Freyr - 01.09.1947, Blaðsíða 22
280
FREYR
unum sjálfstætt fyrirtæki, þá er það skip-
að meiri hluta af Stéttarsambandinu, for-
maður þess er frá Stéttarsambandinu og
framkvæmdir um leið í samræmi við meg-
inlínur þær, sem það hefir sniðið starfsemi
sinni. En að sjálfsögðu hlýtur Stéttarsam-
bandið að hafa önnur verkefni að leysa
þar að auki. Tengslin við bændurna er
eitt þeirra atriða og ekki hið óverulegasta,
því að í raun og veru verða bændurnir ó-
virkir aðilar í starfi Stéttarsambandsins
nema þeir aðhafist eitthvað það, sem er í
samræmi við stefnu þess. Það að greiða
sitt stéttargjald — og svo búið — er í
rauninni enginn félagsskapur og ekkert
samband.
Til þess að skapa tengilið milli stjórnar
Stéttarsambandsins og bændanna, hefir
það ráðið sér erindreka, SœmuncL Frið-
riksson, framkvæmdastjóra sauðfjárveiki-
varna.
Með framangreindum verkefnum og
þeim starfsmönnum, sem nú hafa verið
nefndir, er þá framtíð Stéttarsambands-
ins beint í farvegu, sem fyrir var ætlað
með stofnun þess. Hver ný hlutverk kunna
að verða upp tekin, er stundir líða, verð-
ur tíminn að leiða í ljós.
Lög
um framleiðsluráð landbúnaðarins, verðskráningu, verðiniðiun og sölu á landbún-
aðarvörum o. fl.
1.
I. KAFLI
Um skipan og verkefni framleiðsluráðs.
grein.
Framleiðsluráð landbúnaðarins hefur á hendi aðalframkvæmd iaga þessara,
og skal það skipað þannig: 5 mönnum kosnum af Stéttarsambandi bænda á fulltrúa-
ráðsfundi þess, og sé einn þeirra formaður framleiðsluráðs, og 4 mönnum, er stjórn
Stéttarsambandsins skipar samkvæmt tilnefningu eftirgreindra aðila, einn frá
hver.jum: þeirri deild Sambands ísl. samvinnufélaga, er fer með sölu landhúnaðar-
afurða, Mjólkursamsölunni í Reykjavík, Sláturfél. Suðurlands og mjólkurbúunum
utan mjólkursölusvæðis Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, allir til tveggja ára í senn.
Framleiðsluráð kýs sér formann til sama tíma.
Framleiðsluráð kýs úr sínum flokki 3 menn í framkvæmdanefnd og jafnmarga
til vara. Verkefni nefndarinnar er að taka ákvörðun um og afgreiða mál, sem ekki
þykir fært að fresta til fundar framleiðsluráðs.
Framleiðsluráð ræður sér fulltrúa, er annast dagleg störf, það getur einnig valið
sér trvinaðarmenn til eftirlits, eftir því sem þörf krefur.
2. grein.
Aðalverkefni framleiðsluráðs (auk þess sem um ræðir í 1. gr.) eru:
1. að fylgjast með framleiðslu, sölu og vinnslu landbúnaðarvara;
2. að stuðla að eflingu landbúnaðarframleiðslunnar í samstarfi við Búnaðarfélag
íslands, svo að hún fullnægi, eftir þvi sem kostur er á, þörfum þjóðarinnar;
3. að stuðla að umbótum á vinnslu og meðferð varanna;
4. að vinna að aukinni hagnýtingu markaða fyrir þessar vörur utan lands og
innan;
5. að vinna að því að beina framleiðslu landbúnaðarins að þeim framleiðslugrein-
um, sem landbúnaðinum eru hagfelldastar og samrýmast bezt þörfum þjóðar-
innar á hverjum tíma;
6. að ákveða verðmiðlun á kindakjöti, mjólk og mjólkurvörum samkv. fyrirmæl-
um laga þessara;