Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2005, Síða 35
DV Helgarblað
LAUGARDAGUR 16. APRIL2005 35
Svava Johansen í Sautján var snemma kröftug, sjálfstæð og
atorkusöm. Henni lá mikið á að komast í heiminn, barnung
átti hún erfitt með að vera kyrr en hún var aðeins ellefu ára
þegar búðarleikurinn varð að alvöru vinnu. Ráð sitt festi hún
aðeins sautján ára og hefur síðan af krafti rekið stærstu
tískuverslanakeðju landsins með manni sínum. Liðlega fertug
er hún á lausu, fallegri en nokkur sinni og í klæðaburði fyrir-
mynd fjölda kvenna.
Svava Johansen í Sautján er
þriðja í röð sex barna þeirra hjóna
Rolfs Johansen og Kristínar Johan-
sen. Elst er Agnes sem lengi var með
Stundina okkar í Sjónvarpinu, þá
Thulin og síðan Svava, sem fædd er í
janúar 1964. Hún er því rétt liðlega
fertug. Tveimur árum yngri er Berg-
lind sem kjörin var fegurðardrottn-
ing íslands á níunda áratugnum.
Yngst eru tvíburarnirÁsgeir og Krist-
ín.
Svava ólst upp við mikið öryggi
og góðan efnahag en faðir hennar
Rolf, sem er af norskum ættum, var
þekktur kaupsýslumaður og rak
samnefnt fyrirtæki sem meðal ann-
ars flutti inn tóbak, áfengi og snyrti-
vörur. Fjölskyldan bjó í fallegu húsi
við Laugarásveginn, í dýrasta hverfi
bæjarins. Þrátt fyrir góðan efnahag
voru Kristín og Rolf meðvituð um að
það væri börnum þeirra ekki hollt að
fá allt upp í hendurnar fyrirhafnar-
laust.
Réð sig í verslun ellefu ára
Svava var því snemma farin að
vinna í skólafríum og var ekki eldri
en tíu eða ellefu ára þegar hún fékk
vinnu í kjörbúð. Systir hennar Agn-
es segir hana enda hafa verið mik-
inn orkubolta og alltaf þurft að hafa
eitthvað fyrir stafni. „Hún var ofsa-
lega fjörugur krakki, uppátækja-
samur og hugmyndaríkur ungling-
ur, var upp um allt og eilíflega á iði.
Dugnaður hennar var mikill og
kraftur hennar einstákur, þegar á
unglingsaldri. Það hefur því aldrei
komið á óvart að hún skuli hafa náð
langt. Það er hennar eðli að vinna af
fullum krafti," segir Agnes en þær
systurnar fjórar eru ailar góðar vin-
konur og hittast og tala reglulega
saman.
Svava gekk í Langholtsskóla og á
sumrin vann hún við verslunarstörf,
aðallega í sjoppum og matvöruversl-
unum. Hún var þó bamung þegar
Gulli í Karnabæ, sem þá var aðal-
mógúllinn í tískubransanum, réði
hana til vinnu í Karnabæ. Þá þegar
var áhugi hennar á fötum vakinn en
hún var alltaf fallega klædd og tískan
skipti hana miklu máli.
Ætlaði alltaf að verða búðar-
kona
Guðrún Hannesdóttir kennari og
vinkona Svövu frá barnæsku lýsir
henni á svipaðan hátt og Agnes. „Við
áttum heima í sömu götu og líklega
vorum við aðeins sex eða sjö ára
þegar við urðum vinkonur," segir
hún og minnist óteljandi búðar-
leikja sem þær stöllur fóru í heima
hjá Svövu. „Hún var oftar en ekki
búðarkonan og afgreiddi mig. Ég
sætti mig ekki alltaf við það en Svava
hafði strax á þessum aldri mikla
ánægju af að afgreiða mig. Ég held
að hún hafi verið búin að verð-
merkja allar bækurnar á heimilinu
og rétti þær galvösk yfir búðarborð-
ið, stimplaði inn verð og tók á móti
bréfpeningum," segir Guðrún og
bætir við að erfitt hafi verið að fá
hana í hlutverk viðskiptavinarins.
Það hugnaðisthenni ekki og því hafi
það komið fýrir að búðarleikurinn
rann út í sandinn vegna ágreinings
um hlutverkaskipan. „Þá þegar kom
ekki neitt annað til greina en að hún
yrði búðarkona þegar hún yrði stór,“
segir hún.
