Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2005, Blaðsíða 33
I
32 LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005
Helgarblaö DV DV Helgarblaö
Forseti íslands Ólafur Ragnar
Grímsson heiöraði 23 ungmenni á
Akureyri í síðustu viku. Krakk-
arnir eru á ýmsum aldri og fengu
viðurkenningu fyrir dugnað,
jákvæðni og æðruleysi þrátt fyrir
erfiðleika sem sum þeirra glíma
við. DV heyrði í nokkrum af
þessum hugröku og duglegu
börnum og forvitnaðist um skól-
ann, lífið og tilveruna og hvort
það hafi ekki verið gaman að
hitta forsetann.
„Ég er mjög ánægð með þetta
og var hissa þegar ég var valin,"
segir Rósa Ösp Traustadóttir
nemandi í 9. bekk í Brekkuskóla.
Rósa Ösp er duglegur náms-
maður auk þess sem hún tekur
virkan þátt í iþróttum fatlaðra,
en hún hæfir sund af kappi. „Ég
er að fara til Noregs að keppa í
sundi,“ segir Rósa Ösp og bætir
við að henni finnist mjög gaman
að synda. Hún segir að það sé
gaman í skólanum, sérstaklega í
handmennt, ensku, stærðfræði
og tónlist. „Ég spila ekki á hljóð-
færi en finnst gaman að syngja,
þótt ég sé ekki í kór.“
Rósa ösp segir að það hafi
verið gaman að hitta forsetann
og eiginkonu hans. Hún hafi
þó séð þau áður, þegar þau
skelltu sér í sundlaugina á
Akureyri í fyrra. Hún segist
ekki vita hvað hún ætíi að
verða í framtíðinni, en lýst
vel á að læra nudd eða hár-
greiðslu. „Það kemur margt
til greina og ég sé bara til. Mér
gengur vel í skólanum og í sum-
ar ætía ég að vinna í unglinga-
vinnunni. Ég vann þar líka í
fyrra og það var mjög fi'nt.
Einnig er ég að fara með Æsku-
lýðsfélaginu til Ítalíu í sumar.
Við ætíum að vera þar í tvær vik-
ur og hittum einmitt á afmælis-
daginn minn þannig að það
verður örugglega mjög gaman.“
Rósa Ösp Traustadótt-
ir Rósa var ánægð og
hissa þegar hún frétti að
forsetinn vildi hitta hana
til að veita henni viður-
kenningu.
„Ég er mjög ánægð með
þessa viðurkenningu,“ segir Al-
dís Bergsveinsdóttir sem er í
fjórða bekk í Giljaskóla. Aldís
fékk hvatningu frá forsetanum
fyrir góðan árangur í námi, fyrir-
myndarframkomu og fyrir að
vera einstakur vinur bekkjarfé-
laga sinna.
„Það er mjög gaman í skól-
anum og uppáhaldsfagið mitt
er myndmennt," segir Aldís og
bætir við að af bóklegu
fögunum finnist henni
móðurmálskennsla
skemmtilegust. Hún viður-
kennir að hafa orðið dálítið
hissa yfir viðurkenningunni
en segir athöfnina hafa verið
skemmtilega. „Það var gaman
að hitta forsetann og Dorrit
var skemmtileg,“ segir Aldís.
Aldís æfir listskauta og hefur
lært á fiðlu í tvö ár. Hún segist
ekki alveg vita hvað hún ætíi að
verða þegar hún verður stór en
hefur samt ákveðnar hugmynd-
ir. „Ég hef ekki enn ákveðið það,
en það væri gaman að verða
leikkona."
Aldís Bergsveinsdótt-
ir „Það var gaman að að
hitta forsetann og Dorrit
var skemmtileg," segir
Aldls.
