Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2005, Síða 40
40 LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005
Helgarblað DV
Larry David Grinistinn sagöi við fjöl-
miðla að hann hefði i hyggju að hætta
með sjónvarpsþáttinn sinn og snúa ser
aifarið að þvíað bjarga sakleysingjum i
Mannætu
slepptlausri
Korta sem var
fundin sek um
að hafa myrt
og étið
kærastann
sinn varí
vikunni
slepptaf
geðsjúkra-
húsi ÍBanda-
ríkjunum
með þeim
skilyrðum
aðhún tækimeö-
ölin sín. Jane Lynn Woodry, 51 árs, hef-
ur verið á sjúkrahúsinu síðan 1994 en
þá varhún handtekin fyrirmorðið á
Peter Michaél Grenne. Lík hans fannst
nálægt heimili hans en hann hafði
verið skotinn nokkrum sinnum. Lög-
reglan fann stóra bita aflíkinu í potti á
eldavél heima hjá Woodry.
25 árfyrirað myrða
móðursína
Dómari í Bandaríkjunum dæmdi
22 ára gamlan mann í 25 ára fang-
elsi fyrir að myrða móður sína.
Jason
Bautista
bútaði lík
móður
sinnar nið-
ur eins og
hann hafði
séð gert í
sjónvarps-
þættinum
Sopranos
tilað
koma í veg
fyrir að kennsl yrðu borin á líkið.
Hann kveðst hafa myrt hana í
sjálfsvörn, hún hafi ráðist á hann
með hníf en honum hafi tekist að
yfirbuga hana og kyrkja. Hann
sagðist hafa bútað móðurina nið-
ur þar sem hann taldi að enginn
myndi trúa því að móðir hans
hefði ráðist fyrst á hann. Lögfræð-
ingur Bautista sagði móður hans
hafa beitt hann bæði andlegu og
líkamlegu ofbeldi.
Juan Catalan átti yfir höfði sér dauðarefsingu fyrir morð sem hann framdi ekki.
Allt benti til þess að Juan yrði dæmdur sekur þegar hjálp barst úr ótrúlegustu átt.
Grínistinn Larry David, sem þekktastur er fyrir Seinfeld-þættina, veitti Juan
óvéfengjanlega fjarvistarsönnun.
Grínið biargaði líli hans
ið Mörthu í andlitið en gátu ekki sagt
til um hvort Juan hefði verið að
verki. Saksóknarinn hafði hins vegar
vitni við réttarhaldið sem hélt því
fram að Juan hefði skotið stúlkuna.
Hélt fram sakleysi sínu
Juan var handtekinn innan
mánaðar og kærður fyrir að hafa
myrt Mörthu. Lögreglan taldi að
Juan hefði meira en næga ástæðu
til að myrða hana þar sem hún
hafði komið fram við réttarhald
Marios.
Juan hélt alltaf fram sakleysi sínu
og sagðist vera með fjarvistarsönn-
un, sagðist hafa verið á leikvelli
Dodgers að horfa á hafnarboltaleik
þegar morðið átti sér stað. Hann hafi
farið að sjá uppáhaldsliðið sitt
keppa á móti Atlanta Braves. Dod-
gers hefðu tapað leiknum, 11-4.
„Litla dóttir mín, Tanya kom með
mér á leikinn," sagði Juan og sýndi
dómaranum aðgöngumiðana.
Settur í lygamæli
En saksóknarinn trúði ekki sög-
unni. Þrátt fyrir að Juan hefði viður-
kennt að hlutur Mörthu í máli
Marios væri ef til vill ekki svo mikill
þá var saksóknarinn viss um að Juan
hafði drepið stúlkuna til að hefna
bróður síns.
„Ég bað þrisvar sinnum um að
vera settur í lygamæli," sagði Catal-
an. „Mér var neitað um það þrisvar."