Lá mikið á að komast í heim-
inn
Svava var dugleg að koma sér í
vinnu og afgreiða alvöru viðskipta-
vini. Guðrún man eftir henni í
sjoppu í nágrenninu og þar stóð hún
vaktina af mikilli samviskusemi og
gerði allt rétt þrátt fyrir ungan aldur.
„Við riíjum stundum upp og hlæjum
okkur máttlausar yfir þvi þegar hún
var að vinna í sjoppunni og pabbi
minn, sem Svava þekkti mjög vel,
kom og verslaði hjá henni. Hann
greiddi með ávísun og af mikilli
samviskusemi bað hún hann um
skilríki. Það hafði verið fýrir hana
lagt að taka ekki við tékkum öðruvísi
og hún brást sannarlega ekki vinnu-
veitendum sínurn," segir Guðrún og
hlær.
Móðir Svövu, Kristín Johansen,
tekur undir að kraftur dóttur henn-
ar hafi alltaf verið mikill. Hún hafi
sýnt það strax í fæðingu að henni
lægi á því hún hafi ekki mátt vera að
því að bíða eftir að koma í heiminn.
„Hún fæddist innan tveggja klukku-
stunda, en það var aðeins byrjunin
á hraðanum og kraftinum sem
alltaf hefur einkennt hana,“ segir
BCristín og minnist þess að Svava
hafi aldrei getað verið kyrr, hún hafi
verið upp um alla veggi. Eitt sinn
hafi Örlygur Sigurðsson listmálari
verið í heimsókn hjá þeim og horft í
forundran á krakkann, fimm eða
sex ára, þar sem hún klifraði upp á
allar hurðir. „Hann hafði orð á því
að hún væri alveg eins og api en
þannig var henni rétt lýst," segir
Kristín.
Sjálfstæð og komst þangað
sem hún ætíaði
Kraftinn hefur Svava eigi að síður
alltaf tekist að virkja á jákvæðan
hátt. Hún hefur aldrei nýtt hann £
reiði eða ofbeldi, heldur segir móðir
hennar að hún hafi alla tíð verið já-
kvæð og glöð. „Svava var ekki há í
loftinu þegar hún sýndi að hún get-
ur bjargað sér og lætur ekki smáveg-
is módæti stöðva sig. Eitt sinn ætlaði
Agnes að fara með hana og Berg-
lindi, sem er tveimur árum yngri, á
jólaskemmtun hjá Sigvalda. Svava
hefur líklega verið í kringum sjö ára
gömul. Þær Agnes og Berglind voru
tilbúnar en ekkert bólaði á Svövu
sem var einhvers staðar úti að leika
sér. Agnes gafst upp á að bíða og fór
í strætó með Berglindi. Skömmu
síðar kom Svava heim og var sjóð-
vond þegar ég sagði henni að þær
hefðu gefist upp og farið. Hún rauk
inn í herbergið sitt, skellti á eftir sér
hurðum og var þar góða stund. Þeg-
ar hún kom fram var hún búin að
klæða sig í sparifötin en ég man að
hún var svo fi'n í hvítum kanínupels
sem hún átti, bað mig fýrirgefningar
á látunum í sér, snerist á hæl út og
beint út á strætóstoppistöð. Hún lét
það ekki stöðva sig að systur hennar
væru farnar og tók ein strætó þó ekki
væri hún há í loftinu," segir Kiistín
og hlær að minningunni. Hún segir
einmitt þetta atvik vera einkennandi
fýrir dóttur sína sem fór þangað sem
hún ætlaði sér en lét ekki smávægi-
legar hindranir stöðva sig.
Fallega klædd með góðan
smekk
í skóla var Svava ekki síður sam-
viskusöm og lærði heima og sinnti
náminu. Guðrún segist aldrei muna
eftir að Svava hafi sett stefnu á ann-
að en að vinna við viðskipti. Það
hafi því verið mjög eðlilegt þegar
hún kornung kynntist Bolla sem þá
rak Sautján að hún ynni við hlið
hans við verslunina. Hún var komin
á rétta hillu og það átti vel við hana
að kaupa inn fatnað og selja hann
aftur.
Svava hefur alla tíð haft smekk
fyrir fötum, er ávallt fallega klædd og
hefur auga fyrir hvernig raða eigi
saman litum og mismunandi stíl-
brigðum. Liðlega fertug er hún bæði
falleg og ein glæsilegasta kona
landsins, alltaf smart, sama hverju
hún klæðist.