„Ég er mjög ánægður með
þetta," segir Bergþór Steinn
Jónsson sem er í 9. bekk í Gler-
árskóla en hann fékk viður-
kenningu fyrir góðan árangur í
námi og íþróttum og fyrir að
vera hjálpsamur og reiðubúinn
að aðstoða aðra. Bergþór segir
viðurkenninguna hafa komið
sér á óvart en tveir aðrir strákar
í skólanum fengu líka viður-
kenningu. Forsetinn greindi frá
því að árangur Berþórs í júdó
væri frábær. Þótt Bergþór
Steinn sé ekki íslandsmeistari í
júdó þetta árið þá hefur hann
verið það þrjú síðustu árin auk
þess sem hann er núverandi ís-
landsmeistari í siglingum. „Ég
hef mjög gaman af því að æfa
bæði júdó og siglingar en ég
byrjaði í siglingum fyrir tveimur
eða þremur árum,“ segir Ber-
þór. Honum finnst gaman í vini. „Þegar við félagarnir erum saman þá spjöllum við saman,
skólanum og segist eiga horfum á sjónvarpið eða förum
skemmtilega gSBgg á handboltaleiki," segir Berþór
og bætir við að hann stefni á
Menntaskólann á Akureyri að
grunnskólanámi loknu. „Ann-
ars stefni ég á að verða læknir
og þá helst svæfingalæknir en
það eru margir læknar í ættinni
hans pabba. Mér gengur vel í
flestum greinum í skólanum,
öllu nema stafsetningu. Uppá-
haldsfagið mitt em íþróttir en af
þessu bóklega þá er það stærð-
firæði," segir Bergþór og bætir
við að þessi viðurkenning frá
forsetanum hvetji hann enn
frekar til að haga sér vel og
standa sig enn betur í skólan-
um. Hann segir það hafa verið
gaman að hitta forsetann.
„Ólafur Ragnar var bara flottur
og Dorrit var hress."
Bergþór Steinn Jóns-
son Bergþór fékk hvatn-
ingu frá forseta Islands
fýrir að vera duglegur og
hjálpsamur I skólanum.
i lli 1 mm
LAUGARDAGUR 16. APRlL 2005 33
„Pabbi sagði að ég hefði fengið
viðurkenningu fyrir þrjóskuna,"
segir Herdís Helgadóttir sem er í 9.
bekk í Oddeyrarskóla. Herdís fékk
meðal annars hvatningu forsetans
fyrir að vera áræðin, samviskusöm
og íyrir að þora að standa á sann-
færingu sinni. „Ég viðurkenni að
ég læt engan vaða yfir mig. Ég
stend föst á mínum skoðunum og
er ekkert að þegja yfir þeim,“ segir
Herdís ákveðin en hún fékk auk
þess hvatningu fyrir að vera dygg-
ur liðsmaður unglingastarfs Hjálp-
ræðishersins.
„Ég finnst rosalega gaman að
starfa hjá hemum og ég er búin að
vera bamaleiðtogi í eitt ár. Við
spilum á hljóðfæri, syngjum og
spilum billjard og borðtennis og
svo erum við með kristilega arhjóðfæ
fræðslu. Starfið hefur hjálpað mér lega frá
mjög mikið og í dag finnst
mér ekkert mál að koma ;
Þótt Herdís sé aðeins í “ jpll
9.bekk starfar hún í Hag- :
kaup með skólanum þar : JSj £f||l
semhúnerkermtæknir. Það
er því nóg að gera hjá henni 18
en hún er einnig í Marimba- |
sveit Oddeyrarskóla auk |
þess sem hún er að læra á Ea
bassa í tónlistarskólanum. I Herdís Helgadótt-
„Það er rosalega gaman í ir Það er nóg að
Marimbasveitinni. Það er gerahjáHerdlsien
aðeins til ein önnur svona hún er barnaleiðtogi
sveit á landinu og hún er í hjá Hjálpræðisher-
Hafralækjaskóla. Þetta em num, kerrutækmr í
fiórar tegundir af tréslátt- ^ZZtinnL
Zimbawe og það geta allir í sveit-
inni spilað á öll hljóðfærin,"
segir Herdís og bætir við að
■j sveitin hafi spilað fýrir for-
■ setann og eiginkonu hans.
Herdís hefur ekki enn
H ákveðið livaö hún ætlar að
I gera í framtíðinni, enda
Wm mikið í boði. „Ég er mjög
MSi oft spurð að þessu en ég
I hef ekki enn tekið
I ákvörðun. Mér gengur vel
I í náminu og get því lært
I það sem ég vil svo það
I kemur í ljós. Ég væri til í
I verða arkitektúr eða ljós-
■ myndari. Að minnsta
I kosti ætla ég að reyna að
| læra sem mest hér á Ak-
I ureyri."
w iMitiun ii r wi i IM'IIIUJ w u
„Ég var mjög
ánægður með þetta en
var nokkuð hissa þeg-
ar ég var valinn,“ segir
Jóhann Þór Hólm-
grímsson sem er í 6.
bekk í Síðuskóla.
