafi aUs ekki snúið bakið við strák-
unum í ApoUo, þeir séu hins vegar
fyrir vestan en hann staddur í
borginni. Þeir hafi ákveðið að spUa
eitthvað saman í sumar.
Draumurinn hans Helga snýst þó
ekki bara um tórtíist. Hann stefnir á
að læra letídist og það í Ástrahu.
„Mig langar mest að leika í leikritum
en syngja á böUum með því."
Helgi segir að margir hafi viljað
búa hann undir skellinn sem fylgdi
því að skyndifrægðin myndi dofna.
Hann segist hins vegar ætía að nýta
þetta tækifæri út í ystu æsar. „Fólk
hafði áhyggjur af að ég myndi bara
leggjast I þunglyndi þegar þessi
keppni yrði búin. Ég viðurkenni að
þetta voru miktí viðbrigði en ég er
ekki þannig týpa sem gefst upp. Ég
ætía að fylgja þessu eftir. Núna ætía
ég að einbeita mér að Djúpu laug-
inni og hljómsveitínni minni en svo
er aldrei að vita nema maður fari
bara með skóna og nesti og reyni
fyrir sér í HoUywood en þess vegna
gæti ég líka bara farið ttí Grænlands
og unnið við að skemmta á sjúkra-
húsum. AUavega er aUt upp á við
héðan í frá. Ég ætía bara að vera ég
sjálfur og vona að fólk virði og meti
það.“
indiana@dv.is