Guðrún tekur undir með fleirum
sem þekkja Svövu að hún búi yfir
miklu sjálfsöryggi og sé alltaf
óhrædd við að fara eigin leiðir. Það
hafi þegar verið ljóst á barnsaldri en
þá velti hún aldrei fyrir sér hvað öðr-
um fyndist, heldur gerði það sem
hún ætlaði sér og fór gjarnan
ótroðnar slóðir.
Skemmtileg, hláturmild,
frjáls og örugg með sig
í Versló var tekið eftir Svövu, hún
var hláturmild og skemmtileg, frjáls
og örugg, sá alltaf spaugilegu hliðar
tilverunnar og gerði aldrei mikið úr
hlutunum. „Það var gaman að vera
vinkona hennar því hún laðaði að
sér skemmtilegt fólk og átti auðvelt
með að tala máli sínu enda ófeimin.
Við höfum alltaf haldið sambandi
þrátt fyrir að hafa farið ólíkar leiðir í
lífinu," segir Guðrún.
Eftir að Svava kynntist Bolla, sem
er þrettán árum eldri, hefur hún
unnið við fýrirtæki þeir, NTC. Þau
hafa byggt það upp af krafti, úr einni
verslun á sínum tíma í sextán nú
sem allar ganga prýðilega.
Helst vel á starfsfólki
Starfsfólk þeirra Bolla og Svövu
bera þeim vel söguna. Þeim helst vel
á fólki og í verslunum fyrirtækisins
starfar mikill fjöldi ungs fólks.
Andrea Magnúsdóttir er innkaupa-
stjóri í versluninni Sautján en hún
var áður verslunarstjóri. „Ég hóf
störf fyrir rúmum fimm árum og hef
verið mjög ánægð í vinnu eins og
flestir þeir sem eru í svipuðum stöð-
um og ég. Svava gerir miklar kröfur
til starfsfólksins og metur að verð-
leikum störf þeirra sem standa sig
vel. Ég er svo lánsöm að umgangast
Svövu utan vinnunnar og það er
ofsalega gaman að vera með henni,
hvort sem við förum saman í vinnu-
ferðir eða sitjum í rólegheitum
heima hjá henni með strákana okk-
ar sem eru á svipuðu reki. Svava
heldur einstaklega vel utan um fólk-
ið sitt og það er gott að leita til henn-
ar ef eitthvað bjátar á," segir Andrea
en fleira starfsfólk tekur í sama
streng.
Þeir sem hætta og fara í nám eða
reyna eitthvað annað leita gjarnan
til baka í vinnu til Svövu. Margir við-
skiptavina hennar í gegnum árin eru
henni málkunnugir og Svava er
alltaf jafn elskuleg og hlý við þá sem
versla hjá henni. Einn þeirra orðaði
það þannig að hún hefði lag á að
koma þannig fram við fasta við-
skiptavini að þeir væru vissir um að
þeir ættu alveg sérstakan sess í huga
hennar og hefðu þekkt hana lengi.
Góð mamma
Svava hefur alla tíð unnið mikið.
Hún var komin yfir þrítugt þegar
Ásgeir fæddist og var fljót að taka til
vinnu eftir barnsburðinn. Kristín
móðir hennar segir að hún sé mjög
góð mamma og nýti tímann vel með
syni sfnum. „Þrátt fyrir að hafa mik-
ið að gera virðist hún afitaf hafa tíma
fýrir hann líka. Hún fýlgir honum á
fótboltaæfingar og leiki og fer með
honum á skíði og hefur áhuga á því
sem hann er að gera. Stórfjölskyldan
er henni kær og hún virðist alltaf
hafa tíma fýrir fólkið sitt,“ segir
móðir hennar og bætir við að það sé
sama hvað hún er beðin um, hún
bregðist alltaf vel við.