Jóhann Þór fékk
hvatningu frá forset-
anum fyrir æðruleysi
þrátt fyrir fötíun sína
en hann fæddist með
klofinn hrygg og
vamshöfuð. Hann er
því með skerta
vöðvastjómun fyrir
neðan mitti og þarf
að nota spelkur
þegar hann gengur.
Jóhann Þór Hólm-
grímsson Jóhann æfir
bocha með íþróttafé-
laginu Akri og varð fs-
landsmeistari í opnum
flokki fyrir tveimur
árum auk þess sem
hann var i fyrsta sæti á
bocha-móti sem Lions-
klúbburinn Hængur
hélt sama ár.
í tilkynningu frá skrif-
stofu forseta íslands
kemur fram að Jóhann
kvartí aldrei yfir örlög-
um sínum og að hann
hafi vegna dugnaðar og
jákvæðs hugarfars unn-
ið sér hylli félaga sinna.
„Það er ágætt í skólanum
enda á ég mikið af vin-
um,“ segir Jóhann Þór og
bætir við að hann látí
fötíun sína ekki stoppa sig
í skemmta sér með vinun-
um. „Við gerum margt
saman og skemmtilegast
finnst mér í íþróttum,"
segir hann en viðurkennir
að hafa ekki ákveðið hvað
hann ætli að verða þegar hann
verði stór.
Jóhann æfir bocha með
íþróttafélaginu Akri og varð ís-
landsmeistari í opnum flokki
fyrir tveimur árum auk þess sem
hann var í fyrsta sætí á bocha-
mótí sem Lionsklúbburinn
Hængur hélt sama ár. Þrátt fyrir
að þurfa oft að mæta í aðgerðir
til Reykjavíkur á Jóhann marga
vini, en hann hefur verið með
sömu krökkunum í bekk síðan í
þriðja bekk. Hann segir að það
hafi verið gaman að hitta forset-
ann. „Ég hafði aldrei séð hann
áður nema í sjónvarpinu og mér
leist bara vel á hann og konuna
hans.“
J í / 7 ff IJ iT klf r IJ I / W liMWl 4! II 'II iilí
„Það var mjög gaman að
hitta forsetann," segir Elísa Sól
Pétursdóttir nemandi í 1. bekk í
Giljaskóla. Elísa Sól er með al-
varlegan hrörnunarsjúkdóm en
hún er sú eina á landinu sem
haldin er þessum sjúkdómi.
Hún fékk viðurkénningu frá for-
setanum fyrir að standa sig eins
og hetja í skólanum og leysa
verkefni sín af ánægju og gleði.
Efisa Sól segist vera dugleg að
læra og þykir gaman í skólanum.
„Besta vinkona mín heitir Ása og
við gerum margt skemmtilegt
saman. Mér finnst gaman í öll-
um tímum en það er leiðinlegt
að þurfa að fara út í fnmínútun-
um þegar það er snjór,“ segir
hún og bætir við að hún hlakki
til sumarsins. „Þegar ég verð
stór ætía ég að verða
búðarkona en ég er
líka að læra á píanó
og kann að spila
Gamla Nóa. Kannski
verð ég líka píanó-
leikari.“
Mamma Efisu,
Sonja Björk Efiasdótt-
ir, er að sjálfsögðu
stolt af dóttur sinni.
„Sjúkdómurinn leggst
á tauga- og ónæmis-
kerfi hennar og hún
þarf því að nota hjálpar-
tæki og á hjólastól sem
hún mun nota meira í
framtíðinni og jafnvel al-
veg. Hún þarf að mæta í
Elfsa Sól Péturs-
dóttir Elisa er
haldin alvarlegum
hrörnunarsjúkdómi
en er alltafjákvæð
og hress.
sjúkra- og iðjuþjálfun
tvisvar í viku og talþjálfun
einu sinni í viku en hún er
alveg einstök og jákvæð-
asta manneskja sem ég
þekki,“ segir Sonja Björk
og viðurkennir að það sé
hægt að læra ýmislegt af
Elísu. „Hún er mjög dug-
leg í skólanum, hún er
hæg en alls ekki á eftir
hinum börnunum og
mjög skýr. Þegar ég
sagði henni að forset-
inn vildi hitta hana þá
vissi hún upp á hár
hvað hann héti. Hún
er bara ótrúlega dug-
leg, jákvæð og alltaf
mikill húmoristi."
indiana@dv.is - DV-myndir Bjarni Eiriksson