Freyr - 01.09.1947, Blaðsíða 20
278
FRE YR
225.00 teningsmetrann. Lætur það nærri
því að vera meðalverð eins og sakir standa.
Einnar hæðar húsin virðast vera ódýrust,
þar næst hús, sem eru hæð og loft, en
nokkru dýrari hús, sem eru ein hæð og
kjallari.
Ef hús þetta er metið á 225.00 kr. ten-
ingsmetrinn verður kostnaðarverð þess
kr. 71550.00. Grunnflötur þess er 106 fer-
metrar, en teningsmál um 318 tenings-
metrar. Efniskostnaður er áætlaður tæp-
ur helmingur verðsins.
Þórir Baldvinsson.
ótíchindi ddtéttcirócim u œnda
Frá Séttarsambandi bænda
Á vettvangi Stéttarsambands bænda
hafa þau tíðindi gerzt hina síðustu mán-
uði, að sambandið hefir í hendur fengið
þau verkefni, sem bændastéttin gerði
kröfu til að ráðstafa sjálf og ákveða sjálf,
og Stéttarsambandinu var fyrirhugað til
meðferðar, þegar það var stofnað, En það
eru verðiagsmál landbúnaðarafurðanna
og að nokkru meðferð og dre'fing búvara.
Á meðan verkefni þessi voru í höndum
Búnaðarráðs og að framkvæmdum stóðu
aðilar, skipaðir af fyrrverandi ríkisstjórn,
hafði Stéttarsambandið enga hlutdeild í
þessum málum, og starfsemi þess var því
næsta takmörkuð.
Enda þótt fjölþætt verkefni væru eigi
til meðferðar frá því aðalfundur var hald-
inn í fyrrahaust, þá má með réttu fullyrða,
að áhrifa þess hafi gætt í þágu bænda-
stéttarinnar, því að fyrir forgöngu þess
fenguzt uppbætur þær á framleiðslu fyrri
ára, sem áður hefir verið um getið í Frey.
Þá var og ýms undirbúningsverkefni að
leysa fyrir komandi störf og vegna ein-
staklinga, sem hafa snúið sér til Stétta-
sambandsins, hafa ýms erindi verið rekin.
Sem kunnugt er var með málefnasamn-
ingi þeirra flokka, er styðja núverandi
ríkisstjórn, svo frá gengið, að Stéttarsam-
bandi bænda yrðu í hendur fengin verk-
efni þau, sem Búnaðarráð hafði áður til
meðferðar og úrlausnar.
Sem megin þorra lesenda Freys mun
kunnugt, samdi og samþykkti Stéttarsam-
bandið starfsreglur fyrir framleiðsluráð
landbúnaðarins, sem skipað skyldi mönn-
um frá Stéttarsambandi bænda og frá
félagsskap framleiðenda. Var ráð þetta
fullskipað vorið 1946 og hélt einn fund
snemma sumars, en fyrirhugaðar fram-
kvæmdir voru ekki hafnar þegar auðsætt
þótti, að málum mundi framvegis betur
á annan veg fyrir komið, og að það fyrir-
komulag hlyti að styðjast við almenna
löggjöf að meira eða minna leyti. Eftir
að fyrrverandi ríkisstjórn baðst lausnar
seint á árinu 1946 þótti auðsætt, að fram-
leiðslumál öll mundu að nokkru hljóta að
mótast af opinberum aðgerðum um sinn,
og að minnsta kosti á meðan ríkið leggur
fram stórar fjárhæðir árlega til niður-
greiðslu búvara mundu verða gerðar kröf-
ur til þess, að fleiri aðilar en bændur hefðu
nokkra íhlutun í þessum efnum. Stéttar-
samband bænda leit á þetta sjónarmið