Fyrir utan vinnuna nýtur hún
þess að vera með vinum sínum sem
hún er afar trygg. Ein besta vinkona
hennar er Brynja Nordquist flug-
freyja sem er meira en tíu árum eldri
en Svava. Þær kynntust þegar Svava
var unglingur í sumarleyfisferð á
Spáni með foreldrum sínum. Brynja
var þar með sinni fjölskyldu og
þekkti foreldra Svövu. „Svava var á
þeim aldri að hana langaði að fara á
diskótek en foreldrar hennar þorðu
ekki að leyfa henni að fara enda
alltof ung. Ég bauðst því til að fara
með henni og gæta hennar og það
var ógurlega gaman hjá okkur," segir
Brynja.
kunningsskapinn og varð síðar vel
til vina. Brynja segir að aldursmun-
urinn hafi ekki haft neitt að segja.
Sjálf hafi hún átt Báru Sigurjóns-
dóttur að vini sem er þrjátíu árum
eldri. „Við erum allar þrjár mjög
góðar vinkonur þrátt fyrir aldurs-
muninn. Ég hef aldrei fundið að
Svava væri eitthvað yngri en ég enda
er maður eins gamall og maður still-
ir sig inn á að vera," bendir Brynja á
. og segist aldrei hafa verið svikin af
vinskap sínum við Svövu. Hún sé
einstakur vinur, trygg og gjafmild,
alltaf tilbúin að gera allt sem í henn-
ar valdi stendur fyrir vini sína.
Fær briddsspilari
Brynja kann af henni sögu frá því
Svava var kornung á ferðalögum er-
lendis með Módel 79. „Einhverju
sinni sátum við í bfl og ókum á milli
staða í Bretlandi en með í ferð var
Birgir Þorgilsson, þáverandi ferða-
málastjóri. Þau skemmtu sér kon-
unglega og ræddu mikið saman og
meðal annars spiluðu þau bridds en
Svava er mjög snjall spilari. Hún
heillaði Einar Benediktsson sendi-
herra einnig og gott ef hún spilaði
ekki líka við hann en ég dauðöfund-
aði hana, kornunga, fyrir færni sína í
spilinu," segir Brynja.
Brynja bætir við að Svava sé
sterkur persónuleiki og ógleymanleg
þeim sem henni kynnast. Álltaf ljúf
og yndisleg við aíla og gerir ekki
mannamun. „Hún er mikil barna-
gæla og börn hafa alltaf laðast að
henni. Þegar hún eignaðist sitt eigið
varð hún alsæl og hugsar vel um
soninn og hans þarfir ganga fyrir hjá
henni," segir hún. Brynja rifjar
einnig upp að það sé alltaf hægt að
fá Svövu til að vera með í öllu, hún
kunni að njóta h'fsins. Hún er í
gönguhópi með fleiri skemmtileg-
um konum, stundar líkamsrækt af
kappi og hugsar vel um heilsuna
með því að forðast óhollustu. Hún
er í Rotaryklúbbi Miðborga en þang-
að hefur ríka og fræga fólkið og betri
borgarar bæjarins sótt í að vera.
Skildu en eru góðir vinir
Svava og Bolli eiga saman einn
son, Ásgeir sem er á níunda ári, en
auk þess hefur Sigurður, sonur
Bolla, unnið talsvert með þeim en
hann hefur í auknum mæli haslað
sér sjálfur völl í viðskiptalífinu með
góðum árangri.
Þau skildu fyrir nokkru án allra
átaka. Svava lagði alla áherslu á að
skilnaður þeirra skaðaði son þeirra
sem minnst. Þau haga bæði hlutun-
um þannig að sonur þeirra njóti
eftir sem áður að vera með þeim
saman, ef svo ber undir. Bolli er í
góðu sambandi við drenginn en
Svava býr áfram í húsi þeirra við
Brekkugerði. Hann er því aufúsu-
gestur á heimilinu og borðar til að
mynda stundum með þeim mæðg-
inum kvöldmat og fer svo sína leið.
Yfir Svövu hefur verið léttara síðan
og hún virðist vera ánægð með
ákvörðun þeirra Bolla að halda
hvort sína leið. Eftir sem áður reka
þau fyrirtækið saman án allra leið-
inda og ætla að hafa þann háttinn á
um sinn.
bergljot@dv.is
Á vinkonur á öllum aldri
Brynja var um þess-
ar mundir í Módel
79 og þegar Svava J|
var nógu gönml
gekk hún í samtök- Ik
in. Þær Brynja end- MP
urnýjuðu þar 1
Brekkugerði Svava byr nu ein 'meo syni sínum
í risahúsinu sem er náisegt 700 fermetrum.
m
Svava og Bolli
Myndin ertekin
rétt áöurenþau
skiidu.