Freyr

Volume

Freyr - 01.09.1947, Page 33

Freyr - 01.09.1947, Page 33
FREYR 291 leggur á hestana sötrar bóndinn kaffið og borðar eina eða tvær brauðsneiðar. Drengurinn kemur fljótt til baka. „Bú- ið!“ segir hann og ræðst djarílega á brauð- ið og spenavolga mjólkina. Bóndinn stendur á fætur, hann lítur ró- lega, en ef til vill dálítið varlega, á kon- una og segir formálalaust: „Það væri gott að fá lánaða hönd til að kasta úr smá- sætinu. Ég ætla að láta drenginn slá dá- litla spildu á meðan það tekur dátlíið betur af flekkjunum“. Eftir stundarkorn eru allir komnir að verki við heyskapinn. Drengurinn hottar á sláttuhestana og hjónin keppast við að dreifa úr heysætinu. Telpan og dreng- snáði á fjórða árinu vilja gjarnan hjálpa til, og gjöra hvað þau geta. Eftir stund er lokið við að breiða og er þá tekið til við að snúa flata heyinu. Þá er hestunum sleppt og drengurinn tekinn til hjálpar við snúninginn. Þegar umferðinni er lokið, þá sest allur hópurinn á hlýja nýslegna jörðina, og spjallar glaðlega um daginn og veginn. Húsmóðirin stendur þó fljót- lega á fætur — það verður líklega einhver illa haldin með kveldinu ef ekki verður hugsað um matinn“, segir hún um leiö og hún gengur til bæjar. Karlmennirnir, bóndinn og tólf ára vinnumaðurinn, telja sér þá ekki lengur til setu boðið og fara til að rifja heyið. Það stendur þá líka heima, að tekið er af heyinu þegar þessu er lokið og líður þann- ig morguninn fram til hádegis. Jafnvel húsmóðirin kemur hlaupandi til að hjálpa til að ljúka við umferðina fyrir matinn. Hádegisverður er snæddur við glaðværar samræður yngstu barnanna og athuga- semdir hjónanna. Eftir matinn kastar bóndinn sér aftur á bak á legubekkinn — og ef til vill rennur honum í brjóst. Á með- an þvær konan upp matarílátin, og dreng- urinn æfir sig í langstökki í hlaðvarp- anum. Viltu kaffisopa? Bóndinn stekkur á fæt- ur. Húsmóðirin hefir nú gengið frá öllu í eldhúsinu og allt er fágað og fínt. Aftur er tekið við að snúa heyinu. Um fjögur leytið er gengið til bæjar og allur hópurinn gæðir sér á mjólk, kaffi og brauði. — Að því loknu tekur drengurinn annan hestinn og spennir fyrir rakstrar- vélina, og tekur til við að garða heyið sem dreift var. En hinn hestinn tekur bóndinn og setur fyrir planka til að ýta saman görðunum. Klárinn er óstöðugur og vill ekki ganga eftir heyhryggjunum. Konan verður því að taka í tauminn, en bráðum getur litla telpan tekið við að teyma. — „Láttu klárinn bara ekki stíga ofan á spóafæturna“, segir konan um leið og hún fór að raka dreifina. Galtarnir rísa upp hver eftir annan, hægt og hægt. Hesturinn fyrir plankanum áttar sig fljótlega á verkinu, og telpan fer í feluleik við bróður sinn í heybeðjunum. Það er komið fram á kvöld þegar dreng- urinn er búinn að garða heyið. Hestarnir eru látnir á haga og áður en gengið er til mjalta, er etinn kveldverður, konan háttar þrevettlinginn og systur hans syngur fyrir hann á meðan hann er að sofna. Mjöltun- um er lokið klukkan hálf tíu. — Á meðan hjónin eru í fjósinu hefir drengurinn tekið hestana og sett þá fyrir sláttuvélina og slegið góðan sprett. Bóndinn fer nú til og leysir hann af hólmi og segir honum að ganga til hvílu, sjálfur ætlar hann að ljúka við skákina. — það er útlit fyrir þurrk að morgni, og þá mun lítill tími vinnast til að losa. En þarflaust er að sæta upp úr görðunum. — Undir lágnættið hefir hann lokið við blettinn, sprettir af hestunum, sleppir þeim á haga, og gengur

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.