Freyr - 01.09.1947, Page 8
266
FRE YR
fyrir vissum atriðum sýningarinnar og
framtíðar viðhorfum, sem við þau eru
tengd. Birtist fyrsti þáttur frásagna þess-
ara og lýsinga í þessu hefti Freys, með
grein Þóris Baldvinssonar, forstjóra
Teiknistofu landbúnaðarins.
Skal nú vikið að nokkrum atriðum ein-
stakra deilda.
Deild Reykjavíkurborgar.
Þegar kom!ð var inn úr anddyri sýningar-
skálans var þar íyrir líkan af íslandi með
fjöllum, jöklum, ám og vötnum og nokkr-
um býlum, svo sem bændaskólum, hús-
mæðraskólum o. fl.
Er til vinstri var gengið gat að líta í
norðaustur horni skálans, sýningu Reykja-
víkur-bæjar. Var þar með myndum, tölum
og töflum sýnt og sannað, að Reykvíkingar
stunda búskap, og hann eigi óverulegan
á sumum sviðum. Garðyrkja Reykvíkinga
Deildin „fslenek ull“. Þar var listiðnaður kven-
fólksins.
er allmikil og gefur góðan arð, svo að
nefnt sé aðeins eltt dæmi.
Byggingar i sveitum.
Strax þegar komið var inn í sýningar-
skálann blasti við húsgafl með hlerum
fyrir gluggum. Það var gafl íbúðarhúss í
sveit, en inni í húsinu gat að líta húsgögn,
sem meginþorri sýningargesta munu hafa
verið á eitt sáttir um, að álitleg væru og
viðeigandi til notkunar í sveit.
Voru þau gerð úr furu, stílhrein og án
útflúrs, en dýnur og sessur lausar svo að
auðvelt sé að taka þær af til hreinsunar
utan dyra, án þess að flytja húsgögnin
með. Sjálft húsið og innrétting þess er
annars til umræðu á öðum stað í blaðinu.
Af hlutum þeim og útbúnaði, sem í þess-
ari deild var, er vert að geta sérstaklega
teikninga, sem sögðu sögu byggingaþró-
unar hér á landi, einangrunarefni og
hæfni þeirra, eldavél Jóhanns Kristjáns-
sonar, byggingameistara, sem getur hitað
híbýlin um leið og maturinn er soðinn,
líkön af sveitabæ með umhverfi og af fjósi,
ásamt ýmsu öðru, að ógleymdri gömlu
baðstofunni, með spæni undir súðinni,
rokk og kamba, við rúmið, grallarann á
borðinu og yfirleitt aðra þá muni, sem
notaðir voru í baðstofunum gömlu, af
feðrum okkar og mæðrum, öfum og ömm-
um, og öðrum fyrirrennurum.
Eldri búsáhöld.
Þá var búsáhaldadeildin, sem sýndi
gamalt og nýtt, en þó fyrst og fremst það
sem gamalt er og fáir þekkja nú, og færri
nota.
Þar var Ólafsdalsplógurinn, og önnur
jarðyrkjuverkfæri, sem smíðuð hafa verið
hér á landi. Þar voru taðkláfar og tog-
kambar, torfljár og mykjukvörn, að ó-
gleymdum klárum og öðrum verkfærum,