Freyr

Volume

Freyr - 01.09.1947, Page 30

Freyr - 01.09.1947, Page 30
288 FRE YR VII. KAFLI Um iðnað úr landbúnaðarvörum. 32. grein. Framleiðsluráð safnar árlega skýrslum um öll iðnfyrirtæki hér á landi, er vinna úr íslenzkum landbúnaðarvörum, hvers konar vinnsla þeirra er og magn hrávöru og vinnsluvöru. Enn fremur ber ráðinu að afla sér upplýsinga um markaði og markaðshorfur innan lands og utan fyrir íslenzkar iðnaðarvörur, unnar úr framleiðsluvörum landhúnaðarins. 33. grein. Nú telur framleiðsluráð, að skortur sé innanlands á iðnaðarvörum þeim, er urn ræðir í 32. gr., eða að ónotuð séu góð markaðsskilyrði erlendis, svo að til tjóns sé fyrir landbúnaðinn, og ber þá framleiðsluráði að stuðla að ])ví, að ný iðnaðar- fyrirtæki verði stofnuð eða önnur efld svo, að fullnægt verði varanlegri eftirspurn eftir þessum vörum og hinir erlendu markaðir nýtist eftir þvi sem bezt má verða. VIII. KAFLI Ýmis ákvæði. 34. grein. Landbúnaðarráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara eftir tillögum framleiðsluráðs. 35. grein. Með mál út af brotum á lögum þessum og reglugerðum, sem settar verða sam- kvæmt þeim, skal farið sem opinber lögreglumál. Varða brot sektum frá 300— 10000 kr., nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum. Ef aðili, sem samkv. lögum þessum er skylt að gefa framleiðsluráði skýrslu eða upplýsingar, tregðast við að láta þær í té, má beita dagsektum frá 20—200 kr. 36. grein. Með lögum þessum eru úr gildi numin lög nr. 1 7. jan. 1935, um meðferð og sölu mjólkur og rjóma, og breyting á þeim lögum, nr. 66 1937 og nr. 33 1942. Enn fremur lög nr. 2 9. jan. 1935, um ráðstafanir til að greiða fyrir viðskiptum með sauðfjárafurðir og ákveða verðlag á þeim, og breyting á þeim lögum, nr. 32 1943. Enn fremur lög nr. 11 19. marz 1946, um verðlagningu landbúnaðarafurða o. fl., og loks 1. og 2. málsgr. 7. gr. laga nr. 31 2. apríl 1943, svo og öll önnur ákvæði, er koma í bága við lög þessi. 37. grein. Lög þessi öðlast þegar gildi. Samþykkt á Alþingi 24. maí 1947. Heiðursverðlaun. Auk þeirra manna, sem um var getið í síðasta hefti Freys, og hlotið hafa heiðurs- verðlaun Búnaðarfélags íslands, hefir Guðmundur Einarsson, Brekku, Ingjalds- sandi, V-ísafjarðarsýslu, einnig fengið sömu verðlaun fyrir dugnað sem refa- skytta. Hefir hann legið úti við það um 6y2 ár og drepið 2500 refi.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.