Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.1947, Side 13

Freyr - 01.09.1947, Side 13
FRE YR 271 afgreiðsluskilyrða. — Frágangur þeirra vara, sem þarna voru í kæliborðum, svo og iðnaðarvara, er til sýnis voru utan kæliskápa, var vissulega til fyrirmyndar. Þau félagasamtök og þeir einstaklingar, sem að þessum málum hafa unnið um undanfarin ár, og komið þeim svo vel á veg, sem raun ber vitni, eiga vissulega sinn þátt í því að auka hróður íslenzkrar iðju og efla sölumöguleika þeirrar hrá- vöru, sem bændurnir framleiða. Jarörœktardeildin. Sú deild, sem sýndi niðurstöður bú- reikninga og annarra hagfræðiefna, mun hafa vakið minni eftirtekt en skyldi. — Flestir gengu fram hjá henni af því að „það er bara tölur“ eins og menn sögðu. Um jarðræktardeildina verður þetta ekki sagt nema að vissu marki. — Sem sýning var þessi deild að því leyti öðru- vísi en aðrar deildir, að hún var allt of flókin. Efni og upplýsingar var þannig úr garði gert, að betur hæfði til notkunar í skólastofum en á sýningu. Smáatriðin voru svo mörg og upplýsingar svo fjöl- þættar, að flestir gengu fram hjá án þess að grennslast um hvað þarna væri að læra. Línuritin, sem sýndu uppskerumagn frá ári til árs um áratugi, hefðu verið langt- um gleggri ef sýnt hefðu uppskeru að meðaltali á 5 ára fresti. Margvíslegan fróðleik var þar að fá ef menn hefðu gef- ið sér tíma til þess að skoða þennan hluta sýningarinnar rækilega. Heimilisiðnaðurinn. Þessi deild var svo umfangsmikil og svo fjölþætt, að engin tök eru á að segja frá henni í fáum línum, svo að menn fái nokkra eiginlega mynd af því, sem þar var sýnt. En það sýndi sig hér, sem annars staðar, að hlutur kvenfólksins er ekki rýr- astur þegar komið er á sýningu, þar sem bæði menn og konur leggja nokkuð af mörkum. Deild þessi vottaði, að heimilis- iðnaðurinn er ekki úr sögunni, þótt verk- smiðjur og iðjuver hafi tekið upp fram- leiðslu ýmsra þeirra hluta, sem áður voru gerðir á heimilum. Það má að vísu segja, að hér var list- iðnaðurinn yfirgnæfandi, talandi vitnis- burður um listfengi og kostgæfni á ýmsum sviðum. Munirnir voru ekki allir nýir, sumir hafa oft verið á sýningum áður, en nýjar tegundir iðnaðar var þarna að sjá, svo sem smíðagripi þá úr beinum, sem sjúklingar á Kleppi hafa framleitt undir leiðsögn kennslukonu. í þessari sýningar- deild bar langmest á list og í henni var meiri vinna — fleiri handtök — falin en nokkurri annarri. Hlunnindi. í deild þessari var nokkuð sérstætt að Einn úr liópi gœðinganna.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.