Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1947, Síða 15

Freyr - 01.09.1947, Síða 15
FRE YR 273 athafna til gagns og fróðleiks fyrir kom- andi kynslóðir, og segi þeim hvernig vér, sem uppi vorum á því herrans ári 1947, túlkuðum fyrir almenningi viðhorf og á- stæður allar innan landbúnaðarins á sama tíma. Á sýningunni heyrði maður ýms um- mæli, flest lofsyrði, en nokkur hnjóðs- yrði féllu einnig. Þegar kvenfólkið sá ný- tízkuvélar, sem því er ætlað að nota til þess að létta heimilstörfin, þá heyrði ég sumar segja, að þetta þyrfti nú ekki að sýna, þetta hefir maður. Aðrar konur sögðu um sama efni, að þetta væri ástæðu- laust að sýna, það fengist hvergi. Svona ólík ummæli féllu auðvitað hér og þar. Fyrir þeim, sem að sýningunni stóðu vakti það, að almenningi yrði sýnt það sem notað hefir verið, það sem notað er í dag og svo það sem er að koma og verður al- menningseign innan fárra ára. Þetta hygg ég hafi tekist nokkurn veginn, en auðvitað má túlka hlutina á ýmsa vegu. En í stórum dráttum má víst segja, að betur var farið en heima setið, og Land- búnaðarsýningin mun hafa markað spor, sem seint mun fenna í. G. Ending peningshúsa er háö hita og raka í síðasta blaði Freys var sagt frá rann- sóknum, sem Svíar gerðu á árunum 1943— 45, viðvíkjandi hita og raka í peningshús- um í köldustu hlutum landsins. Samhliða þeim rannsóknum voru gerðar athuganir á áhrifum, sem hitinn og rakinn hafa á húsin, ástand þeirra og endingu. Um sumarið, milli tveggja rannsóknar- vetra, voru gerðar nokkrar endurbætur á sumum þeirra húsa, er til rannsókna voru notuð, og gafst því gott tækifæri til þess að athuga áhrif aðgerðanna. Má um það segja í stuttu máli, að húsabæturnar reynd- uzt svo mikils virði, að ástæða hefir þótt til þess að gefa út sérstaka skýrslu um þau efni. Það er Rannsóknarstofa ríkisins, varðandi sveitabyggingar, sem að rann- sóknunum og útgáfu stendur. Skýrslan getur þess fyrst og fremst, að peningshús- in, í köldustu hlutum Svíþjóðar, endist jafnan ekki meira en 40—50 ár og margar byggingar af því tagi aðeins 30—35 ár. Þess vegna er fyrning og viðhald húsanna allþungur baggi á búskapnum. Tilgangur rannsóknanna var því meðal annars sá að fá staðfest hverjar ástæður eru til þess, að ending húsanna er svo skammvinn, sem raun er á. Það er algengt víða um lönd, að byggingar sveitanna fyrnast fljótt og verða ófullnægjandi af þeirri ástæðu, að búskaparhættir breytast á jörðum og þörf húsakostar breytist um leið. Þá er það og algengt, að þegar vel er gert við búféð verður það bráðþroska og stærra en áður gerðizt, þegar verr var að því búið. Krefur hver skepna meira rúm á bás þegar hún er stór heldur en sú, sem er í meðallagi að stærð eða minni. En fyrning húsa af þessum ástæðum, er allt annars eðlis en sú, sem stafar af bygg- ingarfyrirkomulaginu, efni því, sem notað er í byggingarnar, eða þá af húsvistar- áhrifum skepnanna í sambandi við nefnda þætti.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.