Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2005, Síða 55
DV Helgarblað
LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 55
Koddamaðurinn, nýtt írskt leikrit um glæpi, sekt og málsbæt-
ur, var frumsýnt á föstudagskvöld. Þetta er áferðarfalleg og
vel unnin sýning en Páll Baldvin Baldvinsson spyr hvað rétt-
læti sviðsetninguna á þessum stað á okkar tíma.
4
Lögreglumadur hendir
rithöfundi í svartholið i=
-S:
Siggi Sigurjóns og Rúnar jS
Freyr iaksjón. 'Sr
Falin grimmd og
sakleysisylirbragö
Koddamaðurinn, leikrit sem frum-
sýnt var á Litla sviði Þjóðleikhússins á
föstudag, vekur upp ýmsar spuming-
ar. Þetta er vel samið leikrit um nokk-
uð áleitin efiii, það er prýðilega flutt í
flestu, ágætis afþreying eitt kvöld og
sannarlega nýlegt verk eftir ungan
höfund sem er afkastamikill og kunn-
áttusamur. Er það ailt nóg?
Spennudrama
Verkið er byggt upp sem þriller og
tekist er á um sekt og sakleysi. Ekki er
ástæða til að gefa of mikið uppi, en höf-
undurinn er hér að leika sér með efa og
óvissu, falskt yfirbragð og hvemig við
dæmum. Hver er sekt ungs rithöfundar
í fasistarfld sem er handtekinn og bor-
inn hræðilegum sökum? Er verið að
freima hann? Em smásögur hans tákn-
sögur um harðstjóm? Eða hans órar?
Hefur hann gert sig sekan um glæpina
sem hann lýsir og hafa orðið? Hver er
sök uppeldis hans? Er það bróðirinn
vanheili sem á sök á öllu saman?
Þjóðleikhúsið sýnir á Litla
sviði: Koddamanninn eftir
Martin McDonagh. Leik-
stjóri: Þórhallur Sigurðsson.
Þýðandi: Ingunn Ásdisar-
dóttir. Leikmynd og búning-
ar: Vytautas Narbutas. Lýs-
ing: Björn Bergsteinn Guð-
mundsson og Ásmundur
Karlsson. Tónlist: Sigurður
Bjóla. Brúðugerð: Bernd
Ogrodnik. Leikendur: Arnar
Jónsson, Birna Sigurðar-
dóttir, Helga E. Jónsdóttir,
Randver Þorláksson, Rúnar
Freyr Gislason, Sigurður Sig-
urjónsson, Þröstur Leó
Gunnarsson. Frumsýningl3.
april 2005.
Leikhús
Litla sviðið
Koddamaðurinn er leikinn í
litlum sal sem tekur rétt um hundrað
gesti í sæti. Stólar í salnum em
óþægilegir, sjónlínur em ónýtar.
Jafnvel þótt sætaraðir séu uppbyggð-
ar skarast sjónarhringur áhorfanda
stöðugt af þeim sem fyrir ffaman
hann em. Rýmið er svo þröngt að
það setur sviðsetningunni mikil tak-
mörk - leikstjóri og leikmyndahöf-
undur reyna að bijótast út úr ramma
saiar og sviðs með því að láta leikara
fara út í vorveðrið og stinga sér inn
um glugga á húsinu, innst í leikrým-
inu er byggt lokað rými sem getur
tekið atriði sem em utan við hlut-
veruleika textans og gerast í hugar-
heimi einnar persónunnar. Sem
formiegt bragð er það ekki ónýt hug-
mynd þótt texti segi nánast að sú frá-
sögn skuli bara vera munnleg og ekki
myndskreytt.
Gangur
Ekki er nokkur von til að sýningin
standi undir kvöldkosmaði, hvað þá
stofnkostnaði. Sem rekstrareining er
Litli salurinn ónýtur. Verk af þessari
gerð á heima í stærri sal, á stærra
sviði og hefur reyndar mörg merki
þess að geta klárað sig sem aðsóknar-
stykki - hefðbundið spennuverk með
fínum hlutverkum. í eðlilegu ástandi
á það heima í 300 sæta sal hið
minnsta. Það kemur upp á tíma sem
er alla jafíia með þverrandi aðsókn
og hefur þrátt fýrir ágæta frammi-
stöðu aflra litla möguleika á að brjót-
ast í gegnum flaum verkefna leikhúsa
og leikflokka. Það mun í hæsta lagi ná
tuttugu sýningum og áhorfendur
verða á mUli eitt og tvö þúsund.
Skipt um hlutverk
En á ekki Þjóðleikhús að reka
svona h'tinn sal undir tilraunastarf-
semi sem vitað er að er ekki allra? Jú,
en þetta verkefrú er ekki þess eðhs. í
því felst engin hstræn ögrun umfram
hið hefðbundna. Hér leika menn sitt
örugga og þekkta svið skalans, gera
það ágætlega, en hér er engu vogað.
Jafhvel með breyttri skipan innan
sama hóps hefðu menn reynt eitt-
hvað nýtt. Segjum ef Amar Jónsson
hefði leikið vondu lögguna, en Sig-
urður Sigurjóns þá góðu, Þröstur Iæó
heilbrigðaf?) bróðurinn en Rúnar
Freyr þann vanheila. Þá hefði þeirri
áhættulausu hlutverkaskipan sem
leikstjórinn féll í verið ógnað og við
hefðum máski séð eitthvað nýrra en
það sem sjá mátti á föstudagskvöldið.