Melnik var staðráðinn í að sanna
sakleysi skjólstæðings síns og þrátt
fyrir vantrú samstarfsmanna sinna
safnaði hann öllum upptökum af
leiknum frá sjónvarpsstöðvunum.
„Hjálpið mér að horfa á þetta. Ég
ætía að bjarga lífí. þessa manns."
Melnik horfði vel og vandlega á allar
spólurnar en hann fann enga skýra
mynd af Juan sem gæti sannfært
kviðdómendur. Þá mundi Catalan
skyndilega eftir því að starfsmenn
frá sjónvarpsstöðinni HBO hefðu
verið að sniglast í kringum hann og
dóttur sina.
Larry David blandast í málið
í desember 2003 fór Melnik og
hitti grínistann Larry David. Eftir
smá spjall horfðu þeir á Carpool
Lane, einn þátt úr syrpu af Curb
Your Enthusiasm. Þátturinn var
sýndur í bandarísku sjónvarpi 8.
febrúar 2004 og fjallaði um það þeg-
ar Larry keypti þjónustu vændis-
konu tíl að keyra sig á leikinn. Þetta
hljómar ef til vill fáránlega en þátt-
urinn átti eftir að skipta höfuðmáh í
máli Juans. Melnik og David voru
Birkiaska
Umboðs- og söluaði
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
BETUSAN
nánast búnir að horfa á allan þáttinn
þegar Juan birtist allt í einu á skján-
um. „Ég stökk upp úr stólnum þegar
ég sá hann og öskraði á Larry að
spóla til baka," sagði Melnik. „Þarna
var hann, við hliðina á dóttur sinni,
að borða pylsu.“
Rannsóknir á símanotkun Juans
sönnuðu að hann hefði verið í ná-
grenni við leikvöllinn þegar svarti bíll-
inn sást hringsóla í kringum heimili
Mörthu Puelba. Þessi sönnun sýndi
fram á að Juan hefði ómögulega getað
verið á vettvangi morðsins. „Hann
hefði ekki getað ferðast yflr bæinn
endilangan á 15 mínútum nema
hann hefði verið sóttur af þyrlu,“
sagði Melnik. Dómarinn skipaði að
Juan yrði látinn laus.
Var viss um að líf mitt væri á
enda
„Ég er himinlifandi fyrir hönd
skjólstæðings rm'ns. Hans beið
dauðarefsing en honum tókst að út-
vega frábæra fjarvistarsönnun án
þess að gera sér grein fyrir mikilvægi
hennar," sagði Melnik.
„Þessi lífsreynsla var martröð.
Mér hefur aldrei liðið jafn illa og ég
var viss um að líf mitt væri á enda,“
Catalan og Melnik„ég erhiminlifandi fyrir
hönd skjólstæðings m/ns. Hans beið dauða-
refsing en honum tókst að útvega frábæra
fjarvistarsönnun án þess að gera sér grein
fyrir mikilvægi hennar," sagði Melnik.
sagði Juan. Hann lögsótti borgina
fyrir ólögmæta fangelsun en hann
hafði setíð inni í hálft ár þegar Larry
David bjargaði lífi hans. Þrátt fyrir
málsóknina sagðist hann mest af
öllu vilja halda áfram að lifa lífi sínu.
Larry David sagði hins vegar við fjöl-
miðla að hann hefði í hyggju að
hætta með sjónvarpsþáttinn sinn og
snúa sér alfarið að því að bjarga sak-
leysingjum úr fangelsi. -
Hinn 24 ára gamli Juan Catalan
hafði aldrei horft á HBO-sjónvarps-
þáttinn Curb Your Enthusiasm þar
sem grínarinn og höfundur hinna
vinsælu SeinfeJd-þátta, Larry David,
er aðalstjarnan. „Ég hef ekki efni á
svona sjónvarpsefni. Þessar kapal-
stöðvar eru of dýrar fyrir mig,“ hefði
Juan sagt.
