Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1947, Blaðsíða 9

Freyr - 01.09.1947, Blaðsíða 9
FRE YR 267 Sandgrœðslan og skóg- rœktin höfðu mörg eftir- tektarverð sýningaratriði. er notuð voru í sambandi við frumstæð- ar starísaðferðir, sem fágætar eru eða óþekktar nú um stundir. Garðyrkjusýningin. Langstærsta og glæsilegasta deild sýn- ingarinnar var garðyrkjudeildin. Skal hér fullyrt, að eigi hefi ég annars staðar séö meiri fjölbreytni í útbúnaði sýninga af þessu tagi, en hér var raun á. Ég hefi séð meira af blómum og miklu fleiri tegundir og ég hefi séð ávexti og grænmeti í stærri stíl — langtum stærri — á sýningum meðal annarra þjóða; en hér var land skapað, með fossi, með klett- um, og blóm vaxandi í hverri skoru, með fossandi læk og tjörn, með hraun og gras- geira og svo mikla fjölbreytni gróðurs og gróanda, að hver sá yngri og eldri, er þarna kom og horfði, féll í stafi af undrun og lotningu. Hér var af mannahöndum skapað land og ríki gróanda. Allt annað blómaskrúð, í hangandi krukkum, í vös- um, og á annan hátt fyrir komið, var fag- urt, og heilir pýramídar gómsætra garð- ávaxta örvuðu straum munnvatnsins, en góðgæti þetta gat ekki þokað á burt þeirri draumkenndu hrifningu, sem blómin og landslagið vöktu hjá þeim, er á horfðu. Ég spurði marga, en hitti engan, sem eigi varð hrifinn og hugfanginn af því undra- landi. Gómsæt hnossgæti húsmæðra- kennaranna, sem framreiðslu höfðu við aðra hlið þessarar öndvegisdeildar, voru af svöngum vel þegin, en ég var svo hug- fanginn af sýningu garðyrkjunnar að ég gieymdi að greina bragðið af því, sem ég fékk af borðum húsmæðranna. íslenzk ull og islenzkt lín. íslenzk ull og erlent lín hefir allt frá landnámsöld verið efni kæðnaðar okkar íslendinga. Á Landbúnaðarsýningunni var deild félags þess, sem nefnist íslenzk ull“, en það sýndi fjölda hagnýtra muna —

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.