Umbúðir og innihald
En hér var engin áhætta tekin. Sig-
urður Sigurjónsson sýndi fínan
fautaskap, Amar yfirburði í sínurn
parti, Þröstur útspekúleraður í van-
heilum manni og Rúnar Freyr var
pottþéttur í sínu hlutverki. Helga og
Randver ósköp slöpp í stfliseruðum
innskotum í veríáð. Leikmyndin
snotur, ljós og hljóð líka, þýðing
hljómaði vel, en þessi ásættanlegi
miðjumoðsárangur er einfaldlega
ekki nægilegur fyrir Þjóðleikhúsið.
Og þær kröfur munu skerpast
núna þegar Tinna hefúr tekið við. Svo
lengi hafa menn mátt sætta sig við
sýningar af þessu tagi í Þjóðleikhús-
inu,, sýningar með óljóst erindi,
byggða á typecast-stefnu Stefáns
Baldurssonar og undir leikstjóm kyn-
slóðar sem vinnur orðið af fullkomnu
öryggi hinna glæstu umbúða.
Áminning
Þannig var þetta enn ein áminn-
ingin um að breytinga er þörf hjá
Þjóðleikhúsinu. Heyrst hefur að
Tinna Gunnlaugsdóttir hygist loka
Litla sviðinu. Það hefði hún átt að
gera strax. Hún henti Jésu Kristi
Superstar af verkefnaskrá vegna
þess að það var einfaldlega eki pláss
fyrir hann. Eins hefði þetta verkefni
átt að fara út, í besta falli upp á
eitthvað svið sem getur þjónað svið-
setningunni og gert hana fjárhags-
lega ásættanlega fyrir rrkisrekstur í
leiklistarstarfsemi.
Páll Baldvin Baldvinsson
Birta Guðjónsdóttir myndlistarkona
opnar í dag sýningu í Suðsuðvestur
Að ná augnkontakt
Á sýningunni í galleríinu við
Hafnargötuna í Keflavík sýnir
Birta að þessu sinni skúlptúra,
myndbönd og ljósmyndir. Þessa
einkasýningu sína kallar hún
Tíminn er efiiið sem við emm
gerð úr. Segja má að sýningarefhi
hennar að þessu sinni teygi sig
yfir flest svið í efnistökum og þar
komi fram ágæt dæmi um aðferð-
ir hennar. í kynningu segir: „verk-
in á sýningunni em unnin útfrá
vangaveltum um upplifun okkar á
tímanum; um tilraunir okkar til
að stoppa og fanga núið; um end-
urtekningu augnablika og tímann
eins og við upplifum okkm sjálf í
honum”. Birta heftrr verið atorku-
söm, auk þess að reka Gallerí
dverg við Grundarstíginn, þá tók
hún þátt í samsýningu í Norræna
húsinu í haust og verður við sýn-
ingarhald á meginlandinu næstu
mánuði. Hún hefur 'sýnt verk sín
á íslandi, í Hollandi, Skotlandi og
Belgíu. Jafnframt hefur hún tekið
þátt í mörgum sýningarverkefn-
um í samstarfi við listamenn úr
öllmn listgreinum og gert verk
fýrir listtímarit. Á vefsíðu hennar,
http://this.is/birta/#null, másjá
dæmi um verk hennar.
Blaðamaður spurði um stærð
ljósmyndaverkanna, eins og sjá
má á heimasíðu og verða dæmi
þeirra á sýningunni í Keflavík, og.
svaraði Birta því til að hún ynni
að vísu verk alltaf með tilliti til
stærðar rýmis, þannig væri það
nú með hið litla rými Suðsuð-
vestur, en flestar íjósmyndir sín-
ar sem notuðu mannslíkamann
að einhverju leyti sem myndefni
reyndi hún að hafa í raunstærð,
stundum jafnvel aðeins stærri,
þannig að myndefnið horfist í
augu við áhorfanda. Gestum við
Hafnargötu gefst tækifæri frá og
með deginum í dag til að ná
kontakti við verk Birtu. Suðsuð-
vestur er til húsa við Hafnargötu
22, Reykjanesbæ. Þar er opið
fimmtudaga og föstudaga frá
16.00 til 18.00 og laugardaga og
sunnudaga frá 14.00 til 17.00.
Sýningunni lýkur 8. maí. Einnig
er hægt að kíkja á sudsudvest-
ur.is
Velkomin í
Gallerí Fold í dag
I dag höldum við myndlistarveislunni áfram í Galleríi Fold
við Rauðarárstíg og í Kringlunni.
Allir listunnendur eru hjartanlega velkomnir.
Sérstök kynning verður á vaxtalausu listmunalánunum.
Allir sem ganga frá umsóknum um listmunalán í dag
fá grafíkverk eftir Kristján Davíðssoo að gjöf.
Sjáumst í Galleríi Fold
Opið laugardag, 11-16
Rauöarársfíg 14-16, sími 551 0400
Kringlunni, sími 568 0400 • www.myndlist.is
*