Talinn hafa myrt vitni
En furðulegar aðstæður urðu til
þess að sjónvarpsþátturinn átti eftir
að bjarga Juan frá dauðarefsingu
þegar lögreglan taldi hann hafa myrt
hina 15 ára Mörthu Puebla.
Lögreglan hélt því fram að Juan
hefði drepið Mörthu þar sem hún
hafði verið aðalvitni í máli gegn eldri
bróður Juans, Mario Catalan. Árið
2002 hafði komið til skotbardaga á
götum útí í Hollywood. Mario Catal-
an var handtekinn í tengslum við
málið. „Lögreglan hefur reynt allt til
Sakamál
að tengja vitnisburð stúlkunnar sem
lést og skotárásina. Ég veit hins veg-
ar að það var ekki hún sem kom
bróður mínum á bak við lás og slá,“
sagði Juan við fjölmiðla fyrir framan
heimili sitt í Norður-Hollywood.
Þann 12. mars 2003 var Martha
myrt við heimili sitt í San Fernando
Valley. Samkvæmt lögfræðingi
Juans, Todd Melnik, sáu vitni svart-
an bíl keyra um í nágrenninu frá
klukkan tíu um kvöldið. Vitni sögðu
fjögur ungmenni hafa stokkið út úr
bílnum rétt fyrir klukkan 11 og skot-
Sækjum og sendum
báðar leiðir.
Verð frá kr. 850
155/80R13 áður 5.990 nú 3.960
175/65R14 áður 7.590 nú 5.312
185/65R15 áður 8.990 nú 6.460
195/70R15 8pr. sendib. áður 13.700 ntí 9.435
Ef þú kemur með bílinn í smur hjá Bílkó færðu 25% úfsÍáií afvinnu1
DEKK BÓN OG ÞVOTTUR SMURÞJÓNUSTA BREMSUKLOSSASKIPTI
PERUSKIPTI RÚÐUÞURKUBLÖÐ SÆKJUM OG SENDUM
.
Œ£tíCS3
- n«»ri v«r»! Smui þjónusta
- Betri verð!
Smiðjuvegi 34 | Rauð gata | bilko.is | Simi 557-9110
Morðinginn Glen Ocha var tekinn af lífi í síðustu viku eftir
að hafa barist fyrir því að fá að deyja
Drep fleiri ef ég verð ekki tekinn af lífi
Bandarískur karlmaður sem
hengdi unga konu í eldhúsi sínu
árið 2002 var tekinn af lífi í síðustu
viku. Hinn 47 ára Glen Ocha haföi
verið úti að skemmta sér þegar
hann hitti Carol Skjerva sem var 28
ára. Þau voru bæði drukkin og upp-
dópuð og ákváðu að fara heim til
hans. Þegar þau höfðu lokið sér af í
rúminu sagðist Carol ætía að segja
kærasta sínum frá atvikinu. Ocha
missti þá stjórn á sér, réðst á hana
og reyndi að kyrkja hana en endaði
á því að hengja hana í eldhúsinu.
Saksóknarinn vildi fresta aftöku
hans vegna jarðarfarar páfans en
Ocha sjálfur tók það ekki í mál.
Hans síðustu orð voru á þá leið að
hann ætti þessa refsingu skilið fyrir
þennan hræðilega glæp. „Ég vil
biðja fjölskyldu Carol afsökunar á
því sem ég hef gert," sagði hann
áður en hann var tekinn af lífi með
sprautu. Við kviðdóminn sagðist
hann myndu drepa fleiri ef hannr
yrði ekki tekinn af lífi sem allral
fyrst. Hann játaði atvikið strax erl
lögreglan handtók hann og sagði I
lögfræðingnum sínum upp þegar I
sá vfidi reyna að aflétta dauðarefs-
ingunni.
Carol
Skjerva
Carol var
28 ára
þegarhún
varmyrt.
Glen Ocha Það
síðasta sem morð-
inginn sagðivarað
biðja fjölskyldu
fórnarlambs síns
afsökunar.