Freyr - 01.09.1947, Síða 27
FREÝR
285
ingskostnaður þessi, bæði á mjólk og mjólkurafurðum, skal ákveðinn fyrir fram af
stjórn samsölunnar, svo oft sem hún telur ástæðu til, þannig að hann sé sem næst
raunverulegum kostnaði á hverjum tíma, og með hæfilegri hliðsjón af reynslu und-
anfarandi ára. Stöðvar- og vinnslukostnaður skal talinn jafn hjá öllum mjólkur-
húum á sama mjólkursölusvæði fyrir hverja vörutegund, sem þau framleiða. Kostnað
þennan ákveður samsölustjórnin eftir því, sem hún telur hæfilegt að fengnum upp-
lýsingum um kostnað við rekstur mjólkurbúa af líkri stærð og skýrslum um starf-
rækslukostnað mjólkurbúanna á mjólkursölusvæðinu.
Verði ágreiningur milli mjólkurbúanna um flutningskostnað eða stöðvar- og
vinnslukostnað, sker framleiðsluráð úr.
Skylt er að greiða framleiðendum mjólkur hæst verð fyrir 1. flokks mjólk,
en stiglækkandi fyrir aðra flokka.
21. grein.
Þar sem samsölustjórn er starfandi samkvæmt ákvæðum 19. gr., skal öll sala og
dreifing á neyzlumjólk, rjóma og nýju skyri fara fram undir yfirstjórn hennar.
Heimilt er þó stjórn samsölunnar með samþykki framleiðsluráðs að leyfa þeim, er
íramleiða mjólk innan lögsagnarumdæma kaupstaða eða kauptúna, að velja um,
hvort þeir afhenda samsölunni sölumjólk sína og njóta undanþágu verðjöfnunar-
gjalds samkv. 22. gr., eða selja hana beint til neytenda innan lögsagnarumdæmisins og
greiða af henni verðjöfnunargjald, svo sem samsölustjórnin ákveður á hverjum tíma.
Skal þá verðjöfnunargjaldið miðað við 2800 lítra ársnyt úr hverri kú, nema meðal-
ársnyt hafi reynzt önnur samkv. skýrslu nautgriparæktarfélafía á mjólkursölusvæð-
inu, og skal gjaldið þá miðað við það. Skylt er að veita bæjarfélagi slíka undan-
þágu samkv. tillögu heilbrigðisstjórnarinnar fyrir barnamjólk, sem framleidd er
á búi, sem það rekur innan lögsagnarumdæmis kaupstaðarins og er eign þess.
Sama gildir um almenna neyzlumjólk, ef bæjarfélagið framleiðir svo mikla mjólk,
að það fullnægi algerlega mjólkurþörf bæjarbúa.
Heimilt er hverjum framleiðanda, er nýtur framangreindrar undanþágu, að
undanskilja til heimilisþarfa 1 lítra mjólkur á dag á hvern heimilismann hans.
Heimilismenn teljast hér ault framleiðanda þeir, sem hann hefur á framfæri, og
hjú hans. Framleiðandi tilkynnir tölu heimilismanna og færir sönnur á hana, ef
samsölustjórnin óskar þess.
Skylt er þeim, er heimild hafa til að selja mjólk, að hlíta þeim fyrinnælum
um hreinlæti og hollustuhætti, sem tilskilin eru í lögum, heilbrigðissamþykktum
og mjólkurreglugerðum á hverjum tíma.
22. grein.
Nú hefur mjólkurframleiðandi, sem búsettur er í þeim kaupstað eða kauptúni,
þar sem mjólkin er seld, ræktað land til fóðuröflunar innan kaupstaðarins eða
kauptúnsins, og skal hann þá undanþeginn verðjöfnunargjaldi af þeirri mjólk, sem
hann framleiðir af því fóðri, er fæst af hinu ræktaða landi, og telst þá, að hektari
gefi af sér kýrfóður. Fyrir það mjólkurmagn, sem þeir framleiðendur selja allt árið,
jafnt sem búsettir eru í kaupstöðum og kauptúnum, þar sem mjólkin er seld, og ekki
selja beint til neytenda, skal þeim greiddur einn eyrir á litra umfram verðjöfnunar-
verð. Greiðist upphæð þessi eftir á fyrir næstliðið ár, og skal taka tillit til þess,
þegar verðjöfnunargjaldið er ákveðið.
23. grein.
Þar sem aðeins eitt mjólkurbú er starfandi á mjólkursölusvæði, skal stjórn
þess annast alla sölu og dreifingu mjólkur, rjóma og nýs skyrs í kaupstöðum eða
kauptúnum innan mjólkursölusvæðisins, samanber þó 22. gr.