Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2005, Síða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2005, Síða 47
DV Sport LAUGARDAGUR 16.APRÍL2005 47 Undanúrslit ensku bikarkeppninnar fara fram um helgina Eini titillinn sem er í boði fyrir hina sigursælu Wenger og Ferguson Lið Manchester United og Arsenal eiga það sameiginlegt að hafa misst af lestinni í bæði ensku úrvalsdeildinni sem og Meistara- deild Evrópu. Eins geta bæði bjargað tímabilinu með því að vinna enska bikarinn og fyrsta skrefið er að kom- ast í gegnum undanúrslitaleikina sem fara fram um helgina. Aldrei unnið tvö ár í röð United-liðið vann bikarinn í ell- efta skiptið í fyrra og hefur nú haldið hreinu í sjö bikarleikjum í röð. Liðið mætir Newcastle á Aldamóta-leik- vanginum í Cardiff á sunnudaginn en daginn áður mætir Arsenal Blackbum Rovers á sama stað. Þrátt fyrir velgengni Manchester United í bikarkeppninni hefúr liðið aldrei unnið bikarinn tvö ár í röð en hin þrjú liðin í undanúrslitunum í ár, Blackburn (1884-86), Arsenal (2002-03) og Newcastle (1951-52) hafa öll afrekað það. Alex Ferguson hefur látið hafa eftir sér að sigur í bikarkeppninni sé mikilvægari en að tryggja sér annað sætið í deildinni en jafnframt að það að vinna bikar- inn geri þetta þó ekki að góðu tíma- bib. Ekki gott tímabil „Við getum ekki kallað þetta gott tímabil þótt við vinnum bikarinn. Við ædum okkur alltaf að kom- ast sem lengst í Evrópu- keppninni og deildin er alltaf í forgangi. Ef við sættum okkur við að sig- ur í bikarnum geri tímabilið að góðu tímabili þá emm við ekki á þeim stað sem allir búast við að við séum á,“ sagði Fergu- son í viðtali við BBC. Arsene Wenger mun ekki geta teflt fram tveimur lykilmönnum í leiknum gegn Blackbum því bæði Thierry Henry og Sol Campbell em meiddir og verða hvorugur með. Komist Arsenal í úrslitaleikinn verður það í fjórða sinn á fimm ámm sem Lund- únaliðið leikur til úr- slita en félagið er á eftir tíunda bikar- meistaratitli sínum og jafnframt þeim þriðja frá árinu 2002. Ekki gott tímabil SirAlex Ferguson telur mikilvægara aö vinna bikarinn en aö ná2.sætinul deildinni. '«•«■11*1 Sturtuklefar frá kr. 39.000, Nýsending o VsdQÍOOi Giggs ekki með United Ryan Giggs, leikmaður Man- chester United, hefur nú verið útilokaður frá bikarslagnum gegn Newcastíe um helgina vegna meiðsla. Giggs hefur verið frá keppni í nokkurn tíma, en hefur reynt , allt sem í hans valdi •; stendur til að verða klár fyrir viðureignina fc um helgina. Nú hafa lækn- ar gert þær1 vonfr leik- mannsins að engu og ljóst að; hann getur ekki spilað leikinn sem j fram fer í heima-' landi hans, Wales. Þeir Louis Saha og i Darren Fletcher verða eirtnig ijarver- andi vegna meiðsla, . ^ en það er bót í máli * . fyrir liðið að Rio Ferdin- and verður leikfær, þrátt fyrir smávægileg meiðsli sem hann hlaut í háðuga tapinu gegn Norwich um síðusm helgi. Henry er meiddur Franski knattspymumaður- inn Thierry Henry hjá Arsenal er meiddur á nára og getur því ekki leikið með liði sínu í undanúr- slitum enska bikarsins um helg- ina. Arsene Wenger, knatt- spyrnustjóri liðsins, til- | kyrmti þetta í samtali ; # við breska fjölmiðla í ® gær. Wenger segir að læknar eigi enn eftir að skera betur úr um meiðsl- in, en segir að þau gætu verið alvarleg og kostað að Frakkinn yrði frá út i tímabilið. „Henry er f “ ; okkur auðvitað mjög j mikilvægur og það ||k yrði okkur mikið áfall !í ; í ef hann yrði ekki meira j f \ með,“ sagði Wenger. Lið Arsenal verður 1 einnig án varnar- mannsins Sol Campell, sem ekki hefur náð fullri heOsu eftir meiðsli og mein- ingin er að spara hann fyrir viðureign- ina við Chelsea í næstu viku. moóti P I r\ 15 11 £>T HuLLLJS 1 A | 1 mom %mm I 9 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.